Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 5
irinn Föstudagur 8. október 1982 5 „Enginn þorði að nefna krabbamein upphátt’f — Þetta krabbamein, sem ég tékk fyrir niu árum er kailaö „Hodgkins-sjúkdóm- ur”, og ég hef oftbölvað þessum Hodgkins gamla fyrir að finna hann upp! Samt er þetta vist eitt af þvi skásta sem maður getur fengið af krabbameini að vera, þetta er orðið sæmilega viðráðanlegt, segir Auður Haraldsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavikur- borgar við Helgarpóstinn. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að mikl- ar bólgur hlaupa i eitla likamans, og hjá Auði byrjaði hann á hálsinum. En hún veitti þvi litla athygli þar sem hún var ný- stigin upp úrkvefi og hálsbólgu þegar ein- kennin gerðu fyrst vart við sig. En hún var með barni á þessum tima og sjúk- dómurinn uppgötvaðist þegar hún kom til mæðráskoðunar. — Það uppgötvaðist að ég var með bólgna eitla alveg niður i brjósthol, og þá byrjaði ballið, segir Auður. -^Tívernig brást 'þú við þegar þér var j tilkynnt-að þú værir með krabbamein? — Ég hugsa að ég hafi verið svolitið sljó fyrst, þegar mér var sagt það, sem betiir i fer, ég hafi ekki sýnt mikil viðbrögð. Auk ! þess var þessu pakkað frefcar pent inn i I hafði mestar áhyggjur af þvi hvórt þetta | hefði áhrif á -barnið, var annars sjálf I furðu hress.. Alla"vega var engin uppgjöf i mér. Eftir að meinið uþpgötvaðist tók við löng og erfið meðferð, sem var fólgin t bæði geislun, og lyfjakúrum. Tilgangur- inn var að drepa niður krabbameinsfrum- ur i örri skiptingu. En lyfin og geislarnir gera ekki greinarmun á sjúkum og heil- brigðum frumum i örri skiptingu. Þvi drápu þau lika hvit blóðkorn með þeim af- leiðingum að likamleg mótstaða Auðar minnkaði. — Ég var þvi oft i einangrun, illa haldin, og fékk allar pestir, segir Auður, sem var viðloðandi sjúkrahúsið næstu fimm árin. Nú er liðiö á fimmta ár siðan meðferðinni lauk og reglubundið eftirlit hefur ekki leitt i ljós, að sjúkdómurinn hafi tekið sig upp aftur. — Hver voru viðbrögð fólks við fréttinni um að þú værir með krabbamein? — Þau einkenndust af óskaplega miklu öryggisleysi fyrst i stað, og það gengu alls konar sögur um það hvað væri að mér. Meðal annars var sagt að ég væri með blóðkrabba. En lengi þorði enginn að nefna orðið krabbamein við mig né tala um það upphátt og jafnvel ég hlifði fólki við að tala um það. Margir reiknuðu bara með þvi að timi væri kominn til að byrja að safná fyrir kransinum! En ég var oft spurð að þvi hvernig ég hafi, það,er jafn mikilvægt að hún misSi ekki móðínn og sjúklingurinn sjálfur. Og ég var allan timann ákveðin i þvi að hafa betur en Hodgkins gamli! — Er vitað hvort hefur haft betur? — Samkvæmt statistikkinni ætti ég að Auður Haraldsdóttir vera sloppin, að svo miklu leyti sem hægt er að sleppa^. Það má segja að það sé lán i óláni að ég skyldi hafa fe.ogið einmitt lægt, þaö er komið,á fiinmta ár siðan ég hef farið i meðferð og ýmislegt oröið eins og i þoku. En af þessu hef ég hins vegar öðlast lifsreynslu sem hefði tekið mun lengri tima að öðlast ef þetta hefði ekki komið til. Þegar ég var 24 ára gömul hafði ég ekk- ert hugsað um dauðann. En eins og gefur að skilja fór ég að hugsa ýmislegt á þess- um árum. Ég fór meðal annars að hugsa um hvað skipti máli i lifinu og hvað ekki, og nú hræðist ég ekki dauöann. Og ég held ég hafi aldrei verið með neinn dauðasvip yfir mér, alla vega ekki að staðaldri, né heldur að ég væri alltaf að hugsa um þetta. Enn hugsa ég afskaplega