Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 23.07.1982, Blaðsíða 30
30 Á minnihlutinn að fara heim? Borgarstjórn Reykjavlkur og málefni borgarinnar hafa veriö nokkuð til umræðu siöustu vikurnar. Eins og allir vita urðu mikil umskipti i borgarstjórn i kosningun- um i vor, Sjálfstæðisflokkurinn endur- heimti meirihluta sinn og rúmlega það, en vinstri flokkarnir lentu i minnihluta ásamt Kvennaframboðinu. Siðan hefur mikið gengið á fyrir nýja meirihlutanum. Tillögur hafa runnið eins og á færibandi gegnum borgarkerfiö og mörg mál verið afgreidd á stuttum tima. Þau hafa verið af ýmsum stærðum og gerö- um, allt frá sölu þriggja umdeildra strætis- vagna upp i skipulag 10 þúsund manna byggðar iGrafarvogi. Fulltrúar minnihlutans hafa sett fram harða gagnrýni á starfshætti nýja meiri- hlutans. Lengst hefur Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, fulltrúi Kvennaframboðs.geng- ið i sinni gagnrýni en hún lét svo um mælt að Sjálfstæöisflokkurinn gæti allt eins sent minnihlutann heim,honum væri ekki ætlað að hafa nein áhrif á gang mála i Reykjavik- urborg. Er hann einráður, eða bara að efna kosn- ingaloforðin? Eins og áður sagði hefur meirihlutinn látið hendur standa fram úr ermum siðan hann komst til valda. „Það er ljóst að meirihlutinn gengur i það að efna þau kosn- ingaloforö sem hann gaf fyrir kosningarn- ar,” segir Gerður Steinþórsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarfiokksins. „Þau eru miserfið viðfangs, sum einföld og auðveld önnur erfiðari, einkum byggðin i Keldnalandi.” Eins og menn muna snerist kosningabar- áttan ekki sist um staðarval fyrir framtið- arbyggð Reykjavikur. A að byggja Jvupp til fjalla” eða fram meö ströndum? Sjálf- stæðismenn hölluðust aö strandbyggðinni og á þriöja fundi borgarstjórnar var lagt fram uppkast að forsögn að deiliskipulagi fyrir byggingarsvæðið i Grafarvogi og Keldnalandi. Þá hafði það farið i gegnum skipulagsnefnd og borgarráð á miklum hraða, „eins og norðanvindurinn i gegnum kerfið”, svo vitnað sé til orða Ingibjargar Sólrúnar. „Þessi fyrsta forsögn að deiliskipulagi rúmaðist á einni siðu og hún var hvorki dagsettnéundirrituö”,segir Gerður. Davið Oddsson borgarstjóri axlaði alla ábyrgð á forsögninni og eftir litlar umræður var hún samþykkt. f>etta fannst minnihlutanum flaustursleg vinnubrögð. Fulltrúar hans bentu á að deiliskipulagiö hefði enga faglega umfjöll- un hlotið áður en það var lagt fram og að borgarstjóri heföi sniðgengið Borgarskipu- lagið sem ætti þó að fjalla um svona mál, til þess væri það. „Þetta voru grófar og illa unnar hugmyndir”, segir Adda Bára Sig- fúsdóttir fulltrúi Alþýðubandaiagsins. „Davið vildi ekki gefa upp við hvaða sér- fræðinga hann hefði haft samráð um gerð forsagnarinnar. Ég gæti best haldið að hann hefði sjálfur unnið þetta á skrifborð- inu sinu, i mesta lagi kallað til einhverja já- menn”, segir Sigurður E. Guðmundsson fulltrúi Alþýðuflokks. Hverju svara sjálfstæðisménn þessari gagnrýni? Hilmar Guölaugsson borgarfuil- trúi Sjálfstæðisflokksins og formaður bygg- inganefndar visar þessari gagnrýni á bug. „Borgarstjórn samþykkti aðalskipulag fyrir þetta svæði og það fékk mikla faglega umfjöllun á árunum 1976—77. Að þvi skipu- lagi var vel unnið. En málið var það að ef við hefðum ekki fengið deiliskipulagið samþ. fyrir sumarfri borgarstjórnar, sem stendur I tvo mánuði, hefði það valdið það miklum töfum að við hefðum ekki getað staðið við áætlanir okkar um lóðaúthlutanir á næsta ári. Þess vegna keyrðum við það i gegn. Og þetta var bara fyrsta forsögn að deiliskipulagi, bara megindrættirnir. Það á George Schultz vinnur embættiseið 1 garöi