Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 1. október 1982 ^pSsturinn.
Kosningaslagurinn er
— undir sléttu og felldu yfirborði er hart barist um „örugg” sæti á næsta þingi
Þótt enn sé óvíst hvenær næst verður gengið til alþingiskosninga á
íslandi er nokkuð um liðið síðan stjórnmálaflokkarnir fóru að hugsa sér til
hreyfings í þeim efnum. Þegar eru menn farnir að velta vöngum yfir því
hverjir muni hugsanlega skipa framboðslista flokkanna við næstu kosn-
ingar - og þegar er ljóst, að nokkrir þingmenn munu láta af þingmennsku
að vori eða hvenær sem það verður, að gengið verður til kosninga.
Helgarpósturinn hefur í viðtölum við tugi manna úr öllum flokkum í
öllum kjördæmum landsins reynt að grafast fyrir um hverjar hugmyndir
menn gera sér um skipun næstu framboðslista. Hér er ekki um kosning-
aspá að ræða, það ber að undirstrika. Og ýmis atriði, sem enn eru óljós,
gætu haft veruleg áhrif á röðun á listana- svo sem breytingar á kjördæma-
skipan eða þingmannatölu. Þá er eins ógetið: allt eins gæti farið svo, að
Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri ákveði að bjóða fram til
alþingis. Það gæti enn sett strik í reikninginn.
Reykjavík
Reykvíkingar „eiga” fjórðung
þingmannaliðsins, alls fimmtán.
Þar af eru þrír landskjörnir, Guð-
rún Helgadóttir (G), Jóhanna Sig-
urðardóttir (A), og Pétur Sigurðs-
son (D). Aðrir þingmenn skiptast
þannig, að Alþýðuflokkur hefur
aðra tvo, Benediict Gröndal og Vil-
mund Gylfason, Framsóknar-
flokkur tvo, Ólaf Jóhannesson og
Guðmund G. Þórarinsson, Sjálf-
stæðisflokkur aðra fimm, þá Geir
Hallgrímsson, Birgi ísleif Gunn-
arsson, Gunnar Thoroddsen, Al-
bert Guðmundsson og Friðrik Sop-
husson. Alþýðubandalagið hefur
þrjá auk Guðrúnar, þá Svavar
Gestsson, Ólaf Ragnar Grímsson
og Guðmund J. Guðmundsson.
Jón Baldvin Hannibalsson:
Reikna má með nokkrum
breytingum á listum flokkanna við
næstu alþingiskosningar, einkum
ef þingmönnum verður fjölgað. Á
lista Alþýðuflokksins verður fyrst
og fremst sú breyting, að Benedikt
Gröndal er horfinn úr efsta sætinu.
Um það munu margir berjast í
væntanlegu prófkjöri 20. og 21.
nóvember næstkomandi, ekki síst
varamaður Benedikts, Jón Baldvin
Hannibalsson, ritstjóri, og Vil-
mundur Gylfason, alþingismaður.
í slagnum verða fleiri væntanlega:
Jóhanna Sigurðardóttir, Finnur
Torfi Stefánsson, Bjarni Guðna-
son prófessor, Björgvin Guðmuns-
son, og jafnvel fleiri. Verði úr að
Björgvin taki þátt í prófkjörinu
gæti það haft veruleg áhrif á út-
komu þeirra Jóns Baldvins og Vil-
mundar. Jóhanna er talin nokkuð
örugg í annað sæti og allt eins lík-
legt að hún láti Vilmundi og Jóni
eftir að berjast um fyrsta sætið.
.Ólafur Jóhannesson:
Framsóknarmenn gera ráð fyrir
að Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra og fyrrum formaður
flokksins, hverfi af þingi eftir að
kjörtímabilinu lýkur. Guðmundur
G. Þórarinsson alþingismaður er
talinn líklegastur eftirmaður hans,
hvort sem verður af prófkjöri í
flokknum eða ekki, og með hvaða
hætti sem það verður haldið.
Helst er talið, að Haraldur
Óláfsson lektor og Sigrún Magnús-
dóttir (sem skipuðu þriðja og
fjórða sæti listans við síðustu kosn-
ingar) muni eiga möguleika á að
vinna annað og þriðja sætið fyrir
kosningarnar á næsta ári. En
Ólafur Jóhannesson hefur lag á að
koma mönnnum á óvart og hefur
ekki enn sagt frá því afdráttarlaust
hvort hann verður áfram eða ekki,
þótt hann hafi fyllilega gefið það í
skyn fyrir síðustu kosningar.
