Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 8. október 1 982 irinn Stöðugt erfiðara að eignast þak yfir höfuðið: BYGGINGASAMVINNUFELOG ERU EINA LEIÐ MARGRA — og hreint ekki sú lakasta Þorvaldur og Dísa eru nýlega trúlofuö og eiga yon á barni snemma á næsta ári. Þau leigja í kjallara í Austurbænum og hafa þaö ágætt, eru bæöi í fastri vinnu og eru ekkí í teljandi óreglu. Og þau vilja eignast éigiö húsnæöi. Þau hafa lesið fasteignaauglýs- ingar í Mogganum undanfarna ntánuöi, hringt á fasteignasölur og spekúlerað niikiö. I>;iu eru uö komast áö þcirri niöurstöðu, a.ö þau geji-bara alls .kki eignast úo þau eigi ekKi þ;tu huntlr- u,o pusunda. sem ,ii l aö leggja iramrviö íastetgnakaup- I>a kem- uí tii sögunnar. magurDísu, sem er nokkrum arum eldri og er Du- inn aö byggja. Af hverju gangiö þiö ekki i byggingasainvinnufé- lag? spyr liann grandalaus eitt kvöldiö. Porvaldur og Dísa (sem gætu álveg veriö til) vissu ekkert um hvaö mágurinn var aö fara. I Ivaö er byggingasamvinnufélag? Get- um viö gengiö í það? I Ivaö fáum viö út úr því? Sigtryggur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Byggingasam- vinnufélags Kópavogs, eins af 10—20 byggingasamvinnufélaga á höfuöborgarsvæöinu og þess fé- lags, sem talið er hafa náó hvaö bestum árangri (og fengiö minnsta gagnrýni), hefur skýrt hvaö byggingasamvinnufélag er; „Byggingasamvinnufélag er frjáls félagssk'aþur. sem hefur það aö höfuömarkmiöi að bvggja vandaöar og sem ódýrástaf íbúöir þeir aö hjíta iogum féiagsiiís- og akvöröunum stjórnar, sent kosin er a aðalfundi ár hvert. l'egar byggingasamvinnufélag fær úthlutaö lóö undir byggingu geta félagsmenn sótt um aö fá aö þyggja og í flestum félaganna gildir sú regla, aö eldri félags- menn ganga fyrir um úthlutanir. Oll byggingasamvinnufélög byggja á kostnaðarveröi fyrir fé- lagsmenn sína. Ef gengið er út frá því, að söluverð íbúða sé hærra en byggingakostnaður þeirra, eins og opinberar tölur gefa tii- efni til aö ætla, þá eru íbúöir byggðar á vegum byggingasam- vinnufélaga ódýrari en samsvar- andi íbúöir á almenna markaðn- um. Þaö fer svo eftir árangri einstakra byggingasamvinnufé- laga hversu miklu ódýrari þær veröa. Annaö atriöi, sem skjptir ntiklu er aö greióslubyröi byggj- enda er miklu lægri í upphafi en a lrjálsa markaönum. enda greiöa býggjendur upp íbúöir sínar a þcim tíma, sem v.eriö er að bvsgja þær, eöa á 2 - 3 árum. stofnaöur greiða byggjendur svokallaö stofnfr’amlag. Sú greiösla er nú í dag hjá flestum þessara félaga á bilinu 90—150 þús. kr. Síöan taka viö mánaða- greiöslur, sem eru um þaö bil 10% áf stofnframlaginu fyrstu mánuöina en síöan hækka þær í takt viö aðrar veröhækkanir út byggingatímann, þar til íbúðin hefur verió að fullu greidd. Til er þaö, aö félagsmenn greiði inn á sérstaka reikninga í banka áöur en til úthlutunar kemur og nota þá það, sem þeir hafa safnað til greiðslu á stofnframlagi sínu. Samkvæmt núgildandi lögum um byggingasamvinnufélög gilda ■þær einu kvaöir á íbúðum byggöum á vegum byggingasam- vinnufélaga, aö ekki má selja þær á frjálsúm markaði fyrr en 5 árum eítir aö framkvæmdir hefjast én aö þeim tima liönum eru þessar íbúöir an allra kvaða af hendi fé- lagánna. Þetta þvðir i raun. aö bvggjendur verða aö eiga íbúó- irnar.mimtst 2-3 4r eftir aö bær eru tilbúnar. Flcst þessara félaga skila íbúð- um í hendur byggjenda fuljbún- unr. Sameign og lóð eru þá alveg tilbúnar og íbúöirnar sjáífar með