Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 19
hielgai-1
rpösturinn Föstudagur 8. október 1982
Þáttur af skítkasti
Sagt hefur verið að allir
hlutir séu i sifelldri fram-
þróun, ýmist sé sú þróun af
hinu góða eða þá hinu illa
svona eins og gerist.
Hér úti i Vestmannaeyj-
um hefur ákaflega merki-
leg þróun átt sér stað sið-
ustu mánuöi og hófst, að
fróðir menn telja, þann dag
sem úrslit bæjarstjórnar-
kosninga lágu fyrir.
Ekki eru menn hér á eitt
sáttir við að túlka hvort
þessi þróun mannlegra
samskipta sé af hinu góða
eða illa og sýnist sitt hverj-
um. Þó munu þeir fleiri
sem telja fátt gott við fyrir-
bærið og þeir ra'unar flestir
sem sjá illt eitt i þvi.
Yfirleitt þykir mönnum
nóg um. skitkast siöustu
vikur og daga fyrir kosn-
ingar enda eru þá sverðin
yfirleitt sliðruð þegar úrslit
liggja fyrir. Hér hafa þó
aörir og merkilegri hlutir
gerst. Kosningabaráttan
þótti venju fremur átaka-
litil og óvenjulega mál-
efnaleg en hið sama verður
vist ekki sagt um eftirköst
hennar.
Hér hefur sem sé verið
hin iskyggilegasta þróun i
mannlegum samskiptum
stjórnmálamanna, mest-
megnis á ritvellinum þar
sem nóg er hér af málgögn-
um en sömuleiöis i orðræð-
um.
Ef marka má allt það
sem i bæjarblöðunum
stendur, fer ekki milli mála
að bænum var fyrir kosn-
ingar stjórnað af saman-
safni fanta og fúlmenna af
verstu gráðu sem jusu fé
bæjarbúa i alls kyns óráð-
siu. En svo er lika hægt að
lesa það i öðrum bæjar-
blöðum aö þeir sem viö
stjórn bæjarins tóku eftir
kosningar séu ekki bara
fúlmenni heldur lika ill-
menni og eiginhagsmuna-
seggir sem ekki eyði bara
útsvörunum okkar i vit-
leysu heldur sölsi fjármuni
undir sjálfa sig, eins gæfu-
legt og það nú er.
Sé ptkoman úr öllum
blöðunum lögð saman,
verður hún sú að til bæjar-
stjórnar hafi boðið sig fram
einhver mestu ómenni sem
sögur fara af hér i Eyjum,
þannig að þeir einir geti vel
við unað sem heima sátu á
kjördag eða skiluðu auðu.
Nú er skrifari Eyjapósts
einn i þeirra hópi sem
hvorki skiluðu auðu né sátu
heima, heldur kaus hann og
er þvi að sönnu nokkuð
uggandi um sig og þá
ábyrgð sem hann þarf að
axla, þvi ekki er það par
skemmtilegt að vera orð-
inn samábyrgur öðrum i
þvi að velja hóp misyndis-
manna til setu i bæjar-
stjórn.
Nú undanfarnar vikur
hefur þessi umræða i
bæjarblöðunum tekið á sig
hinar kúnstugustu myndir
og lýsingar á mönnum og
innræti þeirra orðið æ
óvægnari. Ökunnugir sem
lesa þessi tilskrif og ekki
þekkja til staðhátta mega
til að mynda búast við að
hin mestu fól leynist hér i
brauðgeröarhúsum og
verslunum ýmsum og tæp-
lega sé óhætt að vera á ferli
á hafnarsvæöinu eftir aö
skyggja tekur, hvað þá að
andleg heilsa manna leyfi
það að skrifstofur bæjarins
séu heimsóttar.
Hið nýjasta i þessari
orðræðu er það aö menn
eru farnir að kýta um ból-
fimi hvers annars o,g verö-
ur tæpast lengra komist i
rökræðulistinni. Og allt er
það sprottiö af þvi hvort
þessum eða hinum aðil-
anum sé treystandi til að
skúra gólf i einu af barna-
heimilum bæjarins. Lik-
lega veröur umsækjendum
um ræstingastörf gert það
að skyldu framvegis að
leggja fram vottorð um
rekkjulistarfærni aöstand-
enda sinna.
