Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 9
J-lek rielgar--;- postunnn. Föstudagur 1. október i 982 Stuttgarter Solisten nefnast viðfrægir sexmenningar, sem hver um sig er i fremstu röð strengleikara i Vestur-Þýska- það á sumum i hléinu, að þeir selló. Þeir héldu hljómleika i Norræna húsinu siðastliðið föstudagskvöld, og það var stór stund i útúrfullum sal. Meira þyrfti i rauninni ekki að segja. Þeir byrjuðu á Ricercare (fúgu) úr Musikalischem Opfer (Tónafórn) eftir Johann Se- bastian Bach. Þetta verk var samið árið 1747, þrem árum fyrir dauða tónjöfursins, upp- haflega fyrir Friðrik mikla i Potsdam um stef eftir kónginn sjálfan, sem var alkunnur músikföndrari. Bach hafði alltaf gaman af nafnagátum, og heitið Ricercar er búið til úr upphafsstöfum rómönsku orðanna Regis Iussu Cantio et Reliqua Cönonica Arte Resoluta (stef o.f). sett i sibylgju að boði konungs) Það er heldur en ekki falleg sibylja. Að þvi búnu tóku þeir til við Verkl'árte Nacht (uppljómuð nótt) sem Arnold Schönberg samdi 25 ára gamall árið 1899 undir áhrifum kvæðis eftir þýska skáldið Richard Dehmel um karl og konu á gangi i tunglsljósinu. Þá var Schönberg enn rómantiskur en samt bendir þetta stórskáldlega verk fram á við til hins byltingarkennda brautryðjendastarfs, sem hann hóf i tónlistinni um áratug siðar (tólf-tónakerfiö m.a.) Ég heyrði það á sumum, i hléinu, að þeir höfðu búist við miklum hremm- ingum, úr þvi að Schönberg var á dagskrá. En Schönberg setti i rauninni glæsilegan endapunkt aftanvið rómantikina, ekki sist með Gurrelieder 1900—1911 þar sem hann fer jafnvel fram úr sjálfum Wagner. Eftir hlé spiluðu þeir svo annan strengjasextett Brahms, opus 18. Hann var leikinn af list og kurt og miklum tilþrifum i bland, einsog allt annað. Enda fengu þeir ekki að sleppa við svo búið og tóku þvi aukalega dumka (þunglyndislegt þjóð- lag) úr strengjasextett eftir Antonin Dvorsjak. Allt verður þessum mönnum efni til að gæða sérstöku lifi. Og það má þakka Þýska bókasafninu og félaginu Germania fyrir að stuðla að heimsókn þeirra. Allt verður þessum mönnum efni til að gæða sérstöku lifi”, segir Arni Björnsson m.a. I umsögn sinni, skýlis, þ.e. menn hafa komið og farið ansi ört án þess eiginlega nokkur tæki eftir því. Kevin Rowland höfuðpaur hljómsveitarinnar hefur þó hald- ið ótrauður áfram, fullviss um að sól hljómsveitar hans færi aftur hækkandi. Sú hefur líka orðið raunin, því í dag er Dexy’s Mid- night Runners einhver vinsælasta hljómsveit Bretlandseyja. Það er heldur ekki að ástæðulausu, því fyrr í sumar sendu þeir frá sér eina bestu litlu plötu sem út hefur komið á árinu. Er það lagið Come on Eileen sem hér um ræð- ir. Plata þessi skaust í efsta sæti enska vinsældarlistans og það gerði stóra platan Too-Rye-Ay líka. Too-Rye-Ay er að mínum dómi einhver allra besta plata sem út hefur komið á þessu ári, ef ekki bara sú besta. Tónlist Dex- y’s er, eins og áður, mjög í ætt við soul tónlist sjöunda áratugarins. Blásurum hefur þó verið fækkað og þess í stað eru komnir tveir skoskir fiðluleikarar, sem gefa tónlistinni oft nokkuð keltneskan blæ og nægir t.d. að nefna lagið The Celtic Soulbrothers, sem reyndar var gefið út á lítilli plötu í vor en það bara seldist ekki. Auðvitað er Eileen líka á plöt- unni og eins Jackie Wilson Said, sem