Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 2
 __ htelgsi . ■ Fostudagur 1. október 1982 irinh \Um tima var talið liklegt yað þeir Sigurjón Péturs- 'son og Daviö Oddsson, skiptu óbeint á atvinnu. — að Davið tæki viö borginni af Sigur- jóni en Sigurjón færi i stöðu fram- kvæmdastjóra Sjúkrasamlags- ins, sem Davið var i. Staðan sú hefur nú verið auglýst, en þar er Sigurjón ekki meðal umsækj- enda. Þeir eru þrir: Steinunn Lárusdóttir, sem verið hefur skrifstofustjóri samlagsins og er núverandi framkvæmdastjóri, Friðrik Brekkan, sem veriö hefur bæjarritari á Sauðárkróki og' Lára Ragnarsdóttir, ung kona menntuð frá Ameriku... rri Núna um miðjan mánuðinn, T\ 15 október, mun Garðaleik- ■*' húsið standa fyrir mikilli styrktarhátið i Austurbæjarbiói, með þátttöku margra fremstu iistamanna þjóðarinnar, sem allir gefa vinnu sina. Og hvað á að styrkja? Jú, Garðaleikhúsiö sjálft, sem hið opinbera hefur svelt illiiega, þótt þarna sé um starfandi atvinnuleikhús að ræða. Meðal þeirra sem koma fram á hátiöinni eru Kristján Jóhanns- son og Guðrún Kristinsdóttir, Nýja Kompaniið, Kjartan Ragnarsson, Jónas Árnason, Ollen Dúllen Doff hópurinn o.fl... í.'vGuðbrandur Magnusson sem f /verið hefur blaðamaður S „Heima er best” á Akur- eyri hefur nú látiö af störfum hjá blaðinu og mun flytjast til Sauð- árkróks þar sem hann tekur við ritstjórn fréttablaðs sem nokkrir aðilar á Sauöárkróki standa að. Mun ætlunin að það blað flytji að- eins fréttir og annað innan- héraðsefni, og verði „frjálst og óháð” þegar pólitik er annars vegar. Við starfi Guöbrands hjá „Heima er best” mun taka Ólafur Torfason fyrrverandi kennari i Stykkishólmi, en ólafur er einnig kunnur ljósmyndari og hefur m.a. haldið sýningar á ljósmyndum sinum... |Það gerist nú æ algengara I Jað stórfyrirtæki sækist eftir að ráða blaðamenn sem markaösfulltrúa sina, enda hafa margir þeirra blaðamanna sem á annað borð hafa gefið sig að slikum störfum náð ágætum árangri. Þaö nýjasta á þessu sviði er það að Óli Tynes, fyrrverandi blaðamaöur á Visi og Morgun- blaðinu mun innan tiðar hefja störf á Auglýsingaskrifstofu þeirra nafna Gunnars Steins Pálssonar og Gunnars Gunnars- sonar, en þeir hafa m.a. annast auglýsingastarfsemi fyrir Arnar- flug hf. Mun óla einkum ætlað að sjá um almannatengsl Arnarflugs og önnur skyld verkefni fyrir það fyrirtæki. Óli ætti að vera öllum hnútum i ferðamálum vel kunn- ugur, þar sem hann hefur m.a. starfað sem fararstjóri hjá ferða- skrifstofu að undanförnu bæði á Spáni og i Englandi... ^jALitið hefur verið um að f yvera á skemmtistöðum y Reykjavilkurborgar að undanförnu og aðsókn að þeim með allra minnsta móti. Hefur SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS • • SAMKEPPNIUMIÐNHONNUN ítilefni af50 ára afmæli Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefur sparisjóðurinn ákveðið að efna til almennrar samkeppni um iðnhönnun og vöruþróun. Samkeppninni er ætlað að ná til hvers konar iðnaðarvara, semfullnægja eftirtöldum skilyrðum: A. Varanþarfað veraframleiðsluhæfogframleiðslustaður á starfssvæði Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. B. Varan á aðfela ísérnýjung íframleiðslu. C. Varanþarfað uppfylla kröfur umfagurfræðilegt útlit og notagildi. Sérstök dómnefnd munfjalla um þær tillögur sem berast en hana skipa: Hjalti Geir Kristjánsson, fulltrúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Þráinn Þorvaldsson, fulltrúi Útjíutningsmiðstöðvar iðnaðarins, og danski hönnuðurinn Jakob Jensen, sem er kunnurfyrir hönnun sína hjá Bang & Olufsen hljómflutningsfyrirtækinu í Danmörku og hjá fleiri verbmiðjum sem hafa náð langt á alþjóðamörkuðum, ekki hvað sístfyrir sakir góðrar hönnunar. Að skilafresti liðnum mun dómnefndin verðlauna þrjár tillögur sem skarafram úr hvað varðargóða hönnun og þróun iðnaðarvöru. 1. verðlaunkr. 50.000.- 2. verðlaunkr. 25.000.- 3. verðlaunkr. 10.000.