Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 3
3 ^pústurinn Föstudagur 8. október 1982 Átak gegn krabbameini hlelgar---- pústurinn Blaö um þjóömál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrimur Gestsson og Þröstur Har- aldsson. Útlit: Björn Br. Björnsson Ljósmyndir: Jim Smart. Krabbamein hefur lengi verið ógnvaldur mannkynsins. Lengi vel stóðu læknavísindin ráðþrota gagnvart þessum sjúkdómi og allt fram á miðja þessa öld voru lækn- ingamöguleikar litlir. Það var ein- ungis um það að ræða að nema burt einkenni sjúkdómsins og setja sjúklinginn í geislameðferð. En síðustu þrjátíu árin eða svo hefur meðferð krabbameins fleygt fram. Það kcniur fram í samtali við tvo íslenska krabbameinslækna í Helgarpóstinuni í dag, þá Snorra Ingimarsson og Sigurð Björnsson, að mestu framfarirnar hafi þó orð- ið síðustu 10—15 árin. Lengur hef- ur lyfjameðferð á krabbamcini ekki verið viðurkennd sérgrein innan læknisfræðinnar. Þeir leggja á það áherslu í sam- talinu við Hclgarpóstinn, að mikil- vægt sé, að krabbamein greinist sem fyrst, uppgötvist það á byrjun- arstigi séu lækningamöguleikar mestír. Þeir benda á, að Krabba- meinsfélagið hafi náð góðum ár- angri í að fínna leghálskrabbamein og brjóstkrabba á frumstigi. En nauðsynlegt sé að hcfja á sama hátt skipulagða leit að öðrum tegundum krabbameins. Nú er einmitt á döfínni stórátak í þeim efnum á vcgum nýstofnaðs Landsráðs gegn krabbameini og jafnframt í undirbúningi fjár- söfnun. Samhliða auknum möguleikum á því að lækna krabbamcin hefur af- staða fólks gagnvart sjúkdómnum breyst og umræður um hann orðið opinskárri. Þó er enn ríkjandi tals- verð hræðsla við að nefna þessa hluti upphátt og mikið er um for- dóma og vanþekkingu, sem jafnvcl mætti líkja við þann ótta sem menn bera til geðsjúkdóma, eins og kem- ur fram í opinskáum viðtölum við þrjá krabbamcinssjúklinga í Helg- arpóstinum i dag. Það fólk er hinsvegar sammála um, að með tilliti til þcirra mögu- lcika á að lækna krabbamein, eða halda því í skcfjum, sem nútíma læknavísindi ráða yfir, sé ekki á- stæða til að láta bugast. Hvorki fyrir sjúklingana sjálfa né aðstand- endur þeirra. Þvert á móti sé það nauðsynlegur þáttur í meðferðinni að gefast ekki upp, berjast og vera ákvcðinn í að sigra sjúkdóininn. Öllum er hollt að hugleiða þessa hluti. Enginn veit hvar sjúkdómur- inn stingur sér niður næst, og þekk- ing á krabbameini og inögulcikun- um á að vfirvinna það er ölluin jafn nauðsynlcg, jafnt aöstandendum sjúklinga sem þeim sjálfum. Okkur ber því ölluin skyida til að leggja okkar af mörkum í barátt- unni við krabbamcinið og styðja þá sem vinna að þeim rannsóknum sem miða að.því að ná tökum á sjúkdómnum -— og finna hann í tíma. Og sem betur fer ríkir um þessar mundir bjartsýni á því, að í náinni framtíð muni það takast. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurös- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Sigríð- ur Halldórsdóttir, Siguröur A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst- geirsson, Jón Viöar Jónsson, Sigurður Svavarsson (bók- menntir & leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræöi), Guö- bergur Bergsson (myndlist), GunnlaugurSigfússon (popptón- list), Vernharður Linnet (jazz). Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guöjón Arngríms- son, Guölaugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guömundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna Þórhallsdóttir. Utanlandspóstar: Erla Siguröardóttir, Danmörku, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guömundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Síðumúla 11, Reykjavík. Simi: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru aö Hverfisgötu 8-10. Símar 81866, 81741 og 14906. Prentun: Blaöaprent hf. Lausasöluverð kr.15. Njósnarinn sem kom út af Naustinu Bryndís sendi inig niöur í kjallara um daginn til að taka til. í ómældan tíma hef ég barizt vonlítilli baráttu gegn þeirri áráttu hennar að fleygja því sem hún kallar „gamalt