Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 9
9 irinn Fostudag ur 23. júlí 1982 Tilraunaveiðar með dragnót. Myndin sýnir það, þegar verið er að hifa nótina. Tveimur kraftblökkum er komið fyrir á búkka, sem festur er við jeppann. Tógin eru hringuð niður i körfu. Myndin er tekin við Sléttuhlíðarvatn i Skagafirði. Myndirnar eru úr Ægi :i. tbl. ’82. Allt of mikill silungur í vötnum landsins - segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur sem nú veiðir silung í snurvoð „Pað er nóg af silungi i vötnum landsins. Eini vandinn er að ná honum upp, veiða hann og selja. t>á er annar vandi — sem sé að linna markað lyrir 100-15« gramma silung, sem er mest af. l>að er nógur markaöur fyrir 250 gramma silung og þaðan af þyngri”, sagði Jón Kristjánsson, fiskifræðingur hjá Veiðimála- stoínun, þegar við hittum hann við Þingvallavatn fyrir skömmu, þa rseni hann gerði veiðarfæratil- raunir. „Smái silungurinn er herra- mannsmatur, ég held aö þaö séu allir sammála um þaö, en fólk kann ekki almennilega aö mat- reiða hann. l>vi þarf aö íorvinna hann og selja svo. Þá er þetta mikil búbót og skemmtileg viöbót i mataræðiö ', sagöi hann. Jón Kristjánsson hrisli ákaft höluðiö þegar hann var spuröur hvort vötnin væru ekki tóm, allur silungur upp urinn: „Langt i lrá Það sem er aö er aö vötnin eru of- setin. Kiskurinn fær ekki aö éta, íiskarnir eru of margir um ætiö. Sjáöu til", sagöi hann, „þaö er búið að stööva nær alla atvinnu- mennsku i silungsveiöi. Sport- veiöimennirnir hal'a stoppaö þetta. A meöan veitt var i vötnun- um hélt þaö vötnunum góöum og silungnum feitum. NU er þaö þvi miður þannig, aö verkkunnátta i silungsveiöum er alar sjaldgæf '’ Jón sagði okkur lrá tilraun, sem gerö var meö veiöar i 200 hektara vatni á AuökUluheiöi. „Þar fengum viö fjórtán þUsund liska eitt sumariö — þaö var tveggja manna verk allt sumariö að moka þessu upp. Samt var þetta ekki nema fjóröungurinn af lisknum i vatninu. Þaö var nógur liskur eftir. 1 vatni, sem er um ferkilómetri aö stærö, eru 50-70 þUsund íiskar. Stangveiöimenn taka aldrei neina kannski fimm hundruð stykki og þess vegna er það, að silungurinn nær ekki nema 20-25 cm lengd. Þá hættir hann að vaxa.” Hann sagði skoöun sina aö taka þyrfti 40-50 þUsund liska árlega Ur sliku vatni. „Þetta sannast á Mý- vatni”, sagöi hann. „Þaö má segja að það sé fullnýtt — enda er vöxturinn á fiskunum þar ævin- týraiegur. Þar veiöa menn tveggja punda bleikjusem er ekki nema tveggja ára. 1 Þingvalla- vatni gæti svo stór íiskur veriö oröinn tólf ára. Annaðdæmiget ég nefnt: Eítir aöVifilsstaðavatn var opnaö fyrir stangveiöina hefur fiskur þar far- Jón Kristjánsson iðmjög stækkandi og fitnandi. En þótt litið veiöist i vötnunum þarf það ekkerl aö segja um magnið i vatninu, þvi smám saman verður fiskurinn krókvanur. NU,ég get neint þér enn eitt dæmi. Sumarið 1980 veiddi ég tvo fiska i Elliða- vatni. Þeir voru merktir 1972 og höfðu sáralitiö stækkaö á þeim tima, um tvo eöa þrjá sentimetra. Þaö segir manni aö fiskurinn fær ekki nóg æti — þaö eru of margir um hituna”. Þegar viö hittum Jón og félaga hans frá Veiöimálastofnun fyrst við Þingvallavatn voru þeir aö gera tilraunir meö ný veiöarfæri við silungsveiöarnar i vatninu. Viö báðum Jón aö skýra fyrir okkur hvaö þar væri á seiði. „Viö byrjuöum aö vinna aö þessum tilraunum i íyrrasumar", sagöi hann. „Þetta er einskonar