Sv§na satt best að segja
þykir vist flestum hér sem
nóg sé komið að sinni af
skrifum þessum og mál að
linni enda vandséð að þetta
þjóni nokkrum tilgangi
(öðrum en þeim að skapa
prenturum atvinnu).
Eyrir nokkru las skrif-
ari i blaði að klerkur einn á
Vestfjörðum hefði ákveðið
að leggja út af rógmælgi i
stólræðu tiltekinn sunnu-
dag til að reyna að lægja
ófriðaröldur i þorpi sinu.
Hvernig til tókst veit skrif-
ari ekki en þótti hugmyndin
góð. Ekki veit skrifarj
heldur hvort okkar ágæti
prestur hefur nokkuð hug-
leitt að taka þetta efiji til
meðferðar á næstunni.
Væri þeim tima þó ekki illa
variö. Alla vega er skrifari
að hugsa um að fara til
kirkju á sunnudaginn
kemur.
I strætó
Elsku lesandi.
Hugsum okkur að þú
hittir mig á götu i London,
við færum að tala um
Helgarpóstinn, og það
endatii með þvi að þú
kæmirheim ikaffi. (Þó það
sé hroðalega ó-enskt athæfi
að drifa fólk heim i kaffi).
Við færum i strætó.
Að minnsta kosti
gerðum við það ef við
værum staddir nálægt ein-
hverri þeirra þriggja
strætóleiða sem liggja
gegnum miðborgina og
heim til min. En það er ein-
kenni á leiðakerfinu að
langflestir vagnar fara inn
i miðborgina, helst i gegn-
um hana, og svo langt út i
ibúðahverfin i aðra hvora
áttina, og helst báöar. Með
þessu móti kemst maður
viða án þess að skipta um
vagn, en gallinn er sá aö
þegar vagnarnir sæta
miklum töfum i umferðar-
hnútum miðborgarinnar,
þá eru fáir vagnar eftir til
að halda uppi ferðum um
greiðfarnari hluta leið-
anna. Þegar á annað borö
hefur oröið veruleg töf, þá
er svo margt fólk á stoppi-
stöðvunum að það tefur
fyrsta vagninn sem sleppur
! gegn, þangaö til vagn
númer tvö nær honum og
fer framúr. Þeir tefjast svo
á vixl, þangað til sá þriðji
nær þeim, og svo áfram:
oft sér maður fjóra og
fimm vagna i röð, alla með
sama númeri og á sömu
leiö.
Strætóstjórnin veit þetta
allt og skilur, enda hefur
hún vit á þvi að halda tima-
áætlunum vagnanna vand-
lega leyndum fyrir al-
menningi. Maður fær bara
að vita, að t.d. leið 68 sé á
10—12 minútna fresti að
jafnaði, strjálla á kvöldin
og oftar á annatimum, og
svo kemur timaáætlun
fyrir siðustu ferðir á kvöld-
in. Annars fer fólk bara út á
staur og biður, vitandi
ekkert hvenær von sé á
vagni. (Svoleiðis var nýja
leiðakerfið i Reykjavik lika
hugsað, þegar það var nýtt
fyrir fjórtán árum, að
feröir ættu að vera nógu
tiðar til að fólk færi bara án
þess að sigta á ákveðna
ferö, en þaö fór nú einsog
það fór).
Við tökum tveggja hæða
strætó. Þeir eru á öllum
löngu leiðunum, einnar
: hæðar vagnar bara til upp-
fyllingar á aukaleiðum
innan hverfa. Tveggja
| hæöa náttúrlega til þess-
aö rúma marga farþega án
þess að veröa óviðráöan-
legir i umferðinni. Svona
vagnar eru alls staðar i
Bretlandi, en á meginland-
inu tiðkast fremur langir
vagnar með liðamótum,,og
það eru svoleiðis bilar sem
SVR veltir fyrir sér að nota
i Breiðholtið: ekkert veit ég
af hverju aðrar þjóðir
fylgja ekki fordæmi Breta i
þessu.
