Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 22
22
F armannaverkfall hefur nú stöðvað á annan
tug íslenskra farskipa í höfnum landsins. Þau
taka sér nú frí frá því að „flytja varninginn
heim“ meðan karpað er um kaup og kjör í
Karphúsinu. Nema náttúrulega að samninga-
menn hafi rétt einn ganginn gert okkur grikk
og samið í nótt.
Ekki eru þó allir farmenn í verkfalli, yfir-
menn sömdu fyrr í sumar. Nú eru það háset-
ar, þátsmenn, aðstoðarmenn í vél og vikafólk
sem stendur í stappi. Það vill meira kaup.
Aðalkrafan er sú að kaupið hækki úr 7.430
krónum á mánuði, sem eru byrjunarlaun hás-
Hið Ijúfa líf er fyrir bí
eta, upp í 8.985 kr. En þessar tölur segja ekki
nema brot af sögunni, önnur deiluatriði snú-
ast um yfirvinnu, mönnun skipanna osfrv.
Aiður en við snúum okkur að deiluatriðun-
um væri ekki úr vegi að líta á líf farmannsins.
Um hann hefur mikið verið ort og sungið.
Hann er sagður ciga kxrustu í hverri höfn og
lifa ljúfu lífi í crlendum borgurn.
Hafi einhvern tíma verið sannleiksvottur i
þessum kvcðskap er það nú liðin tíð, um það
eru jafnt útgcrðarmenn sem sjómenn sam-
mála. Með aukinni txkni og skipulagi í sigl-
ingunum hafa viðkomur í erlendum höfnum
styst að mun. „A rútuskipunum komum við í
land að morgni og erum farnir um kvöldið og
allan tímann þurfum við að vinna. Ef við
komumst í land er það rétt til að skreppa í
vcrslanir," sögðu samningamenn sjómanna
scm Hclgarpósturinn rxddi við í Karphúsinu
í upphafi samninganefndar á miðvikudaginn.
Hér á árum áður voru áxtlanir skipanna
miklu lausari í rcipunum. Það var siglt þang-
að sem farm var að hafa og ckkcrt veri að flýta
sér úr hófi við að losa og lesta skipin. Hásetar
stóðu vaktir til skiptis, hiniráttu frí heilu dag-
ana og flestir komust í land á kvöldin. Nú er
meiri festa á áxtlunum, túrarnir eru yfirleitt
svona 2-3 vikur og stoppað eins lítið og Jyegt
er, oftast ekki nema daginn í hverri höfn.
Undantekning frá þessu eru frystiskipin sem
sigla á Ameri'ku og Rússland með fisk.
Fyrr á árum var mikil eftirspurn eftir því að
komast á „fragtara". Ungir menn sóttu mikið
í þetta starf og þeir sem í það komust héldu
fast um sitt og voru ekkert á því að breyta til.
Ein af ástæðunum fyrir þessari eftirspurn var
ævintýraþrá. Það var einhver ljómi yfir því að
sigla um höfin og kynnast öðrum þjóðum. Og
ekki spilltu fríðindin sem fylgdu. Sjómenn í
millilandasiglingum gátu, og geta enn, tekið
út hluta af launum sínum í erlendum gjald-
eyri og tekið með sér í land áfengi, tóbak og
annan varning, tollfrjálst.
Þessi fríðindi hafa ekki breyst. Skipverjar
geta tekið út 30% launa sinna í erlendum
gjaldeyri. Ef ferðin hefur tekið innan við 20
daga geta þeir flutt inn eina flösku af sterku
víni, tvær af léttu eða einn bjórkassa og eitt
karton af sígarettum. Þessi skammtur tvö-
faldast ef ferðin hefur tekið meira en 20 daga.
Af öðrum varning mega þeir flytja inn verð-
mæti sem svarar til 350 króna eftir 20 daga
ferð, 1.050 kr. ef ferðin hefur tekið 20-40
daga og 1.400 kr. ef ferðin hefur tekið meira
en 40 daga.
Hvernig skyldi aðsóknin vera í þetta starf
um þessar mundir? Hún er geysimikil, fáum
við að vita hjá starfsmannastjóra Eimskip,
Guðmundi Halldórssyni. „Eg er með biðlista
upp á fleiri blaðsíður," bætir hann við. Sjó-
menn líta þessa biðlista nokkuð öðrum
augum. „Það eru margir sem vilja skreppa
túr og túr, en á þessum biðlistum er mikið af
óvönum mönnum. Stundum er engan hægt
Schmidt (til vinstrij og Genscher kvcðjast cftir stjórnarslitin.