sambland af snurvoö og aödrátt- arnót meö kraitblökkum og til- heyrandi. Þetta á aö geta verið afkastamikiö veiöitæki og ég held að viö getum meö liö og tima full- komnaö aöferöina. Atriöiö er að ná upp miklu magni, nýta vatniö. Norömenn eru til dæmis hættir að spyrja um stærö á f iskinum, nU er það magniö. Þeir hafa veitt mikiö i gildrur til þessa en voru með svipaöar tilraunir i gangi. Þegar' við fréttum hver af öörum kom i ljós, aö viöáttum i sama vanda og vorum meö svipaöar hugmyndir til að leysa þann vanda en hvor- ugur vissi af hinum. NU höfum við tekiö upp samvinnu — þeir halda áfram að prófa gildrurnar og við dragnótina." — Og hvaö gerist svo næst? „Ja, tilraununum veröur haldið áfram. En svo þarf að kynna niö- urstööurnar og kenna mönnum að nota veiöarlæriö. Þaö getur tekið talsverðan tima, eitt eöa tvö eöa þrjU ár. Þaö skiptir i sjálfu sér ekki öllu máli, aöalatriöiö er aö nýtavötnin og koma fisknum á markaö. Markaösmálin eru svo annað mál og meira." — ÓV. Kvik- mynd sem lyktar Kvikmyndaframleiðendur hafa löngum haft áhuga á að auka við áhrifamátt kvikmynd- anna. 1 þvi skyni var fyrir rúm- lega tuttugu árum gerð tilraun með þríviddarmyndir sem menn urðu að hafa sérstök gler- augu til að njóta. Þótt bióhús eitt i Kópavoginum bjóði enn I dag upp á slikar myndir er það almennt mál manna að tilraun- in hafi misheppnast. önnur aðferð við að auka áhrifamáttinn er sU að setjavið- eigandi lykt i biósalinn á réttum augnablikum. Vandinn hefur hingað til verið sá að losna við lyktina sem fyrst var dælt inn i salinn þegar sU næsta kemur. NU hefur bandariski leikstjórinn John Waters sett fram nýstár-l lega lausn á þessurn vanda. Þegar biógestir koma i bióiðj tilað sjánýjustu mynd Waters,! Polyester, fá þeir i hendurl pappaspjald við innganginn. A spjaldinu eru 10 reitir og eiga áhorfendur að rispa hvern reit fyrir sig með lykli eða öðrum málmhlut þegar merki er gefið á tjaldinu. Ef þeir bera spjaldið að vitum sinum berst þeim margvisleg angan úr reitunum. Úr fyrsta reitnum kemur ljúf ilmvatnsangan en Ur þeim næsta römm skitalykt. Siðan kemur blómailmur, pizzulykt, og táfýla svo eitthvað sé nefnt. Sagt er að þetta skapi mikla kátinu og stemmningu i biósaln- um. A ensku nefnist þetta nýnæmi „Odorama” sem þýða mætti ilmsýn. Þegar myndin var sýnd i Stokkhólmi gáfu þarlendir gagnrýnendur fyrirbærinu hins vegar nafnið „Stinkorama” sem á islensku gæti heitiö fnyk- sýn. Við verðum að biða þess að myndin verði sýnd hér á landi til að dæma um hvort er meira réttnefni. FERÐIST ÓDÝRT Nýjung í ferða/ögum á íslandi með sérleyfisbifreiðum HRINGMIÐI: Gefur yður kost á að ferðast „hringinn" á eins löngum tíma og með eins mörgum viðkomustöðum og þú sjálfur kýst fyrir aðeins 1.150 TÍMAMIÐI: Gefur yður kost á að ferðast ótakmarkað með öllum sérleyfisbifreiðum á ísiandi innan þeirra tímatakmarka, sem þú sjálfur kýst. 1 vika kr. 1.300 2 vikur kr. 1.700 3 vikur kr. 2.100 4 vikur kr. 2.400 Allar upplýsingar veitir Ferðaskrifstofa BSÍ Umferðarmiðstöðinni ®sr v/Hringbraut — Rvík Sími22300. Verið velkomin i nýju veiðivörudeildino okkor Athugið: Veiðileyfi fást hjá okkur, Gislholtsvatn, Kleifarvatn, Djúpavatn. WVÍf ýOfM't Hmotf _ Si\ Dafwa MITCHELL Verslið hjá fagmanni GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Opið á laugardögum kl. 9—12.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.