Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 7
Pétur gefur sjálfur út ffpersónur og leikendur" Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur nú lokið við að skrifa þriðju bók sina um söguhetjuna Andra, sem hann hefur þegar fjaliað um i tveimur bókum. Þessi nýja bók Péturs um Andra er væntanleg fyrir jólin undir heitinu „Persón- ur og leikendur”. Bókaútgáfan Iðunn gaf út tvær fyrri bækurnar, „Punktur, punkt- ur, komma, strik” og „Ég um mig”, auk þess sem þær urðu efniviður i umtalaða fslenska kvikmynd, sem var frumsýnd vorið 1981. Nú þykir það tiðindum sæta, að höfundur gefur bókina út sjálfur, Iðunn á þar engan hlut að máli. „Útkoma þessarar bókar hefur dregist allt frá árinu 1979, fyrst framan af vegna þess að mér sóttist verkið seint. Eftir þvi sem timinn leið fór ég að hugleiða möguleikana á að gefa bókina út sjálfur, og þær athuganir töfðu útgáfuna enn. Aö lokum komst ég að þeirri niðurstöðu, að aðstæður minar væru þannig, að ég gæti farið framhjá bókaforlaginu með bókina, og nú er ljóst að mér tekst að skila henni til prentsmiðjunnar i tæka tið svo hún komist út fyrir jóil i,” segir Pétur i samtali við Helgarpóstinn. „Persónur og leikendur” gerist á menntaskólaárum Andra, sama tlmabili og þegar Pétur var sjálf- ur i menntaskóla. „En bókin fjallar fyrst og fremst um það að velja sér hlut- verk, i sögunni er Andri að velta þvi fyrir sér hvað hann ætlar að verða,” segir Pétur um efni bókarinnar. ÞG Ættbók hestsins frá Oddi Björnssyni Geir Björnsson, hjá Prentverki Odds Björnssonar sagði að ekki yrði gefið út mikið á þeirra veg- um fyrir þessi jól. Hann nefndi þó bókina Ysjur og austræna, eftir Gisla Högnason frá Læk, en það eru ságnaþættir af mjólkur- bilstjórum á Suðurlandi. Þetta er fyrsta bindi. Þá kemur einnig út á vegum forlagsins fjóröa bindi og það siðasta af verkinu Ættbók og saga islenska hestsins eftir Gunnar Bjarnason. A vegum Bókaútgáfunnar Skjaldborgar kemur út fjöldi bóka i haust og má m.a. nefna 11. bindi af Aldnir hafa oröið, sem Erlingur Daviösson hefur skráð sem þau fyrri. Þá kemur út ný bók eftir Guðmund Frimann sem heitir Tvær fyllibyttur að norðan. Bragi Sigurjónsson sendir frá sér ljóðabók, Sunnan Kaldbaks. Auk þess skáldsögurnar Mannleg til- breytni eftir Benedikt Pálsson, Afbrot og ástir eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur og Kona vita- varðarins eftir Aðalheiði Karls- dóttur. Kona í kreppu — Kjartan í kreppu Eins gott að segja það strax: Kjartan Ragnarsson hefði betur séð sig um hönd áður en hann lét þetta leikrit frá sér fara. Ég veit ekki hvað L.R. gengur til að taka það til flutnings og dreg mjög i efa að það hefði verið gert, héti höfundur ekki Kjartan Ragnarsson. Kjartani hefur stundum áður tekist vel að lýsa fólki i aðstæð- um sem það ræður ekki við og finnur til smæðar og vanmáttar gegn. Hann á sér persónulegri tón en flestir leikhúslistamenn okkar: fremur lágværan og fin- legan, glettinn og tregablandinn i senn. Ég held að mesti veik- leiki hans sem leikritahöfundar sé sá að hann hefur enn ekki sniðið sér stakk eftir vexti, fundið hæfileikum sinum hent- ugan farveg. Hann er að ýmsu leyti næmur skoðandi mannlifs- ins, en hann er enginn Ibsen og enginn Shakespeare og ekki fær um að leiða persónur sinar fram á hengiflugin miklu þar sem maðurinn neyðist til að horfast i augu við sjálfan sig og lif sitt, velja á milli þess að hrökkva eða stökkva. Hann er ekki ósvipaður tónskáldi sem á auð- velt með að semja sönglög, en ætti hins vegar ekki að hætta sér út i synfóniskar tónsmiðar fyrir hljómsveitir og kóra. Til allrar ógæfu langar hann þó til að skrifa alvöru drama, kafa ofan i hinar stóru siðrænu spurningar mannlegrar