Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 21
21 _f~lelgai--' .pösturinn. Föstudagur 8. október 1982 Heppilegasta leiðin til að eignast íbúð — segir Heimir Sigurösson, sem gekk í byggingasamvinnufélag volgur úr námi og með tvær hendur tómar Gróa Pétursdóttir og Heiniir Sigurðsson hafa búið í uni það bil ár í íbúð við Engihjalla í Kópa- vogi sem þau byggðu í bygginga- samvinnufélagi. Líklega geta þau talist dæmigerðir félagar í bygg- ingasamvinnufélagi. „Okkur fannst þetta heppileg- asta leiðin til að eignast íbúð"\ sögðu þau í samtali við Helgar- póstinn. „Heimir var þá að koma frá námi erlendis og við stóðum hreinlega með tvær hendur tóm- ar. Þá ákváðum við að ganga í byggingasamvinnufélag, slógum okkur þrjátíu þúsund króna lán til að eiga fyrir startgjaldinu og síðan var ekki aftur snúið“. Heimir sagði að „fídusinn" í því að byggja með byggingasam- vinnufélagi væri sá, að fólk byggði fyrir kostnaðarverð. „Maður byggir fyrir sinn eigin reikning en félagið sér svo um framkvæmdirnar", sagði hann. „En auðvitað tekur þetta lengri tírna en ef maður keypti íbúð á frjálsum markaði. Við gengum til dæmis í félagið ‘78, tluttum inn í fyrrahaust. Það voru sem sé tæp þrjú ár, sem við vorurn að borga mánaðarlega. Okkur fannst greiðslurnar nokkuð háar. enda erum við í tiltölulega stórri íbúð. Sumir borga minna en leggja fram þeim mun meiri vinnu, sem dregst svo frá mánaðagreiðslun- um“. Þau sögðust hafa reiknað dæm- ið svo á sínum tíma, að þau gætu ekki eignast íbúð með öðrum hætti. Einhverjir í þeirra bygg- ingarflokki hefðu hins vegar verið á annarri skoðun, hætt við og leitað eftir íbúð á almennum markaði. Þá hefðu aðrir félagar í byggingasamvinnufélaginu kom- ið í staðinn eftir félagsnúmeri sínu. Númerin væru á margan Heimir Sigurðsson tæknifræðingur með börnin Arnþór og Siríði Nönnu fyrir utan samvinnubygginga félagsblokkina við Engihjalla: byrjaði með tvær hendur tómar að koma úr námi. hátt mjög heppileg lausn, þvíþau útilokuðu allan klíkuskap. „Annars höfum við yfir engu að kvarta í sambandi við þessa byggingu". sögðu þaú. „Félagið hefur staðið sig vel og vandað til allra vinnubragða. Maður hefur borgað kostnaðarverð á hverjum tfma, eins og til var stofnað í upp- hafi, og fengið mjög litla bak- reikninga. Þessi byggingaráfangi, eða byggingarflokkur, verður svo endanlega gerður upp á fjórða eða fimmta ári frá upphafi fram- kvæmda og þá veit rnaður loks hvað íbúöin hefur í rauninni kostað". Þau Gróa og Heimir bentu á. að veigamikill kostur við bygg- ingasamvinnufélögin væru lýð- ræðisleg uppbygging þeirra: þau væru raunveruleg félög, ekki einkafyrirtæki farra gróð'a- rnanna. „Hver flokkur kýs sér stjórn, sem er tengiliður milli íbú- anna og byggingaraðila, eða fél- agsins. Þessi stjórn fer yfir tilboð, sem gerð eru í einstaka verkþætti og svo framvegis — þannig að íbúarnir geta haft raunveruleg áhrif á gang mála. Svo kjósa íbú- arnir sér einnig séistaka endur- skoðendur. sem fara yfir alla reikninga og gæta þess. svo dæmi sé nefnt, að ekki séu settir reikn- ingar á okkur úr öðrum flokkunt. Byggingasamvinnufélögin eru tvímælalaust ágæt lausn fyrir þá, sem eru að byrja að byggja og ekki síst fyrir það, að þannig fær fólk íbúðir á raunverulegu kostn- aðarverði", sögðu þau. annað byggðarlag, fjöiskyldur leysast upp og svo framvegis. En vissulega gerist það". Byggingasamvinnufélag hefur í rauninni engar tekjur. Það hefur í sjálfu sér ekki annað en kostnað af stárfsemi sinni sem það inn- heimtir svo hjá þátttakendum í hverjum byggingarflokki fyrir sig. Samkvæmt lögum gengur eitt prósent af byggingarkostnaði í varasjóð félagsins. „En aðalat- riðið er það, að fólk borgar kostnaðarverð fyrir íbúðirnar sína.r", segir Sigtryggur. „Hvorki meira né minna. Við gerum kostnaðaráætlun í upphafi og standist-hún, þá verða bakreikn- ingar lágir, sé hún hins vegar röng, þá getur fólk fengið hærri reikning