Óvissa framundan í Bonn hvort
sem Kohl eða Schmidt sigrar
Festan sem einkennt hefur stjórnmál
Vestur-Þýskalands undanfarna áratugi er á
enda. Hver sem verða úrslit atkvæðagreiðslu
á þinginu í Bonn í dag um nýtt kanslaraefni,
er ljóst að óvissutímar eru framundan. Mið-
flokkurinn sem riðið hefur baggamuninn
milli stóru flokkanna til hægri og vinstri er í
upplausn. Tómarúmið eftir hann fyllir ný
hreyfing, sem ekki er stjórnmálaflokkur í
venjulegum skilningi, heldur einbeitir sér að
afmörkuðum stefnumálum og hafnar mála-
miðlun.
Frjálsir demókratar studdu lengi vel til
valda' foringja kristilegu bræðraflokkanna
tveggja, CSU í Bajern og CDU í öðrum
hlutum landsins. Síðustu l3 ár hafa Frjálsir
demókratar lagst á sveif með sósíaldemó-
krötum og tryggt forningjum þeirra kanslara-
embættið.
Vestur-Þýskaland er meðal þeirra landa
sem minnst hafa orðið fyrir barðinu á efna-
hagsþrengingum síðustu ára.en þjóðin er við-
kvæmari fyrir hremmingum eins og verð-
bólgu og atvinnuleysi en flestar aðara. Þegar
samdráttur í atvinnulífi og erfiðleikar í ríkis-
fjármálum sögðu verulega til sín í Vestur-
Þýskalandi, gerðust forystumenn Frjálsra
demókrata ókyrrir í samsteypustjórninni.
Konsingar til fylkisþinga leiddu í ljós, að
flokkurinn stæði höllum fæti meðal kjós-
enda. Þar á ofan óð uppi ágreiningur hjá
samstarfsflokknum, sósíaldemókrötum,
bæði um stefnuna í varnarmálum og
efnahagsmálum.
Eftir flokksþing sósíaldemókrata í sumar
dró mjög úr væringum í þeirra röðum, en þó
var forusta Frjálsra demókrata komin á ó-
stöðvandi skrið út úr ríkisstjórninni. í odda
skarst fyrir hálfum mánuði. Von Lambsdorff
efnahagsmálaráðherra birti tillögur um stefn-
ubreytingu í efnahagsmálum án þess að bera
þær undir Schmidt kanslara. Krafðist þá kan-
slari, að samstarfsflokkurinn segði af eða á,
hvort hann stefndi að því að rjúfa stjórnars-
amstarfið. Ráðherrar Frjálsra demókrata
kusu að segja af sér.
Scmidt afréð að láta skerast í odda virku
fyrir þýðingarmiklar fylkisþingkosningar í
Hessen. Kom á daginn að með þeirri tíma-
setningu sýndi hann enn einu sinni afburða
stjórnmálahæfileika sína. Flokksdeild Frjáls-
ra demókrata í Hessen hafði einmitt riðið á
vaðið að kunngera að flokkurinn hyggðist
söðla um með því að bjóðast til stjórnarsam-
starfs við Kristilega demókrata í fylkisstjórn-
inni að kosningum loknum. Nú gátu sósíald-
emókratar bent á, að skipti Frjálsra demókr-
ata á samstarfsaðilum hefðu einnig haft í för
með sér möguleika á stjórnarskiptum í Bonn
og fall Schmidts úr kanslaraembætti. Voru
því sósíaldemókratar í Hessen í góðri að-
Föstudagur 1. október 1982
Jtfe
\sturinn.
að fá um borð þrátt fyrir biðlistana. Hjá Eim-
skip eru það tvö skip sem menn sækjast eftir
að komast á, en á hinum er það ekki óvana-
legt að af sex hásetum séu tveir óvanir," segja
samningamenn sjómanna.
Þeir bættu því við að bestu mennirnir væru
flestir hættir. Af hverju? „Það er fyrst og
fremst vegna launanna sem eru svo lág.
Menn fara ekki stil sjós nema þeir hafi það
skárra í launum en í landi.“ Og þá erum við
aftur komin að kjarna þess máls sem um er
deilt í Karphúsinu.
Þegar blaðamaður reyndi að grafast fyrir
um það hver raunveruleg laun háseta á milli-
landaskipum eru gekk það heldur brösótt.
Hjá Eimskip nefndu þeir dæmi um menn sem
höfðu yfir 20 þúsund á mánuði þegar búið var
að bæta orlofi og öðrum aukagreiðslum við.
En þeir tóku það líka fram að þar væri um þá
hæst launuðu að ræða.
„Vafalaust er hægt að finna eitt og eitt
svona dæmi,“ sögðu samningamenn sjó-
manna. „En þau byggjast á mikilli yfirtíð,
ekki undir 100 tímum á mánuði, fyrir utan
þessa 56 vinnuviku sem við verðum að skila.
