Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 2
Föstudagur 8. október 198Í
Pótt mikil leynd hafi átt aö
, hvíla yfir úrslitum í skák-
„^einvígi þeirra Friðriks Ólafs-
sonar og Boris Spassky og það hafi
átt að verða einn helsti uppsláttur-
inn í nýju tímariti sem Almenna
bókafélagið ætlar að hefja útgáfu á
einhvern tímann á næsta ári, hefur
spurst að Friðrik okkar hafi ekki
sótt gull í greipar sovésk-franska
snillingsins. Var heldur tæpast von
á því þar sem Friðrik hefur lítið
sem ekkert getað sinnt skákinni að
undanförnu vegna starfa sinna fyrir
FIDE - Alþjóöasambands skák-
manna....
Búist er viö at
/ J ingum á vinn
• þegar kemur fra
auknum þreng-
umarkaðinum
fram yfir áramót
a.m.k. ef svo heldur sem horffr.
Mörg fyrirtæki eiga nú í verulegum
rekstrarörðugleikum og eru farin
að segja upp starfsfólki sín'u. Menn
greinir á um aðalástæður þrenging-
anna, en flestir eru þó sammála um
að ein aðalorsökkin sé sú að þrjár
undanfarnar ríkisstjórnir hafi
þjarmað svo rækilega að atvinnu -
rekstrinumað hann sé kontinn í
þrot. Sé það vonum lengur sem
sum fyrirtæki þrauki miðað við þá
skattlagningu og byrðar sem þeim
eru búnar.....
í framhaldi af þrengingum
■'f'j margra fyrirtækja hefur óá-
S nægja atvinnurekenda með
stjórn Vinnuveitendasambands Is-
lands farið jafnt og þétt vaxandi.
Telja margir að það sé ekki nóg að
bera sig borginmannlega í blöðum
og öðrum fjölmiðlum, heldur sé
tími til kominn fyrir atvinnurek-
endur að virkja samtök sín betur í
eigin þágu. Hefur heyrst að
óvenjulega margir atvinnurekend-
ur hafi látið það undir höfuð leggj-
ast að undanförnu að greiða skatt-
gjöld sín til Vinnuveitenda-
sambandsins....
»TT Hlustendur útvarpsins hafa ef
/• J-til vjll tekið eftir því að hið
glæsilega stef á undan nýju
kvöldfréttunum var aðeins flutt
fyrsta daginn sem fréttirnar voru
með nýju sniði. Síðan tók annað
stef við, þar til núna íþessari viku.
Ástæðan? Jú stefið var frumsamið
af Atla Heimi Sveinssyni og leikið
af Sinfóníuhljómsveit fslands, en
þegar til flutnings þess kom áttuðu
men’-. sig á því að ekki liafði verið
sarniö um greiðslu fyrir flutning-
inn. Var því gripiö til hljómplötu-
safnsins þar til hnúturinn Ievstist._
Njósnarinn
Framhald af bls. 3
fyrir þá staðreynd, að það
væri engin vél til Islands
næstu daga. Þaö var ekki
fyrr en Allan T. Peaeock,
prófessor við hagt'ræði-
deildina, og Páll S. Árdal,
lektor, höfðu lofaö að gang-
ast persónulega í ábyrgö á
mér. sem ég fékk vikudvöl í
landinu. Pó með því skilvrði
að gefa niig fram daglega við
lögreglu. llm framlengingu
á dvalarlevfi væri ekki að
ræða, nemá innamíkisráðu-
nevtjð i London heimilaöi.
Ég á enn í fórum mínum (í
kjallaranum) eitthvaö um 20
bréf. sem ég skrifaöi þetta
haust til innantíkisráðherra
hennar hátignar, sem þá var
sjálfur Rab Butler. Hann
gaf eftir svotia viku og viku í
senn. Pað var ekki fyrr en
undir jól. þegar ég hafði
sannaö aö lítil hætta væri á
að ég yröi „pyngju hennar
hátignar til byrði", sem ég
loksins fékk eölilegt dvalar-
levfi. I vrstu vikurnar v.ar ég
greinilega „skyggður" af
lcvnilögrcglu.
En hvers vegna? Um það
hafði ég ekki hina minnstu
hugmynd, þegar þessir at-
buröir gerðust.