tilveru og lýsa baráttu upp á lif og dauða. Þetta hefur mátt sjá i sumum fyrri verkum hans, einkum Snjó og Jóa, sem standa metnaðar- minni leikjum (Týndu teskeið- inni, Peysufatadeginum og Saumastofunni) langt að baki. Aldrei hefur þó gjáin verið breiðari á milli vilja og getu en i hinu nýja leikriti sem var frum- sýnt opinberlega siðastliðið sunnudagskvöld, en mönnum gafst fyrst færi á að kynnast á Listahátið i sumar. Ekki er að jafnaði ástæða til að endursegja i stuttum blaða- dómiefnisþráðleiks eða sögu og sjaldan minni en nú. Skilnaður snýst um líf konu nokkurrar sem verður fyrir þeirri hremm- ingu að makinn hleypur frá henni og fer að búa með ann- arri. Þetta er ósköp borgaralegt fólk og hún nýbyrjuð að vinna úti hjá tryggingafyrirtæki. Við þessi ósköp kemst los á lif henn- ar sem hafði áður unað sæl i sin- um ranni og nákaldur þjóðfé- lagsveruleikinn ryðst inn á gafl hjá henni, mikið til eftir for- skriftum þeirrar hugþekku vandamálalistar sem hér á landi er sérstaklega tengd Svi- um. Ber hann með sér alls kyns ófögnuð, svo sem drykkjuskap, fátækt, hjúskaparólán, ofbeldi, misþyrmingar, kynslóðabil, einmanaleik, sálarangist, kyn- villu, fóstureyðingu, nauðg- unartilraun og að lokum morð. Verður þvi ekki lýst hér hvernig höfundi tekst að koma öllu saman fyrir á hefðbundnum söguþræði, en allt smellur það þó saman hjá honum. Þetta voðalega ólán fær áð sjálfsögðu mjög á konuna Kristinu, sem lengi óttast fátt meir en einlifið. Þegar bóndi hennar, Arni, vill skriða aftur til hennar i Ieikslok bregður hins vegar svo við að hún segir honum að fara I rass, kveðst vera orðin sjálfstæð og munu I hæsta lagi mæta i jarðarförina hans (sem er held- ur illa sagt þvi manngreyið er dauðveikt). Hún þykist sem sé vaxin upp úr gagnkvæmu snikjulífi hins borgaralega hjónabands, skellir hurðinni á nef manns sins fyrrverandi eins og fræg kvenpersóna i leikbók- menntunum gerði i fyrsta sinn fyrir rúmlega einni öld. Það er auðsæilega ætlun Kjartans Ragnarssonar að reifa i leik þessum ýmis vandamál samlifis og sjálfstæðis, sýna þau frá ólikum hliðum að drama- tiskum hætti án þess að taka beina afstöðu til þeirra sjálfur. Gallinn er bara sá að þróunar- ferill aðalpersónunnar er hon- um ofviða sem skáldi. Ahorf- andinn hvorki botnar I þessum ferli né finnur eðlileg tengsl á milli hans og þeirra fjölmörgu mannlegu harmleikja sem þarna er hrúgað saman og eiga máske að vera einhvers konar þverskurður af lifi bágstadds fólks á tslandi. Þeir eru meló- dramatiskir, þá skortir sál- fræðilega undirstöðu i persónu- sköpun, sem er með allra flat- asta móti, og hvað eftir annað stendur maður sig að þvi að glotta illkvittnislega að hlutum sem eiga augsýnilega að snerta mann djúpt. Sú hugsun læddist jafnvel að undirrituðum að sennilega gæti efni þessa leiks nýst nánast óbreytt, að sjálf- sögðu með viðeigandi áherslu- breytingum, i leikverk á borð við hina ágætu sjónvarpsþátta- röð Löður, þar sem er hæöst á eitraðan hátt að öllum væmnum fjölskylduleikjum. í Skilnaði Kjartans Ragnarssonar fer þessi sivinsæla grein leikmennt- anna sem sé út i slikar öfgar að ekki vantar nema hársbreidd upp á að hún sé orðin skopstæl- ing á sjálfri sér. Ekki er litið á eina leikkonu lagt að standa heilt sýningar- kvöld i sporum Kristinar hinnar karlmannslausu og eiga að telja áhorfendum trú um að saga hennar fái staöist. Engin gæti sloppið betur úr þeirri vonlausu glímu en Guðrún Asmundsdóttir sem stendur óbuguð á sviðinu allan timann. Guðrún er auðvit- að löngu komin i hóp okkar bestu leikara, hún er gáfaður og hlýr túlkandi, hefur mjög gott lag á að gæða litla hluti, orð og tillit, merkingu og á stundum skemmtilegri tviræðni og