Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 22
22 | kringum myndbandaæöiö sem reiö hér yfir fyrir rúmlega tveim árum siðan, þegar myndbandaleigur spruttu upp eins og gorkúlur og annað hvort fjölbýlishús á landinu tengdist lokuöum sjónvarpskerf- um, spannst mikil umræða um Rikisút- varpiö, einokun þess á rétti til útsendinga, bæöi á myndum og máli og möguleika á rekstri útvarpsstööva i einkaeign, eöa i eign félagssamtaka. Fyrir ári siðan skipaði menntamálaráöherra svo nefnd, útvarps- laganefnd sem skyldi endurskoöa útvarps lögþau sem i gildi eru, sem giit hafa siðan 1971. essi nefnd hefur nú skilað áliti og tillög- um að nýjum útvarpslögum. Höfuöbreyt- ingar samkvæmt tillögunum, frá þeim lög- um sem nú gilda, eru fyrst og fremst þær, að einkaréttur Rikisútvarpsins til útsend- inga er afnuminn, en sérlegri útvarps- „Það þarf að skoða ýmislegt betur áður en þessar tillögur verða að lögum.“ Ný útvarpslög vekja ágreining réttarnefnd, skipaðri af Alþingi, er veitt vald til aö veita sveitarfélögum eöa þar til stofnuðum félagssamtökum leyfi til út- varpssendinga, en þó aðeins á metra og desimetrabylgjum, sem i raun þýðir að slikar stöðvar yrðu staðbundnar. Eftirlit með slikum stöðvum yrði á vegum útvarps- réttarnefndar. Slikar stöðvar fengju heim- ild til að afla tekna með auglýsingum, en skyldur ekki sérlega lagðar þeim á herðar, utan hvaö ekki mega þær brjóta lög, svo sem barnaverndarlög, og lýöræðislegar hefðir skulu virtar, þannig að ýmsum skoð- anahópum i þjóðfélaginu skal gert jafnhátt undir höfði. Hins vegar virðist sem flestir nefndar- menn hafi átt erfitt með að sætta sig við til- lögurnar i smáatriðum, þar sem allir nefndarmenn, nema Markús A. Einarsson, formaður nefndarinnar, skiluðu séráliti bvi er heldur ekki að neita að ýmis ákvæði i tillögum nefndarinnar gætu orðið deiluefni, þegar að framkvæmdinni kemur. Sem dæmi má nefna, að ekki skal samkvæmt til- lögunum veita leyfi til útvarpsrekstrar, nema viðkomandi sveitarstjórn sé þvi sam- þykk. Býöur slikt ekki upp á pólitisk af- skipti? ,,bað má auðvitað túlka það svo”, segir Markús A. Einarsson, formaður nefndar- innar. „Ekki ætla ég að mótmæla þvi, að sveitarstjórnir eru pólitiskar. En okkur þótti rétt að fulltrúar ibúanna hefðu hönd i bagga með úthlutun, þvi útvarp er svo rikur þáttur i lifi fólksins.” En hvað með aðild al- mennings að dagskrá slikra stöðva? ,,Ég tel að almenningi þurfi að tryggja á ein- hvern hátt beinni aðgang að þessum svæðisbundnu stöðvum,” segir Eiður Guðnason alþm. sem sæti á i útvarpsráði. bað má svo velta þvi fyrir sér, hvort þaö er i raun nóg, að sveitarstjórnir fái að sam- þykkja eða neita heimild til útvarps- rekstrar, eða hvort ástæða er til að kveða á um nánari áhrif ibúanna. Lykilatriöið i þessu máli á þó eflaust eftir að veröa spurningin um fjármögnun einka- stöövanna annars vegar og fjárhag Rikis- útvarpsins hins vegar. Samkvæmt tillögum nefndarinnar skulu hinar staðbundnu stöðvar fá heimild til að flytja auglýsingar gegn gjaldi, en gjaldið og hlutfall auglýs- inga af almennri dagskrá skal ráðast með samanburði við ROV. bað væri auðvelt að hugsa sér litla stöð á Reykjavikursvæðinu, sem aðeins útvarpaði popptónlist, og þyrfti ekki, samkvæmt lög- unum, að hafa neina þjónustu við hlust- endur, svipaða þeirri sem ROV er skylt, samkvæmt lögum. Slik stöö myndi liklega Meginmarkmið Palme er að efla sænskt atvinnulif Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar