Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 18
Föstudagur 8. október 1982 . i8__,__________________________ Fróðleiksmolar um vítamín Menn áttu löngum erfitt meö að sætta sig við að hægt væri að verða veikur af einhverju sem maður etur ekki, en slík er einmitt orsök allra hörgulsjúk- dóma. Maðurinn þarf í fæðu liðlega 40 efni: frurn- efni og misflókin efnasambönd, í mismiklu magni. Ef eitthvert þessara efna vantar til lengdar í mat- inn koma fram hörguleinkenni. Meðal efna sem líkaminn verður að fá eru ein þrettán bætiefni eða vítamín, þ.e. iífræn efna- sambönd sem líkaminn þarf lítið eitt af en getur ekki sjálfur framleitt eða ekki nægilega hratt til að anna eigin þörf. Meðan menn þekktu ekki efna- samsetningu vftamínanna voru þau auðkennd bókstöfum: A, B, C, D og E og svo K (stafirnir F og H hafa líka verið notaðir). Seinna kom í Ijós að það setn menn héldu að væri eitt vítamín og köll- uðu B eru allmörg efni. Sjúkdómum vegna vítamínskorts eru gefin nöfn - beriberi eða taugakröm, pellagra eða húðkröm, skýrbjúgur o.s.frv. Þótt oft sé sagt að hörgull á tilteknu vítamíni valdi hverjum kvilla þá er það nú samt svo að menn hafa varla nokkufn tíma verið þannig aldir að þeir hafi einungis og einhliða liðið skort á einu efni. Sá „klassíski" skyrbjugur hefur til dæmis sjálfsagt verið nokkuð fjölþættur hörgul- sjúkdóntur. þótt mest hafi borið á einkennum vöntunar á askorbínsýru eða C-vítamíni. Skyrbjúgur hefur líklega verið nokkuð árviss vágestur í íslenskum kotbýlum á útmánuðum. Eins lék sjúkdómurinn sæfara á langferðum löngum grátt. Fyrstu cinkenni skyrbjúgs eru oft tannholdseymsli, en eftir því sem veikin ágerist Ieggst hún á fleiri parta líkamans og getur verið banvæn. Breski flotinn þurfti að vernda víðáttumikið heimsveldi og skyrbjúgur var verulegt vandamál meðal sjóliða. Undir miðja átjándu öld var iækni í flotanum, James Lind kapteini, falið aðgrennslast fyrir um orsakir veikinnar. Lind fékk til tilrauna marga matrósa illa haldna af skyrbjúg, skipti þeim í tvímenningslið og prófaði eitthvert húsráð á hverju liði. Einir tvímenningarnir voru fóðraðir á sítrónum, og þeir náðu sér furðufljótt og gátu aðstoðaö Lind við að reyna aö lækna hina, með afar litlum árangri. Lind reit svo flotamálaráðu- neytinu skýrslu upp úr 1750, þar sem hann mælti með því að öll skip hans hátignar yrðu fyrir lang- feröir birgð sítrónum og sjóliðum gefinn sítrónu- safi dagiega. Ef sjómenn vrðu tregir til að neyta svo framandlegs drykkjar lagði Lind til að safan- um yrði blandað í daglegan rommskammt þeirra og myndu þá fáir leifa. Erindið hlaut hefðbundna ráðuneytisafgreiðslu - velktist milli stjórndeilda fióra áratugi - en upp úr 1790 var ákveðið að fara ao ráðum Linds. Á þess- um tíma voru sítrónur kallaðar „limes" á enskri tungu (sem nú er haft um annan ávöxt skyidan, en mun snauðari að C-vftamíni), og matrósar krún- unnar uröu að vonum fyrir aðhlátri vegna sítrónu- neyslunnar og eru síðan uppnefndir „limeys". Hafnarhverfi í London. þar sem sítrónuskemmur flotans voru. heitir enn „Limehouse". Nýjum þjóðféiagsháttum fylgdu stundum breyttar neysluvenjur sem ýttu undir verulega út- breiðslu hörgulsjúkdóma. Hrísgrjón hafa löngum verið undirstöðufæða í Austurlöndum. Þegarfarið