Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 3
Jplfisturinn Föstudagur -'pSstOFhR Blaö um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson og Þröstur Har- aldsson. Útlit: Björn Br. Björnsson Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurös- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ást- geirsson, Jón Viðar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guð- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón-. list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaidkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Lausasöluverð kr.15. 1. október 1982 Við erum ekkert betri 3 Þegar íslendingar útmála lands- ins gæði fyrir útlendum gestum er gjarnan klykkt út með þeirri stað- hæfingu að hér séu engir glæpir framdir svo heitið geti. Islendingar geti gengið óhræddir um götu eftir að dimmt er orðið og þurfi ekki að óttast um líf sitt og limi. Hvað skyldi nú vera hægt í þess- um staðhæfingum? Erum við eins saklausir og bláeygir og við höldum og viljum gjarnan að aðrir haldi? í viðtali við Helgarpóstinn í dag dregur Erlendur S. Baldursson af- brotafræðingur þessa sjálfsímynd okkar í cfa. „Ég get ekki séð að íslendingar séu neitt betri eða verri en nágrannaþjóðirnar,“ segir hann. Erlendur bendir á ýmsar sta- ðreyndir máli sínu til stuðnings. Undanfarin ár hafa verið framin hér á landi 2-3 manndráp á ári en það er ósköp svipað því sem gerist á Norðurlöndunum ef miðað er við höfðatölu. Fangar eru að vísu tal- svert færri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum en það á sér skýringar í því að hér er yfirleitt leitað annarra leiða en að senda menn í fangelsi. Strjálbýlið gerir það að verkum að óformlegt taumhald frá nánusta umhverfi þeirra sem brotlegir gerast er sterk- ara en þar sem þéttbýli er meira. Tengsl almennings og lögreglu eru nánari og málin því oftar útkljáð áður en til kasta dómkerfisins kem- ur. Einnig á sú skýring hér við að á Islandi eru menn ekki dæmdir í fangelsi fyrir ölvun við akstur en á hinum Norðurlöndunum er stór hópur fanga að afplána refsingar fyrir slíkt brot. Erlendur skýrir frá könnun sem hann gerði á því hve margir hefðu orðið fyrir þremur tegundum af- brota, þjófnaði, skemmdarverkum og ofbeldi. Niðurstaða hans var sú að ekki sé umtalsverður munur á okkur og frændunum að þessu leyti. Hins vegar er minna um það að fólk kæri slík afbrot hér en er- lendis. Málin eru oftar útkljáð án þess að lögregla sé kölluð til. Erlendur bendir líka á könnun sem gerð var á afbrotum unglinga í Reykjavík og Danmörku en þar voru niðurstöður mjög svipaðar. Hann segir hins vegar að við eigum betra með að bregðast við afbro- tum ungs fólks vegna þess að hér ríkir ekki eins geigvænlegt atvinnu- leysi og í Danmörku og víðar á Vesturlöndum. Eina tegund afbrota erum við ís- lendingar þó að mestu lausir við: vopnuð rán og bankarán, en þau hafa farið ört vaxandi á Norður- löndunum. Að öðru leyti erum við hvorki betri né verri en aðrir og ættum því að spara sjálfshólið þcg- ar við erum að kynna land okkar fyrir útlcndingum. Sleggjudómar Um daginn hélt þekktur skólamaður erindi í sjálfu útvarpinu um skólaleiða hjá íslenskri æsku. Fróðlegt fyrir alla sem áhuga hafa á æskufólki, í næsta erindi ætl- ar hann að fjalla um nokkrar orsakir þessa skólaleiða og hlakka ég til að heyra þær sem fyrrverandi tossi og nú- verandi uppalandi. Þangað til langar mig sem leikmann að velta fyrir mér kennslu- málum ungra barna og þeim gríðarlega skólaleiða sem ríkir hjá fullorðnum íslend- ingum og umfjöllunarleysi um þennan stórkostlegasta hæfileika lífsins á jörðinni: áð geta lært. Enn ríkir sá hugsunarháttur að númer eitt sé vinna, enda bera íslenskir unglingar það utaná sér að þeir eru oft slitnir af púli. Hérlendis er líkamlegt atlæti við lítil börn það besta í heiminum. í þró- unarlöndum geta þau ekki lært að lesa af efnaskorti sem hrjáð hefur þau frá fyrstu gerð, hugir þeirra eru sljóir. Er til í dæminu að hugir íslenskra barna séu sljóvgaðir af ásettu ráði þeg- ar þau verða sex ára? Ef þessi voðalega ásökun á sér einhverja stoð í raun og veru, við hvern er þá að sak- ast? Þýðir að skella skuld- inni á kennarastéttina, vera með harðstjóralegar kröfur á það fólk sem sinnir eril- samasta starfi þjóðfélagsins, að kenna, gæta, hugga, hrósa og hjúkra þrjátíu, segjum sjö ára, börnum? Sá sem stendur frammi fyrir einum sjö ára bekk í