Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 18
18
Um bannsungna fæðu og fleira
3 bollar vatn
l teskeið salt
1 1/2 bolli hrisgrjón
1 bolli nlsinur
1 matskeið rifinn appelsinubörkur
2 bollar heitt vatn
3 matskeiðar sykur
750 g bjarnarslátur (foialdasmásteik, einnig má
nota annað magurt kjöt)
mataroiia
4 laukar
1 bolli kjötkraftur (1 teningur leystur i vatni)
100 g smjörliki
salt, pipar
Hrisgrjónin (sem eiga að vera af löngu gerð-
inni, „long grain rice”) eru Iátin liggja hálftima
1 bleyti i 3 bollum af vatni. Samtimis eru rúsin-
urnar linaðar i 2 bollum af heitu vatni ásamt 3
msk, af sykri. Kjötiö er skorið i teninga, 2 til 3
cm, og steikt I oliu. Það er svo lagt til hliðar
meðan steiktir eru 4 laukar, þykkt sneiddir.
Siðan er lauk og kjöti blandað saman i eldföstu
fati. Vatnið er látiö renna af hrisgrjónunum og
rúsinunum, sem blandað er saman ásamt rifna
appelsinuberkinum, og breitt i þykku iagi yfir
kjötið. Yfir þetta er hellt vatninu með kjöt-
kraftinum og nokkrar vænar klipur af smjöri
eða smjörliki (100 grömm hið minnsta) látnar
ofan á. Svo er fatið sett loklaust inn i miölungs-
heitan ofn og haft þar 30 til 40 minútur. Rétt er að
gefa réttinum auga annað veifið og róta i hris-
grjónunum svo þau þorni ekki efst. Ef þau
virðast samt ætla að skorpna má bæta á þau
smjöri og hella meira vatni yfir fatið meðfram
jöðrum þess.
Þar sem þetta er múslimaréttur er óheimilt að
bera með honum neitt. sterkara en islenskan
pilsner.
Ég sé að ég er ekki búinn að fylla það flatar-
mál af pappirsem Jóhanna taldi hæfilegt, svo að
ég ætla að bæta við annarri uppskrift, af smá-
kökum ágætum, sem ég baka stundum til dund-
urs. Uppskriftin er sænsk, úr Prinsessornas kok-
hok.sem Hagaprinsessurnar nota við alla elda-
mennsku, en nafniö á kökunum minnir á bibliu-
slóðir, þær heita nefnilega eyðimerkursandur.
210 g smjör, gjarnan ósaltað
2 dl sykur
1 matskeið vanillusykur
1 teskeiðhjartarsalt leyst i l matsk. af vatni
310 g hveiti
Smjörið er brætt varlega i litlum potti og hrært
i því á meðan. Það má ekki verða of dökkt.
Bráðnu smjörinu er hellt I skál og sykrinum bætt
i meðan smjörið er heitt. Skálin er sett i ilát með
köldu vatni og hrært I blöndunni þar til hún er
laus I sér og köld. Hjartarsaltið er leyst i 1 msk
af vatni. Prófiö með fingri að það sé fullkomlega
leyst og hellið svo saman við sykurinn og
smjörið. Siðan er hveiti og vanillusykri hrært út
i. Or deiginu eru mótaöar egglaga kökur á milli
tveggja teskeiöa. Þær eru svo lagðar á vel
smurða plötu og bakaðar við vægan hita (175
gráður)) Þegar sprungur eru komnar i yfirborð
þeirra má minnka hitann nokkuð. Fullbakaðar
eiga kökurnar ekki að vera að ráði dekkri en
deigið, þær eiga að vera frauðkenndar og
mjölkenndar utan. Bökunartimi er um 30 min-
útur.
Or þessu deigi ættu að fást 60 til 65 kökur.
Gætið þess að þær stækka við baksturinn og
raðiðþeim ekki of þétt á plötuna. Ein lögun fer á
tvær venjulegar ofnplötur. Tekinn er vari fyrir
aö nota annaö lyftiefni en hjartarsalt.
Jóhanna Sveinsdóttir taldi mig á að annast
þessa pistla i fjarveru hennar i Ameriku. Verður
það raunar að teljast smágreiði miðað við þjón-
ustu sem kennslukonur þar vestra ætlast til af
rektorum sinum (að viðlagðri málshöfðun.)