mun- ar þá ekki minnst um sposka kimni hennar. Hér reynir hún af miklum hetjuskap að blása lifi i hlutverkið, gera raunir þess „áleitnar” svo notað sé orðalag höfurídar i útvarpsviðtali, en enginn sigrar ofureflið og i átakameiri köflum hlýtur leikur hennar að fá holan hljóm. Dæmi er lýsingin á hinu tilfinninga- lega áfalli i upphafi leiksins þegar Arni bóndi labbar út, 'en þar sem annars staðar er við höfund að sakast, enginn getur ætlast til þess að leikari slái af fullum þrótti svo háværa og ástriðuþrungna tóna strax i byrjun án alls aðdraganda. Arni er sem persóna frá hendi höf- undar ekki neitt neitt og Jón Hjartarson er þess ekki megn- ugur að bæta um betur. Ég finn ekki hjá mér hvöt til að ræða frammistöðu annarra leikenda, en kemst þó ekki hjá þvi, að geta þess að leikur Valgerðar Dan er sem stundum áður i of einhæfum tón eins og skorti i hann kraft og sannfæringu. Eins og mönnum mun kunn- ugt hefur gamla Iðnó verið breytt i arenu-leikhús i tilefni þessarar sýningar, þ.e. sviðs- gólfið er allhár pallur frammi i áhorfendasal og sitja áhorfend- ur á fjóra vegu umhverfis. Helsti kostur þessarar sviðstil- högunar — sem er út af fyrir sig mjög skemmtileg — er sá að áhorfendur veita þvi kannski siður eftirtekt hversu rýr skáld- skapur Kjartans er. Annars má ýmislegt jákvætt segja um myndræna skirskotun sýningar- innar, leikmynd og búninga Steinþórs Sigurðssonar og lýs- ingu Daníels Williamssonar þó að auðvitað sé hæpið að ein- angra hana frá öðrum þáttum. Lituð ljós eru notuð i óvenju rik- um mæli og er ekki óliklegt að einstök atriði sem höfða einkum til sjónar gætu orðið mjög mögnuð i öðru samhengi. Verð- ur mér þá einkum hugsað til martraðarkenndra atriöa sem endurspegla sjúklegt hugar- ástand Kristinar, nektarkennd, varnarleysi og — að þvi er ég best fæ ráðið — dauðaangist. Návist smáborgaralegs samfé- lags, sem Kristin finnur sig út- skúfaða úr er einnig lýst mjög vel með hjálp ópersónulegra og vélrænna persónugervinga sem öðru hvoru þyrpast að henni hvaðanæva að úr salnum og of- sækja með slúðri sinu og innan- tómri elskusemi. Grundvallarspurning I leik Kjartans Ragnarssonar er hvort maðurinn geti staðið einn og hvort æskilegt sé að hann standi einn. Þvi miður er Kjart- an ekki dýpri hugsuður en flest okkar og kann engin ný.svör við henni. Kannski segja nú ein- hverjir að það sé bara allt i lagi, listin eigi ekki að veita svör, heldur spyrja spurninga, af- hjúpa óþægileg sannindi þjóðfé- lagsveruleikans o.s.frv. Slik vörn er ómark, af þvi að list- formiö sjáift, hið klassiska drama sem Kjartan byggir á þrátt fyrir allar nútimalegar brellur, felst i átökum and- stæðra afla og krefst þess að þau séu leyst á sviðinu meö ein- hverjum hætti. Skiptir þá ekki öllu máli hvort sú lausn er bjartsýn, eins og i Brúðuheimili, eða tragisk, eins og i Afturgöng- um, en bæöi eiga þessi leikrit Ibsens sammerkt með Skilnaði að fjalla um konur i kreppu. Lausn Skilnaðar, sjálfstæðis- yfirlýsing Kristinar, sprettur hins vegar ekki á neinn skiljan- legan hátt úr þvi sem á undan er gengið, er aðeins vandræðaleg tilraun til að bjarga málunum fyrir horn. Þvi er jafnvel ekki svarað hvort þessi afstaða Kristinar sé til heilla eöur ei og áhorfandinn þvi skilinn eftir i lausu lofti um niðurstöður af öllu saman. I Skilnaði hefur sú óheilla- vænlega stefna sem höfundar- férill Kjartans tók með leikrit- um eins og Snjó og Jóa vonandi náð hámarki. Hann gæti oröið ágætis höfundur ef hann ein- beitti sér að hversdagslegri sviðum mannlifsins, þar sem stórt og smátt, tragiskt og kómiskt er svo blandað hvort öðru að engin skil verða á milli greind. Jón Viðar Jónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.