innréttingum, hreinlætistækjum nrálaöar o.s.frv." Því er viö aö bæta aö sem dænri unt mánaðargreiðslu þessa stund- ina er aö nefna 2:—4 herbergja íbúóir viö Ástún og Álfatún í Kópavogi. Fyrir minnstu gerð af tveggja herbergja íbúð er mán- aðagreiðslan 10 þús. kr., fyrir þriggja herbergja íbúð tæpar 15 þúsund krónur og fyrir fjög- urra herbergja íbúð um átján þúsund krónur á mánuði. Kaupi nraöur byggingásam- vinnufélagsíbúð af byggjanda verður maður að ganga í bygg- ingasamvinnufélagið. sem á for- kaupsrétt aö íbúöinni. Selji maö- ur svo íbúðina þriöja aöila veröur sá einnig aö ganga í félagið og þá losnaivekki sá, sem var arinar í röð eigenda, fyrr cn hann hefur' borgaö félaginu s.k-. umskráning- argjald. Þetta er samkvæmt log- ' urn .Allaf" nánari iipplvsingár um byggingasamvinnúfélög er hæat að fá hjá Húsnæöismálastofnun ríkisins, Félagsmálaráðuneytinu eða félögunum sjálfum, sent flest eru í símaskránni. Eftir Omar Myndir: Jim Smart Byggjum íbúðir 20-40% ódýrari en markaðsverð eigendurnir borga kostnaðarverð, hvorki meira né minna, segir Sigtryggur Jónsson hjá Byggingasamv.féi. Kópavogs „A þessu svæöi hefur okkur tekist aö byggja íbúöir sem eru 20 - 40'X> ódýrari en sambærilégar íbúöir á frjálsum markaði. Bygg- ingasamvinnufélögin hafa aug- Ijósa og ótvíræöa kosti“, segir Sigtryggur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Byggingasam- vinnufélags Kópavogs. „Markaösverö á þessu svæði, höfuðborgarsvæöinu, er miklu hærra en raunverulegt kostnaö- arverö. I»að sannast m.a. á því aö menn líta á þaö sem happdrætt- isvinning að fá úthlutaö lóö - eftir einhvérju hlýtur að vera aö slægjast. Þá hefur það líka komiö frant", segir Sigtryggur, „aö á sama tíma og íbúöaverð hetur hækkaö unr 90% hefur vísitalan hækkað um 40—50%. Mín trú er því sú. aö bilið á ntilli okkar í byggingasamvinnufélögunum og nrarkaðarins eigi enn eftir aö breikka. Verö á hverjum rúm- metra, sem við byggjum, á ekki eftir að hækka neitt stórkostlega eins og fasteignaverð gerir á al- mennum markaði". Byggingasamvinnufélag Kópa- vogs er nú um þrjátíu ára gamalt, stofnað fyrir frumkvæöi Hannes- ar Jónssonar, núverandi sendi- herra, sem vildi gjarnan styöja viö bakiö á kaupfélaginu í Kópa- vogi meö því aö byggja íbúöir umhvérfis nýju kaupfélagsbygg- inguna. Síöan þá heíur félagið skilaö af sér á fimmta hundrað íbúðum og eru félagsmennm nú orðnir liölega þrjú þúsund. Sigtryggur byggði sjálfur íbúð senr félagi í Byggung í Kópavogi en réöst síöan til BSFK. Hann segist ekki treysta sér til að kveöa upp úr um hver sé raunveruleg ástæöa þess að íbúðir á „frjálsum markaði" séu svo miklu dýrari en íbúðir byggingasamvinnufélag- anna. „Ég hef, eins og aörir,- oft heyrt því haldiö fram að fast- eignasalar sprengi upp íbúða- verðiö en ég hef jafn oft heyrt þá hrekja þá fullyröingu. Sjálfur veit Sigtryggur Jónsson framan við nýbyggingu Byggingasamvinnufélags Kópavogs: hagkvæmasta leiðin fyrir ungt fólk til að byggja. ég hreinlega ekkert um það — við látum þennan frjálsa markað alveg afskiptalausan". — En nú hlýtur að vera ákveð- inn kostnaður fyigjandi því að vera í tvö ár eða þrjú ár aö byggja... „Já vitaskuld. Þetta er einfald- lega reikningsdæmi. sem fólk verður að gera upp við sig: mun- inn á útborgun á frjálsum mark- aði og kostnað við að vera í leigu- húsnæði í tvö ár eða tvö og hálft. Ég er sannfærður urn að það kemur betur út aö borga kostnað- arverð fyrir íbúðina sína en ein- hverjir geta