var aimennt að fletta hýðinu af hrísgrjónunum í verksmiðjum breiddist út kvilli sá sem beriberi heitir á máli Singhala á Ceylon, eða taugakröm á íslensku, ogstafar af vöntun á B-vítamínum, eink- um svo nefndu þíamíni. Taugakröm kallar fram truflaða skynjun í limum og síðan lömun; einnig fylgir oft bilun á hjarta og æðum. Veikin breiddist út í Suðaustur-Asíu á 19. öld líkt og farsótt, og jafnvel var talið að um smitsjúk- Attafkrakan Umsjón: Ömólfur Thorlacius dóm væri að ræða. Svo var það um aldamótin síðustu að hollenskur læknir á Jövu»Christiaan Eijkman, framkallaði sjúkdóminn á hænsnum með því að ala þau á hvítum hrfsgrjónum, og læknaði svo fuglana með ófáguðum hrísgrjónum. Komst þá upp hið rétta eðli kvillans. þótt vítamín- ið væri ekki einangrað fyrr en alllöngu síðar. Sunnantil í Bandaríkjunum liggur enn í landi annar B-vítamínhörgulsjúkdómur, pellagra eða húðkröm. Pellagra mun þýða „hrjúft skinn“ á í- tölsku enda einkennist veikin af útbrotum, einnig af meltingartruflunum og skemmdum í miðtauga- kerfi. Pegar húðkröm var í hámarki í suðurríkjun- um, á fyrstu áratugum þessarar aldar, minnti hún helst á skæða farsótt. Aðstoðarmaður landlæknis í Bandaríkjunum, Joseph Goldberger, tók árið 1914 að sér að leita orsaka sjúkdómsins'. Hann varð brátt afhuga því að um smitsjúkdóm væri að ræða, til þess var útbreiðsla veikinnar of stétt- bundin. Goldberger tók til dæmis eftir því að húðkröm var útbreidd meðal vistmanna á geð- veikraspítölum og munaðarleysingjahælum, en starfsfólk Jtélt heilsu, enda nærðist það á mun fjölbreyttári fæðu en sjúklingarnir og krakkagrisl- ingarnir. Hannfékk fjárveitingu handa einu mun- aðarleysingjahæli til að kaupa starfsmannamat handa öllu liðinu, og þá var eins og við manninn mælt, húðkrömin hvarf á skömmum tíma. Næst fékk Goldberger heimild stjórnvalda til að ala nokkra dæmda afbrotamenn á fæði eins og hann taidi orsök húðkramar. Þetta voru menn sem áttu eftir að afplána langa fangavist og var heitið sakar- uppgjöf að tilraun lokinni, svo og að þeir yrðu ekki fyrir varaniegu heilsutjóni. Á þeim komu brátt fram einkenni húðkramar, og þeim var svo sleppt úr prísundinni. Þóttist Goldberger nú hafa sannað samband húðkramar og mataræðis. En fylgjendur farsóttarkenningarinnar létu ekki segjast fyrr en Goldberger hafði, ásamt fjölskyldu sinni og nokkrum sjálfboðaliðum, gert án árani^ urs ítrekaðar tilraunir til að smitast af húðkramaW sjúklingum eftir flestum þekktum smitleiðum. Húðkramarsjúklingar Goldbergers lifðu á ódýrri jurtafæðu, einkum maís, og var uppistaða matar- ins mjölvi. Ef bætt var í kostinn kjöti eða eggjum og mjólk iagaðist heilsan. Til að halda húðkröm frá lesendum Helgarpóstsins kemur hér þokkaleg hænsnakjötsuppskrift: Hænsnakjöt Marengo (Handa 5 eða 6; kennt við þorp á N-Ítalíu, þar sem Napóleon sigraði Austurríkismenn árið 1800) 3 kjúklingar eða einn stór unghani l1 /: matskeið smjör l'/i matskeið matarolía 7: matskeið salt 'A teskeið ljós pipar 2-3 sneiðar fínt saxaður laukur soð úr sveppadós kjötkraftur 1 - 17: matskeiö tómatþykkni (puré) 1 - 2 dl rjómi 1 matskeið hveiti 1 lítil dós svcppir 10 - 12 smálaukar („perlulaukar") 1 teskeið fínsöxuð steinselja Skerið hænsnin í jafna bita og steikið