Hvita hússins. Reagan forseti til vinstri. Viöurkenning af hálfu Bandaríkjanna skilyrði PLO fyrir að yfirgefa Beirut tsraelskt stórskotalið rauf i fyrrinótt lengsta vopnahlé sem staðið hefur á vig- stöðunum umhverfis Vestur-Beirut, þar sem 35.000 manna israelskar hersveitir sitja um 6000 til 8000 manna liðsafla Frelsissamtaka Palestinumanna, PLO. I þetta skipti var stórskotahriðinni einbeitt að byggingum þar sem PLO hefur skrif- stofur sinar og sér i lagi stjórnstöðvum samtakanna, aðsetri Yassers Arafats. Hvað eftir annað hefur Israelsher reynt að vinna á Arafat með hnitmiðuðum árásum á einstakar byggingar, þar sem hann var talið að finna, en foringi PLO hefur jafnan sloppið. Þrátt fyrir ófarir Fatah, þess hluta PLO sem Arafat veitir sér i lagi forstöðu, i sókn ísraelsmanna um Suður-Libanon til Beirut, hefur Arafat styrkt stöðu sina frekar en hitt á örlaga- stundu PLO. Honum hefur tekist að snúa hernaðarósigrinum i Suður-Libanon og umsátinni um Vestur-Beiruti tækifæri fyrir PLO að vinna pólitiskan sigur. Siðan israelsku skriðdrekarnir námu staðar skammt frá flóttamannabúðum Palestinumanna i suðurjaðri Vestur-Beirut og viðræður hófust um brottför PLO úr borgarhlutanum, hefur yfirburðastööu Israels hrakað. Ifyrsta lagi er orðið ljóst að tsraelsstjórn er ekki reiðubúin að taka þvi mannfalli sem götubardagar við PLO myndu kosta. I öðru lagi hefur almennings- álitið i heiminum gerst Israel æ and- snúnara. Komið er á daginn að markmið Israels- stjórnar með innrásinni 1 Libanon var allt annað en látið var i veðri vaka, þegar hernum var skipað að leggja til atlögu, sem sébægja árásarhættu frá nyrstu byggðum i Galileu. Þess I stað hefur Israelsher sest um Vestur-Beirut, gert sig liklegan til að hrekja Sýrlandsher yfir landamærin og komið á laggirnar hernámsstjórn sem vinnur að þvi að fá völd i Suður-Libanon i hendur libönskum bandamönnum Israels, einkaherjum falangista og Haddads majórs. I þessu skyni hafa israelsku her- námsyfirvöldin ekki skirrst við að setja af embættismenn rikisstjórnar Libanons á þeim takmörkuðu svæðum sem hún ræður yfir borgarastyrjöldina út I gegn, reka þar sveitir Libanonshers úr herbúðum og fá þær i hendur her falangista. Nú er lika að koma á daginn hvernig Israelsher fór að i flóttamannabúðum Palestinumanna, lagði þær i rúst með skriödrekum og jarðýtum, handsamaði alla vopnfæra karlmenn og Föstudagur 23. júlí 1982 hlelgai----- Oðsturinn eftir að samþykkja endanlega forsögn svo málið á eftir að fá faglega umfjöllun. Það er að visu rétt aö Borgarskipulag fjallaði ekki um þessa forsögn, en stofnunin kemur inn i málið á siðari stigum þess,” sagði Hilmar. En það er fleira sem minnihlutinn gagn- rýnir. „Meirihlutinn þjösnast áfram og dregur sem mest hann má úr öllum ávinning- um okkar’\segir Adda Bára. „Viðsettum á fót framkvæmdaráð sem átti að fylgjast með öllum framkvæmdum borgarinnar og veita borgarfulltrúum tækifæri til að hafa yfirsýn yfir þær. Nú hefur þetta ráð verið lagt niður og lokað fyrir þessa yfirsýn. Sama gildir um fækkun bogarfulltrúa, hún er samþykkt áöur en nokkur reynsla er komin á fjölmennari borgarstjórn. Þetta hefur i för með sér að það sem áður var opið fyrir borgarfulltrúa verður nú lokað inni hjá borgarstjóra og embættismönnum,” sagði Adda Bára. „Það fer engin pólitisk umræða fram i nefndum; þegar pólitisk mál koma þar á dagskrá er þeim strax visað til borgar- stjórnar, Og umræöan i borgarstjórn er eins og tilbúin, þar eru haldnar kosninga- ræður sem miðast við blaðamennina sem sitja á áheyrendapöllunum. Þetta er eins og vel æft leikrit,” segir Ingibjörg Sólrún. „Ég er nú byrjandi i borgarstjórn