Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 24
Ir * I t I í- ÐÖmsmálaráðunéytinu ætlar f yaö ganga illa að telja atkvæöi ^ vandræöalaust í kirkjulegum kosningum. Ekki er sérlega langt um liðið síöan þrjú atkvæði - úr- slitaatkvæöi - ógiltust í ráöun- eytinu þegar kosinn var nýr biskup. Sköpuöust af því lelðindi og sárs- uuki, scm hægt heföi veriö aö forð'- ast. Nú í vikunni vár kosið til Kirkjuþings, sem væntanlega verö- ur haldið í byrjun næsta mánaöar. Sömu menn hata atkvæöisrétt í þeim kosningum og til biskups- kosninga en alls voru kosnir tutt- ugu fulltrúar úr hópi lærðra og leikra. Pá tókst ekki til betur en svo i dómsmálaráðuneytinu, aö tíu fyrstu atkvæöin sem bárust(skrif- lega skv. lögunum) eyðilögðust þegar atkvæöaseölar skildust frá sérstakri yfirlýsingu, er fylgir hverju atkvæöi. Þurfti því aö senda þessum tíu ný kjörgögn og þótti einhverjum í þeim hópi nóg komiö af óheppni ráðuneytisins í kirkju- legum kosningum. Urslit í kosning- unum voru fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Ekki er annað að sjá en að fulltrúar skiptist nokkurn veginn jafnt milli herra Péturs Sig- urgeirssonar biskups og séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts. Má af því marka, að nokkuð sé tekist á í þjóð- kirkjunni, eins og raunar hefur verið árum saman og hefur ekki verið bundið við biskupskjörið eitt. Fulltrúarnir tuttugu eru kosnir til fjögurra ára en Kirkjuþing kem- ur saman árlega... | Alls bárust sjö umsóknir um / t stöðu leiklistarstjóra útvarps- S ins, sem auglýst var fyrir nokkru. Peir sjö sem um stöðuna sóttu eru Flosi Ólafsson, Hallmar Sigurðsson, Árni Ibscn, Jón Viðar Jónsson, Eyvindur Erlcndsson, Óskar Ingimarsson og Hafliði Arn- grímsson. Sem kunnugt er hefur Leikarafélagið skrifaö stjórn út- varpsins og mælst til þess að leik- listarmenntaður maöur veröi ráö- inn til starfans, en stjórnin á vafa- laust erfitt nteð aö ganga framhjá Óskari Ingimarssyni sem gegnt hefur starfinu um nokkurt skeiö, eftir aö Klcmens Jónsson hætti, einmitt vegna þess aö starfið var ekki auglýst fyrr en löngu eftir að Klemens fór frá útvarpinu... Blikur er nú á lofti í Iðntækni- rl stofnun íslands. Staöa for- stjóra stofnunarinnar heftir veriö auglýst laus til umsóknar svo sem lög gera ráö fyrir. Bárust þrjár umsóknir, frá Sveini Björnssyni núverandi forstjórá stofnunarinn- ar, l>órði Vigfússyni verkfræöingi en þriðji umsækjandinn óskaöi nafnleyndar, en lét þess getið aö hann myndi draga umsókn sína til bakaef Sveinn sækti um embættið. Sveinn þykir hafa staðið vel í stöðu sinni og er vinsæll meðal starfsfólks og stjórnar stofnunarinnar, þannig að ætla mætti aö það lægi beint við að endurskipa hann í embættió. Iðntækistofnun íslands heyrir undir iðnaðarráðuneytið og er það Hjörleifur Guttormsson iðnaöar- ráöherra sem skipar í stöðuna. Hjörleifur mun hlynntur því að Sveinn gegni embættinu áfram og telur erfitt fyrir sig að skipa annan mann í embættið í óþökk starfs- fólks og stjórnenda stofnunar- innar. En máliö er alls ekki einfalt. Sveinn er nefnilega sjálfstæöis- maður og meira aö segja vara- borgarfulltrúi í Reykjavík. Þóröur Vigfússon er hins vegar alþýðu- bandalagsmaöur og var vikapiltur Ragnars Arnalds ' í kosninga- baráttunni þegar hann var búsettur í Siglufiröi. Leggur Ragnar höfuð- áherslu á að sinn maður fái emb-’ ættiö og mun Hjörleifur kominn á þá skoðun aö það sé mun haldbær- ara aö viökomandi sé al- þýöubandalagsmaður en aö hann hafi reynslu og þekkingu. Eru því allar líkur.á að hann skipi Þórö í embættið frá og með 1. janúar n.k. Er sagt að starfsfólk stofnunarinn- ar búi sig nú undir harðan slag, þar sem þaö ætlar ekki að láta henda Sveini út átölulaust.... Untmæli Ingvars Gíslasonar í / i viötali viö Dagá Akureyri nú í vikunni. þess efnis að stjórnin sé aö niðurlotum komin hafa vakiö töluverða athygli. Tveir kunnir framsóknarmenn sem sátu yfir kaffibolla á Hótel Borg daginn eftir aö fregnir bárust um umntæli Ingv- ars voru aö ræöa þau og varð þá öðrunt þeirra að orði: „Ingvari ntá auðvitað vera sama hvort stjórnin lifir eða deyr. Hann er hvort sem er búinn að koma flestum vinum og ættingjum í stöður hjá ríkinu'*... Nú um helgina 9. og 10. október mun Rafrás hf. gangast fyrir sýningu aö Síðumúla 27 á annarri hæð. Þar ber hæst North Star HORIZON og ADVANTAGE tölvurnar sem þegar eru í þjónustu fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga hérlendis. Einnig verða kynntir VISUAL tölvuskjáir, Microline, Mannesmann Tally og NEC tölvuprentarar. Eftirtalinn hugbúnaður verður kynntur: Ritvinnsla Viðskiptamannabókhald - Skuldunautar Upplýsingaskrá Birgðabókhald og lagerstýring Fjárhagsbókhald Tollvinnsluforrit Fjárhagsskýrslugerð Áætlanagerðarforrit o.fl. Sýningin hefst kl. 13 og stendur til kl. 19 báða dagana. BYLTING í tölvubúnaði. Rúsínan í pylsuendanum verður svo OSBORNE tölvan sem fer nú sigurför um heiminn vegna hins ótrúlega lága verðs og fjölhæfni sinnar. Komið og kynnist kostum OSBORNE af eigin raun. Þú ferð fróðari af okkar fundi ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RAFRÁS. IDAG! k

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.