Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 15
15 JpfisturinrL Föstudagur 8. október 1982 i upphafi lifði maðurinn aðeins kynlífi nokkra daga í mánuði, þegar konan var tilkippileg. Alveg á sama hátt og önnur spendýr. Hvernig stóð á því aö þetta breyttist, þannig að nú er kynlifshegðun mannsins einstök í dýraríkinu? Við mennirnir helgum líf okkar að meira og minna leyti kynlífi. Við tölum um kynlíf, segjum- brandara um það, klæðum okkur mcð hliðsjón af því og stundum það reglu- lega. Við eigum þjóðsögur sem skýra það, refsingar sem halda því í skefjum, reglur sem skipuleggja það. I öllum mannlegum sanifélögum eru til óskráðar reglur um það hvernig koma á fram við vcrðandi maka, hvernig eigi að giftast og allsstaðar eru til ástæður skilnaðar. Kynferðislegar helðir og kynfcrðisleg. hegðun stjórnar lífi okkar á afgerandi hátt. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að konan er líkamlega hæf til ástarleikja hvern einasta dag fullorðinsára hcnnar. Hún getur haft mök á meðgöngu og nánast stra\ eftir barns- burð. Hún g’etur gert það þegar hana langar til. Þetta er alveg einstakt. Engin kvendýr dýraríkisins geta haft mök á þennan hátt. Öll kvendýr eiga sinn tíma. Þá eru •þau í stuði (það heitir samkvæmt orðabók menningarsjöðs að breima, yxna, lóða. blæsma eða ála) en annars hafa þau engan áhuga á kynlífi. Og um leið og egg frjógvast í kvendýr- umlýkur þessu „hitatímabili". Það missir áhugann, ilmur þess breytist og hegðun, og það er ekki reiðubúið fyrr en afkvæmið hefur verið vanið af spena, eða orðið óháð móður- inni með fæði. Á meðan gera karlarnir heldur ekkert — þeir verða að bíða rólegir eftir að kvendýrið verði tilbúið aftur. Enginn vafi er á því að kyngeta konunnar er langtum meiri en nokkurra apaynja. þótt karlarnir séu svipaðir. Stundum hafa apar í búrum kynmök þó kvendýrið sé ekki á lóðaríi, en það heyrir til algerra undantekninga. Konan er gjörólík kynsystrum sínum úr dýraríkinu. Hún fer aldrei á „lóðarí" með því sem slíku fylgir (lykt, bólgum og hegðunar- breytingu) og tilkynnir frjósemi. Því er stundum talað um hljóðlátt egglos. Þetta er stórmerkilegt fyrirbæri í þróunarsögunni. Það er nánast eins og náttúran óski þess að maðurinn hafi kynniök daglegá, því hann getur ekki vitað akkúrat hvenær konan er frjó.Konan er hönnuð til slíks Undantekningar Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Um miðbik hins mánaðartíðahrings hefur hin forsögulega kona farið á „lóða- rí" og hagað sér kynferðislega. Hún hefur daðrað við karl- Svona sér listamaöur fyrir sér sexi fólk I árdaga... peninginn, snert hann og sýnt á sér kynfærin. A tólfta til fjórtánda degi hefur hún orðið hreinlega kynferðislega árásargjörn. En nokkrum dögum eftir egglos missir hún gjörsamlega allan áhugaá kynlífi, og karlpengingurinn miss- ir áhuga á henni. Hálfunt mánuði seinna, eftir að blæðingum erlokið 'efst svo sami leikurinn.ef konan hefurekki:orðiö .ófrísk. Heilbri gð kona hefurá þessum fmm-árum mannsms líklega aðeins verió „kona einsömul" í nokkra niunuði á milli þess sem hún gekk með afkvæmi. Og á meðan hún var ófrísk og var með barnið á brjósti korn henni ekki kynlíf í hug. Svona gengur þetta til hjá flestum mannapategundum og svona hefur þetta vafalítið gengið til hjá manninum forðum. En til eru undantekningar frá öllu. Og kynlíf er jú æöi einstaklingsbundið. Þanhig hefur tíðahringur sumra kvenna verið lengri en unnarra, og þær hafa verið „heitar" jafnvel í tvær til þrjár vikur. Og sumar liafa ef til vill haft þann einstaka hæfileika að hafa áhuga nteðan á meðgöngu stóð. Og tiörtir byrjuðu á reglubundnum blæðingum þó þær hefðu barn á brjósti Fyrst höfðu þessarkonurekkertframyfirhinar. Þærgerðu það einfaldlega oftar en aðrar, og búið. En fyrir átta milljón- um ára breyttist það og hinarástfúsari kvennanna högnuðust mjög. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þá runnu upp mikil- vægir tímar í þróunarsögunni; maðurinn var að byrja að ganga uppréttur. Þróunarkenning Þetta er svolítið flókið. Þegar maiinskepnan fór að rétta sig upp, og ganga á tveimur fótum, þrengdist í leiðinni fæðingarvegur kvenfólksins. Smám saman fóru konurnar að eiga í meiri og meiri erfiðleikum með að koma afkvæmum sínum í heiminn. Fjöldi þeirra hefur líkast til látið lífið. En inn á milli voru þó konur sem eignuðust börn fyrir tímann. Þau liafa eölilega verið smærri og vanþroskaðri en fullvaxin fóstur, og því þurft meiri aðhlvnningu. Þessar mæður sem urðu fljótt í meirihluta þurftu mánuðum sarnan að halda á börnunum. Og þá kemur kynlífið aftur til sögurtnar. Þær mæður sem uröu kynferöislega aktívar fljótt cftir barnsburð fengu að launum mikla athygli og vernd karldýranna. Uvert sem þær fóru fylgdi karlpengingurinn á eftit. Þær voru stöðugt í núðj- um hópnurn. Hjá þessari móður hófst dagurinn með kynmökum. Þegar hún yfirgaf næturstaðinn eltu hana áhugasamir karlmenn. Hvert sem hún ráfaði, þangað ráfuðu karlarnir. I lún tók sér hvíld — þeir tóku sér hvfld. Og þótt hún legöi barnið frá sér. þá var það alltaf í miðjum hópnum þar sem það var tiltölu- lega óhult. Og hún fékk alltaf mest og best fæðiö, því jafnvei hjá öpum í dag ganga kvendýr fyrir með fæði ef þau eru á lóðaríi. Án alls þessa var lífsbaráttan erfið. Þær konur sem ekki voru „heitar" urðu sjálfar að sjá um.'áð verja sig bg ungviðiö, og afla sér fæðu. oft í fylgd hálfstálpaðra karla og gamal- menna. Þannig fengu þær konur. sem voru kynferðislega hæfar lengur mun meiri umönnun á allan hátt, heldur en hinar, og þær deildu þeim þæginduin meö ungviöi sínu. Þetta er skóla- bókardæmi um þróúnarkenninguna. Þeim sém leið betur fjölgaði og fjölgaöi, en hinar dóu hægt og hægt út. Með tímanum urðu þær konur langtum fleiri sem gátu stundað kynlíf á meögöngu, og fljótlega eftir barnsburð. Og nú til dags eru konur almennt hæfar til kynlífs hvern einasta dag ársirts. Þegar svo kynlíf var stöðugt á boðstólum fyrir bæði kynin, fóru svo að myndast pör, sem skiptu með sér verkum, fæðu- öflun og mat, — grænmeti og kjöti. Stöðugt kynlíf batt karla og konur saman og efnahagsleg samvinna herti hnútinn. (Lauslega þýtt og endursagt úr Science Digest)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.