Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 1. október 1982 jjfísturinn Fflharmóníukórinn: Nýtt starfsár, nýr stjórnandi „Aðalviðfangsefni Fil- harmóniukórsins hingað til hafa verið flutningur kórverka með Sinfóníuhljómsveit og það verður svo áfram að nokkru leyti i vetur”, sagði Ragnar Arnason stjórnarformaður kórsins i viðtali við Helgarpóstinn. „Þó tökum viö þátt i einum tónleikum með ls- lensku hljómsveitinni, nýstofn- uðu. Það verða aðventutónleikar, þann 19. desember, undir stjórn Guðmundar Emilssonar, sem hefur verið ráðinn stjórnandi kórsins en hann er einnig stjórn- andi hljómsveitarinnar nýju”. A aðventutónleikunum verður flutt hátiðarmótetta In Ecclesiis, eftir Giovanni Gabrieli fyrir tvö- faidan kór og málmblásturshljóö- færi, ásamt kantötunni Vakna Sions verðir kalla, eftir Bach. Guðmundur Emilsson. Eftir áramót syngur kórinn á tveim hljómleikum með Sinfóniu- hljómsveitinni. 1 byrjun mars mun kórinn syngja i konvertupp- færslu á óperunni Tosca, eftir Verdi, en stjórnandi á þeim tón- leikum verður Jean-Pierre Jaquillat, stjórnandi Sinfóniu- hljómsveitarinnar. Þann 14 april syngur kórinn aftur með Sinfóniuhljómsveitinni þegar flutt verður verkið Requiem (Sálumessa) eftir Fauré, en stjórnandi veröur Guð- mundur Emilsson. ,,Ég vil sérstaklega leggja áherslu á það, hversu mikill fengur það er fyrir kórinn að hafa ráðið svo góðan stjórnanda sem Guðmundur Emilsson' er”, sagði Ragnar. „Hann er vel látinn og velmenntaður i kór- og hljóm- sveitarstjórn, og það verður mik- ill munur að vinna með sama stjórnanda allan æfingartimann, en ekki eins og áður, þegar menn æfðu kórinn fyrir aðra stjórn- endur, sem siðan komu aðeins til að leggja siðustu hönd á verkiö”. Ragnar sagöi aö I kórnum væru nú um 100 félagar, en ætlunin væri að fjölga nokkuð i honum, upp i 140 manns. Einnig væri ætlunin aðhafa námskeiö fyrir þá nýliða, sem litið kynnu i tónlist, en æfingar yrðu tvisvar i viku. hph Atómstöðin á Akureyri Starfsemi Leikféiags Akur- eyrar er nú hafin fyrir nokkru og eru þeir norðanmenn nú að æfa Atómstöðina eftir Halidór Lax- ness, cn Briet Héðinsdóttir leik- stýrir þeirri uppfærslu. Briet gerði einnig nýja leikgerð af sög- unni. I sýningunni taka þátt 19 leik- arar, þar af tveir á barnsaldri. Aðalhlutverkiö Uglu, leikur Guð- björg Thoroddsen, en Theodór Júliusson og Sunna Borg leika Ar- landshjónin. Börn þeirra hjóna leika Ragnheiður Tryggvadóttir, Bjarni Ingvarsson og Gunnar Ingi Gunnsteinsson, og organistann leikur Marinó borsteinsson. Atómstöðin veröur frumsýnd nú i byrjun október. fyrsta verkefni á leikári LA I byrjun desember frumsýnir LA svo nýtt barnaleikrit eftir Signýju Pálsdóttur, leikhússtjóra LA, en hún lei.kstýrir einnig verkinu. Leikritið heitir „Siggi var úti” og fjallar um ævintýri sem verða úti i hrauni á tslandi, þar sem verið er að rannsaka is- lenska refinn. Sýningin verður öll unnin af fastráðnu starfsfolki leikhússins. Leikritið Bréfberinn frá Arles, eftir Ernst Bruun Olsen, hefur átt miklum vinsældum að fagna á Norðurlöndum undanfarin ár. Leikritið er i gamansömum tón og fjallar um siðustu æviár list- málarans Van Gogh. Þetta verk verður þaö þriðja i röðinni á verk- efnaskrá féiagsins, og kemur leikstjórinn Haukur Gunnarsson sérstaklega frá Noregi til að vinna þetta verk, sem og leik- myndahönnuðurinn Svein Lund Roland. LA mun halda helgarnámskeið fyrir starfsmenn áhugaleikféiaga á Norðurlandi um miöjan októ- ber, I grimugerð, leiktjaldasmiði, ljósatækni, framsögn og leik- túlkun. Kennarar verða úr hópi fastráðins starfsfólks leikhússins. •wflpajiST •" jwj Starfsmcnn LA og leikendur I Atómstöðinni. * Nýlistasafnið opnar nú um mánaðamótin