1 dal einum fjarri þjóðbyggð i Notjegi bjó karl
og kerling, samkvæmt Þjóðsögum Jóns Arna-
sonar, og áttu syni þrjá og hét hinn yngsti As-
mundur. Þetta var á dögum ólafs konungs Har-
aldssonar, og kóngur veitti Asmundi viðurnefnið
flagðagæfa. Asmundur var ódæll i æsku eins og
þeir Edison og Gréttir, en réðst siðar i þjónustu
Ölafs konungs og veitti honum liö við að auka
hlutfallstölu kristinna manna i Noregi, einkum
með þvi að fella heiðingja. I einum leiðangri
þeirra erinda komu þeir á bæ hjá tröllum þar
sem mateöill var svohljóðandi:
Þar var á borðum bjarnarslátur og bjór i
könnu,
endikólfar ósmáleitir,
undrast þetta kóngsins sveitir.
Endikólfar trúi ég séu einhvers konar pylsur
þar sem troðið er matvælum i endaþarm slátur-
dýrs, en bjarnarslátur er gælunafn á hrossaketi,
sem eigi mátti eta og tæpast nefna.
Or þvi minnst er á bannfærða fæðu er ekki úr
vegi að vitna i þriðju Mósebók þar sem skráð er
bannfæða gyðinga. Heimilt var að eta ,,ÖI1 fer-
fætt dýr, sem hafa klaufir, og þær alklofnar, og
jórtra”, einnig þau dýr sem hvorugt þetta ein-
kenni hafa. En klaufdýr sem eigi jórtra eru
óhrein, þ.e. svin og úlfaldi.
1 kerfið vantar þá einn flokk kykvenda, þau
sem jórtra en hafa eigi klaufir alklofnar. Dýra-
fræðingar nútimans þekkja engin dýr i þessum
flokki, en samkvæmt ritningunni er eyðimerkur-
dýr eitt, sem lifir á bibliuslóðum, búið þessum
hæfileikum, og kallast á fræðimáli Hyrax, en
stökkhéri i islenskri bibliuþýðingu. Þetta dýr
mega gyðingar ekki leggja sér til munns.
Alatkrákaii
Umsjón: Ömóifur Thoriacius
Bókstafstrúarmönnum má benda á að þarna
bjóðast þeim tveir kostir jafnslæmir: að viður-
kenna villu i ritningunni eða að gangast við örari
þróun lifsins en nokkur þróunarfræðingur gerir
ráð fyrir, sem sé að stökkhérinn hafi misst
jórtrið á þeim árþúsundum sem liönar eru sfðan
Móses bannaði neyslu hans.
Marteinn Lúter hefur ekki verið of vel kunn-
ugurdýrallfi I austurlöndum nærogbannar þvi i
bibliuþýðingu sinni að eta „hérann, þvi hann
jórtrar að sönnu, en hefur eigi klaufir”, eins og
það heitir i islensku bibliunni. Þar er, eins og i
fleiri mótmælendabiblium, til öryggis bönnuð
neysla bæði héra og stökkhéra á ofangreindum
forsendum. Er þvi ekki nóg með að hérinn sé al-
friðaður samkvæmt islenskum lögum, heldur er
sanntrúuöum bönnuð neysla hans.
Þetta er orðinn alllangur formáli að uppskrift
dagsins, sem er einmitt úr austurlöndum nær og
heitir pílaff (eða pílaffi, sem mundi þá beygjast
eins og giraffi), og er frá Iran. Ekki veit ég
hvaða kjöt fer i hann þar eystra, en mér hefur
gefist vel bjarnarslátur, þ.e. folalda- eða trippa-
kjöt.
Föstudagur 1. október 1982 írinn
Kóngar á flakki
í einu af sinum gömlu ádeilu- 9. Rxe5!!-Bxdi
kvæðum kveður Þorsteinn
Erlingsson:
„Þvikóngar að siðustu komast I
mát
og keisarar náblæjum falda”.
Þorsteinn á þarna aö sjálf-
sögðu ekki við kónga skákborðs-
ins þótt likingin sé þaðan tekin.
Nú sjást mát ekki nema endrum
og eins i tafli milli manna, þótt
mátið sé tilgangur taflsins gef-
ast menn að jafnaði upp áður en
svo langt er komið. Aður fyrr
tefldu menn oft til þrautar og þá
var það háttur góðra skák-
manna að sýna snilli sina með
þvi að boða mát i svo og svo
mörgum leikjum. Kóngurinn
þurfti þá stundum að hrekjast
langa leið á aftökustaðinn og gat
verið fróðlegt að fy.lgjast með
þvi ferðalagi.
I skákinni sem hér fer á eftir
eigast við tveir óþekktir skák-
menn: Jón Jónsson teflir við
nafna sinn. En skákin býður upp
á óvenju langt ferðalag kóngs.