og mér finnst fróðlegt að upplifa starfshætti Sjálf- stæöisflokksins,” segir Sigurður E. Guð- mundsson. „Þarna situr sviplikur þögull meirihluti undir sinum borgarstjóra. Hann heldur ekki uppi neinum umræðum, hann greiðir bara atkvæði. Það er undarlegt að tala inn i þetta heiðnaberg ihaldsins.” Hilmarereinsog vænta máekki öldungis á þvi að samsinna þessum gagnrýnisröddum. „Þetta er nú mikið orðum aukið. Við höld- um okkar meirihlutafundi eins og siðasti meirihluti gerði. Þar er farið yfir öll þau mál sem eru til umfjöllunar hjá borgarráði svo viðkomum ekki óundirbúin á fundina. I borgarstjórnarflokknum eiga sæti 24, þ.e. allir aðal- og varaborgarfulltrúar flokksins. 1 þessum hópi fá málin viðtæka umfjöllun þvi flestir sem i honum eru starfa i borgar- kerfinu með einum eða öörum hætti, þeirl þekkja vel til mála. Ekki vildi Hilmar heldur kannast við YFIRSVIM hrakti konur oe börn á vergang. Allt gerðist þetta meðan tómarúm rikti i mótun utanrikisstefnu Bandarikjanna, vegna þess að mánuður leið frá þvi Reagan forseti lét Alexander Haig segja af sér utanrikisráðherraembætti þangað til eftir- maðurinn, George Shultz, vann embættis- eið fyrir viku. Eina frumkvæði Bandarikja- stjórnar allan þann tima var að Reagan ritaði Begin, forsætisráðherra Israels, bréf, að áeggjan Fadh konungs i Saudi-Arabiu og Mubaraks Egyptalandsforseta, og lagði fast að ísraelsstjórn að leggja ekki til atlögu gegn Vestur-Beirut meðan von væri um samkomulag um brottför PLO úr borgarhlutanum. Fyrsta verk Shultz eftir að hann var orðinn utanrikisráöherra var að halda röð funda með sendiherrum Israels og araba- rikja og fjölda ráðgjafa, þar á meðal Henry Kissinger fyrrum utanrikisráðherra, til að ræða ástandið i Libanon i samhengi við framtiðarhagsmuni Bandarikjanna i löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Á þriðjudag komu svo tveir utanrikis- ráðherrar arabarikja til Washington, þeir Saud al-Faisal frá Saudi-Arabiu og Abdel Halim Khaddam frá Sýrlandi, til aö gera Reagan og Shultz grein fyrir afstöðu þess rikjahóps. Að þeim fundum loknum er mun ljósara en áður, hver tök eru á aö afstýra eyðingu hálfrar höfuðborgar Libanons i úr- slitaorrustu milli Israelsmanna og PLO. Undir forustu Arafats hefur stjórnar- nefnd PLO ákveðið að setja tvö meginskil- yrði fyrir brottför manna sinna úr Vestur- Beirut og lausn mála eftir diplómatiskum leiðum. Annaðeraðalþjóðlegtgæslulið taki sérstöðu i Vestur-Beirut fyrir brottför PLO og tryggi að ísraelsher noti ekki tækifærið til að láta her falangista niðast á ibúum borgarhlutans. Hitt skilyrðið er að Banda- rikjastjórn taki upp beint samband við PLO, viðurkenni þar með samtökin sem ómissandi aðila i friöargerö við Miöjarðar- hafsbotn og rétt Palestinumanna til þjóðar- heimkynnis. I staðinn býðst PLO til aö viöurkenna tilverurétt Israelsrikis og láta af skæru- hernaöi gegn þvi. Ekki mun PLO fást til aðfallast á ályktanir öryggisráðsins nr. 242 og 338, sem um Palestinumálið fjalla, ásakanir um aukna miðstýringu. „Við sögðum fyrir kosningar að við ætluðum að leggja niður framkvæmdaráö og fækka borgarfulltrúum. Við vorum á móti stofnun framkvæmdaráðs á sinum tima og töldum það ekki til þess fallið að bæta framkvæmd- ir borgarinnar. Sama gilti um fjölgun borg- arfulltrúa, við vorum andvigir henni af þvi aö við teljum 15 borgarfulltrúa nægilegan fjölda til að stjórna borginni.” Fulltrúar minnihlutans hafa oft minnst á hlutverk Daviðs borgarstjóra, að hann ráði öllu sem hann vill ráða og stjórni hin- um 11 fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ekki vill Hilmar kannast við það. „Nei, Davið ræður ekki öllu. Hjá okkur