Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 5
5 jJústurinn Föstudagur 1. október 1982 hafinn bak við tjöldin Eftir Ómar Valdimarsson og Þröst Haraldsson Guðmundsson og Ingólfur Guðna- son, allir kjördæmakjörnir, sem ekki hafa verið á eitt sáttir í þeim deilum, sem urðu í héraði um vir- kjunartilhögun. Ekki eru heima- menn sammála um á hvern hátt þessi deila gæti haft áhrif á kosn- ingarnar en telja þó víst, að áhri- fanna muni gæta nokkuð greini- lega. Helst er talið að Framsókn muni missa mann - sem yrði þá Ingólfur Guðnason - enda hafi flokkurinn fengið óvenjumikið fylgi í kjördæminu í kosningunum ’79. Ekki má gleyma því, að það er hið gamla kjördæmi Ölafs Jóhann- essonar. Þeir Páll, Stefán og Ing- ólfur eru taldir vísir í þrjú efstu sæti B-listans. í Norðurlandskjördæmi vestra er Sjálfstæðisflokkurinn í vondri stöðu, þar er ráðherrann Pálmi Jónsson á Akri þingmaður og einn- ig stjórnarandstæðingurinn Eyjólf- ur Konráð Jónsson. Pálmi nýtur mikils persónufylgis, eins og reyndar Eykon líka, þótt ekki sé það talið eins mikið. Þeir tveir munu því vafalaust skipa tvö efstu sæti listans við kosningarnar og eins er talið næsta víst að Jón As- björnsson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, skipi þriðja sætið, eins og við síðustu kosningar. Sjálf- stæðismenn hafa enn ekki tekið ák- vörðun um hvort prófkjör verður látið ráða niðurröðun á listanum en búast má við því. Alþýðubandalagsmenn, sem hafa Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra á þingi, reikna ekki með að miklar breytingar verði á listanum. Hannes Baldvinsson skipaði annað sætið ’79 og mun væntanlega gera það aftur á næsta ári. Jón Sæmundur Sigurjónsson: Alþýðuflokkurinn hefur engan þingmann í kjördæminu síðan Finnur Torfi Stefánsson féll út í vetrarkosningunum ’79. Nú er Finnur ákveðinn í að fara fram í Reykjavík og hafa í stað hans verið nefndir líklegastir í baráttuna um efsta sætið í prófkjöri í nóvember þeir Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur og Þorsteinn Þor- steinsson, framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar væntan- legu (?) á Sauðárkróki. Jón Karls- son, verkalýðsforingi á Króknum, skipaði annað sætið ’79 og mun að líkindum einnig taka þátt í slagnum. Breytt kjördæmaskipan gæti haft áhrif í kjördæminu, jafnvel gæti uppbótarþingmaður færst af Vestfjörðum yfir í kjördæmið. Norðurland Eystra í Norðurlandi eystra skiptast þingsætin sex á þann veg að Al- þýðuflokkurinn hefur einn, Árna Gunnarsson, Framsókn tvo, Ing- var Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmund Bjarnason, sem upp- bótarmann, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal og Alþýðubandalagið einn, Stefán Jónsson. í þessu kjördæmi ríkir mest óvissa um Árna Gunnarsson. Hann lýsti því yfir á nýafstöðnu kjördæmisþingi flokksins að hann vildi hætta og bað menn að svipast um eftir nýjum þingmanni. Á fund- inum kom fram eindreginn vilji fyrir því að Árni héldi áfram, en þar gerðist það einnig að Jón Ár- mann Héðinsson lýsti því yfir að hann gæfi kost á sér í efstu sæti á lista flokksins. Aðrir sem sagðir eru hafa hug á að erfa sæti Árna eru Jón Heigason formaður Einingar og Bragi Sigurjónsson, sem mun Bragi Sigurjónsson: hafa hug á að gera nýtt „come- back” í pólitíkina. Kratar nyrðra halda prófkjör í febrúarmánuði. Staða Stefáns Jónssonar hefur einnig verið talin vafasöm eins og frá var greint í síðasta Helgarpósti. Hann mun hafa lýst því yfir á kjör- dæmisþingi sem haldið var í fyrra að hann treysti sér ekki í forval, en nú hafa ýmsar aðstæður breyst og hefur Stefan látið í það skína að hann væri jafnvel reiðubúinn í slaginn. Líklegust til að keppa við Stefán eru þau Soffía Guðmunds- dóttir og Helgi Guðmundsson, en um þessi mál vísast til síðasta Helg- arpósts. Hjá Sjálfstæðisflokki er ekki tal- in nein breyting í aðsigi. Hins vegar gætu orðið breytingar hjá Fram- sókn. Sumir segja að Stefán Val- geirsson hafi hug á að draga sig í hlé en aðrir að Ingvar Gíslason sé í svipuðum hugleiðingum. Ef annar hvor þeirra hættir er Hákon Há- konarson forystumaður járniðnað- armanna á Akureyri næstur í röð- inni en hann hefur nokkrum sinn- um komið inn sem vara þingmaður á þessu kjörtímabili. Austurland Á Austurlandi skiptast þingsæt- in fimm þannig að Framsókn hefur tvo, þá Tómas Árnason og Halldór Ásgrímsson, Alþýðubandalagið tvo, þá Helga Seljan og Hjörleif Guttormsson og Sjálfstæðisflokk- urinn einn, Sverri Hermannsson. Auk þess náði Egill Jónsson kjöri sem uppbótarþingmaður en hann skipaði annað sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins. Alþýðuflokkurinn hef- ur ekki átt þingmann í Austur- landskjördæmi um