Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 4
4 0 Föstudagur 8. október 1982 ^piSsturinr\. eftir Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart KRABBAMEIM Ekki endilega dauðadómur Nærri helmingur krabbameins sjúklinga fær varanlega bót Krabbániein. í htigtim margra felur þetta orð í sér dnuðadóin. Skilyrðislausan. Vissulega deyja margir úr krabbanieini. En lanj;t í t'rá allir sem fá þennan sjúkdóm. I»ar sem keknisþjónusta er lengst á veg komiu fær nærri helmingur þeirra sem fær krabbamein varanlegan bata. Þeir sem eftir eru eiga fyrir höndum iengra líf en áður var hæj>t að veita, jafnvel svo áratujíum skiptir. En það er ekki langt síðan nútíma lækningaaðferðir á krabbameini byrjuðu að þróast, varla meira en þrír áratuj>ir. — Lyflækningar við krabbameini sem sérgreiii eru ekki eldri en 10—15 ára, en geislalækningar oj> skurðlækninj>ar við krabbameini eru eldri. Þróun krabbameins- lækninga undanfarin ár gerir menn injög vongóða um að enn betri árangur náist I náinni framtíð, segir Snorri Ingimarsson læknir á röntgendeild Landspítalans, einn af krabbameinssérfræðingum okkar. Viö höfum líka fengiö Sigurö Björnsson sérfræöíng í lyflækningum krabbameins tíl aö ræöa viö okkur, og hann bætir því viö. aö krabbamein sé samheiti margra sjúkdóma sení séu um margt ólíkir að gerö og hegðun. Raunar sé það svo, ;iö æ-xli í ákveðnum líffær- um geti hegðaö sér mjög mismunandi frá manni til ntanns, og því sé erfitt að spá fyrir um horfur á árangri meöferðar. Þrátt tyrir að ýmsir áhættuþættir séu þekktir reynist mjög erfitt aö losa mannfólkið við þá. — bar ber reykingar hæst, en þær valda sjúkdómi sem var nær óþekktur hér á landi fyrir 40—50 árum. en nú greinist sjúklingur meö lungnakrabba af völdum reykinga á viku hverri, fyrir utan alla þá sem eru með aðra sjúkdóma af völdum reykinga, svo sem æöa- og hjartasjúkdóma. segir Sigurður Björnsson. Eitt mesta vandamál varðandi möguleika á því að lækna krabbamein er, aö þegar þaö uppgötvast er þaö oft orðið býsna útbreitt án þess að verulegeinkenni hafi fylgt, þótt ýmis- legt geti gefið vísbendingu unt, að krabba- mein sé á ferðinni. Dæmi um slík einkenni, sent þurfa ekki að þýða að menn hafi fengið krabbantein, en vert er þó að gefa gaunt: Langvarandi hæsi, sár á húð eða slímhúð, sem grær ekki, hnútar í holdi, fæðingablettir sem vaxa eða taka litabreytingum, breytingar á meltingu og hægðum samfara lystarleysi, blæðingar úr líkamsopum (leggöngum, enda- þarmi, néfi eða munni),óútskýrð megrun eru atriði sem bent geta á krabbamein. Að sögn þeirra Snorra og Sigurðar ættu menn ekki að hika við að leita strax til læknis verði þeir varir við slík einkenni. Fólk þarf að vera ákaflega vel á verði, því krabbameinið leynir á sér. í eðli sínu er krabbamein þannig, að frum- ur taka aö skipta sér og hætta aö lúta lögunt líkamans um eðlilegan vöxt og sundurliöun. Ef slíkt á sér staö einhversstaðar i líkamanum myndast hnútur, sent oft er ekki hægt að greina fyrr en hann er orðinn a.m.k. einn sentimetri í þvermál en oft ntun stærri. En þá eru frumurnar líka orðnar þúsund rhilljónir talsins og jafnframt orönar talsverðar líkur á því aö sýktar frumur séu teknar aö berast út um allan líkamann meö blóðstraumnum. — Frumuskiptingin er hröð í byrjun en hægist eftir því sem æxlin stækka. Þar eö æxli nteð öra frumuskiptingu svara betur nteðferð er ntikiö í Itúfi að greina krabbamein sem fyrst, enda eru þá líka minni líkur á að það hafi náð að dreifa sér. En það krefst mikillar árvekni eða kerfisbundins eftirlils á heil- brigðu fólki. Starfsemi leitarstöðva Krabba- meinsfélagsins hefur gefiö ákaflega góða raun, hún hefur gert kleift að finna legháls- krabbamein og brjóstkrabba á byrjunarstigi, sem eykur líkúr á fullri lækningu. Viö höfum ' mikinn áhuga á að leitað verði á sama hátt að öörum tegundum krabbameins, segja þeir Snorri og Sigurður. En það er engu að síður misjafnt hvaða möguleikar eru á að lækna krabbamein. Sumt er enn ólæknandi. aörar tegundir er tiltölulega auðvelt að lækna. Um það nefna þeir sem dæmi nýrnaæxli í börnum. Meö skuröaðgerð er talið að hægt sé að lækna um 20% tilfella, 45—50% sé geislanteðferð bætt við og að viðljættri lyfjameðferð er ætlað, aö lækna megi 75—80% slíkra tilfella. Vegna þeirrar gífurlega hröðu þróunar sem orðið hefur í meðferð á krabbameins- sjúkdómunt undanfarin 15-20 ár má segja, að staða læknanna gagnvart sjúlingunum sé auðveldari en nokkru sinni. Eða eins og Snorri Ingimundarson oröar þar: — Áður fyrr sögðu menn ekki alltaf allan sannleikann.læknarnir höföu litia von um aö geta læknað sjúklingana. En þetta er léttara fyrir okkur sem eruin í þessu núna. Viö get- uni lagt til aö meöferö af ýmsu tagi veröi gefin, skurðaðgerð, geislameðferö og lyfja- meðferð. Þegar meöferðhefur verið ákveðin er oft hægt að vera bjartsýnn. Og Sigurður bætir við: — Fólk vill nú vita sannleikann og oftast er aðdragandinn það langur áöur en kemur til okkar kasta, að fólk er búið að búa sig undir fréttirnar. Það er hinsvegar erfitt, ef sjúk- dómurinn tekur sig upp aftur eftir fleiri ár. þegar frummeöferð er lokið. Þá eru líkur á góðum árangri meðferðar oft minni, og því er mjög rnikils um vert aö vel hafi tekist til í byrjun. segir Sigurður Björnsson læknir. En hvað" segir fólkið sjálft, krabbameins- sjúklingarnir? Helgarpósturinn hefur rætt við þrjá sjúk- linga. sem allir eru nú orðnir hressir eða vel á batavegi. En öll horfðust þau á við dauðann í marga mánuði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.