fá öll mál lýð- ræðislega umfjöllun og eru lögö fram i borgarstjórn á lýðræðislegan hátt.” Nú eru margir fulltrúanna nýir i borgar- stjórn. Þeir sem tilheyra minnihlutanum kvarta yfir þvi hvje hratt málin ganga fyrir sig. „Það er óstjórnlegur hraði á öllum málum og harla litið tillit tekið til minni- hlutans,” segir Gerður. „1 nefndum eru málin keyrö áfram svo hratt að maður veit varla hvað verið er að samþykkja. Maður fær á tilfinninguna að ekki sé allt tekið með i reikninginn, en það er enginn timi til að átta sig á þvi,” segir Ingibjörg Sólrún. „Þetta er langt frá hug- myndum manns um lýðræði, þetta er ekki einu sinni virkt fulltrúalýðræði, þvi allar ákvarðanir hafa veriö teknar fyrirfram”, bætir hún við. Katrin Fjeldsted fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins er lika nýliöi i borgarstjórn og hún gaf litið út á þessi vandkvæði. „Dagskrá funda liggur fyrir með góðum fyrirvara svo það er nægur timi til að setja sig inn i mál- in,” sagði hún. Hins vegar fannst henni um- ræður i borgarstjórn oft vilja snúast of mik- ið um smáatriði, sem kæmi þá kannski nið- ur á stóru málunum. „I borgarstjórn er bæði nýtt fólk og þrautreynt. Þetta er mislitur hópur, sumir eru góðir ræðumenn, aðrir ekki eins góðir. Sumir tala langt mál um ekki neitt meðan aðrir segja mikið i fáum orðum. En æði oft vill þetta snúast upp i þras um smáatriði. Um það er engum einum að kenna, kannski er þetta hefð.' i borgarstjórn. Aöalatriðið er að allir undirbúi sig vel fyrir fundina,” sagði Katrin. Undir þau orð er alveg hægt aö taka. eftir Þröst Haraldsson eftir Magnús Torfa ólafsson óbreyttar, af þvi þar er hvergi rætt um Palestinumenn nema sem flóttamanna- vandamál. Stingur forusta PLO upp á þvi, að öryggisráðið itreki ályktanirnar báðar og auki við ákvæði um sjálfsákvörðunarrétt Palestinumanna. Árið 1975 gerði Henry Kissinger leynilegt samkomulag við ísraelsstjórn, þar sem hann hét þvi gegn samþykkt Israels við öðrum áfanga aðskilnaðar herja á Sinai, að Bandarikjastjórn skyldi aldrei viðurkenna PLO að Israel forspurðu né eiga viðræður við samtökin, fyrr en þau hefðu viðurkennt tilverurétt Israels og fallist á ályktanir 242 og 238. Ekkier vafiá að núverandi stjórn i Isra- el teldi það brot á þessu samkomulagi, ef Bandarikjastjórn tæki upp samband við PLO upp á þau býti, að við ályktanir öryggisráðsins sé aukið ákvæði um réttindi Palestinumanna. Þvi hefur stjórnin i Jerúsalem setið á tiðum fundum siðan kunnugt varð um að skilmálar PLO hefðu verið formlega lagðir fyrir Bandarikja- stjórn. Eftir siðasta fundinn I gær var kunn- gert, að engin ákvörðun hefði verið tekin um lokaatlögu gegn Vestur-Beirut, en stór- skotahriðin i fyrrinótt er áminning af hálfu Israelsstjórnar. Enn sem fyrr er það fyrst og fremst undir Bandarikjastjórn komið, hverju fram vindur i skiptum ísraels og nágrannarikja þess. Þar að auki er nú svo háttað, að PLO hefur bæst i tölu þeirra aðila, sem setja traust sitt á Bandarikin. Vopnaviðskiptin i Libanon hafa sýnt Palestinumönnum fram á, að stuðningur arabískra ofstækisrikja, eins og Libýu og Sýrlands, og Sovétrikj- anna er einskis virði. Reagan forseti á nú um tvennt að velja. Hann getur tekið upp beinar viðræður við PLO um brottför frá Beirut og framtið Palestinumanna, eða haldið að sér höndum meðan Israelsher brytjar PLO niður. Fyrri kosturinn hefði i för með sér ýfingar við Israel og áköfustu stuðnings- menn þess i Bandarikjunum, en jafnframt að öll arabariki sem máli skipta kæmu til skjalanna við friðargerð undir bandariskri forustu i framhaldi af Camp David samkomulaginu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.