Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 24
^VSem kunnugt er vakti Forseti f /íslands, Vigdís Finnbogadótt- J ir, mikla athygli á ferð hennar til Bandaríkjanna um daginn, eins og reyndar í öðrum löndum sem hún hefur heimsótt. Það sama verður hins vegar varla sagt um alla í hinum fjölmerina hóp manna og kvenna sem einnig voru á ferð um Bandaríkin með forsetanum. Þannig var að Vigdísi var boðið í hinn gríðarlega vinsæla sjónvarps- þátt, Good Morning America, sem tugmilljónir bandaríkjamanna horfa á á hverjum morgni. Þetta boð var þegið, enda vart hægt að hugsa sér betra tækifæri til áð „aug- lýsa" landið í Bandaríkjunum, því ekki er vafi á að forsetinn stæði fyrir sínu þar sem annarsstaðar. En október 1982 þá kom til kasta „ábyrgra" aðila í utanríkisráðuneytinu, sem vildu gjarnan ráða einhverju um viðtalið og töldu rétt að setja viss skilyrði, fyrir því t.d. um spurningar Um stjórnmál. En því nenntu stjórn- endur þáttarins ekki að sinna; Bentu á að þeir hefðu tekið viðtöl við alla helstu þjóðhöfðingja heimsins, þeir kynnu þá kúnst mæta vel og þyrftu enga embættis- menn frá íslandi til að segja sér til. Ekkert varð því af viðtalinu. En fulltrúum útflutningsverslunarinn- ar og fleirum sem þarna voru með í ferðum er að sögn ekki enn runnin reiðin vegna þessa glataða tæki- færis... ✓ Þegar ungir norrænir músík- 'f J antarhófu spilverk hér á fs- J landi fyrir nokkru, þótti það slíkur viöburður, að ekki var annað hægt en að efna til blaðamanna- fundar, þar sem forsvarsmenn ung- liðahreyfingarinnar í íslenska menningarliðinu hugðust fræða blaðamenn og þar með alþjóð um þennan menningaviðburð. Þar á fundinn kom m.a. blaðamaður frá Morgunblaðinu, sem ekki var bet- ur að sér í menningarlífinu en svo, að hann spurði forsvarsmenn sem þar voru, að nafni. Forsvarsmenn- irnir undruðust fáfræðina, að frá Morgunblaðinu kæmi á þennan fund maður, sem ekki væri betur að sér í tónlistarmálum en svo. Fór svo, að Hjálmar Ragnarsson tón- skáld kynnti sig,, sem Snorra Sig- fús Birgisson, og birtist mynd af honum undir því nafni í Mogga. Síðan fór Hjálmar á fund Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, kynnti sig sem Jón Leifs, og heilsaði ritstjóranum innilega. Það kom að sönnu nokk- uð á ritstjórann, þegar Hjálmar kynnti sig sem Jón, og er hann fékk að heyra alla málavöxtu seig í hann. Hann kallaði þá saman blaðamenn sína og skammaði þá fyrir að vera illa að sér í menning- unni, en lét ekki þar við sitja. Hann treysti því greinilega illa, að undir- sátar hans tækju sig á, menningar- lega, svo hann réð sérlegan greina- höfund, Margréti Heinreksdóttur til að fjalla um tónlist almennt, eða á þann hátt, sem blaðamönnum hafði til þessa verið ætlað að fjalla um hana. Munu því blaðamenn á Mogga verða frjálsir undan oki tónlistargyðjunnar í framtíð- inni.... 'í, J Allflestir landsmenn hafa nú f J fengið innum bréfalúguna mi- ða í hinu glæSilega happdrætti Ólympíunefndar íslands, þar sem boðið er uppá stærri vinninga en áður hafa þekkst í skyndihapp- drættum. Það er dómsmálaráðu- neytið sem veitir leyfi fyrir skyndi- happdrættum sem þessum, og eru jafnan sett viss skilyrði fyrir leyfis- veitingum, t.d. að ágóðinn verði að renna til góðra málefna o.s.frv. Eitt þeirra skilyrða sem alltaf er sett fyrir leyfi er að á sjálfum happ- adrættismiðanum séu nokkrar upplýsingar um happadrættið, svo- sem verðmæti vinninga, fjöldi þeirra, verð miða óg síðast en ekki síst heildarupplag útgefinna miða. Petta síðastnefnda