sýningu á verkum eftir Dieter Roth. Þetta er geysi- stór sýning, með rúmlega 400 titlum, cn vegna þessarar sýn- ingar gaf listamaðurinn Nýlista- safninu um 360 verk ýmisskonar svo sem grafikmyndir, teikn- ingar, bækur, póstkort, plaköt, „hluti”, og hljómplötur. Þá lánar hann einnig myndbönd til sýn- ingarinnar. Þessi höfðinglega gjöf á sér nokkra forsögu, en það var árið 1978, að Ragnar Kjartansson myndhöggvari gaf Nýlistasafninu um 50 verk eftir Dieter Roth, svo sem grafikmyndir, bókverk, skáldverk (ljóð) ýmsar sérút- gáfur og fleira. Það var siðan ætlun Nýlistasafnsins að sýna þessi verk, en þegar listamaður- inn frétti af þeirri ætlan, tók hann sig til og safnaði saman viösvegar að úr Evrópu verkum eftir sig og gaf safninu. Nú munu aðstand- endur safnsins varla hafa haft við að rifa upp pakka siðustu dagana fyrir sýningu. Dieter Roth hefur lengi talist i fremstu röð framsækinna lista- manna og verið fulltrúi iands sins (Sviss) á alþjóðlegum sýningum, nú siðast á Biennalnum i Fen- eyjum. Hann hefur tekið þátt i óteljandi samsýningum og heldur fjölda einkasýninga á hverju ári. Sýningin á verkum Dieter Roth stendur yfir frá fyrsta til sautj- ánda október. Hún er opin dag- lega frá kl. 4—10 en frá kl. 2—10 um helgar. ÚTVAKIi Föstudagur 1. október .55 Daglegt mál. Já ekki veitir af.Þáttur Ólafs Oddssonar endurtekinn frá kvöldinu áöur. Svo getur maður bara lagt sig. 11. Það er svo margt að minnast á. Það er Torfi Jónsson sem sér um þáttinn af mikilli snilld. 11.30 Létt tónlist. Létt segir íkynningu, en ef fólk mundi reyna að spita eftir Nýja kompaníinu efast ég um að hér mundi standa létt tón- list. En við látum það nú standa. 13.00 Óskalög sjómanna. Hvernig verða þau þessa vikuna? Þetta er spurning sem brennur á vörum mér. 16.40 Hefurðu heyrt þetta? Nei, en lyder spændende. Þetta er nefnilega þáttur fyrir börn og unglinga um tónlist og ýmislegt fleira. 17.00 Síðdegistónleikar.TónlisteftirTelemann og Vivaldi. Jájá. 19.00 Kvöldfréttir. Þessu má nú enginn missa af. 22.35 „ísland" eftir Tivari Leiviská. Þýðandi Kristján Mántylá. Eftir UNM tónleikana hef ég mikla trú á Finnum. Þess vegna ætla ég að hluta á framhaldssöguna. Arnar Jóns- son leikari byrjar lesturinn og les á sama tíma næstu kvöld. Laugardagur 2. október 9.30 Óskalög sjúklinga. Héma ætla ég að vakna og fara að taka til heima hjá mér. Ekki veitir al. Enda búið að vera nóg að gera. Það sést best af einú. Ég segi ekki hvað það er... 11.20 Kannski verð ég búin hér. Sumarsnæld- an. þetta er þáttur fyrir börn. Ekki fyrir mig. 13.00 Helgarvaktin. Hún hefst hér í umsjá Arn- þrúðar Vettvangs og Hróbjartar Stúdíó 4. Kannski veröur þetta einskonar blanda af þessum tveimur þáttum. Sennilega þó einn syrpuþállurinn enn. 15.10 Svavar Gests í dægurlandi og hann ætl- ar að spila fyrir okkur lög frá árunum 1930- 1960. Þá vitum við það. 16.20 I sjénmáliÞað er þáttur fyrir alla fjölskyld- una. Vitiði að mér fyndist bara að fólk mætti ráða á hvað það hlustaði. Það er óþolandi þegar það er alltal verið að segja fyrir hvern þessir þættir eru. Eins og maður geti ekki sjálfur valið og hafnað. 16.50 Barnalög - Getiði fyrir hvern? 19.35 Hvern er verið að einoka? Brandari árs- ins. Brandari ársins? Já, það er Helgi Pét- ursson Washington sem flytur þáttinn. 23.00 Laugardagssyrpan hans Geira, elskan gráttu ei. Var einhver að segja að Geiri væri bróðir Bjössa? Gæti hann skýrt það betur. Og hvað þá með Magga Hvar kem- ur hann innf? Sunnudagur 3. október 10.25 Út og suður. Dr. Bjöm Dagbjartsson segir okkur frá Maldív eyjunum. Já fólk hefur flakkað viða. 13.15 Söngleikur á Broddvei. Og Árni Blandon heldur áfram að segja okkur frá mjálminu þaðan. 