í blöndu af smjöri og olíu (oiían gefur jafnari og fallegri lit). Kjötið er svo kryddað og lagt í steikarpott með söxuðum lauk. kjötsoði (súputeningur leystur í vatni, einnig má nota 17: dl af þurru hvítvíni) og tómatþykkni. Kjötið er steikt við hægan hita (180 til 190°C) í ofni í lokuðum pottinum. Það er aukið með sveppasoði og svolitlum rjóma ef þarf. Fleyt- ið að lokunt fituna af sósunni og jafnið hana meö hveiti ef hún þykir of þunn. Prófið kjötið með prjóni. Steikartími fer eftir aldri fuglanna: kjúklingur 20-25 mínútur, ungfugl allt að 17: til 2 timar). Sjóðið heila smálauka í saltvatni og steikið svo í smjöri ásamt sveppum og látið saman við kjötið (ég er raunar vanur að sleppa smálaukunum). Svo er steinseljunni stráð yfir og rétturinn borinn fram heitur í pottinum ásamt litlum, steiktum kartöfl- um (skv. uppskriftinni; ég nota soðnar) og græn- salati. Að lokum kökuuppskrift vikunnar, dökk form- kaka: Negrakaka 35 g kakóduft 2 dl rjómabland 1 dl sykur 120 g smjör l'A dl sykur 2 egg — 1 matskeið vanillusykur 200 g hveiti .17: siéttfull tesk. lyftiduft (ég kann ekki að slétt- • fylla hálfa teskeið en þetta hefur samt alltaf tekist) Hrærið saman í potti kakói, rjómamjólk og sykri, sjóðið blönduna og látið hana kólna. Hrærið smjör og sykur í hrærivél, látið eggin saman við (annað í einu) og 1 msk vanillusykur (eða vanillu- dropar og eina skeið af sykri). Blandið sáman hveiti og lyftidufti, sigtiö það (skv. uppskrift, ég svíkst oftast um það) og hrærið því og kaldri kakó- mjólkinni til skiptis í smáskömmtum út í smjör- biönduna. Smyrjið afiangt kökumót vandlega (man nokk- ur eftir kökuuppskrift þar sem mælt er fyrir um að smyrja mót óvandlega ?) og stráið í það brauðraspi (eða hveiti). í stað eins móts nota ég oft tvö minni. Látið deigið í og bakið við miðlungshita (200° C) um 50 til 60 mínútur. Fylgist vel með bakstrinum, tíminn fer eftir ofninum og stærð og Iögun mótsins. Prófið rneð prjóni. Kakan þolir víst vel geymslu, þótt ekki hafi reynt á það á mínu heimili. (Mér dettur í hug uppskrift á líkjör úr 96% alkohóli o.fl., sem gekk milli dýrafræðinga í Lundi þegar ég var þar við nám, og lauk með orðunum: „Ku verða betri ef hann fær að standa í 20 míhútur.“) Helgar. ..... jJósturinn Snjólfur snillingur í essinu sínu Ég hafði farið í klúbbinn „Fjór- ir kóngar“ og var, sannast að segja á veiðum. Ætlaði að reyna að krækja í eitthvað skemmtilegt spil sem ég svo gæti sagt ykkur- frá. Ég settist að vanda hjá vini mínum Snjólfi snillingi, en spilin sem komu voru svo innilega leiðinleg, að ég var hreinlega að^ hugsa um að fara. Snjólfur sá þetta, hnippti í mig og bað mig um að vera örlítið lengur. Svo var gefið og þá kom þetta spii: Teiturtöffari S K-G-2 H K-G-5-3 T K-D-G-10 L 10-9 Benni brotlegi S 10-9-7-6 H D-10-9-8-7 T Á-9-4 L 3 Konni kæni S D-5-4 H 4 T 7-6-5-2 L D-7-6-5-4 Snjólfur snillingur S Á-8-3 H Á-6-2 T 8-3 L Á-K-G-8-2 borðinu og kastaði sjálfur hjarta ás og sexinu. Nú var staðan þessi: S K-2 H K-5-3 T - - L - - S 9-7 S 5-4 H D-9-8 H - - T - - T - - ■ L - - L D-7-6 S 8-3 H - - T - - L Á-K-G Nú kom hjarta kóngur úr borði. En nú var það Konni kæni sem var í baslinu. Hann sá strax að kastaði hann spaða þá kæmi spaðakóngur næst og þá væri hann