Stóra spurningin í liði Sjálfstæð-
ismanna er að sjálfsögðu hvort dr.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
hcrra ákveður að draga sig í hlé í
lok kjörtímabilsins. Ef Sjálfstæðis-
menn reikna ekki með því, þá gera
Dr. Gunnar Thoroddsen:
þeir séu margir a.m.k. vonir um
það, enda hefur dr. Gunnar ekki
beinlínis nýst í þingliðinu undan-
farin misseri. En hvort sem Gunn-
ar fer eða ekki er ennþá formlega
gert ráð fyrir honum á næsta fram-
boðslista flokksins. Þár eru margir
fleiri væntanlegir, auk sjálfkjör-
inna þingmannanna. Að afloknu
prófkjöri, sem talið er að geti orðið
síðari hluta nóvember, verður Ijóst
hverjir munu skipa efstu sæti list-
ans, en auk þingmanna hafa verið
nefndir öruggir í slaginn fyrrver-
andi þingmenn, þau Ellert B.
Schram, Ragnhildur Helgadóttir
og Guðmundur H. Garðarsson.
Aðrir sem talið er víst að rnuni taka
þátt í prófkjörinu, eru nafnarnir
Jónas Elíasson prófessor og Jónas
Bjarnason, Björg Einarsdóttir,
Bessý Jóhannsdóttir, Geir Haarde,
Jón Magnússon og Elín Pálma-
dóttir.
Alþýðubandalagið er eini flokk-
urinn, sem ekki hefur gengist fyrir
allsherjarprófkjöri eins og hinir
flokkarnir. Þar eru það því minni
hópar sem velja frambjóðendur og
er ekki gert ráð fyrir neinum meiri-
háttar breytingum á lista flokksins
fyrir næstu kosningar. Þótt Guð-
mundur J. Guðmundsson telji sig
ekki sérlega öruggan með þingsæti
má telja víst, að fulltrúa raunveru-
legra verkamanna verði fundið sitt
tryggja sæti og harla ólíklegt er tal-
ið að Ólafur Ragnar Grímsson
hverfi úr sæti sínu í Reykjavík í sæti
Geirs Gunnarssonar í Reykjanes-
kjördæmi, eins og síðar verður vik-
ið að.
Reykjanes
Enginn hinna sjö þingmanna
Reyknesinga er talinn ætla að gefa
sæti sitt eftir þegar kemur til kosn-
inga. Þar er staðan nú þannig, að
þingmenn eru alls sjö, þar af tveir
landskjörnir, þau Salóme Þorkels-
dóttir (D) og Karl Steinar Guðna-
son (A). Alþýðuflokkurinn hefur
auk þess Kjartan Jóhannsson,
Framsóknarmenn hafa ' Jóhann
Einvarðsson, Sjálfstæðismenn
aðra tvo. þá Matthías Á. Mathie-
sen og Ólaf G. Einarsson og Al-
þýðubandalagsmenn hafa Geir
Gunnarsson.
Geir Gunnarsson:
Það er einmitt Geir, sem menn
hafa helst talið, að gæti horfið úr
þingmannahópnum þegar þing
kemur saman eftir næstu kosning-
ar. Eftir því sem HP kemst næst
rnun Geir nú ákveðinn í að halda
áfram og halda fyrsta sæti sínu á
listanum. Það verður því ekki úr,
samkvæmt þessum upplýsingum
(sem telja verður áreiðanlegar) að
Ölafur R. Grímsson hverfi úr
Reykjavíkurkjördæmi yfir í
Reykjanes, enda þykir Reyknes-
ingum hann ekki sérlega mikill
Reyknesingur þótt hann búi á Sel-
tjarnarnesi. f öðru sæti listans við
síðustu kosningar var Benedikt
Davíðsson, formaður Sambands
byggingamanna, en uppmælinga-
aðallinn þykir nokkuð erfiður til
framboðs og er því talið allt eins
líklegt, að hann muni skipta um
sæti við Elsu Kristjánsdóttur,
oddvita í Sandgerði, sem skipaði 3.
sæti listans ’79. Hvað sem öðru líð-
ur þá ætla Reyknesingar að bæta
við sig manni í næstu kosningum og
munu Alþýðubandalagsmenn eins
og aðrir skipa lista sinn (væntan-
lega með forvali) með það í huga.
Jóhann Einvarðsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, er talinn í
engri hættu og ekki útlit fyrir að
neinar meiriháttar breytingar
verða á efstu sætum B-listans í
næstu kosningum. Kjördæmisþing
verður haldið síðast í nóvember og
verða þar markaðar línur. Reiknað
er með prófkjöri af einhverju tagi.
