Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 9
irinn Föstudagur 8. október 1982 9 Ljósir vindar vefa Af sýningu Biennalsins i Lousanne 1977, egg Tsutsumi fremst. í þoku Ijósir vindar vefa úr viði feysknum bleikan eld á eyri fljóts er augum dylst... Þetta segir Hannes Sigfússon í ljóði, en á sýningu sex félaga úr Textílfélaginu, sem haldin var í Listasafni ASÍ duldist auganu ekki að félagarnir sex höfðuðu fremur til smekks en listrænna átaka. Listsköpun er gerólík smekkvísi eða því að vera mynd- arlegur í höndunum. Náttúran er aldrei snotur og það mættu lista- menn læra af náttúrunni. En það eru ekki til fjöll án flatiendis, og svo fúlsar enginn við því, þar sem vex: hið mjúka lauf— er drýpur eins og dreyri í mold — og dreyraiitar vængi bleika. Á' sýn- ingunni var mikið lauf, og það sem listamenn halda að sé and- rúmsloft landsiags, en er í reynd aðeins tilfinningalegur vælutónn. Um árabil hef ég gefið gaum að nöfnum þeim sem íslénskir lista- menn gefa verkum sínum, og það kynlega er að flest nöfn á mál- verkum eða myndlist eru í hálf- gerðum vælukjóastíl. Listamenn- irnir rugla honum saman við nátt- úrukennd. Seinna verða gerðar athuganir á nafngiftum, því í þeim má oft greina af hvaða „skóla'" listamaðurinn er. Listvefnaður er forrn, en hon- um hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu áratugum. Áður stund- uðu listvefnað einkum karlmenn, og reyndar ísaum líka. Þess vegna heita ýmsar götur í erlendum borgum ísaumaragötur, og saunta karlmenn einvörðungu enn hina glitsaumuðu nautabana- búninga. Elsta teppasamstæða sem ofin vár á vesturlöndum er Heimsendir, ofinn af Hennequin frá Brugge hjá Nicolas Bataille, í París kringum 1375. Og var það teppi ásamt frægustu teppum heimsins á sýningu í París, í síð- asta sinn, fyrir nokkrum árum, en svo dimmt Ijós lýsti upp sýning- una að vefnaðurinn sást varla. Hinsvegar fann kona frægasta teppi veraldar, Einhyrninginn, og var það franska skáldkonan GeorgeSand. Hérlendisvefanær einvörðungu konur. Um leið og augljóst var að allt er vefnaður hljóp gróska í list- greinina. Ekki eru það einungis vindarnir sem vefa, heldur er til svikavefur, lygavefur, og vefur er í sérhverri hugsun. Alþekktur er jurtavefurogtaugavefurinn. Þess vegna er allt leyfilegt í vefnaði, og það hafa vefararnir notfært sér. Fáar listgreinar búa við slíkt gíf- Leiðrétting Fyrirsögnin á grein Árna Björnssonar i siðasta Helgarpósti brenglaöist leiöinlega. Fyrirsögn Arna var Stóðgarðasólistar, en i blaðinu stóð Stóðgarðasósialistar. Hvorki Arni Björnsson né Helgar- pósturinn hafa grænan grun um pólitisk sjónarmið einleikaranna frá Stuttgart, sv.o þeir og lesendur eru beðnir velvirðingar á hinum óviljandi flokkadrætti. urlegt írelsi sem vefnaðurinn — og ljósmyndin. Salóme Fannberg, mun hafa lært hjá Grau Garriga í Barce- lona, en hann er einhver frábær- asti vefari samtímans. En hvernig er hægt að læra jafn lítið og Sa- lóme hefur lært? Hvernig er hægt að vera jafn deig og hún, eftir að hafa kynnst dirfsku Garriga? Pangið sem hangir óbreytt í vef hennar er dæmi um það hvernig „raunsæið'" heftir íslendinginn. I þanginu má hins vegar finna áhrif frá Garriga: hann vefur stóra þangskúlptúra og leysirhafgróð- urinn úr viðjum sínum, viðium hins náttúrulega vefnaðar, og ;a því sem er ævinlega aftur til heimahúsanna. Bjartsýni Braga virðist hafa þyrl- að upp í huga hans við vinnu sína á síðasta ári allri fortíð hans sem málara og fest hana á harla tilvilj- unarkenndan hátt á fleti. Bjart- sýnin hefur því ekki veitt huga hans það aðhald sem frjór hugur þarf á að hajda, að öðrum kosti festist ekki á flötinn málverk heldur ótótlegt moldviðri. En er það merki um bjartsýni sem áður var nefnt ellimerki? Engu máli skiptir hvort sá er ánægður sem merki afturhvarfsins ber, listin og krafa hennar er síung. Við bug- um hana ekki. Bragi málar með pensli í ann- arri hendi en blóm í hinni, að hans eigin sögn, en miggrunarað leyfir aþ fljúga-han jarð- eða sæbundið uncjið V Sömu fjötrun og hjá Salóme er að finna í verkum Evu Vilhelms- dóttur. Pau eru lítið annað en værukært, kvenlegt dútl. Það að flétta hugsun í vefinn er að finna hjá Ingibjörgu. Snorri Hjartar- son er í vef Kristínar. En það er einkum áttundi Bíennalinn í Lo- usanne sem gægist fram úr verk- unum. Til að mynda eru eggin hennar Evu í harla útættaöri ætt við dirfsku eggsins hjá Tsutsumi á' bíennalnum, eins og myndin sannar sem ég tók og læt fylgja. Ekki er nóg að hafa lært vefn- að, ganga í skóla. hafa smekk og sýna í hinum glæsilegu salarkynn- um ASÍ að Grensásvegi 16 fegursta sýningarsalnum í borg- inni. Jafnvel í listiðninni veröur að vera dirfska, áhætta. Eina ráð- ið til að losna við íslensku logn- deyðuna er að læra miskunnar- laust af erlendum kynsystrum og bræðrum, og forðast þá gryfju að höfða til smekks hinnar íslensku millistéttar, sem telur sig vera svo „hneigða fyrir listir og fallega hluti". Að öðrum kosti á Reykja- vík eftir að fyllast af búðarholum þar sem snotrar konur með eins- lags stílfært nýmóðins saumakon- ubros selja sitt fallega dót. Likt og listiðnaðarkonur hafa komið sér upp stílfærðu saumakonu- brosi hafa rauðsokkur komið sér upp sönglandi talanda í útvarpi, nýrri útgáfu af tóninum í kven- réttindakerlingunum gömlu, sem lágu í Einari Ben og þuldu „í morgunljómann er lagt af stað..." inni í stofu. Það að um- bylta hefðum kostar stöðugt átak en ekki værð. Bjartsýni Braga á hvörfum Kenning heimspekingsins Ni- etzsches um hið eilífa afturhvarf- virðist sannast á sýningu Braga Ásgeirssonar að Kjarvalsstöð- um. Nietzsche heldur því fram að flestir hverfi í einhverri mynd hann segi frá þessu í auglýsingar- skyni, svo myndirnar seljist. Til hvers verða málararnir að grípa svö konurnar hrífist og kaupi. Ekki hrífast þær af málvérkum, heldur af sinni „eigin tilfinningu fyrir því, hvað eigi aö vera fallegt og passa í stofu". Af þessu stafar það að íslenskar stofur eru krað- akskenndar. Þar ægir öllu sanian í einhvers konar glundurs- legri geggjun: litadýrðin er upp um alla veggi og ekki fimmaura virði. Einhver ógæfukeimur er af öllu: kökunum, víninu, kaffinu: og óánægja og taugaveiklun. Og enginn vill viðurkenna að um- hverfið skapi sálsýki. Þau illu örlög hafa hent ýmsa íslenska málara að fólkið á sýn- ingum þeirra er meiri sýning en sýningin sjálf. Gildasti þátturinn