1. d4-d5
2. c4-e6
3. Rc3-Rf6
4. Bg5-Be7
5. Rf3-0-0
6. e3-b6
7. Bd3-Bb7
8. Bxf6-Bxf6
9. h4-Rd7
10. Bxh7+-Kxh7
11. Rg5 + -Kg6
12. Dd3+-Kh5
13. Dh7-Kg4
14. f3+-Kg3
15. Re2 + -Kxg2
16. Rf4 + -Kxhl
Skók
eftir Guömund Arnlaugsson
Kóngurinn hefur hrakist
langa leið og nú mátar hvitur i 3.
leik. Ég geri ráð fyrir að les-
endur sjái það fyrir sér. Vilji
menn halda áfram i fórna-
stilnum er hægt að fleygja hrók
fyrir borð i leiðinni.
1 siðara dæminu sem er úr
bréfskák er tefld var fyrir fáum
árum ferðast svarti kóngurinn
lika langa leið og lendir i gildru
á miðju borði. Þar má hann
dúsa um hrið meðan hvitur
safnar liði til lokaatlögunnar.
JUKES - PINCH
Skandinaviskur leikur
1. e4-d5 '
2. exd5-Rf6
3. Rc3-Rxd5
4. Bc4-Rb6
5. Bb3-Rc6
6. Rf3-e5
7. d3-Bg4
Svartur hefur komist vel út úr
byrjuninni en má þó gæta sin.
öruggast var að leika 7. -Be7 til
þess að geta hrókað.
8. h3-Bh5 ?
1?. ahcdfifnh
Nú færist lif i leikinn
10. Bxf7 + -Ke7
11. Bg5+-Kd6
Hvað skal nú? 12. Bxd8-Rxe5!
og hvitur stendur uppi með
manni minna. En hann hefur
séð lengra:
12. Re4+! !-Kxe5
13. f4-Kd4
13. -Kf5 14. Rg3 mát væru
snubbótt endalok.
14. Hxdl-
Reyni svartur nú að bjarga
drottningunni, verður hann
mát: Dd7 15. c3+-Ke3 16. f5+
væri annað kostulegt mát.
Svartur lætur þvi frúna af
hendi, hann á enn mann yfir, ef
hvitur þiggur boðið.
14. ...-Dxg5
15. C3+-Ke3
16. 0-0-!
Drottningin er ekki nægur
fengur. Hvitur ógnar nú: 17.
Hf3+-Ke2 18. Hd2+-Ke2 19. Hfl
mát. Ekki dugar 16. -Dxf4 vegna
Hfel mát. Svartur teflir þvi til
þess að lauma fráskák á hvita
kónginn ef færi gefst:
16. ...-Dc5
17. Rg3!-
Enn er hert á tökunum nú
vofir Hf3 mát yfir.
17. ...-Rd4
18. HÍ2-
Mátmyndin breytist frá leik
til leiks, nú vofir Rfl mát yfir.
18. ...-Re2+
19. Rxe2-Ra4
20 Kfl!
og nú gafst svartur upp. Eina
leiðin til að hindra Hf3 mát er
20. -Dc6, en þá kemur Rd4 með
tveimur nýjum mátum i huga
og þvi verður ekki varist.
Eltingaleikir af þessu tagi
virðast einfaldir þegar maður
sér þá i heild — eftir að skákin
hefur verið tefld. En það getur
verið erfitt að hitta á réttu leið-
ina — það er gamla sagan um
Kólumbusareggið.
Mikael Tsjigórin var frægasti
skákmaður Rússa á 19. öld og
einn af allra snjöllustu skák-
mönnum heims. Hann tefldi
meðal annars tvivegis um
heimsmeistaratitilinn. Tsji-
górin var annálaður sóknar-
meistari og flestum fremri á þvi
sviði. Hann hafði hvitt i skák
sem hér kemur mynd frá.
abcdefqh
Tsjigórin hefur fórnaö
þremur mönnum til þess að
hrekja kóng svarts út á mitt
borð, þar sem hann stendur ein-
mana og yfirgefinn. Tsjigórin
lék nú 1. Ddl + , en kóngurinn
slapp undan og hvitur tapaði
skákinni. En þarna átti Tsji-
górin leik sem er mjög ein-
faldur — ef maður hefur komið
auga á hann! — og leiddi rak-
leitt til vinnings. Getið þið
komið auga á hann?
Svarið er: 1. Hacl
Hvitur hótar þá Ddl mát og
gegn þvi á svartur enga vörn.
T.d. 1. -Bf5 2. Dh4 og mát á c4.
Eða 1. -Kd5 (til að skriða i skjól
á e 6) 2. e6+ Rf5 (ella verður
hann strax mát) 3. Dxf5+ og
mát i næsta leik.