sósialdemó- krata í Svíþjóö vtir aö fella gengi stensku krónunnar. Kosningasigurinn sem geröi Olof Ptilnie fært aö mynda stjórn vannst fyrst og fremst vegna þess, aö honum tókst ;iö sann- fiera sænska kjósendur um aö sér og flokki sínum væri best trúandi til aö snúa viö óheillaþróun í sænsku atvinnulífi, samdrætti í framleiðslu og vaxandi atvinnuleysi. Gengis- lækkunin er til þess gerö aö auðvelda sænsk- um útflytjendum viöureignina viö keppi- nauta á heimsmarkaöi og draga jafnframt úr innflutningi. Fyrir sex árum varö þaö hlutskipti Palme aö skila völdum í Svíþjóö í hendur borgara- flokkanna eftir hartnær hálfrar aldar ósíitinn valdaferil sósíaldemókrata. Reynslan af sam- stevpustjórnum.síöast minnihlutastjórn miö- Ingcmund Bengtsson, forseli Ríkisdagsins sænska, (t.h.) felur Olof Palme stjórnar- myndun. flokkanna, varð vatn á myllu sósíaldemó- krata í kosningunum í síðasta mánuöi. Könnun fyrir kosningarnar leiddi í Ijós. að meðal stjórnenda atvinnufyrirtækja voru þeir í meirihluta, sem óskuöu eftir kosninga- sigri sósíaldemókrata. Þessi afstaða þótti * furöu sæta í kosningabaráttu. þar sem samtök atvinnurekenda ráku umfangsmikla áróöursherferö gegn áformi Alþýðusam- bands Svíþjóðar um stofnun launþegasjóöa. en því samsinnir Sósíaldemókrataflokkurinn í grundvallaratriðum. Hvað sem launþegá- sjóöum leiö. áleit meirihluti þeirra sem at- vinnurekstrinum stjórna, að sósíaidemókrat- ar væru líklegastir t'.l aö koma fram stjórnar- stefnu sem styrkti grundvöll atvinnulífsins, ,og þaö var það sem máli skipti. I viðtölum eftir kosningasigurinn hefur Palme hamrað á því, að undirstaða baráttu stjórnar sinnar gegn atvinnuleysi séu ráðstaf- anir til að örva fjárfestingu í arðbærum atvinnurekstri. Atvinnuleysi íSvíþjóðerekki mikiö miðaö viö önnur Evrópulönd. 3.5 af hundraði. en þaö hefur verið í stöðugum vexti upp á síðkastiö. og endalok fullrar at- vinnu eru reiðarslag fvrir þá hugmynd sem þorri Svía hefurgert sér um sænska velferðar- þjóðfélagiö. Kjósendur tóku því fegins hendi áformi sósíaldeniókrata um að gangast fyrir fjárfestingu til aö skapa ný atvinnutækifæri. Palme lagði á það áherslu í kosningabarátt- unni. aö þetta þyrfti að gera án þess að valda kaupmáttarþenslu sem magnaði verðbólgu og yki greiösluhalla viö útlönd meö auknum innflutningi á neysluvarningi. Samkvæmt áætlun sósíaldemókrata á ríkiö að leggja fram til fjárfestingar 620 milljónir sænskra króna, sem aflað veröur með hækk- un á söluskatti. Jafnframt er gert ráð fyrir hafa af RÚV stóran hluta auglýsinga frá tiskufataverslunum, hljómplötuverslunum og þess háttar. Slikt tekjutap yröi einhvern veginn að bæta RÚV, auðvitað. „Viö ætlum RÚV miklar skyldur umfram svæðisstöðv- arnar,” segir Markús, „og þess vegna tök- um við skýrt fram, aö þetta tap ber að bæta RÚV á einhvern hátt. Við gerum tillögur um það lika. Við viljum að útvarpsstjóri ákveði útvarpsgjald, en ekki ráðherra eins og nú er. Og við leggjum til að gjöldum af innflutningi sjónvarpstækja og hlutum i þau, verði veitt aftur til útvarpsins, eins og áður var.” Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, er ekki viss um aö þetta dugi til: „bað er vert að veita þvi athygli, aðsamkvæmt tillögunum, skal útvarpsstjóri ákveða afnotagjöld, i samráði viö menntamálaráðherra. betta er aðeins breyting á yfirborðinu.” Eiður Guðnason vekur athygli á þvi, að RÚV er eini fjölmiðill á landinu, sem greið- ir söluskatt af auglýsingum. Rikissjóður leggur RÚV ekkert til en hagnast hins veg- ar á þvi. Og varðandi þá hugmynd að tekju- stofn RÚV af innflutningi sjónvarpstækja verði afhentur stofnuninni að nýju, sagði Eiður: „bess finnast ekki dæmi, til þessa, að rikisvaldið hafi gefið frá sér tekjustofn, sem þaö einu sinni hefur komið höndum yfir.” Ellert Schram, einn nefndarmanna, telur að ekki sé ástæða til að óttast að minni stöðvar taki auglýsingar frá RÚV. „Ég held að þar sé verið að gera úlfalda úr mý- flugu. bað er eins liklegt, að tilkoma svæðisbundnu stöðvanna bæti við markað- inn, þar komi til nýir auglýsendur. Auk þess tel ég að RÚV reiði sig úr hófi á tekjur af auglýsingum. bað vita allir, hvernig auglýsingaflóðið kaffærir dagskrá fyrir jól, t.d. Með þvl að afla tekna með öðru móti, skapast svigrúm til að bæta dag- skrána.” Andrés Björnsson hefur einnig fundið að tillögum um skipun útvarpsréttarnefndar. „bað, að skipa tvær nefndir, sem hvorug skal vita af hinni, það er vis vegur til að skapa óreiðu.” bá er umhugsunarefni, að ekki getur alls staðarorðiðgrundvöllur fyrir rekstri slikra hlelgar-—r»----- _____________________pasturinn einkastöðva. „Ég er hræddur um það, að ef þetta verður að lögum, verði þróunin sú, að mest ásókn verði á svæðin við Faxaflóa og við Eyjafjörð. bar gæti RÚV tapað auglýs- ingatekjum, sem yrði þá að bæta upp með hækkuðum afnotagjöldum. En þá er fólkið i dreifbýlinu, sem ekki nýtur þessara stööva fariö aö borga reksturinn. bað finnst mér öfugmæli”, segir Eiður. Skyldur hinna svæðisbundnu stöðva eru, skv. tillögunum litlar. „Ég geri ráð fyrir að ákvæði um skyldur stöðvanna verði sett með reglugerð, sem útvarpsréttarnefnd setur,”segir Andrés Björnsson. „bað verð- ur eflaust annar ásteytingarsteinn, þegar þar að kemur.” Ellert Schram er þeirrar skoðunar, hins vegar að reglur þær sem tillögurnar gera ráð fyrir séu of þröngar. „Mér finnst ástæðulaust að miða auglýsingamagn við sama hlutfall og hjá RÚV. Slikar ákvarð- anir eiga stjórnendur stöðvanna að taka sjálfir, og miða þá við það sem þeir halda að hlustendur endist til að hlusta á.” „Mér finnst sjálfsagt að yfirvöld geri ákveðnar kröfur varðandi dagskrá,” segir Eiður Guðnason. „bað er sjálfsagt að gera kröfu um tiltekna dagskrárlengd, t.d., hvort sem það verður ákveðin 5 eða 10 eða 15 tima dagskrá á sólarhring. bá er sjáíf- sagt að hafa ákvæði um fréttaþjónustu, og aðra þjónustu.” Ellert Schram segir hins vegar: „bað er enginn eðlismunur á útvarpi, sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. bað dettur engum i hug að setja dagblöðum einhverjar reglur um innihald þeirra. bannig ætti þvilika að vera farið með útvarp.” að er ljóst, að það er i raun töluverður ágreiningur um efni tillagnanna. Eins er vist, aðýmsum spurningum, sem vakna við lestur þeirra, verður ekki svarað nú, og lik- legast ekki fyrr en slikar stöðvar sem gert er ráð fyrir i tillögunum, hafa verið reknar nokkurn tima. bað má þvi hafa orð Eiðs Guðnasonar hér að niöurlagsorðum: „Mér sýnist ýmislegt þurfa að skoða betur i þess- um tillögum, annað hvort á þingi eða áður en þær koma til umræðu þar.” öbg IWMtJEiNJD YFIRSVINI ERLEND 2.200.000 milljóna nýrri fjárfestingu einka- aðila. Með þessu móti ættu að verða til 30.000 ný störf. essi áætlun fær því aðeins staðist, að launþegar sem atvinnu hafa séu fáanlegir til að fórna nokkru af kjörum sínum til að skapa störf handa atvinnuleysingjunum. Þrátt fyrir heitstrengingar verkalýðsflokka og