Þróunin hefur hins vegar verið sú að yfirtíðin
fer ört minnkandi. Það var td. að koma skip
að landi eftir 16 daga útivist og yfirtíð háset-
anna var 16 tímar. Ef við reiknum mánaðar-
laun byrjanda út frá því eru þau svona 12
þúsund á mánuði. Það er því krafa okkar að
yfirvinnuálagið hækki úr 60% í 80% eins og
tíðkast hjá landverkafólki."
Hjá Eimskip heyrðum við þær raddir að
útgerðarmenn vildu greiða úr þeim flóknu
reglum um útreikning yfirvinnu sem nú eru í
gildi en hækka í þess stað fastakaupið svipað
og gert var í samningum við yfirmenn fyrir
nokkrum árum. Þessu hafa sjómenn tekið
fálega og bent á þá brotalöm sem er á samn-
ingum yfirmanna að þeir hafi samið af sér
löglegan hvíldartíma. Sjómenn hafa 6 tíma
lögboðinn hvíldartíma á sólarhring og ef
hann næst ekki eru þeir á yfirvinnukaupi all-
an sólarhringinn. Þetta hefur mikla þýðingu,
einkum fyrir háseta á strandferðaskipum þar
sem hvíldartíminn næst oft ekki svo sólar-
hringum skiptir.
IVIannafjöldi um borð í skipunum er líka
deiluefni. Útgerðarmenn vilja fylgja fordæmi
Dana og Svía og koma á sveigjanlegri reglum
en nú gilda. Þeir vilja ekki hafa fastar reglur
þar sem fjöldi í áhöfn ræðst af stærð skipanna
samkvæmt mælingum, heldur skipa fasta-
nefnd með fulltrúum áhafnar og útgerðar
sem ákveður stærð áhafnar á hverju skipi
fyrir sig. Yfirmenn hafa tekið undir þessa
tillögu en undirmenn ekki. Af hverju ekki?
„Við teljum þann fjölda sem nú er á skip-
unum eðlilegan. Útgerðarmenn hafa bent á
að á íslenskum skipum séu sex hásetar en
ekki nema fjórir á dönskum skipum. Þar er sá
munur á að dönsku hásetarnir þurfa ekkert
að sinna lestun eða losun og heldur ekki gera
skipin sjóklár þegar lagt er úr höfn. Alþjóða-
samband flutningaverkamanna hefur bent á
þá staðreynd að 90% sjóslysa í Evrópu stafa
af fækkun í áhöfnum. Sambandið heldur uppi
harðri baráttu gegn þeirra öfgaþróun sem nú
er í gangi á þessu sviði. Hún hefur náð lengst
þar sem svonefndir „bjölluskipstjórar“ eru á
skipunum. Þar er átt við að aðeins einn mað-
ur sé á vakt í brúnni og hann á að trekkj a upp
bjöllu á hálftíma fresti. Ef hann gerir það
ekki hringir klukka í öllum klefum um borð,
því afgangurinn af áhöfninni sefur. Stéttarfé-
lag sjómanna í nágrannalöndum okkar hafa
miklar áhyggjur af þessu og útgerðarmenn
hafa mas. óbeint viðurkennt þörfina á stærri
áhöfnum íslenskra skipa vegna þess hve sig-
lingaleiðir til og frá landinu séu erfiðar,"
segja sjómenn.
annig er deilt fram og aftur og endalaust í
Karphúsinu og þegar þessari deilu lýkur taka
aðrar við. Eru ekki bókagerðarmenn búnir
að segja upp samningum? Og er ekki verið að
þrasa eitthvað uppi á fjöllum? Fóstrur og fé-
lagsráðgjafar í Reykjavík eru víst eitthvað
óánægð með launin sín. Ogsvoframvegisánð
umkring.
liMSMLESMO
VFIRSVINI
ERLESMD
stöðu til að notfæra sér vinsældir kanslarans á
síðasta spretti kosningabaráttunnar.
eftir
Þröst Haraldsson
ettir
Magnús Torfa ólafssonr
Ursiitin urðu að sósíaidemókratar náðu
langtum betri árangri en búist var hafði verið
við og halda áfram um stjórnartauma í Fless-
en. Kristilegir demókratar töpuðu nokkru
fylgi, en höfðu stefnt að hreinum meirihluta á
fylkisþinginu. Hefur Dregger foringi þeirra
við orð að segja af sér. Frjálsir demókratar
töpuðu meira en helmingi fylgis síns og
þurrkaðist út af fylkisþinginu.