14.00 Járnharpan er leikrit eftir Joseph O'Conor en Karl Agúst Úlfsson þýddi það og bjójtil útvarpsllutnings, Hallmar Sigurðsson æíl- ar að leikstýra verkinu en leikendur eru a.m.k. 11 (10 karlar og einkona) Borgar, Sig Karls, ÞórhallurSig, Ragnh. Steindórs, Kalli Gúmm, Rúrik. Gummi Ólafs, örn Ólafs, öm Árna, Vúddí Egg, Emil O Witsch (td.) og Kalli sjálfur. 15.50 Kaffitiminn. Kannski rjómapönnukökur hjá mömmu. 16.50 Kokkur til sjós sumarið '71. Smásaga eftir Guðrúnu Jakobssen. 17.00 Karol Sziymanowski - aldarminning. Atli Heimir sér um hana. 19.25 Veistu svarið? Stjórnandi Guðmundur Heiðar Frimannsson. Dómari Jón Hjartar- son og aðstoðarkona Þórey Aðal- steinsdóttir. Þetta er frá RUVAK 22.35 Nútímatónlist i um sjá Þorkels Sigurbjöms. 23.00 Kvöldstrengir I umsjá Helgu Alís Jó- hannsdóttur en aðstoðarmaður er Snorri Guðvarsson og þetta er einnig þáttur frá RU VAK. Svo held ég maður skelli sér bara í háttinn. S.IONVARI* Sjónvarp Föstudagur 1.október 20.40 Á döfinni. Þetta mun vera þáttur um listir og menningarviðburði. Afgreidd á tiu mín- útum. Vel af sér vikið hjá sjónvarpinu. 20.50 Prúðuleikararnir. Ég veit það ekki. Þó er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að sýna þetta sama endalaust. Hvaða barlómur er þetta annars. Vist eru nýir gestir í hverjum þætti og núna er það sjálfur Jean Pierre Rampal. 21.15 Singapore fellur. Eða sko, þegar hún féll í febrúar 1942. Þetta er bresk heimilda- mynd. Ég segi ekki meira. 22.05 þrir bræður. (Tre fratelli) Já þetta er sko mynd sem vert er að horfa á. Enginn Vino Rosso sem leikstýrir heldur Francesco Rosi. Myndin fjallar um þrjá bræður sem hreppt hafa ólíkt hlutskipti I lifinu og greinir á um margt þegar þeir hittast eftir langan aðskilnað við útför móðúr sinnar. Laugardagur 2. október 16.30 íþróttir. Upp með húmorinn og allir I fínu formi. Skyidi það vera af hreyfingaleysi sem maður er svona sloj í dag. Bjami af hverju ekki að vera með iþróttir fyrir alla? Svona til skiptis þú skilúr. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Þá er það 28. þáttur eftir langt hlé. Hefði mátt vera lengra. 20.35 Sápa. Lux eða þessi nýja frá Frigg? Eða er e.t.v. óhollt að nota sápu. Vatnið er best ískalt. 21.00 Blágrasahátíð. Eftir að Halldor fór að hafa blágrasaþættina I útvarpinu er eins og það sé engin önnur tónlist til í heiminum, - eða þannig. 21.30 Endalok Sheilu. Já og endalok min.Ég veit ekki hvar ég verð eftir helgina. Hva, nei nei þetta er bandarisk mynd Irá 73 og er ekki við hæfi barna. Já alveg satt og kann- ski ekki nema von. Raquel Welch, James Coburn og James Mason leika aðalhlut- verkin. Sunnudagur 3. október 18.00 Sunnudagshugvekja. Upp, upp min sál. Ekki veitir af. 18.10 Stundin okkar. Stundin kynnir nýja titil- lagið og ég býst við að Bryndís rauli um eða yfir. Svo förum við í sólbað á suðrænni sólarströnd eða skoðum brúðumynda- flokkinn um Róbert og Rósu. Og rúsínurnar I pylsuendanum eru svo tveir hafnfirskir löggumenn. Búddi fór I bæinn og Búddi fór í búð. Ég verð ekki eldri. 20.55 Braseliufararnir. Þetta er ný íslensk heim- ildamynd um flutning Islendinga til Braselíu á harðindaárunum 1859-1873. Rakin er saga útflytjendanna í máli og myndum og afkomendur leitaðir uppi. Myndin er eftir önnu Björnsdóttur og Jakob Magnússon. Eitthvað kannast ég við nöfnin. 21.35 Jóhann Kristófer. Sögulok. Ég get nú bara sagt ykkur það að mér leist hreinlega ekk- ert á síðasta þátt. Hvað á svona dóna- skapur að þýða hjá Jóhanni? Og hvað ger- ist næst. Maður er bara spenntur. 22.30 Bangsi gamll. Nei ekki hann heldur elsta kvikmyndafélag I heimi. Allt um það. Eða ekkert.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.