Það er helst, að búast megi við
átökum um skipan „óöruggra”
sæta á lista Alþýðuflokksins. Ekki
er reiknað með að þeir Kjartan Jó-
hannsson og Karl Steinar Guðna-
son verði felldir út af listanum í
prófkjöri. Ólafur Björnsson, út-
gerðarmaður í Keflavík, sem
skipaði þriðja sæti listans við síð-
ustu kosningar, mun að þessu sinni
slást við Gunnlaug Stefánsson, gu-
Gunnlaugur Stefánsson:
ðfræðing og fyrrum alþingismann,
um þriðja sætið og eins er búist við
að Guðrún H. Jónsdóttir úr Kópa-
vogi gefi kost á sér í prófkjörinu,
sem haldið verður um miðjan nó-
vember eða í lok mánaðarins. Tal-
ið er ólíklegt að Örn Eiðsson úr
Garðabæ reyni fyrir sér aftur í próf-
kjöri.
Davíð Scheving
Prófkjör Sjálfstæðismanna í
kjördæminu, sem væntanlega
verður ákveðið á aðalfundi kjör-
dæmisráðsins um miðjan næsta
mánuð, gæti orðið fjörlegt. Þing-
mennirnir Matthías Á., Ölafur G.
og Salóme eru væntanlega trygg í
sínum sætum en búast má við
átökum um 4. og 5. sætin. Allt eins
er reiknað með að Garðbæingur-
inn Davíð Scheving Thorsteinsson
sækist eftir fjórða sætinu eh það
sæti ætla Seltirningar líka Sigur-
geiri Sigurðssyni, bæjarstjóra sín-
um. Þá eru Suðurnesjamenn á-
kveðnir í að fá fjórða sætið fyrir
sína menn og er Ellert Eiríksson í
Keflavík formaður kjördæmisrá-
ðsins syðra, talinn líklegur fram-
bjóðandi. Enn gæti komið til að úr
Kópavogi kæmu frambjóðendur á
borð við Richard Björgvinsson og
Helga Hallvarðsson og Arndís
Björnsdóttur, kaupmaður úr
Garðabæ, sem skipaði 5. sæti li-
stans við síðustu kosningar, er talin
örugg um að vilja í slaginn á ný og
vera þá ofar á listanum en ’79.
Vesturland
Það er helst hin merkilega staða
Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands-
kjördæmi, sem mun setja sinn svip
á kosningabaráttuna þar og röðun
á framboðslista. Þar var við síðustu
kosningar efsta á D-lista Friðjón
Þórðarson, dómsmálaráðherra,
sem síðan „hljópst undan merkj-
um”, eins og sagt hefur verið.
Flokkurinn í kjördæminu er því
bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,
því annar þingmaður D-listans í
kjördæminu er stjórnarandstæð-
ingur Jósef Þorgeirsson. Mjótt var
á munum milli Jósefs og þriðja
manns á listanum, Akurnesingsins
Valdimars Indriðasonar, í próf-
kjöri sem fram fór fyrir síðustu
kosningar. Allir þrír munu stað-
ráðnir í að taka þátt í næsta próf-
kjöri, sem talið er að verði ákveðið
á aðalfundi kjördæmisráðs flokks-
ins í lok næsta mánaðar. Friðjón
nýtur mikils persónufylgis í kjör-
dæminu og almennt er gert ráð
fyrir, að hann muni taka sitt sæti á
listanum, þrátt fyrir ríkisstjórnars-
etuna, enda hefur hann lýst vilja
sínum til þess. Valdimar Indriða-
son gæti lent í slag við Sturlu Bö-
ðvarsson, sveitarstjóra í Stykkis-
hólmi, um 3. sætið, en Sturla þykir
efnilegur ungur rnaður og er nú
m.a. formaðursambands sveitarfé-
laga í fjórðungnum..
Tveir framsóknarmenn sitja á
þingi nú úr Vesturlandskjördæmi,
þeir Alexander Stefánsson og
Davíð Aðalsteinsson. Ekki er gert
ráð fyrir öðru en að þeir muni skipa
sömu sæti á næsta kjörtímabili og
allsendis er óvíst um að fram fari
prófkjör. í þriðja sæti ’79 var Jón
Sveinsson á Akranesi og er heldur
reiknað með að hann skipi sama
sæti við næstu kosningar.
Skúli Alexandersson, þingmað-
ur Alþýðubandalagsins í kjördæm-
inu, mun gefa kost á sér aftur þótt
hann hafi um tíma gefið annað til
kynna. Alþýðubandalagsmenn ve-
stra eru lítið farnir að ræða málin
og gera sér ekki hugmyndir um
annað en að ástand verði óbreytt.
Bjarnfríður Leósdóttir, verkalýðs-
foringi á Akranesi, skipaði annað
sætið við síðustu kosningar og
Sveinn Kristinsson, nú blaðamað-
ur á Þjóðviljanum, þriðja sætið.
