Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 6
Hvar ertu í pólitík? — einfalt krossapróf, sem flokkar þig fyrirhafnarlaust Hvernig líður þér, þegar þú stigur inn i kjörklefann? Færðu svimakast? Slær út á þér köldum svita? Brýt- urðu blýantinn í æðiskasti? Eða notarðu hann til þess að teikna dónalegar myndir á kjörseðilinn? Þessi einkenni fylgja sálar- kreppu, sem kölluð er „voting vertigo” á engilsaxnesku, en hefur hlotið heitið „kosninga- riða” á islensku. Hafir þú sýnt þessi einkenni viö kjörborðið einhverntimann, þjáist þú af kosningariðu. Astæðan fyrir þessari sálar- kreppu sem flest okkar komast i, einhverntimann á æfinni, er sú, að innst inni vitum við ekki, hvaða flokki við tilheyrum. Nú hefur Aðalblaðið fengið til liðs við sig hóp sálfræðinga, sem Niðurstaöa Nú skalt þú lesandi góður reikna saman hversu mörg stig þú hefur fengið fyrir svör þin. Hafirðu fengið 0, ertu Fram- sóknarmaður. Hafirðu fengið einkunn á bilinu 1 til 33,5 ertu Framsóknarmaður i Alþýðu- bandalaginu. Hafirðu fengið 34 eða meira, ertu Framsóknar- maður i Sjálfstæðisflokknum, bæði með og á móti rikisstjórn Gunnars Thoroddsen. Hafirðu fengið minna en núll, ertu lik- lega skemmdaskrin og svina- hafa sett saman einfalt krossa- próf, sem þið, lesendur kærir, getiö tekið i stofunni heima hjá ykkur og niðurstaðan úr prófinu mun segja ykkur ótvirætt, hvaöa flokki þið tilheyrið i raun og veru. Prófið sjálft er einfalt, við hverri spurningu eru gefnir þrfb svarmöguleikar, og fyrir, hvert svar er ákveðin einkunn. Eftir að þið hafið svarað öllum spurningum leggið þið saman einkunnirnar fyrir svörin, og sú tala segir ykkur hvaða flokki þið tilheyrið, innst inni. best og færi best á þvi að setja þig i fangelsi. Billinn var alveg nýr! Lesendur hafa eflaust ekki saknað Alþýðuflokksins i upp- talningunni hér að ofan á mögu- legum niðurstöðum. Það er þó vert að taka fram, að ekkert sálrænt próf nær að leiða ótvi- rætt i ljós kratisma. Til þess þarf önnur próf, sem eru efna- fræðilegs eðlis. Þeir sem éru i vafa ættu að leita á náðir Rann- sóknastofu Háskólans. 1. Hefuröu kosningarétt? sv: Já (1) Nei (10) Veit ekki (0) 2. Meigstu undir sem krakki? sv: Já (3) Nei (3,5) Segi ekki (0) 3. i hvaða stjörnumerki ertu? sv: Já (0) Nei (1) Ha? (10) 4. Bónaröu leðursófasettið þitt reglulega? sv: Já (0,5) Nei (1) Á ekki (5) 5. Hvað finnst þér um Denna? sv: Sætur (0) Lala (0) Hvern? (10) 6. Hvar varst þú aðfaranótt 15. júní sl.? sv: í rúminú (10) Man ekki (1) Segi ekki (0) 7. Varstu kannski fyrir utan hjá mér, að rispa bílinn minn? sv: Nei (10) Ég! Nei (1) Ekkertsvar (—1500) 8. Ertu hættur að berja konuna þína? sv: Já (0) Nei (0) Ógiftur (heppinn) 9. Ertu Frimúrari? sv: Nei (10) 10. Ertu nú alveg viss? sv: Já (5) Nei (0) Ekki viss (0) 11. Ertu á móti hernum? sv: Já (1) Nei (1) Kannski (1) 12. Ef þú svarar spurningu 11 játandi, hvað ætlarðu þá að gera þegar Rússarnir koma? sv: Bjóða þeim í kaffi (0) Fela mig (1) Orðlaus (auðvitað) 13. Svafstu út í morgun? sv: Já (5) Nei (5) Vinn á næturnar (0) 14. Hefurðu ort Ijóð? sv: Já (0) Nei (0) Veit ekki (1) 15. Hefurðu leyst þetta próf eftir bestu samvisku? sv: Já (10) Nei (0) Samviskulaus (1) 3. „Rikisstjórnirnar sem mér tókst aldrei að mynda” eftir Geir