nýlega var gefið út á lítilli plötu, hressilegt lag sem er mun líkara gömlu soul lagi en Eileen. Annars er plata þessi uppfull af góðum lögum, sem ég ætla ekki að fara að telja upp hér. Ég bendi hins vegar fólki á að ná sér í ein- tak á meðan hægt er, því hér er á ferðinni plata sem á eftir að telj- ast klassisk síðar meir. Steve Winwood — Talking Back to the Night. Platan Arc of a Diver sem Ste- ve Winwood sendi frá sér í fyrra seldist betur en nokkurn hafði ór- að fyrir að hún myndi gera og er hún líklega einhver best selda plata sem Winwood hefur sent frá sér á sínum 18 eða 19 ára ferli sem atvinnutónlistarmaður. Það er líka merkilegt við þessa plötu að Winwood lék einn á henni og það tók hann tvö eða þrjú ár að fullgera gripinn. Eftir á Iýsti hann því yfir að þann leik myndi hánn ekki leika aftur, þar sem það væri allt of tímafrekt. Nú hefur Winwood sent frá sér nýjaplötu, sem hann nefnirTalk- ing Back to the Night og hvað sem líður fyrri yfirlýsingum, þá virðist hann enn vera einn á ferð. Að vísu er hvergi neitt tekið fram um það á plötuumslaginu en þar er aðeins minnst á eina mann- eskju, sem hefur verið honum til aðstoðar við að syngja bakraddir í tveimur lögum. Það sem rennir þó helst stoðum undir að hann sé einn er að trommuleikurinn er allur frekar einfaldur og bassinn -er leikinn á Moog en ekki á strengjabassa. Annars eru það hljómborðin, og þá einkum synt- hisizerar, sem eru mest áberandi í hljóðfæraleiknum. Það fer hins vegar minna fyrir gítarleiknum oger það skaði, þvíWinwood var hér áður fyrr talinn einn af lið- tækari gítarleikurum heims. Tónlistin á Talking Back to the Night er annars mjög keimlík því sem Winwood hefur verið að gera á undanförnum tveimur sól- óplötum, þ.e. einskonar fullorð- insrokk af betri gerðinni. Þessi nýja plata er því miður heldur átakaminni en Arc of a Diver og finnst mér stundum vanta í hana heldur meiri kraft. En burt séð frá því þá er nú Steve Winwood alltaf fyrsta flokks hljóðfæra- leikari og einstakur söngvari og þó þessi nýja plata hans sé ekki með því betra sem hann hefur sent frá sér, þá er Winwood alltaf vörumerki sem stendur fyrir sínu. L... 9 liíoin '★★★★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góð ★ þolanleg Oléleg Regnboginn: *** Siðsumar (On Golden Pond). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur: Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydell. Allt legst á eitt með að gera þessa mynd góða, leikurinn. handritið, kvikmyndatakan og leikstjórnin. Madame Emma. Frönsk. Leikstjóri: Francls Girod. Aðalhlutverk: Romy Schneider Myndin fjallar um athafnakonu í bankakerfinu um 1930. Hún á við erfiðleika að stríða, karla- veldið i kerfinu gerir henni erfitt fyrir. Leikur Dauðans (Game of Death.) Siðasta mynd snillingsins Bruce Lee. Að duga eða drepast. (March or Die). Leik- stjóri: Dick Richards. Aðalhlutverk: Gene Hackmann, terence Hill, Catherine Den- euve. Franska útlendingahersveitin og kappar henn- ar. Æsispennandi. BíóhöllintSalur 1 Félagarnir frá Maxbar. Bandarlsk. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwind. Richard Donner er sá hinn sami og gerði mynd- irnar Superman og Omen. Þessi mynd fjallar um nánunga sem koma saman á Max bar og þar er nú ýmislegt brallað. Salur 2 * Porky’s. Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit og leikstjórn: Bob Clark. Aðalhlutverk Dan Mona- han, Mark Herrier, Wyatt Knight. Porky's helur ekkert nýtt Iram að færa. Hún er stæling á American Grafliti: baldin menntaskóla- æska, prakkarastrik, kynlífsfitl, smávegis andóf við fullorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur- lögum. I heild eins og gamall slilinn slagari. — ÁÞ Salur 3 * * * Land og synir. íslensk. Leikstjórn: Águst Guðmundsson eftir sögu Indriða G. Þor- steinssonar. Endursýning á þessari fyrstu íslensku alvöru- mynd síðari ára. Konungur fjallsins. (King of the Mountain). Leikarar: Harry Hamilin, Deborah VAIken- burgh, Dennis Hopper, Joseph Bottoms. Leikstjóri: N. Nosseck. Þelta er táningamynd. Þarf að segja meira. Austurbæjarbíó: Morðin i lestinni (TerrorTrain)- Háskólabíó Aðdáandinn (The Fan). Bandarisk. Árgerð 1979. Leikstjóri: Edward Bianchi. Aðall- eikarar: Laureen Bacall, James Garner. Það er eitthvað hálf dapurlegt við þessa mynd. Ryk er pússað af gömlum stjörnum, og þær látnar leika fólk sem er 10-15 árum yngra en þær eru, í mynd sem stjórnendur hafa aldrei almennilega gert upp við sig hvemig ætti að vera. Hún fer af stað með miklum bréfaskriftum aðdáandans til stjörnunnar og það er ekki fyrr en undir hlé að áhorfandinn áttar sig á að hann er staddur á hrollvekju, en ekki ástarmynd. Slik er spennan. Þegar aðdáandinn ungi fær ekki rétt viðbrögð við bréfum sínum rennur á hann geðveiki, og um tíma eru allir leikararnir I hættu, en sérstaklega þó Laureen Bacall, sem þar fyrir ulan á i mikilli innri baráttu vegna söngleiks sem hún er að æfa, og sýnt er frá langtimum saman, þannig að undir lokin læðist að manni sá grunur að myndin sé eftir allt söngleikur. I heild er hún ekki illa lekin, og tæknivinna, t.d. hljóð er i góðu lagi. En stjórn, bæði é leikurum og uppbyggingu myndarinnar er afleit, svo útkoman er áferðarf- allegt, en sundurlaust, og reyndar leiðinlegt, bull a la Robert Stigwood. Þeir hafa ekki verið feitir bitarnir sem hrokkið hafa af borði hans eftir Salurday Night Fever. —GA Laugarásbíó: * Næturhaukarnir (Nighthawks) Bandarisk. Árgerð 1981. Handrit: David Shaber. Leikstjóri: Bruce Malmuth. Aðal- hlutverk: Sylvester Stallone, Rutger Hauer, Billy Dee Williams. Miðlungs þriller um ameriska lögreglumenn í viðureign við alþjóðlegan hermdarverkamann. Sum atriði eru fagmannlega af hendi leyst, en handrit og persónusköpun eru rýr í roðinu. Rul- ger Hauer er einna skásti pósturinn sem terror- istinn, en Stallone er einkennilega óaðlaðandi leikari al stórstjörnu að vera, stirður og óekta. -ÁÞ. Nýja bíó: * * * Tvisvar sinnum kona (Twice a Woman) - Sjá umsögn í Listapósti. Salur 4 **** Útlagínn. íslensk, árgerð 1981. Kvikmynda- taka: Sigurður Sverrir Pálsson. Leikmynd Jón Þórisson. Hljóð: Oddur Gústafsson. Lelkendur: Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Þrá- inn Karlsson o.fl. Handrit og leikstjórn: Ág- úst Guðmundsson. Útlaginn er mynd, sem býr yfir frumkralti. Sumum finnst hún kannski of hæg og öðrum of hröð. En hún iðar i huganum og syngur í eyru löngu eftir að hún er horfin af tjaldinu. Ahorfand- inn stendur sig að því að endursýna hana á augnalokunum i videói minnisins æ ofan í æ. Salur 5 *** Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir eigin skálsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Stjörnubíó: * Stripes. Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit: Har- old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal- hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates. Þeir félagar úr National Lampoon-klikunni, Harold Ramis, Ivan Reitman o.fl. virðast stefna býsna hratt niðurávið eftir þá ágætu grínmynd Animal House. Þeir gerðu skelfing slappa tilraun, Meat- balls sem sýnd var i Háskólabíói í fyrra og var „National Lampoon fer úr menntaskóla i sumar- búðir" og núna gera þeir aðra lítt skárri, Stripes, sem er „National Lampoon fer úr sumarbúðum í herinn". Allar þessar myndir byggja sumsé á þeirri aðferð að skella nokkrum maniskum karakterum inná afmarkað sögusvið og láta þá fíflast i einn og hálfan tima. Gott óg vel. Þetta gekk upp í Animal House. En Stripes er alar hugmyndasnauð og þreytuleg. Hún virkar eiginlega best fyrst þegar veriö er að lýsa aðdraganda þess að þeir félagar Bill Murray og Harold Ramis, sem ætti nú ekkert frekar að leggja leiklist fyrir sig, ganga í herinn. Murray er letilegur gamanleikari og leggur hér litið á sig, enn minna en í Meatballs, og lái honum hver sem vill. — ÁÞ B-salur: Hetjur fjallanna. Bandarísk. Aðalhlutverk: Chalton Heston, Brian Keith. Ein af þessum hrikalega spennandi með sjálf- um Chalton Heston. Hafnarbíó: Dauðinn i fenjunum. (Southern Comford) Ensk-bandarísk gerð af Walter Hill. Aðal- hlutverk: Keith Carradine. Tryllt hasarmynd um saklausa æfingu í fenja- skógi sem breytist í hreinustu marlröð er á líður. Fjalaköfturinn: Celeste. Vestur-þýsk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Percy Adlon. Handrit: Percy Adlon, byggt á sögu Celeste Albaret. Tónlist: Cesar Frank. Aðalhlutverk: Eva Mattes og Jurgen Arndt. Myndin fjallar um síðustu æviár franska skáld- sins Proust.og er byggð á ævisögu ráðskonu hans, Celeste. Þetta er hrifandi mynd og ættu allir sem vettlingi geta valdið að drífa sig á hana. Tónabíó: ** Bræðragengið (The Long Riders). Bandrísk. Árgerð 1980. Leikstjóri: Walter Hill. Handrit: Bill Bryden, Steven Philipp Smith, Stacy og James Keach. Aðalleikarar: Bræðurnir Carradíne, Keach og Quald. Tæknilega er myndin góð. Það er ekkert nýtt r töku eða brellum sem maður hefur ekki séð áður... Þeir sem hafa gaman af Westrum fá hér mynd við hæfi. JAE. fólllist Gítartónlist viða um land: Simon Ivarsson og Siegfried Kobliza hefja tón- leikaferð sina um landið um þessa helgi. Fram að næstu helgi verðatónleikarnir sem hér segir: Laugardagur 2. okt. kl. 15 í Hellubiói á Hellu. Þriðjudagur 5. okt. kl. 20.30 að Kjarvalsstöð- um, Rvk. Miðvikudagur 6. okt. kl. 20.30 að Kjarvals- stöðum Föstudaginn 8. okt kl. 20.30 Neskaupstaður. Á efnisskránni er spönsk og klassaisk tónlist og flamenco þ.á.m. verk eftir Albéniz, M.de Falla og Ibert. Djúpið: Það er létt sveifla á fimmtudagskvöldum með léttum vínum. Gott. Stúdentakjallarinn: Þeir eru iðnir við spilamennskuna, Tommi og félagar, og það verða þeir a.m.k. fram að jólum. Á sunnudagskvöldið leika sumsé, Tómas R. Einarsson bassaleikar, Friðrik Karlsson gitar- leikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari. Meðal gesta verða frægir tónlistarmenn og leikarar. Fjöl- mennið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.