- Þeim aðilum, sem standa að verðlaunatillögunum verður ennfremur, að mati stjórnar sparisjóðsins, gefinn kostur á fjárhagslegri aðstoð íformi lána eða styrkja tilfrekari undirbúnings framleiðslu þeirra vara sem tillögur voru gerðar um, enda sé þá komin á sam- vinna milli viðkomandi hönnuðar ogframleiðanda um þá framleiðslu. Dómnefnd er heimilt að veita fleiri athyglisverðum tillögum viðurkenningu en verðlaun hljóta. Höfundar skili tillögum íformi teikninga eða módels, til sparisjóðsins fyrir 15. október 1982, kl. 17:00, merktum einkennisstöfum sínum en lokað umslagfylgi með upp- lýsingum um hver eigi viðkomandi einkennisstafi. Nánari upplýsingar um samkeppni þessa veitir Sigurður Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Reykjavík. —--------------— SPARIS J ÓÐUR ------------------- REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS þetta einkum bitnaö á stóru skemmtistöðunum, m.a. á Broad- way, þarsem aðsókn hefur verið i dræmara lagi aö undanförnu. Hins vegar munu Óðal og Holly- wood hafa haldiö sínum hlut. Að sögn kunnugra er nú heldur að lifna yfir skemmtanalifinu aftur, eins og reyndar oftast á haustin, og veitingahúsin flest full á föstu- dags- og laugardagskvöldum. En það segja einnig kunnugir að það sé áberandi aö fólk kaupi minna á skemm t i stöðunum en áður — staupi sig vel áður en það heldur á vettvang og haldi sér svo bara við. Þá mun einnig mun minna um að fólk fari út að boröa á dýra veitingastaði en áður, en hins vegar blómstra margir sky ndibitastaöanna... Tl' V'. IÞað er ekki oft sem sjónvarps- menn sækja út fyrir landstein- ana í efnisleit, en þó kemur það fyrir. Um helgina fer Sigrún Stefánsdóttir, ásamt hljóð- og kvikmyndatökumanni alla leið til Alsír í Norður-Afríku til að taka upp efni í heimildarmynd um Pfla- grímaflug Flugleiða, sem verið hef- ur ein traustasta tekjulind félagsins um skeið... hér ✓ . í framhaldi af frétt i Helgarpóstinum um merkilega lág fargjaldatilboð Flugleiða i Sviss, hringdi i okkur maður sem brá sér til Los Ange- les nú i sumar. Hann hafði rekist á svipað misræmi i fargjalda- verði eftir þvi hvar farmiðinn var keyptur. / i Maður þessi hafði keypt farmiða alla leið til Los Angeles á ferðaskrifstofu hér i borginni. Fyrir það hafði hann borgað 1.050 doilara sem skiptist þannig að flugieiðin Kenavfk— New York—Keflavik kostaði 650 dollara en flugleiðin New York— Los Angeles—New York 400 doll- ara. Hann haföi beðiö ferðaskrif- stofuna að finna ódýrasta far- gjaldiö fyrir sig. Þegar hann er kominn heim aftur ber aö garði gest frá Los Angeles sem hafði brugöið sér i Evrópureisu. Talið barst að fargjöldum og þá kom i ljós að þessi kona hafði greitt 288 doliara fyrir fargjaldið Los Ange- les—New York—Los Angeles, þar munaði 112 dollurum. Svo hafði konan keypt sér far með Flug- leiðum frá New York til Lúxem- borgar með viödvöl á Islandi og áfram með Luxair til Parisar og aftur til baka fyrir 629 dollara. Hún hafði borgað 21 dollara lægra verð fyrir þessa leið en viðmæl- andi blaðsins hafði borgað fyrir flugleiðina Keflavik—New York—Keflavik. ffi l/'^Þessi viðmælandi blaðsins sagði að ástæðan ■ fyrir þessum verðmun væri einungis sú að á flugieiðinni milli Islands og Bandarikjanna rikti einokun en innan Bandarikjanna væri sam- keppni milli flugfélaga. Hann bætti þvi við aö nú eftir að Islend- ingum hefur veriö leyfð noktun kreditkorta erlendis blasti sá möguleiki við að kaupa einungis einfaldan farmiða héðan og út en að kaupa farmiða milli borga eða landa og farið heim aftur á er- lendri grund þar sem hægt er að fáþau mun ódýrari. Þar með væri hætt við þvi að grundvellinum væri kippt undan rekstri ferða- skrifstofa hérlendis. Leiðrétting Meinleg prentvilla lædd- ist inn i frétt i siöasta Helgarpósti um innheimtuaug- lýsingu sjónvarpsins. Þar var haft eftir innheimtustjóra að þeir hjá sjónvarpinu teldu auglýsing- una vera dýrustu leiðina til að ná til landsmanna. Hann átti að sjálfsögðu við að þessi leið væri sú ódýrasta. Beðið er velvirö- ingar á þessu. Þá skal tekið fram að ekki var haft eftir innheimtustjóranum aö „mikili” innanhúskostnaöur væri af auglýsingunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.