kominn í millihöndina með trompin sín. Pví trompaði hann með sexinu. Snillingurinn tók með gosanum og lét síðan laufa kóng. Benni brotlegi og borðið köstuðu báðir hjarta. Pá kom tromp ásinn og nú var veslings Benni í baslinu. Hann vissi að Konni átti ekkert hjarta, svo eina vonin var að kasta spaða! Þá lét Snjólfur snillingur sagði eitt lauf. Benni brotlegi sagði eitt hjarta. Teitur töffari hugsaði sig um svolitla stund og sagði svo þrjú grönd. Konni kæni sagði pass, en snillingurinn hikaði hvergi og sagði samstundis sex lauf, sem Konni kæni doblaði. En hvað skeði? Jú, snillingurinn re- doblaði alveg á stundinni. Nú fannst mér vera komið fútt í spila- mennskuna og var feginn því að hafa ekki farið. Benni brotlegi byrjaði með því að láta spaða tíuna. Upp komu spil blinds. Töffarinn var ekki beint hamingjusamur á svipinn. Snillingurinn lét gosann strax á tíuna og Konni kæni drottninguna| sem snillingurinn tók með ásn- um. Þá kom tígul áttan. Benni gaf og borðið átti slaginn. Meiri tígull og nú tók Benni á ásinn og lét hjarta tíuna. Gosinn í borðinu hélt og nú kom laufa tían úr borð- inu. Enginn vildi hana.Laufa ní- una vildi heldur enginn. Þegar Benni brotlegi lét hjarta í tromp- ið, þá seig brúnin á Snjólfi snill- ingi um leið og hann sagði: „Þurf- ti trompið að liggja svona and- styggilega". Nú hugsaði hann sig um örlitla stund, en svo var eins og bros færðist um andlit hans. Hann lét báða tíglana sem eftir voru í snillingurinn spaða þristinn, sem hann tók á kónginn og fékk-síð- asta slaginn á áttuna heima. Austur og vestur fengu því aðeins einn slag á tígul ásinn. Teitur töffari rauk upp af stóln- um og sagði: „Þetta var fallega spilað hjá þér Snjólfur. En mér fannst þú vera kaldur að svína hjarta gosanum strax og það yfir til doblarans. Varstu þá þegar bú- inn að reikna út legu spilanna?" „Ekki beint, en ég sá strax að ég þurfti að nota þessar innkomur í borðinu. Eftir að svínan tókst, gat ég hent hjartanu og sett vest- ur í kastþröng". Þetta var stór- fengleg spilamennska Snjólfur. Þakka þér fyrir, sagði töffarinn. Þegar ég nokkru seinna kvaddi vin minn Snjólf, tjáði ég honum að ég væri honum þakklátur fyrir að hafa beðið mig um að fara ekki strax, því ég hefði alls ekki viljað missa af að horfa á síðasta spilið. -----------oOo - ‘— Heyrt í spilaklúbb „Geturðu aldrei munað eftir því Guðjónína, að ég spila aldrei út einspili nema með vinstri hendinni?" Spilaþraut helgarinnar s Á H D-G-8-5 T Á-8-7-6-5-4 L Á-D S K-G s 9-8-7-6-5-^ H 10-9 H K-7-4-3 T K-10-9 T G L K-10-8-7-6-5 L G-9 S D-10-3-2 H Á-6-2 T D-3-2 L 4-3-2 Suður vinnur þrjú grönd. Vest- ur lætur laufa sjö. LAUSN Norður tekur með laufa drottn- ingu og tekur á spaða ás. Hjarta drottningu spilað og hún gefin (rétt spilamennska). Kóngurinn látinn á hjarta gosann, sem suður tekur með ás. Lætur lítinn spaða. Austur fær á kónginn. Norður kastar hjarta áttunni! Vestur lætur lauf, sem norður tekur á ásinn og lætur hjarta fimmið. Taki austur á sjöið og láti tígul gosann, þá gefum við- Spaðar suðurs setja svo vestur í kast- þröng í laufi og tígli. Vilji austur ekki taka síðasta hjartað, verður vestur settur inn til þess að spila frá tígul kónginum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.