skilyrði hefur Ólympíunefndin ekki staðið við. Á happdrættismiðanum er hvergi að finna þessa upplagstölu. Hvort um er að ræða hreina gleymsku eða vísvitandi feluleik er ekki vitað, né heldur hvort dómsmálaráðuneyt- ið, sem veit af þessm mistökum, hyggst gera eitthvað í málinu. Til upplýsingar má svo geta þess að heildarupplagið er hvorki meira né minna en 262.750 miðar.... ''AAllar likur eru taldar á f yþvi að Sjálfstæöisflokkur- y inn viðhafi sömu aöferð i prófkjöri sinu fyrir Alþingis- kosningar og var fyrir borgar- stjórnarkosningarnar i Reykja- vik, þ.e. aö aðeins flokksbundnir Sjálfstæðismenn fái aö taka þátt i prófkjörinu. Verður það fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna sem tekur endanlega ákvörðun i mál- inu, en sagt er að kjörnefnd flokksins muni mæla meö þessari aöferð og að Geirsarmurinn i flokknum hafi öruggan meiri- hluta i fulltrúaráðskosningunum. Albertsarmur Sjálfstæðisflokks- ins mun jafnóánægður með þetta fyrirkomulag og áöur, enda alls ekki talið að Albert Guðmundsson eigi kosningu visa i prófkjörinu. Þá mun þaö einnig hafa valdiö Sjálfstæðismönnum nokkrum áhyggjum að margt manna sagði sig úr flokknum fyrir siöasta prófkjör, einkum úr Landsmála- félaginu Verði. Var þar einkum um að ræða Sjálfstæðismenn úr nágrannabæjum Reykjavikur sem ekki höfðu kosningarétt i prófkjörinu og sættu sig ekki við að hafa ekki full félagsréttindi i félaginu... Kópavogsbúar munu sama f J sinnis og Suðurnesjamenn S og telja að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi hafi litið sinnt málefnum Kópavogs á kjörtimabilinu. Þá telja þeir einnig stöðu sina sterka eftir góðan kosningasigur i sið- ustu bæjarstjórnarkosningum, en þá tókust fullar sættir meö strið- andi öflum i Sjálfstæðisflokknum i bænum. Hafa Sjálfstæöismenn i Kópavogi áhuga á aö tefla aöeins einum „kandidat” fram i próf- kjörinu og heyrist Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgun- blaðsins æ oftar nefndur. Reyndar hefur áður veriö áhugi áþvi að fá Styrmi i framboð, en hann verið ófáanlegur. Hann mun hins vegar vera farinn að linast i þeirri afstöðu sinni. Hætt er þó við að ekki yrði algjör eining um Styrmi, enda Gunnarsarmurinn i flokknum harla litið hrifinn af honum og Morgunblaðinu. v Jnum fyndist eflaust nóg reka veitingastaðina Rán, Valhöll og Naustið. En Ómar Hallsson virðist óstöðvandi þessa dagana. Hann hefur nú tekið á leigu margumtalaðan veitingastað i Kópavoginum, Manhattan, og hyggst leigja hann út fyrir einkasamkvæmi... LIFIÐ eftir David Attenborough Fáir sjónvarpsþættir hafa þótt öðrum eins tíðindum sæta og þeir náttúrusöguþættir sem David Attenborough gerði á vegum BBC undir nafninu Lífið á jörðinni. Þar var leitað fanga í jarðlögum, gróðurfari og dýralífi um gervalla jörð og óhemju mikill fróðleikur settur fram með frábærlega skýrum og skemmtilegum hætti. Samnefndar bækur David Attenborough hafa síðan farið sigurför um heiminn. Breski náttúrufræðingurinn Desmond Morris komst svo að orði um fyrstu útgáfuna að hún væri „besta kennslubók um náttúrusögu sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð.“ í þessari útgáfu hefur mörg hundruð nýjum myndum verið bætt við til frekari glöggvunar á efninu svo bókin er orðin hreint augnayndi. Lífið á jörðinni er bók sem ætti að vera til á hverju heimili - aðgengileg jafnt fyrir unga sem gamla, og mynd efnið er heill fjársjóður fyrir áhugamenn um náttúru- fræði. og menning

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.