verka- lýðsfélaga um samstöðu og fórnfýsi, hefur einatt lítið farið fyrir þeim eiginleikum þegar á reynir. Er skýrasta dæmið þegar stjórn breska Verkamannafiokksins beið skipbrot vegna kjarabaráttu allra gegn öllum innan verkalýðssambandsins. En samt ætla Palme og félagar hans að reyna. Áform þeirra um ráðstafanir sem stuðlað geti að því að halda niðri kröfum um launa- hækkanir eru tvíþætt. Annars vegar á að taka upp á ný fríðindi, sem stjórnir borgaraflokk- anna hafa afnumið. Þar ber hæst afnám Iaga- breytingar sem gerði tvo fyrstu veikindadaga launþega launalausa. Hin hlið ráðstafana til að koma til móts við verkalýðsfélögin, án þess að hækka laun og skerða þar með samkeppnisaðstöðu atvinnu- fyrirtækjanna. er rniklu veigaméiri. Hug- myndin urn- launþegasjóði er kerfisbrevting. sem hvergi á sér fordæmi. Húji cr í því fólgin, að Iaunaskattur og sérstakur skattur á gróða arðbærustu fyrirtækja renni í sjóði undir stjórn fulltrúa launþega. Fjármagni sjóðanna verði varið til að eignast hluti í atvinnufyrir- tækjum. Talsmenn samtaka sænskra atvinnurek- enda hafa lagst ákaft gegn tillögunni um launþegasjóði. og segja hana tilræði við frjálst framtak ogeinkaeign á atvinnurekstri. í kosningabaráttunni kom í Ijós. að almenn- ingur í Svíþjóð lætur sér fátt um stofnun launaþegasjóða finnast. Olof Palme hagaði málflutningi sínum í samræmi við þetta almenningsálit. Hann lagði áherslu á. að ekki yrði hrapað að neinu við að hrinda stofnun launþegasjóða í fram- kvæmd, málið yröi athugað vandlega og leitað um það sem víðtækastrar samstöðu. Áform foringja verkalýðshreyfingarinnar var á þá leið, að val stjórnenda launþegasjóð- anna skyldi vera í þeirra höndum. Þessi hug- mynd mæltist afar illa fyrir, því sum verka- lýðssambönd Svíþjóðar eru alræmd fyrir fjár- málaóreiðu. Forusta sósíaldemókrata brást skjótt við, og kvað vel koma til greina að stjórnir launþegasjóða yrðu valdar í al- mennum kosningum. Kosningasigur sósíaldemókrata var svo mikill, að þeir hafa einir meirihluta á þingi umfram þinglið borgaraflokkanna þriggja, svo þeir þurfa ekki að vera í neinu upp á kommúnista komnir, sem hafa það fyrir lífs- reglu að taka aldrei höndum saman við borg- araflokkana til að fella sósíaldemókrata- stjórn. Stjórn Olofs Palme er því í sterkri stöðu, og líklegt að stjórnmálaþróun í Sví- þjóð um langa framtíð velli á því hversu henni farast héndur. Palme hefur í ummælum eftir kosningarn- ar ítrekað, að ekki verði flasað að lagasetn- ingu um stofnun launþegasjóða, en jafnframt gert ljóst að málinu verður sinnt af alvöru. Skoðun hans er að þetta mál snúist unr eitt erfiðasta úrlausnarefni þróaðra iðnþjóðfé- laga, myndun nýs áhættufjármagns. Palme kveðst álíta hefðbundin þjóðnýting- arúrræði sósíalskra flokka gamaldags íhald. Sparnaður í þágu framleiðni í hagkerfinu sé nauðsyn, en við einkaeignarrétt sé engin trygging fyrir að ágóði renni til þeirra þarfa, hann geti íræglega safnast fyrir á bankareikn- inguni í Sviss eða Liechtenstein. Þótt sænskir sósíaldemókratar hafi það ekki í hámælum. er ljóst að hugmynd þeirra um launþegasjóði miðar fvrst og fremst að því að stuðla að ríflegri gróðamyndun í atvinnulífinu. án þess að það verði annars vegar til að ýta undir launakröfur og neyslu á kostnað fjárfestingar í þágu framtíðarinnar, eða hins vegar til að hlutabréfaeigendur noti arð sinn til spákaupmennsku á alþjóðlegum .i fj ármagnsmarkaði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.