Þá kem ég aö úrklippunni
úrSeottish Sunday Mail, 23.
10. 1960, sem ég fann í her-
stöðvaandstæöingamöpp-
unni í kjallaranum. Vinur
minn, búsettur í Bretlandi,
sendi mér þessa úrklippu
liingu seinna. Sagan á bak
viö hana er þessi:
Einhver náungi frá Ran-
gers í Glasgow hafði verið í
hoimsókn. m.a. hjá Albert
Guðmundssyni, forðum
Rangerskappa, dagana sem
við Ragnar og fleiri vorum
að skipujeggja mótmælaað-
’ gerðir gegn brezka samning-
num. Albert fór með þenn-
an mann upp á Mogga. Par
sýndi Matthías Jóhannessen
hinum skozka gesti myndina
frægu af mér. Yuri og Ragn-
ari fyrir utan Naustið. Eins
og segir í myndtextanum í
Mail: „The photograph tak-
en by a hidden camera
showing Tjie Russians"
(þ.e.a.s.) Yuri. Ragnari og
mig) „plotting".
Loksins fékk ég skýring-
una á viðtökunum sem ég
fékk í Glasgow, þegar ég
sneri aftur til Skotlands. Ég
var kominn á svartan lista
sem sovézkur njósnari!
Ég hef tvennu við þessa
sögu að bæta:
Um voriö var ég beðinn
að fara á alþjóölega ráð-
stefnu um „frið og afvopn-
un" í Varsjá, sem fulltrúi
róttækra stúdenta.
Þetta nvun hafa verið fvrsta
ráðstefnan í kommúnistaríki
eftir stríö. sem boðið var til
fulltrúum annarra samtaka
en kommúnistaflokka.
Sjálfur Sélepín flutti opnun-
arræðu af hálfu Rússa. Hún
var dæmalaust rugl frá upp-
hafi til enda, samsafn af
klysjum úr kaldastríðs-
vopnabúri Rússa. Pá ákvað
ég að ná fram hefndum á So-
vétinu fyrir grikkinn sem
þeir gerðu mér í Naustinu
forðum. Ég hað um orðið og
gaf mér góðan tíma til að
hrekja fráleitustu firrurnar í
ræöu Rússans. Eg'átti satt
að segja von á því að ég yrði
rekinn úr landi samstundis.
En þaö var nú eitthvað ann-
að. Pólverjum féll þessi mál-
flutningur svo vel í geð, að
ég komst ekki frá Póllandi
næstu fjórar vikurnar. Sem
hagfræðistúdent var mér
boðið að sitja hverja ráð-
stefnuna á fætur annarri
um hagkerfi Pólverja,
reynsluna af áætlunarbú-
skap og iðnþróun eftir stríð.
Loks var mér boðið að
dveljast viku í lúxusþorpi
hinnar nýju yfirstéttar í Zak-
opanje uppi í Tatrafjöllum.
Par var ég ni.a.s. svo frægur
að sjá „sósíalískt stripptís" í
fyrsta og síðasta sinn á
ævinni. Túlkinum sem með
mér war gleymj ég aldrei.
Hann var einhver hámennt-
aðasti og gáfaðasti maður
sem ég hef kynnst. Sam-
ræðulist hans er nú útdauð í
heiminum og sér hvergi
stað, nema ef vera skyldi í
leikritum Oscars Wildes. -
Sélepín Komsómolforstjóri
féll hins vegar fljótlega í ó-
náð eftir þetta.
En mér fannst ekki nóg að
gert. Mörgum árum seinna.
þegar ég var setztur aftur að
á ísafirði, ók ég sem oftar til
Reykjavíkur. Inni í Skötu-
firði ók ég fram á sovézkan
jarðfræðileiðangur, sem
hafði slegið upp tjöldum á
túninu í Kálfavík. Éitt erindi
mitt syðra var að reyna að
véla Helga Haraldsson, sem
nú hefur það embætti að
kenna norska hernum rúss-
nesku í Osló, til mín að
Menntaskólanum á ísafirði.
Helgi hafði þá það hobbí
ásamt vini okkar Árna Berg-
mann, að þýða áróðursrugl-
ið úr Rússum á íslenzku.
Pessi rússneska áróðursmið-
stöð var til húsa í timburhúsi
neðarlega við Túngötuna.
