Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 12
hlelgai----- .pðsturinn Föstudagur 8. október 1982 „IIVAft GIIIK FOBSTJIM? ■ Sveinsson og °Einar Loftsson, sem unnið hefur manna lengst hiá Forstjórinn og verkamaðurinn: Sveinn Það gustaði köldu utan af sund- unum< þegar Sveinn K. Sveinsson/ forstjóri Völundar sýndi okkur þar sali og port. Þar utan dyra eru háar og breiðar stæður af timbri um a llt portið/ og yf ir þeim gnæfir reykháfurinn, byggður um það leyti er fyrirtækið var stofnað, þegar vinnuvélar voru drifnar með gufu. Nú stendur strompurinn eftir eins og minnismerki, engan reyk leggur upp úr honum, en nokkuð farið að hrynja af múr- steinum úr honum, neðantil. öllu er óhætt, segir Sveinn og við höld- um. inn. í sölunum eru nú vélar, sem ekki þurfa gufu til að snúast. Sve-nn kallar einn mannanna þar inni til sín og kynnir fyrir okkur; Einar Loftsson, unnið hjá fyrirtækinu i 40 ár. Eftir að hafa litast þar um, höldum við á skrifstofu Sveins og röbbum saman. - Timburverslunin Völundur var stofnuð af tuttugu trésmiðum árið 1904, en einn af stofnendunum var afi minn, Sveinn Jónsson. Þetta var fyrst og fremst timburverslun en á fyrstu árunum var þó komið víðar við og fyrirtækið byggði m.a. hús, t.d. Landsbóka- safnið. Þá var ýmislegt framleitt á verkstæð- inu, svo sem hurðir, gluggar og listar og ann- að sem þarf inní byggingar. - Hvenær hófst þú störf í Vöiundi? - Ég kom hingað til starfa 1954. Ég er verkfræðingur, og hafði þá unnið í sex ár hjá Vegagerðinni. En ég hafði auðvitað unniði hér sem unglingur, á surnrin, við afgreiðslu og þess háttar. 1 - Nú óist þú upp í Reykjavík á kreppuár- unum. Hvernig var það? Langl Inn að Tunp - Atvinnuleysið var auðvitað hræðilegt. Ég man það, þegar timburskip komu hingað, að þá voru hér allt að tvö hundruð karlar, sem biðu fyrir utan og vonuðust eftir vinnu. Þá þurfti um sjötíu manns til að afferma skipin, því þá var þetta mest gert með hand- aflí. Þá var reynt að ráða þá, sent fyrir stórum fjölskyldum höfðu að sjá, en hinir einhleypu; frekar látnir sitja eftir. Þetta var hörmungar- ástand. Bæjarbragurinn í Reykjavík var þá allur annar. Þá var bærinn svo miklu minni. Það er langt inn að Tungu, var þá sagt. Þú skilur það auðvitað ekki, Tunga var þær fyrir innan Laugaveg. Þar höfðu hestamenn aðstöðu. Þaðan lögðu þeir upp f reiðtúra. - Hvað skemmtu unglingar í Reykjavík sér við í þá daga? - Maður spilaði fótbolta og svo fóru menn á rúntinn, þegar þeir urðu eldri, til þess að sjá' og hitta skemmtilegt fólk. - Var rúnturinn til þá? - Já. En þá gengu menn rúntinn. Það voru ekki bíltúrar. Markheppinn - Og þú spilaðir fótbolta? - Já, ég var í Val. Ég var hinsvegar aldrei í K.FUM. Þá var hverfaskiptingin alsráðandi í fótboltanum. Allir Vesturbæingar voru í KR. Grettisgatan og Njálsgatan og það svæði til- heyrði Fram. Valsararnir voru svo-f Austur- bænum. Það fór minna fyrir Víkingunum. Það var orðið langt síðan þeir höfðu unnið nokkuð. Ég hætti í fótboltanum 1944, lýðveldisárið. Þá urðum við íslandsmeistarar. - Varst þú markheppinn? - Ja, ég skoraði öll mörk Vals í fyrstu deildinni 1944. Það var Albert Guðmunds- son, sem bjó þau til, og ég sem skoraði. - Og hvað voru þau mörg? " Ég veit ekki hvort ég ætti að svara þessu. Þau voru fjögur! Þá voru ekki nema fjögur lið í deildinni og vió lékum bara þrjá leiki. Ann- ars var ég meira í handboltanum með Val. Við stóðum okkur bara nokkuð vel, urðum nokkrum sinnum íslandsmeistarar. En þá var handboltinn öðruvísi en nú. Þá voru bara sex manns í liði. - Hefur handboltinn þá breyst meira. Er hann t.d. harðari nú en þá? - Ja, hann var þá þegar orðinn harðari en hann var, þegar Valdimar heitinn Sveinbjörnsson innleiddi hann. En hann er eflaust harðari nú en þegar ég var í þessu. En munurinn er meiri en sá. Þá lékum við með þrjá í sókn, tvo í vörn og einn í marki. Og þá var sóknin frammi á vellinum og vörnin lá aftar. Þá var það ekki eins og nú, að allir hlaupa fram í sóknina og síðan aftur í vörn. - Ferðu oft á leiki nú? - Nei, ég fer sjaldan. Það er þá helst þegar góð erlend lið koma hingað að keppa, að ég fer. Það er svo mikill munur á því hvernig er leikið nú og þá. Við vorum áð keppa í salnum í Jóns Þorsteinssonar húsinu. Það var svo miklu minna en vellirnir sem er keppt á nú. - Svo fórstu í menntaskóla. Hvernig var bragurinn þá? Sdsierhir - Menntaskólinn var þá miklu minni. Við vorum ekki nema fimmtíu í hverjum árgangi. Innan svo lítilla árganga verður auðvitað meiri samheldni. T.d. hefur minn árgangur komið saman nærri því árlega frá því við urð- um fimm ára stúdentar. Félagslífið var þá líka öðruvísi. Við gerðum mikið með Selið. Þegar ég var í skólanum, fórum við þangað oft um helgar með kennurum. Þar vorum við að vinna við húsið. - Hvað með kennarana? - Já, þeir voru áóargir merkilegir. Bogi Ólafsson, enskukennari t.d. Eftirminnileg- astur varð mér þó dr. Ólafur Daníelsson. Hann kenndi okkur reyndar ekki nema eitt ár. En tímarnir hjá honum voru merkilegir. Þeir voru á háu plani, mjög abstrakt. Hann hélt sig ekki endilega við það sem í bókunum stóð. Nú svo voru þar menn eins og Sigurkarl SVEIINiN H. SVEIINSSOIN. EORSTJORI VÖEINDAR í HELGARPÓSTSVIDTALI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.