langt árabil en í síðustu kosningum skipaði Bjarni Guðnason efsta sæti A-listans. Ekki heyrist okkur á mönnum eystra að mikilla breytinga sé að vænta á öruggum sætum á listun- um. Hjá Framsókn sitja tveir þungaviktamenn í flokknum og ekkert sem bendir til þess að þeir ætli að láta af þingmennsku, enda báðir á besta aldri. Svipaða sögu er að segja um Al- þýðubandalagið. Að vísu heyrast þær raddir að Hjörleifur vilji tryggja stöðu sína enn betur en nú er með því að fara í fyrsta sætið en ýta Helga niður fyrir sig. Formaður kjördæmisráðs flokksins aftók þetta og sagði að annað sætið væri tryggt og það væri ekki heppilegt að sýna á sér einhver óttamerki. Helgi Seljan hefur oft haft á orði undanfarin ár að hann vilji láta af þingmennsku en nú hefur hann al- veg sparað slíkar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað fyrir skömmu að viðhafa prófkjör fyrir næstu kosningar. Bæði Sverrir og Egill munu gefa kost á sér en þeirri kenningu er haldið á lofti eystra, að Egill vilji ekki una lengur ótryggri stöðu uppbótarþ- ingmannsins og stefni að því að bola Sverri rétt mun hann mæta slíkum tilraunum af festu. Suðurland Eggert Haukdal: Þingmenn Suðurlandskjördæm- is nú eru alls sjö, þar af einn lands- kjörinn, Guðmundur Karlsson (D). Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvo aðra þingmenn í kjördæminu, Steinþór Gestsson og Eggert Haukdal - sem raunar var kosinn á sérstökum lista í kosningunum '19 en hefur aftur gengið til liðs við flokk sinn. Framsóknarmenn hafa tvo þingmenn, Þórarinn Sigurjóns- son og Jón Helgason, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið einn hvor, þá Magnús H. Magnús- son (A) og Garðar Sigurðsson (G). í Sjálfstæðiflokknum í kjördæm- inu hefur sem sagt allt fallið í ljúfa löð. Talið er næsta víst, að Steinþór Gestsson á Hæli muni hætta þing- mennsku að vori, enda farinn að nálgast sjötugt. Þá gæti Eggert færst upp um eitt sæti og Guð- mundur Karlsson sömuleiðis. Þorsteinn Pálsson: Einnig er talið líklegt að Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands leiti eftir sæti Steinþórs og ekki má heldur gleyma Árna Johnsen, blaðamanni, sem varð annar í próf- kjöri Sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum fyrir síðustu kosning- ar. Fastlega er reiknað með að haldið verði allsherjar prófkjör Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins mun væntanlega afgreiða þær regl- ur á næstu vikum en undanfarið hefur verið unnið að samræmingn þeirra fyrir öll kjördæmi og sjálf- stæðisfélög landsins. Ekki er gert ráð fyrir að nein breyting verði á skipun efstu sæta lista Framsóknarflokksins, né heldur að átök verði um skipun efstu sæta lista Alþýðuflokksins. Það verður í Alþýðubandalag- inu, sem slagurinn gæti orðið spennandi. Garðar Sigurðsson í Vestmannaeyjum hefur skipað 1. sæti listans undanfarin ár en við síðustu kosningar var honum veitt talsverð keppni frá Baldri Óskars- Baldur Óskarsson: syni, framkvæmdastjóra flokksins. Baldur hefur verið harður við kynningu á sjálfum sér í Eyjum og víðar á Suðurlandi undanfarin misseri - en víst er að Garðar lætur ekki sætið eftir átakalaust. Ekki munaði mjög miklu á þeim í forvali flokksins fyrir síðustu kosningar en þá varð Baldur að láta í minni pokann. Vandi er að spá um hver muni skipa þriðja sæti lista Alþýðu- bandalagsins og raunar verður það ekki ákveðið fyrr en eftir nokkrar vikur. Þó er vitað, að mikill áhugi er fyrir að koma konu í þriðja sætið - og þá er talin líklegust Dagný Jónsdóttir á Selfossi, sem lengi hef- ur staðið framarlega í verkalýðs- baráttu og bæj arpólitík þar á staðn- um. Garðar Sigurðsson: En um allt þetta verður að segja eins og maðurinn forðum: það er erfitt að spá, sérstaklega um fram- tíðina. Halib fyrirhyggju! 1 Oeriö strax ráö fyrir THORO STÁLGÓLFI Sem blandað er í yfirboð gólfsins um !eið og það er pússað. THORO STÁLGOLF margfaldar slitþol gólfsins og höggstyrkur eykst um 50%. Hentar þetta efni best á gólf, þar sem er t.d. þungaiðnaður, á verksmiðjur, bifreiðaverkstæði, bílageymslur, vélsmiðjur, hleðslupalla, brýr, hafnargarða ofl. THORO KVARS (hraðsteypa) er hentar best fyrir matvælaiðnað og léttan iðnað, s.s. frystihús, fiskvinnslu- stöðvar, sláturhús.mjólkurstöðvar o.fl. P&W GÓLFHERÐIR er settur á gólfið eftir að þau hafa verið steypt. Hann þrefaldar slitþol gólfsins og högg- styrkur eykst um 25%. V . / ' f > / X / ' ■ ^ ✓ -V V - X / ’ N. / v £ X y ^ x / • x v S / THORO GÓLFHERSLUEFNIN fást í litum. Leitið nánari upplýsinga, það er þess virði að kynnast THORO efnunum nánar. IS steinprýði I Smiðshöffða 7, gengið inn frá Stórhöffða, sími 83340

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.