drasl". Þetta garnla drasl kalla ég „sögulegar heimildir". Ég hef farið mjög halloka í þessari bar- áttu. Staflarnir af drasli í kjallaranum eru minnis- varði um þessar töpuðu smáskærur. Og þó. Kjallar- inn er eins konar málamiðl- un - síðasta vígið á leiðinni út í öskutunnu. Það er tafsamt verk að koma röð og reglu á þetta sögulega drasl. En stundunt fær maður umbun erfiðis síns. Eins og t.d. í þetta skiptið. Allt í einu varð fyrir mér mappa merkt: Samtök herstöðvaandstæðinga. Þar kenndi margra grasa: ræður, blaðaúrklippur, greinar, fundaályktanir, bæklingar, nafnalistar o.fi. Kannske ég ætti að skila þeim þessu?, hugsaði ég með mér. En þá varð fyrir mér úrklippa úr brezku blaði, méð hrikalegri fyrisögn þvert yfir síðu: Blood brothers! Blóðþyrstir friðarsinnar, eða hvað? Ég tók úrklippuna meö mér upp og sýndi Bryndísi. Þá rifjaðist upp fyrir mér gömul saga. Hér kemur hún: Það er árið 1960. Eftir tvö ár í Edinborg gerðiéghléá námi einn vetur, þ.e.a.s. innritaðist í lagadcild. Þá um sumarið var Bjarni að semja við Breta m.a. um að frekari útfærsla landhelg- innar skvldi fara fyrir Al- þjóðadómstólinn í Haag. ef Bretar krefðust þess. Þetta þótti mér ákaflega vondur samningur. Ég gerðist sjálf- boðaliði við að skipuleggja mótmælavarðstöðu við ráð- herrabústaðinn í Tjarnár- götu, þegar Bretar komu að sernja, og voldugan útifund við Arnarhól. Daginn sem útifundurinn var haldinn kom ég rétt fyrir hádegið upp ' á skrifstofu Samtaka herstöðvaandstæðinga í Mjóstræti í Grjótaþorpi og hitti þar fyrir minn garnla fé- laga, Ragnar Arnalds. Hann var þá ritstjóri Frjálsrar þjóðar. Hann segist hafa lof- að að borða með fulltrúa Novosti á Naustinu í hádeg- inu. Hvort ég vildi ekki bara koma með? Ég sló til. r I Naustinu var mættur Yuri Rezétof, Úkraínumaður, sem talaði reiprennandi ís- lenzku. Þá rifjaðist upp fyrir mér að Bergur Sigurbjörns- son hafði sagt rnéraf þessum manni. Yuri talaði svo vel íslenzku. að Bergur hafði rætt við hann drjúga stund í þeirri trú, að hann væri vinstri sinnaður framsókn- armaður úr Dölum. Af þessu tilefni kenndi ég Yuri vísu Steins: Vel tókst drottni að gera gripinn / gleymdist ekki nokkur lína / en Dala- manna sauðasvipinn 7 sór hann inn t ásýnd þína. / Réttur dagsins í Naustinu þennan dag var „Eisenhow- er gúllas". Ekki veit ég hvaða erindi Yuri þessi átt við Ragnar, eða hvort hann kont sér ekki að efninu vegna minnar nærveru. Allavega náðu umræðurnar aldrei hærra plani en því, að Yuri lýsti skoðunum sínum á fótleggjum kvenna t hinum ýmsu löndum og hélt fram þeirri kenningu, að kven- leggir væru rneira augnayndi þar sem hjólreiðar væru niikið stundaðar. Hneigðist sem sé fremur að dönskum kvenleggjum en úkraínsk- uni og ísienzkum. Af þvítil- efni kenndi ég honum vísu sem endar svona: „Hvernig haldið þið að kýrin sé / fyrst kálfarnir eru svona?" Nú er ég búinn að gleyma fyrri partinum. Haraldur Hamar, þá blaðamaður á Morgunblað- inu, gisti Naustið í hádeginu sama dag. Hann tók eft-ir þessu undarlega kompaníi í næsta bás, brá sér í símann, hringdi á Ólaf ljósmyndara Mbl. og lét taka mynd með aðdráttarlinsu af Yuri, Ragnari og undirrituðum þar sem við stóðum á tröpp- um Naustsins, hafandi snætt Eisenhowergúllas, og í hrókasamræðum um sköpu- lag kvenna af hinum ýntsu þjóðernum. Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu dag- inn eítir, sem sönnunargagn fyrir því, að Rússar stæðu fyrir mótmælagöngum gegn brezka samningnum. Ég vissi sent var, að enginn mundi þá leggja trúnað á hina raunverulegu sögu, svo að ég lét undir höfuð leggj- ast að hreinsa mannorð mitt af þessunt áburði - í það skiptið. Um haustið tók ég mér far með Loftleiðavél til Glas- gow til þess að halda áfram námi í Edinborg. Bekkjar- systir mín, Hadda. (núv. eiginkona Ragnars Arnalds) var samferða mér í vélinni. Hún var á leið til Moskvu, þarsem hún stundaði nám. í vélinni var einnig Tómas Árnason frá Hánefsstöðum, sem sagðist ætla að gista landsfund Framsóknar- flokksins í Bretlandi. Þetta var mjög ánægjulegt