Hallgrimsson, fyrsta bindi, en gert er ráð fyrir að bókaflokkur þessi veröi á lengd við meðal hetjudáða- og svaðilfara bóka- flokk, þegar upp verður staöið. Bókaforlagiö Morfeus gefur út, með styrk frá Alþjóða frjáls- hyggjusjóönum. Aðalblaðið á hundavaði í jólabókaflóðinu Þrjár álitlegar bækur Þegar halla fer að skammdeg- inu, hneigist hugur menningar- lega sinnaðra Aðalblaðsmanna til bókalesturs og sérlega ihugum vér hverra bókmenntalegra þrek- virkja er að vænta með jólabóka- flóðinu. Nú þegar hefur kvisast að margt veröi merkilegra bóka á boðstólum um jólin, en af þeim list okkur Aðalblaösmönnum best á þessar þrjár: 1. „Merkustu þingræður Egg- erts Haukdal”, eftir Eggert Haukdal. Bókin er gefin út af Austur-Landeyska forlaginu með styrk úr Byggðasjóði. Titillinn skýrir sig sjálfur, en bókin mun verða 8 siður á lengd, bundin i kálfskinn. Aðeins verða gefin út 500 tölusett eintök og ef kaup- endur æskja, mun höfundur árita fyrir þá eintakið, með þrem krossum. Sáttasemjari á samningafundi, nýja aðferðin virðist hafa borið ár- angur! HINGAÐ OG EKKI LENGRA! segir sáttasemjari og ber i borðið „Ég hreinlcga gafst upp á þessu. Ég var búinn að hlaupa á milli þessara f.ira dögum saman og ekkert gekk. Tilboð, gagntil- boð, and-gagntilboð og allt hvað eina. Svo bara fékk ég nóg, og barði i borðið. Ég sagði þeim, að nú ætlaöi ég að breyta um aðferð. No more mister næsgæ sagðl ég. Ef þið ekki komiö ykkur saman um þetta nú á næstu tólf timunum, lem ég ykkur i klessu”. Þetta sagði Guðlaugur Þor- valdsson, rikissáttasemjari, i við- tali við Aðalblaðið i gær, þegar gert hafði verið hlé á sáttafundi um stund. Eins og landsmönnum mun kunnugt, hefur gengið illa að fá deiluaðila til að sættast á nokk- urn hlut i kjaradeilu undirmanna á kaupskipum og útgerðar- manna. „Ég meina þaö”, sagði Guö- laugur. „Þeim kom ekki einusinni saman um þaö hvað klukkan var”. Guðlaugur var spurður hvort hann teldi sig hafa möguleika á að taka samninganefndir beggja aðila i gegn i einu, og hvort hann hefði farið i sérstaka þjálfun, eftir að hann ákvað að breyta um fyrirkomulag á samningafund- unum. „Ég er nú ekki einn i þessu, sjáðu til! Ég get kallað á sátta- nefnd til hjálpar, ef þeir eru of margir. Svo er ég á ágætri þjálfun, en hef áéð til þess að þeir komast ekki heim og geta ekki sofið með góðu móti hér. Ég er þvi nokkuð bjartsýnn á að sam- komulag náist með þessu móti” sagði Guðlaugur og nagaði bút af steypustyrktarstáli með kaffinu. „Annars skaltu bara biða og sjá, fresturinn sem ég gaf þeim er að veröa búinn og ég kalla þá inn rétt strax”. Fundurinn var haldinn fyrir lokuðum dyrum, og Aðalblaöinu tókst ekki að komast að þvi i smá- atriðum eftir fundinn, hver niður- staöan varð, en samningarnir verða undirritaöir i fyrramálið, á Gjörgæsludeild Lands pitalans. 2. „Tiu bestu nefndarálit sem ég hef lesiö”, Hjörleifur Gutt- ormsson tók saman, en Útgáfu- félag Þjóðviljans gefur út, með styrk úr úreldingarsjóði. Bókin er 2834 siöur á lengd, prentuð á ál- pappir, en bókarkápan ofin úr steinull. Með bókinni fylgja at- hugasemdir ráðherra, i 17. bind- um, prentaðar með rauðu bleki á handunninn silkipappir, með samsiða textum á blindraletri. ■ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.