sjálfsagt komist að annarri niðurstöðu". — Er það ekki einmitt það sem hefur gerst, þegar fólk hefur hætt i félaginu og fengið endurgreitt sitt framlag? „Ég held núoiö fólk hafi ekki hætt nema vegna einhverra per- sónulegra ástæðna: það flytur í Ekki eru allir jafn heppnir: Óreiða og skipulagsleysi fjórfaldaði íbúðaverðið - sorgarsaga ungra hjóna i Garöabæ Kaðhúsin við Kjarrmóa í Garðabæ: fjármagnskostnaðurinn allt að 60% af heildarvcrðinu? Ekki hafa allir jafn góða reynslu af byggingasamvinnufé - lögum. Saga ungra hjóna í Garða- bæ er sorglegt dæmi um það. Þar virðist sem rekstur Byggung í Garðabæ hafi verið bullandi ó- reiða og skipulagsleysi, sem haft hefur það í för með sér, að íbúð þeirra er nú orðin þrefalt eða fjórfalt dýrari en hún átti að vera. Unga konan, sem óskar aö halda nafni sínu leyndu, segist hafa gengiö í Byggung í Garðabæ fyrir nokkrum árum. Um miðjan október 1979 hafi svo verið hafist handa við byggingu 25 íbúöa í raðhúsum, svokallaður fyrsti áfangi. „í upphafi átti íbúöin aö kosta 15 milljónir gamlar, eöa 150 þús- und krónur". sagöi konan í sam- tali viö blaðamann Helgarpósts- ins. „Startgjaldið var 31.400 ný- krónur og svo var fyrsta ntánað- argreiösla í byrjun desember 79 1.980 krónur. Síðan áttu mánaö- argreiðslurnar aö hækka um 4% á mánuöi en sú síðasta var 7. nóv- ember 1981. Svo var haldinn aöalfundur í maí í fyrra og þá gaf framkvæmdastjórinn til kynna, að við fengjum endurgreitt, því áætíanir heföu verið heldur ríf- legar og allar framkvæmdir heföu gengið svo vel. í september í fyrra var haldinn annar fundur og þá var komiö annað hljóð í strokkinn. Þá sagði hann o.kkur að fjármagnskostnaður hefði ver- ið svo mikill, að við yrðum aö borga meira. Okkur var boðið aö taka við íbúðunum rúmlega til- búnum undir tréverk. þ.e. með rafmagni og hita og hluta af eid- húsinnréttingu, gegn því að við borguðum 3.600 krónur. Mánuði stðar var haldinn annar fundur nteö þátttakendum í þessum áfanga og þá kom aftur í ljós, aö útreikningar voru rangir. Nú átt- um viö aö samþykkja 47.200 króna skuldabréf, sem átti aö borgast með mánaðarlegum af- borgunum á árinu 1982. Þetta verður svo til alveg endanlegt. sagði framkvæmdastjórinn okkur. í maí í vor var enn haldinn fundur. Þá var annar áfangi — þessi sent byrjað var á á eftir okkur — orðinn stopp. því pen- ingar höfðu verið teknir út úr honum til að setja í fvrsta áfanga. sem er stranglega bannað meö lögum. Við vorum boöuð á þenn- an fund á fimmtudegi og þá voru þar tilbúin ný 30 þúsund króna sjálfsábyrgðarskuldabréf, sem við urðum að fá ábyrgðarmann að og skila daginn eftir svo hægt væri að skila peningunum aftur til annars áfariga. Á þessunt fundi var fram- kvæmdastjórinn spurður hversu lengi þetta ætti að ganga svona. Þá lofaði hann „svo til endanlegu uppgjöri" mánuði síðar. Næst var haldinn fundur 19. júlí í sumar. Þá var okkur tilkynnt um hækkun upp á 115.750 krónur og við beð- in að útvega peningana fyrir 1. ágúst — innan ellefu daga. Þá voru náttúrlega allir í þessunt áfanga búnir aö nýta alla sína lánamöguleika og orðnir lang- þreyttir á þessu stappi. Jæja, loksins kom loka- uppgjörið en þá fylgdi því enn krafa unt 20 þúsund króna sjálfs- skuldarábyrgð. Um leið vár okk- ur sagt. að þeir sem ekki gætu útvegað þá peninga ættu á hættu að bankinn gengi að eigum þeirra. Þá hafði líka komið í ljós, að margir áttu kröfu á hendur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.