kom- paní. En þegar kom að við- skiptum við tollverði og inn- flytjendayfirvöld í Glasgow, kárnaði gamanið heldur bet- ur. Öllum farþegum var við- stöðulaust hleypt í gegn - nema mér. Allur minn far- angur var rannsakaður yzt sem innst. Töskur jafnvel skornar upp. Nákvæm lík- amsleit var framkvæmd. Ég var látinn bíða klukkustund- um saman. Mér var sagt, að ég yrði gerður afturrreka þegar í stað, ef ekki væri Framh. á bls. 2 BLOOD BROTHERS! yUHEN I told pcoplc I * * was going to lceland in Octobcr thcy shivered. I’m thc onc who is shiver- ing now. I SUNBATHED Scotland's coal fires have nothing on the central heat- ing from the gushing hot springs. It is piped into every home in Reykjavik (say lt Rikivik). I sunbathed on the shores A ‘Mail’ man’s amazing trip to lceland of a lonely and lovely fjord.. And I ate Iceland grapes grown in fabulous hot houses with no heating bíll —Just the hot springs piped from the earth. Thls ls a country of fabulous contrasts . . . of rhe photograph taken by a hidden camera showing rhp Russians " nlottina/* immense glaciers, barren lava fields that look llke valleys of doora, towering peaks. magnificent ÍJords and wateríalls . . . and salmon rivers that are an angler’s dream. Say vou are " Irac Scotlandl" In lcelaud. and all doors open to you I If you are Ru.vMan, Amrrican oi Engllsh thcre are some (or you and some aKainst you. But as a Scot you are lookcd upon as a biood brothcr. Thc lcelanders wtll tell you proudli/ thnt the Vikings came to lccland via Scotland und Ireland. 1 had been one day ln Iceland when 1 was rnade a member ol the Old Shark Club . . because I was a ScoL In one oí Rekjavík's smartest restaurants. I was B'ven a wnnderlul meal o( Icelandic seaíood. ranglng (roin caviar to uld shark. It's the old shark that's the treat. CUT IN CUBES When the shark Is caughl It is buned ín a pit (or six utonlhs. and hung up (or another six ntonlhs. Tlien It is brought to the table cul Uito cubcs. Vou hold you nose, chew on the ancient dclieaey and swallow it as qulekly ax you Wash it down with a mouth- inl of potcnt brcnnivuj. the Icelandlc drink. Your hosts announce wlth a lot ol backslapping, that you're now a member ol the Old Shark Club and that through tnuc juu i.u.> :ven acquue a taste íor the < •licacy. The lnlliatli n was enough lor me. I'll st k to caviar. But Iceland l.> not all cavíar. Nlentlon the fishing disputc and you're hnndling politlcal dynamlte. The lcelantltrs ure deter- mincd to yct thcir 12 mtles limit, und kecp ev.eryone clse out o/ thnr iritcr. While I wa. Ui Rcvkjavlk talks wpre go: )g on with a Briiish delegation. RED ' ?L0T ’ Every dav demoastratlons were held lr. the streets against the tal.Xs even taklng place But these. .he edltor of Reykjavik's blgr.est newspaper told me. wer» Commumst- Insplred. He gave rr. proudlv a photograph — uken from a concealed cam. ra—It showed a secretary (rc*n the Sovlet Embassy talkfng to two Icelandlc Communlsts ouUide " Rangtrs dolt " A I b e r t Gudmundsson wi|h thc pictuis I took to him Parls anð Milan. hus heart ts at Ibrox. He talks proudly of the days with Willie Waddell. Willte Woodburn and Torry Olllick. And he introduretl ine to the Scot who brought hlm to Ibrox, Murdo MrDougall. who has llvcd on and otf •n Icc-Iaad for 20 vears. and ls stlll coachlng Icelands young players. He reckons that he may yet llnd anolher Gudmundsson klcking a bail at ihe edge of the Arctlc Clrcle IN NIGHT CLUB What a night ot gossip I had with thein! It was Albert's birlhday, and we toasted Scotland and Its footbaliers ln champagne, as Albert plled me with questlons about all hls old friends. We were in a sophisticated nlght club. one nf srveral In this clty of only 70.0M peoplc. The llghts were low. A dusky crooner in a sheath dress sighed into a mike. Outslde the jVorthrm llghts flashed brlthantly in the sky. The alr waa cool and crlsp. SKYSCRAPERS hrinqboröió I dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.