á sýningunni er það sem kalla mætti: Konur spá í myndir. Oft- ast er þetta tvíleikur, og skal ég reyna að lýsa honum í örfáum orðum: Tvær miðaldra konur í ullar- dröktum ganga hægt um gólf á ljósbrúnum leðurstígvélum með harmonikubolum, og þær benda á myndir og halla undir flatt og höfðinu hvor að annarri. Ef þær eru með hatta þá snertast næstum börðin. Stöku sinnum bera þær löngutöng hægri handar að nasa- vængnum og klóra sér létt, en fara ekki með fingurinn inn í nös- ina nema við sérstök tækifæri. Hvernig íslenskir karlmenn spá í myndir er hálfgerð rauna- saga og lýsing á henni bíður betri tíma. Bragi Ásgeirsson er það ágæt- ur málari að hann ætti ekki að verða tildurslegri bjartsýni að bráð og bráðlaglegra miðaldra kvenna af lágaðlinum sem spá í myndir. Það er bráður bani listar- innar. Að deyja slíkum dauða er þæg- ilegt. En eftir þann dauða er ekk- ert íramhaldslíf, því miður. bílíÍM '★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágaet ★ ★ góð ★ þolanleg Q léleg Regnboginn: *** Grænn ís(Green ice). Ensk-bandarisk. Leik- síjori: Anthony Simmons. Byggö á sögu eftir Gerald A. Browne. Aðalhlutverk: Ryan O'Neal, Anne Archer, Omar Sharif. Myndin fjallar um óvenjulega djarft rán Madame Emma. Frönsk. Leikstjóri: Francis Girod. Aðalhlutverk: Romy Schneider Myndin fjallar um athafnakonu í bankakerfinu um 1930. Hún á við erfiðleika að stríða, karla- veldið í kerfinu gerir henni erfitt fyrir. Síðsumar (On Golden Pond). Bandartsk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur: Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydell. Allt leg gsta eitt með að qera þessa mynd góða. leikurinn. handrilið, kvikmyndatakan og leikstjórnin. Froskaeyjan. Bandarisk. Aðalhlutverk: Rav Milland. Einn reytarinn enn. Bíóhöllin:Salur 1 Félagarnir frá Maxbar. Bandarisk. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwind. Richard Donner er sá hinn sami og gerði mynd- irnar Superman og Omen. Pessi mynd fjallar um nánunga sem koma saman á Max bar og þar er nú ýmislegt brallað. Salur 2 * Porky’s. Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit og leikstjórn: Bob Clark. Aðalhlutverk Dan Mona- han, Mark Herrier, Wyatt Knight. Porky's hefur ekkert nýtt fram að færa. Hún er stæling á American Graffiti: baldin menntaskóla- æska, prakkarastrik, kynlifsfitl, smávegis andóf við fullorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur- lögum. í heild eins og gamall slitinn slagari. -ÁP Salur 3 * * * Land og synir. Islensk. Leikstjórn: Águst Guðmundsson eftir sógu Indriða G. Þor- steinssonar. Endursýning á þessari fyrstu íslensku alvöru- mynd síðari ára. v Konungur fjallsins. (King of the Mountain). Leikarar: Harry Hamilin, Deborah VAIken- burgh, Dennis Hopper, Joseph Bottoms. Leikstjóri: N. Nosseck. Þetta er táningamynd. Þarf að segja meira. Salur 4 * *** Útlaginn. íslensk, árgerð 1981. Kvikmynda- taka: Sigurður Sverrir Pálsson. Leikmynd Jón Þórisson. Hljóð: Oddur Gústafsson. Leikendur: Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Þrá- inn Karlsson o.fl. Handrit og leikstjórn: Ág- úst Guðmundsson. Útlaginn er mynd, sem býr yfir frumkrafti. Sumum finnst hún kannski of hæg og öðrum of hröð. En hún iðar i huganum og synqur i eyru löngu eftir að hún er horfin af tjaldinu'. Ahorfand- inn stendur sig að því að endursýna hana á augnalokunum í videói minnisins æ ofan í æ. - ÁÞ * * * Staðgéngillinn (The Stunt Man). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit: Larry Marcus og Ric- hard Rush. Leikendur: Steve Railsback, Peter O’Toole og Barbara Hershey. Leik- stjórn: Richard Rush. Staðgengillinn er afskaplega haganlega upp- byggð mynd. Það er langt siðan ég hef skemmt mér jafn vel í bíó. - GA. Salur 5 *** Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarísk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, ettir eiginskáldsögu.Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Stjörnubíó: * Stripes. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Har- old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðai- hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates. Þeir félagar úr National Lampoon-klikunni, Harold Ramis, Ivan Reitman o.fl. virðast stefna býsna hratt niðurávið eftir þá ágætu grínmynd Animal House. Þeir gerðu skelfing slappa tilraun, Meat- balls sem sýnd var i Háskólabíói i fyrra og var „National Lampoon fer úr menntaskóla i sumar- búðir” og núna gera þeir aðra litt skárri, Stripes, ‘ sem er „National Lampoon fer úr sumarbúðum í herinn”. Allar þessar myndir byggja sumsé á þeirri aðferð að skella nokkrum manískum karakterum inná afmarkað sögusvið og láta þá fitlast i einn og hálfan tima. Gott og vel. Þetta gekk upp i Animal House. En Stripes er afar hugmyndasnauð og þreytuleg. Hún virkar eiginlega best fyrst þegar verið er að lýsa aðdraganda þess að þeir félagar Bill Murray og Harold Ramis, sem ætti nú ekkert frekar aö leggja leiklist fyrir sig, ganga í herinn. Murray er letilegur gamanleikari og leggur hér lítið á sig, enn minna en i Meatballs, og lái honum hver sem vill. B-salur: — AÞ Hinn ódauðlegi (Silent Rage). Amerisk. Leikstjóri: Michael Miller. Aðalhlutverk: Chuck Norris. „Er hann lífs eða liðinn, maðurinn sem þðgull myrðir alla, er standa i vegi fyrir áframhaldandi lifi hans," segir i kynningu trá bíóinu. Þetta hlýtur þvi að vera rosa mynd. Hafnarbíó: Dauðinn i fenjunum. (Southern Comford) Ensk-bandarisk gerð af Walter Hill. Aðal- hlutverk: Keith Carradlne. Tryllt hasarmynd um saklausa æfingu i fenja- skógi sem breytist i hreinustu martröð er á líður. Laugarásbíó: Innrásin á jörðina. (Conquest of the Earth) Bandarisk. Aðalhlutverk: Ken MacCont, Barry Van Dyke, Robin Douglass og Lorne Greene ásamt Wolfman Jack Tveir ungir menn frá Galactica fara til jarðar- innar og lenda i miklum ævintýrum. Nýja bíó: Tvisvar sinnum kona (Twice a Woman). Hol- lensk, bandarísk. Árgerð 1979. Leikstjóri: George Sluizer. Aðalleikarar: Bibi Ander- son, Anthony Perkins, Sandra Dumas. Þetta er ekki djörf mynd eða klámmynd eins og ætla mætti eftir bíógestum, nær eingöngu karl- mönnum, heldur er hér komið innlegg í umræð- ur sem ættu aö snerta okkur öll, hvers kyns sem við erum. Tónabíó: JAE. Klækjakvendin (Foxes) Tónlistarstjóri: Gi- orgio Moroder. Tónlist: Donna Summer, Cher, Janis lan. Leikstjóri: Adrian Lyne. Að- alhlutverk: Jodie Foster, Sally Kelierman, Randy Quaid. Hin vinsæla Jodie Foster leikur aðalhlutverkið i þessari unglingamynd sem fjallar um fjórar hressar vinkonur sem lenda i margs konar æv- intýrum. Háskólabíó í helgreipum (Highice). Bandarísk. Aðalhlut- verk: David Jensen. Mynd um fjallgöngutólk og tifldjarfar björgunar- tilraunir. Barist upp á líf og dauða. Bæjaríó: ★ Næturhaukarnir. Austurbæjarbíó: Geimstöðin (Outlanrf) Bandarisk. Ar- gerð 1981. Handrit og leikstjórn: Pet- er Hyams. Aðalhlutverk: Sean Conn- ery, Peter Boyle. Peter Hyams, sem fyrst og fremst hefur verið þekktur sem handritahöfundur, leikstýrir hér öðrum framtiðarþriller sín- um. Sá fyrri, Capricon One, bar virni aerinni leikni i uppbyggingu spennu og Outland er að þessu leyti ekki síðri æf- ing. Outland er einskonar vestri í geimnum, High Noon, í formi pólitisks vidsindaskáldskapar, og til þeirrar sí - 9 Idu myndar eru fiölmargar skirskotanir. Fjalakötturinn: Celeste. Vestur-þýsk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Percy Adlon. Handrit: Percy Adlon, byggt á sögu Celeste Albaret. Tónlist: Cesar Frank. Aðalhlutverk: Eva Mattes og Jurgen Arndt. , Myndin fjallar um síðustu æviár franska skáld- sins Prousþog er byggð á ævisögu ráðskonu hans, Celeste. Þetta er hrifandi mynd og ættu allir sem vettlingi geta valdið að drifa sig á hana. MÍR-salurinn: Október. Kvikmynd Sergeis Eisenstein sýnd á sunnudag kl. 16. Aðstoðarleikstjóri: G. Aleksandrov. Myndatökumaður: Edvard Tisse. Danskur texti. Fjallar um hina sögulegu daga í okt-nóv. 1917 þegar bolsevikar komust til valda í Rússlandi. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: Sýningar miðvikudaq 13.10 og limmtudag 14.10 á Taktu studentsprófið fyrst. („Passe ton bac d’abord”). Frönsk, árgerð: 1979. Leikstjóri: Maurice Pialat. Aðalhlutverk: Sa- bina Haudepin. Philippe Marlaud. Fjallar um nokkur ungmenni, stórborgarbörn sem eru komin á þann aidur að taka stúdents- próf og vita ekki hvað þau eiga að gera. lonlisl The Platters: Já, þandariska söngsveitin The Platters heimsækir okkur á ný og skemmtir á föstudags- kvöld i Sjallanum á Akureyri og laugardags- kvóld á Broddvei og á miðnæturtónleikum i Háskólabiói sama kvöld. Lokakonsertinn verð- ur í Háskólabíói sunnudagskvöld 10. október kl 21. Flamenco í frystihúsi: Þeir flamenco-tónlistarmenn, Simon Ivarsson og Siegfried Kobilza eru enn á ferðinni. Á föstu- daginn kl. 16 verða þeir ÍBreiödalsvik og leika í sal frystihússins. Símon og Siegfried spila einnig klassisk verk og spánska tónlist. Félagsstofnun stúdenta: I kvöld, föstudag, verður skemmtun/tónleikar með þremur af ástsælustu hljómsveitum lands- ins. Þetta eru hljómsveitirnar JONEE JONEE, VONBRIGÐI og ÞEYR Djúpiö: Það er létt sveifla á fimmtudagskvöldum með léttum vinum. Gott. Stúdentakjallarinn: Þeir eru iðnir við spilamennskuna, Tommi og félagar, og það verða þeir a.m.k. fram að jólum. Á sunnudagskvöldið leika sumsé, Tómas R. Einarsson bassaleikar, Friðrik Karlsson gítar- leikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari. Meðal gesta verða frægir tónlistarmenn og leikarar. Fjöl- mennið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.