í stað þeirra ríður nú baggamuninn á fylk-
isþinginu í Wiesbaden þingflokkur Græning-
janna (Die Grúnen), hreyfingar sem berst
fyrir að losa Vestur-Þýskaland við kjarn-
orkuvopn og kjarnorkurafstöðvar og skipa
umhverfisvernd í víðtækum skilningi æðsta
sess í stjórnmálum. Er þar með komin upp
sama staða á fylkisþinginu í Hessen og áður
ríkti í Hamborg, Græningjar neita að vinna
með öðrum flokkum, nema tillit sé tekið til
stefnumála þeirra út í æsar, og niðurstaðan er
í báðum fylkjum að minnihlutastjórnir sósí-
aldemókrata fara með völd.
Frjálsir demókratar voru síður en svo ein-
huga um að losa sig úr samstarfinu við sósí-
aldemókrata, og við stefnuágreiningu í því
efni hefur nú bæst gremja yfir vinnubrögðun-
um sem Genscher, foringi flokksins, og von
Lambsdorff beittu til að rjúfa samsteypu-
stjórnina. Flokksforustan hefur orðið að taka
til greina kröfu um aukaflokksþing til að
fjalla um stjórnarslitin, framkvæmdastjóri
flokksins hefur sagt af sér og rúmur þriðjung-
ur þingflokksins greiddi í vikunni atkvæði
gegn því að styðja Kohl, foringja Kristilegra
demókrata, til að taka við kanslaraembætt-
inu af Schmidt.
Atkvæðagreiðslan í dag á þinginu í Bonn
snýst um það, hvort Kohl fær atkvæði hreins
meirihluta þingmanna í kanslaraembættið.
Til þess þurfa 23 af 54 þingmönnum Frjálsra
demókrata að greiða honum atkvæði, auk
alls þingliðs beggja kristilegu flokkanna. Á
pappírnum lítur svo út að kjör hans sé tryggt,
en sú er þó ekki raunin. Atkvæðagreiðsla er
leynileg, og meðal Frjálsra demókrata ríkir
slík upplausn, að ekki er með neinni vissu
hægt að segja um, hvernig atkvæði þing-
flokksins falla.
Þar að auki er Strauss, foringi CSU,til alls
vís gagnvart Kohl, bandamanni sínum í orði
en keppinaut á borði. Strauss er erfjóttur
með afbrigðum og sér nú marga leiki á borði.
Hann hefur sjálfur sóst eftir kanslaraemb-
ætti, en Frjálsir demókratar fallast aldrei á
hann í þá stöðu. Láti hæfilegur fjöldi þing-
manna CSU undir höfuð leggjast að greiða
Kohl atkvæði, slær Strauss tvær flugur í einu
höggi. Hann lítillækkar Kohl og þar með
CDU, jafnframt því sem hann stóreykur
möguleika á að ýta Frjálsum demókrötum út
af þinginu í Bonn og þar með út úr vestur-
þýskum stjórnmálum. Nái tillagan um kansl-
aradóm Kohl ekki tilskildum hreinum meiri-
hluta, situr minnihlutastjórn Schmidts
áfram, og efnir til sambandsþingkosninga í
nóvember. Frirsjáanlegar hrakfarir Frjálsra
demókrata við kjörborðið myndu styrkja til
muna stöðu Strauss og flokks hans innan
bandalags kristilegu flokkanna, og nái þeir
hreinum meirihluta saman, eins og skoðan-
akannanir benda til, getur Strauss sett sam-
starfsmönnum þá kosti sem honum líst við
stjórnarmyndun, svo sem að embætti utan-
ríkisráðherra og varakanslara komi í sinn
hlut.
En í sambandskonsingum geta Græningjar
hæglega gert strik í reikninginn. Frammi-
staða þeirra í Hessen er sú besta til þessa, og
ólíklegt að þeir nái sama fylgi á landsmæli-
kvarða, en líkurnar á að þeir hljóti yfir 5%
atkvæða og þar með sæti á sambandsþinginu
eru yfirgnæfandi.
Þá ríða þeir baggamuninn í vesturþýskum
stjórnmálum, en geta samkvæmt stefnuyfir-
lýsingum með hvorugum stóru flokkanna
unnið í sameiginlegri stjórn. Minnihluta-
stjórn getur því orðið þrautalendingin í
Bonn.
Allt bendir því til að óvissubímabil sé fram-
undan í vestur-þýskum stjórnmálum, jafnt
þótt Kohl nái kanslarakjöri og sambands-
þingkosningar dragist fram í mars. Brandt,
fyrrum kanslari og formaður sósíaldemókr-
ata, hefur í átökunum síðustu daga gert ljóst,
að hann vill að sinn flokkur stefni að því að
innbyrða vinstri arm Frjálsra demókrata
greiða fyrir alhliða þátttöku Græningja í vest-
urþýskum stjórnmálum, þannig að þeir verði
mögulegur samstarfsaðili.