Hann er nú búsettur á Akranesi
þótt hann stundi vinnu í höfuð-
borginni og er ekki talinn öruggur
um að lenda aftur í „sínu” sæti.
Óvíst er hvort við haft verður for-
val um efstu menn á lista flokksins,
reglurnar sem samþykktar voru á
síðasta ári hafa mælst mjög mis-
jafnlega fyrir.
Alþýðuflokksmaðurinn ’ Eiður
Guðnason var kjörinn 5. þingmað-
ur Vesturlands við síðustu kosning-
ar og verður að teljast öruggur með
efsta sæti listans. Einnig er talið lík-
legt að Gunnar Már Kristófersson,
sem skipaði annað sæti listans við
kosningarnar ’79, skipi það áfram
eftir prófkjör, sem kjördæmisþing-
ið mun taka ákvörðun um 9. októ-
ber næstkomandi.
Vestfirðir
Vestfirskir þingmenn á þessu
kjörtímabili eru sex, þar af einn
landskjörinn, Karvel Pálmason
(A). Sighvatur Björgvinsson situr
einnig á þingi fyrir Vestfjarðar-
kjördæmi. Fyrir Framsóknarflokk-
inn á Vestfjörðum sitja á þingi þeir
Steingrímur Hermannsson sjávar-
útvegsráðherra og Ólafur Þ. Þórð-
arson, fyrir Sjálfstæðisflokkinn
þeir Matthías Bjarnason og Þorv-
aldur Garðar Kristjánsson. Al-
þýðubandalagið missti sinn mann,
Kjartan Ólafsson, ritstjóra Þjóð-
viljans, af þingi í síðustu kosning-
um.
Engu að síður er talið fullvíst, að
Kjartan hafni í efsta sæti iistans að
afstöðnu forvali flokksins, sem
fram mun fara í tveimur umfer-
ðum. Aage Steinsson, sem skipaði
annað sæti listans í síðustu kosning-
um, er nú fluttur úr fjórðungnum
og getur því orðið úr vöndu að ráða
þegar velja þarf mann í hans stað.
Koma nokkrir til greina. Talsverð-
ur spenningur er fyrir Þuríði Pét-
ursdóttur, kennara og varabæjar-
fulltrúa á ísafirði, og þá eins Guð-
varði Kjartanssyni á Flateyri, sem
m.a. tóic sæti Aage í stjórn Orku-
bús Vestfjarða þegar Aage fór frá
ísafirði. Ennfremur er nefndur lík-
legur í eitt efstu sætanna, Kristinn
H. Gunnarsson í Bolungarvík, for-
maður kjördæmisráðs flokksins.
I Bolungarvík situr einnig Einar
K. Guðfinnsson, fyrrum blaða-
maður, sem er farinn að hugsa sér
til hreyfings og gæti vel hugsað sér
að komast í þriðja sæti lista Sjálf-
stæðismanna, það sem Sigurlaug
Bj arnadóttir frá Vigur skipaði í síð-
ustu kosningum. er þó talið víst, að
Sigurlaug vilji gjarnan komast
aftur á þing. Þeir Matthías Bjarna-
son og Þorvaldur Garðar eru taldir
nokkuð öruggir með sín sæti.
Það sama er að segja af Fram-
sóknarmönnunum Steingrími
Hermannssyni og Ólafi Þ. Þórðar-
syni - þótt ýmsir geri að vísu sína
fyrirvara umárangur Ólafs í sam-
eiginlegu forvali A, D, og B-lista,
sem fyrirhugað er í kjördæminu.
Margt óvænt hefur áður gerst á
Vestfjörðum og gæti gerst enn,
ekki síst þegar haft í huga að þar í
kjördæminu eru ein 400-500 at-
kvæði, sem rokkað hafa á milli
flokka í kosningum undanfarin ár
og áratugi. Þá gæti og farið svo í
væntanlegu forvali, að Magnús
Reynir Guðmundsson, bæjarritari
á Isafirði, reyndist Ólafi Þórðar-
syni skeinuhættur, ekki sístéftir að
Sigurgeir Bóassoon varaþingmað-
ur er fluttur burt úr kjördæminu.
Og ekki má gleyma því, að
endurskoðuð kjördæmaskipan
með nýrri stjórnarskrá gæti haft
verulega áhrif á úrslit kosninga í
Vestfjarðakjördæmi, því það er
einmitt þar sem vægi hvers at-
kvæðis er þyngst.
Norðurland-Vestra
Pálmi Jónsson:
Átökin um Blönduvirkjun, sem
nú liggja að vísu í láginni, gætu haft
sín áhrif á úrslit næstu alþingisk-
osninga í Norðurlandskjördæmi
vestra. Þar eru þrír Framsóknarþ-
ingmenn, Páll Pétursson, Stefán