Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 13
unglingarnir i dag eru hrifnastir af, pönk- inu. Neikvætt, fjandsamlegt... Aldrei elns hrsdd — Þú ert ekki pönkari... ,,Ég fæ voða litið útúr þvi að hlusta á fólk sem fæst kann að spila á hljóðfæri rifa og tæta strengina og öskra sem hæst. Mér er einna hlýjast til Bubba Morthens af þessum ungu músiköntum, hann er greinilega hugsandi og gagnrýninn, og auk þess prýði- legur flytjandi. En flestar þessar hljóm- sveitir eru gerðar út af sama kapitalism- anum og þær halda að þær séu að deila á. Þetta eru óttaleg vindhögg hjá þeim, mörgum hverjum. Það vantar hugsjónina, ekki bara iunglingana heldur allflest fólk. t þessum heimi þar sem allt er að fara til fjandans, þar sem einhverjir brjálæðingar ráða örlögum alls mannkyns, veitir okkur ekki af uppörvun, hvatningu til að halda áfram baráttunni fyrir lifinu. —Við verðum að reyna að hanga i sjálfsviröing- unni og virðingunni fyrir öðru fólki, og það gerum við ekki með þvi að upphefja óþverrann. — Þú hefur áhyggjur af heimsmál- unum... ,,Ég er skelfingu lostin. Ég hef aldrei veriö jafn hrædd og nú, enda hef ég aldrei haft jafn mikið til að lifa fyrir. Þegar maður er farinn að hugsa i „EF-um”, — EF ég verð gömul, EF Salka verður einhvern tima stór, — þá þarf maður að taka á öllu sinu til þess að missa ekki vonina. ölafur Haukur orðar vel þá til- finningu sem ég ber i brjósti i bók sinni „Almanak jóðvinafélagsins”. • Andsiyggð á $k6iakminu — Nú ert þú sjálf að senda frá þér nýja bók. Um hvaö fjallar hún? „Ég vil nú helst„ekki segja frá þvi. Bækur byggjast á þvi að lesandinn viti ekki hvað kemur næst. En i sem allra stystu máli, þá fjallar hún um ellefu ára gamla stúlku, skilnaðarharn, og um innri og ytri átök i lifi hennar. Hún er ekki vel sátt við sitt hlut- skipti eftir skilnaðinn”. — Skrifarðu þetta af eigin reynslu? „Nei, ég hef sem betur fer ekki lifað slik átök. En ég hef mikið velt fyrir mér stöðu barna réttarstöðu þeirra og sálrænni reynslu barna, sem lenda i einhverskonar átökum. Börn eru alltaf þolendur. Ég held að fólk geri ekki nóg af þvi að setja sig i spor barna — fólki hættir til að gleyma fljótt hvernig það var að vera barn. Mineigin æska var hamingjusöm og stór- áfallalaus. Ég man þó vel atvik, sem vöktu með manni ótta og niðurlægingu umkomu- leysið, sem greip mann þegar maður fann fyrir óskilgreinanlegu valdi, valdi, sem maður gat ekki sigrast á. Andstyggð min á skólakerfinu varð til á þeim árum. Hún er óbreytt i dag. Ég hef aldrei þolað kúgunina sem felst i þvi að vera ofurseldur valdi ein- hvers. Börn eru fórnarlömb yfirboðara sinna, foreldra og kennara. Og þau vaxa upp til að verða kjarklausir vinnuþrælar, flest hver. ' — Fannst þér kannski að viðbrögðin við Uppreisninni á barnaheimilinu forðum væri ásjóna þessa valds? „Nei, mér fannst þaö nú mestan part skoplegt. Svolitið brá mér þó — en mesta furða hvað mér brá litið. Ég fékk and- styggilegar upphringingar og var ekki nema rétt tvitug og þvi ekki mjög sjóuð i mannvonsku heimsins. Það var ýmislegt skemmtilegt skrifaö i Moggann, m.a. að ég væri Kleppsmatur. Þá brá mér svolitiö: ég fór að hugsa méö mér, að ef ég væri Kleppsmatur, hvað væri þá að hjá fólki, sem brygðist svona við sárasaklausri bók. Það hvarflaði aldrei aö mér, að hún fengi viðtökur af þessu tagi”. — Hefur allur sá hamagangur haft á þig einhver áhrif? „Æ, ég veit þaö ekki. Ætli það? Og þó, kannski það hafi stappað svolitiö i mig stál- inu. Ég losnaöi við óttann við almennings- álitiöog reyndi að brýna mig til sjálfstæðra skoðana. Eftir þetta er ég ekki hrædd við aö mæta gagnrýni, ég reyni að vega hana og meta og gera mér grein fyrir hvort hún sé rétt eða röng. Þetta er náttúrlega nauösyn- legt i minu starfi i dag. Fæddur sðsTailsil — Hvaða fólk var þetta, sem plagaði þig? Kerlingar úti bæ? „Nei, nei, nei. Ekki bara kerlingar. Einn sólarhringinn voru ungir og efnilegir menn i simanum hjá mér á hálftima fresti. Ég frétti siðar, að það hefði verið gleðskapur i