fyrsta sinn verður dolfallinn. Börnin iða af lífslöngun í orðsins fyllstu merkingu, aka sér í sætunum af vinnu- elju, kappi, gráta sárt er pennaveskið gleymdist heima, geta ekki beðið eftir að fá að lesa, spurja enda- laust, fljúgast á af menntaþ- örf. Líttu svo inn í þrettán ára bekk. Þar situr eitthvert gengi af einhverri sort, með uppdráttarsýki; en manni finnst samt að þetta gengi megi muna sinn fífil fegri; kannski að þetta „limbó- fólk“ hafi orðið fyrir and- iegum misþyrmingum? Og þá hefst upptalningin á aðferðum og verkfærum til þess að sjóða niður barns- heilann: Fyrsta regla er að hafa bekkinn nógu fjöl- mennan að ekki nái ein smá- vera sambandi við kennar- ann. Og kennarinn verður að minnast þess að hann er þarna til þess að sussa á börn, passa að þau káli ekki hvert öðru með oddhvössu fíneríinu í nýja pennavesk- inu útlenska. I útlensku pennaveski „standard size“ eru: tíu tússlitir, 2 pennar, 1-2 gráðubogar, strokleður, yddari, kúlupenni, reglu- strika, 1 daufurblýantur. Af þessu dóti mega íslensk börn ekkert nota nema daufa blý- antinn og strokleðrið fyrstu fimm ár skólagöngunnar. Pennana nota þau til þess að mæla hvert annað í bossann, því íslensk börn læra aldrei að skrifa með penna. Af hverju ekki? Af því þau læra ljótustu og erfiðustu stafa- gerð sem til er og þurfa því að geta strokað út þangað til þau eru sextán ára óskrif- andi fólk. Börn skulu ekki læra teikningu fyrr en í besta falli níu ára, fyrr mega þau ekki tjá hug sinn á þessu náttúr- legasta máli manneskjunn- ar. Man fólk ekki eftir vax- litunum í grænu og gulu kössunum, lager frá 1949? Þeir einir skulu notaðir í barnaskólanum, þeir eru svo vel daufir og minna meira á vax en liti. Landafr- æði, saga, náttúrufræði er bönnuð yngri en tíu ára. Akkuru? Af þvi hálfur bekkurinn er fluglæs en ekki hinn helmingurinn. Hvar er kennaradruslan sem á að að glugga í. Er þetta ekki gott foreldrar mínir allir saman og íslenska ríkið? Ekki kvartar neinn nokkurn tíma, fannst okkur svona gaman að landafræði? Nei, bækurnar voru óþolandi, kennsluaðferðir rangar. Hefur það nokkuð skánað? Já, kennsluaðferðirnar eru orðnar réttar en ríkið tímir ekki að láta semja skemmti- legar kennslubækur, enda ekki nokkur maður að biðja um fjölbreyttari og betri kennslubækur, svo við skulum hætta að kenna landafræði og nota aurana í flugstöð og læra fljúgandi landafræði. Skilur ríkisvaldið ekki hví- lík fjárfesting er í víðsýnum hrinqboröió í dag skrifar Sigriður Halldórsdótir kenna þessu að lesa? Drusl- an er að slást við þá læsu sem vilja ekki sitja aðgerðar- lausir meðan það ólæsa er að stauta sig fram úr kverinu. Geta þá læsu börnin ekki gert eitthvað á meðan þau bíða? Það er ekkert til þéss að gera. Það er meinið. Það er ekki til pappír að teikna á, það er ekki pappír á fjár- Íögum fyrr en eftir tvö-þrjú ár. En lesa í bók? Um Kára litla og Lappa. Hver vill lesa svoleiðis að morgni dags, sjö ára, úthvíldur vitandi að heimurinn er fullur af lysti- semdum: svörtu fólki, pödd- um, Guði, sjóræningjum, kóngum, löndum þar sem eru úlfaldar en ekki bílar, eðlisfræði t.d. af hverju maður sekkur ekki með kút? Eitthvað verður kenn- arinn að gera fyrir þessi óþr- eyjufullu börn svo hann stekkur ofan í birgðag- eymslu og nær í fjölrituðu myndirnar frá í fyrra af jóla- sveininum að láta þau læsu Iita með vaxlitunum meðan þau bíða, og kippir með sér í leiðinni nokkrum eintökum af lestrarbók 2 flokkur fyrsta hefti útg. 1920 að lofa þeim og vel upplýstum þegnum og friðar samviskuna með því að nóg sé nú byggt af stór- hýsum að kenna í? En hús er ekki alveg nóg, og jafnvel of mikið. Omögulega meiri galtóm hugmyndalaus steypubákn yfir börnin takk, frekar gainlan sumar- bústað eða tj ald, en í staðinn kennslugögn, bækur, prent- að mál, landakort, vatnsliti, penna og blek, laun fyrir kennarana, lengri skóladag, fjölbreyttari námsskrá. Vitum við íslenskir þumbar- ar og púlsarar að helstu lags- bræður okkar í hundruðustu og elleftu meðferð á börnum eru t.d. Brasilíubúar og El- salvadorar, það er næstum jafn ljótt að sefa andans þörf barna með fiski og kartöfl- um og að kippa maís grautnum frá hugruðum barnsaugum þriðja heimsins. PS. „Samfélagsfræðin" sem á að vera allsherjar- reddari er held ég eftiröpun á breskum sjónvarps- kennsluþáttum og getur aldrei orðið annað en sjón- varpsefni. SH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.