eftir á“. — En hvað með þá sem leggja fram mikla vinnu — geta þeir kontist hjá því að borga krónu í peningum? „Nei. það gengur ekki — einfaldlega vegna þess að enginn hefur tíma til að vinna svo mikla vinnu. Fólk er í vinnu annars staðar og ef það ætlar að snúa sér alveg að eigin húsbyggingu, þá er það farið að vinna við eigin hús- byggingu í atvinnuskyni og þá kemur skatturinn til sögunnar. Ég held að fólk geti unnið fyrir sem svarar 20% af mánaðar- greiðslunum en það er mun al- gengara að framlagið sé minna og algengast að fólk vinni ekki neitt, borgi bara sitt". Og nú er Byggingasamvinnufé- lag Kópavogs að byrja fram- kvæmdir við átta litlar bíokkir við Alftatún í suðurhiíðum Foss- vogsdals. Þegar hefur verið skipað í þann flokk og komust færri að en vildu en húsbyggjend- ur völdu sér íbúðir eftir númera- röð sinni í félaginu. Greiðslur í stofnsjóð (um 20% af áætluðu byggingarverði) voru í vor 140 þúsund krónur og síðan fastar mánaðargreiðslur í allt að 36 mánuði. Jarðvegsvinnsla og sökklagerð á að vera búin næsta vor þegar húsið verður steypt upp en félagsmenn fá svo íbúðir sínar afhentar fyrir árslok 1984. Til þess dags hlakka Sigtryggur og félagar hans í Byggingasamvinnu- félagi Kópavogs því þeir segja það hreint ekkert leyndarmál, að þessar íbúðir verði skrautblóm í barmi félagsins. félaginu — meira að segja höfðu ekki verið greidd vinnulaun". Unga konan sagði að þessi gangur mála hefði verið mjög erf- iður. „í tvö ár fengurn við sára- lítið að vita um hvernig gengi", sagði hún. „Svo fengum við loks þá skýringu, að fjármagnskostn- aðurinn hefði verið svo mikill, að allt hefði farið úrskorðum. Vext- ir hefðu hækkað mikið á fram- kvæmdaláni. sem félagið hefði fengið og auk þess hafi fyrsta áætlun um kostnað vegna bygg- ingarinnar verið röng. þriggja mánaða gömul. Nú. svo höfum við ekki fengið miklar skýringar — aðrar en þær. að fjármagnskostnaðurinn hafi ver- ið gríðarlegur, eða allt að 60% af öllu því. sem við vorum búin að borga!" Nú hafa þau borgað samtals 434 þúsund krónur fyrir íbúðina, sem átti að kosta 150 þúsund. og sú tala hefur ekki verið fram- reiknuð. Væri það gert hækkaði þessi tala vafalaust upp í 600— 700 þúsund. Að auki var íbúðun- uin ekki skilað tilbúnum. eins og til stóð. heldur rúmlega tilbúnum undir tréverk - og húsbyggjendur vita mætavel, að þá gæti allt að 30% bæst ofan á húsverðið. „Einn nágranni okkar, sem hafði borgað 500 þúsund krónur fyrir sína íbúð, lét framreikna þá tölu og fékk út, að hann væri bú- inn að borga rúmlega 900 þúsund krónur á núvirði", sagði viðmæl- andi okkar. „Við hð'ftim fengið örlitla sundurliðun á kostnaði og þar höfurn við meðal annars rek- ist á tæpar 57 þúsund krónur í bifreiðastyrk og hátt í 30 þúsund krónur í mat og risnu. Þetta er okkur sagt að sé kolólöglegt. Þá hefur líka komið í ljós, að sumir byggingarþættirnir voru aldrei boðnir út, eins og til stóð, heldur tók frantkvæmdastjórinn að sér sjálfur t.d. raflögnina, en hann er rafvirkjameistari. Það grátlega er náttúrlega, að mestmegnis var ungt og óreynt fólk í þessum byggingaráfanga og vissi lítið eða ekkert hvernig hús- byggingar fóru fram. Þess vegna höfum við tekið þessu rneira og rninna þegjandi. En nú er allt stopp íöðrum áfanga, sem raunar er langt kominn, og ekki gott að segja hvernig það endar. Eg held þó, að fólk þar leggi ekki í að kæra þetta íramferði, enda óttast það þá að missa kannski íbúðirn- ar sínar", sagði viðmælandi okk- ar að lokum. Marley FLOWLINE þakrennur eru úr frostþolnu, sterku, gegnlituðu plasti sem ekki þarfnast viðhalds^ Marley Extrusions hafa hlotið meðmæli rannsóknarstofnana í Englandi, - enda með yfir 20 ára reynslu í UPVC þakrennukerfum. Fjárfesting í Marley þakrennum gefur arð ævilangt. DAKRENNUR SEM ERU EINFALDAR í UPPSETNINGU heildverslun MarinóPétursson Sundaborg 7,124 Reykjavik simi: 81044

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.