EZg ákvað nú að gera Rúss-
um eina glennuna enn í
þakklætisskyni fyrir Eisen-
howergúllasið í Naustinu
forðum. Yfirmaður áróð-
urshreiðursins í Túngötunni
var Leningrad-Rússi, ágæt-
iskarl. sem hafði tekið þátt í
vörn Leningradborgar. Ég
gekk nú virðulega á hans
fund, og tilkynnti honum í
trúnaði. að sovézki njósna-
leiðangurinn. sem þeir
hefðu sent til að mæla að-
stæður fyrir kafbátalægi í
Skötufirði, hefði verið stað-
inn að verki og fluttur í heilu
lagi í tugthúsið á ísafirði.
firði.
Ég hefði alveg eins getað
varpað sprengju á sjálft so-
vézka sendiráðiö Það ætlaði
allt um koll aðkeyra. All-
ir Rússar sem þarna voru
hlupu sem fætur toguðu upp
í sendiráðið, svo að sá í iljar
þeirn. Á meðan samdi ég við
Helga um að hann skyldi
koma í útlegð til mín vestur
á firði. Leningrad-Rússinn,
sem var svo ólánsamur að
verða á vegi mínum og ger-
ast „boðberi hinna válegu
tíðinda" var hins vegar taf-
arlaust sendur heim, - og
hefur síðan ekkert til hans
spurzt.
P.S. Fyrir nokkrum árum
spurði ég einn CÍA'—
manninn í Reykjavík, hvort
ekki væri örúgglega búið að
taka rnig af „svarta listan-
um" yfir sovézka njösnara í
Norðurhöfum. Hann kvaö
svo vera. Ég vil skjóta því
hér með að félaga Ragnari
fjármálaráðherra að láta at-
huga. hvort hann er enn á
„svarta listanum".
- JBH
ORÐSENDING TIL NAMSMANNA
LIN
LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA
LAUGAVEGI 77 - 101 REYKJAVlK - SlMI 25011
TILKYNNING UM
VIÐSKIPTAREIKNING
LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA
LAUGAVEGI 77. 101 REYKJAVlK
1. o k t ó b e r 19 8 2
DAGSETNINO
NAFN NÁMSMANNS Jón Jónsson !NAFNNÚMER ! 11 2 I 1. 4 I 5 f 617 1 fl
HEIMILI ] NÁMSLAND
Hringbraut 145, 1B7 Reykjauik Island
SKÓLI DEILD
Háskóli Islands Viöskiptadeild
Hér með tllkynnist Lánasjóði íslenskra Námsmanna. að sá hluti námslána minna sem ekki greiðist
út vlð undirrltun skuldabréfa, skal lagöur beint Inn á neðangrelndan vlðskiptarelkning, jafnóðum
og grélðslur koma til útborgunar.
innlAnsstofnun BÚNADARBANKI ÍSLANDS VIÐSKIPTAREIKN. ; BANKI Ávisanareikningur 1 HB REIKN. N R.
ÚTIBÚ Melaútibú Spir"iÓð,relk"' ! 0311 ! 03 Í 12345
reikningseigandi/merki Jón Jónsson Giró/Hlauparelkn. j
Staðfest:
SYNISHORN
BÚNADARBANKI ÍSLANDS
BANKASTIMPILL
Undirikrift námimanni cflt umboflimim
oAk.
Athygli námsmanna, sem vænta láns úr
Lánasjóði íslenskra námsmanna, skal vakin
á þeirri ákvörðun sjóðsins, að lán verði greitt
inn á viðskiptareikning lánþega í innláns-
stofnun.
Þeir námsmenn, sem hafa ekki nú þegar
tilkynnt Lánasjóðnum um viðskiptareikning til
innborgunar námsláns, en óska eftir að
stofna slíkan reikning í Búnaðarbankanum,
ættu að gera það sem allra fyrst, vegna
væntanlegra námslána í vetur.
Innlánsdeild aðalbankans og útibú munu
annast sendingu tilkynningar til Lánasjóðsins
um viðskiptareikning, ef þess er óskað. Við-
komandi eyðublöð fást í afgreiðslum bank-
ans.
ÞÖKKUM VÆNTANLEG VIÐSKIPTI
BÚNAÐARBANKI ISLANDS
ODDI HF.