ákveðnum félagsskap pólitiskra ungmenna og að þar hafi orðiö samkomulag um að menn skiptu sér til að halda mér við sim- ann. Nú eru þetta virðulegir lögfræðingar, hagfræðingar og viðskiptafræðingar i háum stööum. Lái mér einhver þótt ég eigi erfitt með að taka mark á þeim, þegar þeir birt- ast á skjánum með einhver Sannindin. — Þú sagðir áðan, að þú ættir liklega enga póliíiska samherja. Attu við að þú sért hvergi flokksbundin? „Já. Ég held að ég rækist illa i flokki, eins og góður maöur hefur sagt. Ég er býsna ósátt við flokkana. Hins vegar er ég fæddur sósialisti. Enginn getur verið sósialisti, sem ekki er fæddur það. Sósialismi er ekki eitthvað, sem maður kemur sér upp á fertugsaldrinum. Og ég er ekki að tala um flokkssósialisma, ég er að tala um góðu, gömlu hugsjónina: að allir menn njóti sama réttar, að gæðum heimsins sé ekki misskipt. En það hefur gengið treglega að koma þessu áleiðis. Skrýtið einsog þetta liggur i augum uppi! — Og þú ert ákveöin i að verða rithöf- undur þegar þú verður stór? „Já, ég á nú langt i land með það. Ég á eftir að lesa mikið og skrifa mikið. Það er satt að segja núna fyrst sem ég geri mér fulla grein fyrir þvi hvað það er mikil vinna að fást við sagnagerð. Maður þarf aö vera afskaplega vel iesinn og vel að sér. Maöur þarf aö skrifa mikið i æfingaskyni, rétt eins og maður gerir fingraæfingar á pianó. Samt eru ritstörf eiginlega það eina, sem ég get hugsaö mér aö vinna við til langframa. wisiörf dyn sport — En hvað með músikina? Hefurðu alveg gefið hana upp á bátinn? „Ekki segi ég það nú. Ég hef að visu litiö spilað að undanförnu enda þykir Sölku óneitanlega meira gaman aö Afi minn og amma min en t.d. Schumann. Ég var i eina tið i tónlistarnámi og geri mér vonir um að geta náð mér i pianókennarapróf áöur en yfir lýkur. Það er samt talsvert eftir i það”. — Hvernig fannst þér að vera allt i einu vinsæl dægurlagasöngkona þegar plöturnar komu út um árið? „Vinsæl dægurlagasöngkona! ? Mér fannst ég aldrei vera það! Það er eiginlega með plöturnar eins og bækurnar, þegar ég hefi unnið verkið finnst mér það ekki koma mér sérstaklega við lengur. Eftir þaö reyni ég næstum að forðast verkið. Þegar Búrið kom út 78 fannst mér ég ekki eiga það lengur, eftir að ég skilaði handritinu. Þaö er svipuð tilfinning, sem ég hef gagnvart þessari nýju sögu. Auðvitað hlakka ég til að sjá bókina koma út, þvi ég ber umhyggju fyrir henni. Ég gleðst ef ég heyri að hún hafi einhversstaðar likaö vel. En maður er ekki bara að skrifa fyrir aðra, siöur en svo. Þetta er oft þreytandi og leiðinleg vinna. Einmanaleg og einhæf. Auk þess er þetta dýrt sport. Liklega þarf maður að vera létt- geggjaður til aö haldast við. En svo getur auðvitað verið mjög gaman lika. Og þessi vinna hentar mér ágætlega, ég á bágt með að vinna undir öörum til langs tima, ég kann betur við einveruna. Barnaieikrli með söngvum — Hvað liggur fyrir? Stilæfingar og fleiri bækur? „Ég hef eiginlega ekki efni á að byrja á þvi strax. Ég er sem stendur i allskonar snatti til að eiga fyrir næstu útborgun i ibúðinni. Vélritunardjobbum og þýðingum. Næsta verkefni? Þaö stendur til að ég skrifi barnaieikrit fyrir svið og ef til vill ein- hverja músik með þvi. Raunar er ég búin fyrir nokkru að skrifa drög aö þvi en mig vantar samfelldan vinnutima til aö geta unnið að þvi. Nú, svo langar mig að skrifa smásögur og ljóð — ég þarf að æfa mig á þvi. — En músik, langar þig ekki aö syngja meira? „Jú, það er ekki laust viö þaö. Ég á orðiö talsvert af efni, sem hefur borist upp i hendurnar á mér i gegnum árin. Það væri gaman, hugsa ég stundum, að brjóta svo- litið upp þetta kerfi, sem öll músik fer eftir i dag. Gera hana einfaldari og nálæg- ari — vera ekki með heilu kórana og stór- hljómsveitirnar til að koma á framfæri lag- legu lagi eða ljóði. Það er eiginlega Ijóða- plata, sem ég eraöhugsa um, ekki beinlinis visnasöngur heldur ljóð. Vönduð og einföld. Með svolitilli bjartsýni þaö veitir ekki af”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.