Vagninn tekur yfir átta-
tiu farþega, flesta i sæti, og
svo má viss fjöldi standa.
Fleirum ereinfaldlega ekkj
hleypt inn, og oft hef ég
staðið i biðröð eftir strætis-
vagni sem kom fullur og
tók engan, og næsti vagn
kannski fullur lika og tók
bara þrjá fremstu úr röð-
inni af þvi að þrir fóru út,
og svo þriðji eða jafnvel
fjórði vagninn sem loksins
tók alla röðina. Enda er
syni minum fátt fólk eins
illa við og það sem biður á
undan okkur eftir strætó.
Það er bannað að reykja
á neðri hæðinni. Það var
nýlega komið á og þótti
nokkuð róttækt þegar ég
var i London fyrir tiu
árum. Nú eru reykinga-
menn beðnir að sitja aftan-
til á efri hæðinni (þó þeir
hlýði þvi misjafnt). Svona
er smám 'saman verið að
þrengja að reykingafólk-
inu, lika t.d. búið að fækka
reykingavögnunum i lest-
um, og það er vist mikið að
minnka að reykt sé i leik-
húsi og bió. Þaö er lika
bannað að hafa hunda
niðri: þeir eiga bara að
vera á efri hæðinni, ekki
uppi i sæti, og borga barna-
gjald. En barnakerru er
ómögulegt að koma neins
staðar i strætó, nema
samanbrotinni á pakka-
pall.
Útlendingar reyna auð-
vitað að sitja uppi og sem
fremst. Vagninn hreyfist
dálitiö furðulega. Hann er
með jafnvægisstöngum svo
að hann hallist ekkert á
; fjöðrunum, og heldur er
hann hastur. En þeir velta
þó aldrei þó háir séu. Það
veit ég úr útvarpinu sem
alltaf er að vara fólk við
umferðartöfum og segja
hvernig á þeim stendur:
stundum er það af þvi að
vörubill hefur oltið, en
aldrei strætó.
Best er efri hæðin sið-
sumars, þegar trén eru
þung af laufi og lúta yfir
göturnar, svo aö strætó
strýkst við limið, treðst
jafnvel gegnum trjákrón-
urnar. Svona er að vera
giraffi á harðahlaupum i
skóginum.
Kondúktörinn kemur að
rukka. Selur miða meðan
billinn er á ferð, heldur
uppi aga og reglu, telu,r inn
þegar allt er að fyllast, og
hann passar að vagninn
fari ekki af staö fyrr en
allir eru komnir og farnir
sem ætla. Þá gefur hann
brottfararmerki. Bilstjór-
inn getur einbeitt sér að
umferðinni, sem ekki veitir
af, og það þarf ekki aö tefja
vagninn meðan gefiö er til
baka. Það er bara á leiðum
sem litið fara inn i miö-
borgina og strætóstjóri er
einn með vagninn og selur
inn. Maður fær miöa sem á
að geyma meðan á ferðinni
j stendur. Kondúktörinn gáir
I stundum hvort maður sé
ekki kominn of langt fyrir
það sem maður borgaöi, og
svo eru eftirlitsmenn sem
fara i vagnana, skoða alla
miöa og kæra þá sem
! svindla sér. Svindlarar
reyna þá aö vera snöggir
og finna sér miða á gólfinu.
Og trassar reyna aö vera
snöggir aö finna miðann
sinn á gólfinu.
Það eru griðarstórar
dyr aftast i vagninum, og
hurðarlausar, svo að fólk
getur dottiö út ef það
passar sig ekki. Þaö er lika
hægt að hoppa út og inn ef
vagninn hægirá sér viö ljós
eða i þungri umferð, og hjá
sumum er þaö sport að
vera flinkur að hoppa i
strætó, helst með regnhlif
eða dagblað undir hand-
leggnum. En ekki er út-
j lendingum ráðlagt að
hoppa mikiö, þeim sem
; ekki höföu tækifæri til að
i læra lístina á barnsaldri.
Svo við sitjum bara i þessa
tiu eða tuttugu metra sem
vagninn feb framhjá horn-
inu hjá mér.