litið um krabbamein og geri mér grein fyrir þvi að margt verra hefði getað gerst. Ég hefði getað misst sjónina eða hendurnar. Nú get ég gert nánast hvað sem er þótt ég geti kannski ekki hlaupið upp um fjöll og firn- indi. Ég held að batalikur séu meiri ef fólk er bjartsýnt og tilbúið að berjast. Ég held lika, að það þurfi að vera meiri opinber umræða um þessa sjúkdóma — ég er ekki að segja að allir eigi að fara að búa sig undir að fá krabbamein. En fólk þarf að gera sér betri grein fyrir þvi hvað þetta er svo það verði ekki eins hrætt ef tíl dæmis einhver þess nánasti"lendir i þessu. Kaunar held é£ ao hræösian sé a uncian- heföi heldur doltið og #brotið h.vert bein. Það hefði þó sést! Mér fannst samt fólk lita á krabba.mein svoiitið svipað og geð- veiki, sjúkdóm sem best væri að tala sem rríinnst um. Það var hræðslan við hið óþekkta held ég, segir Auður Haralds- dóttir að lokum. i „Varð að leika hetju gagnvart ættingjunum7 f —- Nú það er þá svona, varð mér að orði þegar ég þóttist Frnna að ég væri með brjóst- krabba. Eg þekkti þctta, því móðir mín dó úr brjóstkrabba fyrir aldur fram. Síðan gekk þetta afskaplega fljótt fyrir sig. Eg fór í skurðaðgerð þar sem annað brjóstið var tekið af mér og var síðan sett í hendurnar á lyflækni sem ég gekk til í heilt ár, segir Asta Thorstensen kennari um reynslu sína af þessum alræmda sjúkdómi. Nú eru liðin fjögur og hálft ár síðan hún gerði þessa hræðilegu uppgötvun. — Þetta kom á tíma þegar ansi mikið hafði gengið á hér á heimilinu. Maðurinn minn var tveimur mánuðum áður skorinn upp á líf og dauða vegna slæmsku í briskirtl- inum. Hann átti í því lengi og á enn í þessu, en þetta er óiæknandi sjúkdómur sem fólk verður bara að læra að lifa með, heldur Ásta áfram. — Þegar þetta bættist ofan á varð mér fyrst og fremst hugsað til dætra okkar tveggja, sent þá voru átta og tíu ára. Sjálf var ég búin að vera innanum veikindi svo lengi þótt ég hefði ekki verið veik sjálf, að ég hugsaði fyrst og fremst um að útlitið yrði svart fyrir þær, ef við féllum bæði frá. Sjokkið kont hinsvegar þegar ég horföi nánast upp á konu sem lá með mér á stofu deyja úr krabbameini. Eftir það brotnaði ég saman og átti margar andvökunætur. En Ásta Thorstensen það hlaut að koma að þessu sjokki fyrr eða seinna, kannski var bara ágætt að það skyldi gerast svona fljótt. Eg þóttist vita strax að þetta væri krabba- mein, en mér var samt ekki sagt það beinlínis strax. Ettir aðgeröina var eg send i geislameðferð og sett á lyfjagjöf, og'það var versti hlutinn af þessu öliu saman. Það er fyrst núna, meira en þremur árum eftir að þessu lauk, að ég get horft á Borgarspítal- ann. Lengi varð ég alltaf að líta undan. þegar ég fór framhjá honum! Eg þurfti ekki annað en koma í anddyriö. þá fann ég þessa spítalalykt. og þaö setti að ntér flökurleika. En ég fann ekkert fyrir þessu þó ég kæmi á aðra spítala! — Hver voru viðbrögð fólks við fréttinni unt að þú værir með krabbamein? — Það var algengt, að fólk reyndi að breiða yfir þetta. Margir sögðu: „Það er ekki víst að neitt verði úr þessu". En sjálfri fannst mér það hjáipa mér að tala opið um þetta. Því svaraði ég fólki oft á þá leið, að eitthvað hlyti að vera að, fyrst ég væri sett í alla þessa meöíerð! Og viöbrögðin voru oft þau, að fólk sagði undrandi: „Þú segir þaö bara svona?!" Svo myndast kjaftasögur, ef ekki er talað hreint út. Maður veit að fólk hefur verið að spá í hlutina, „hún er alveg að deyja, þetta er vonlaust", og það er farið varlega í kring- um hlutina. Þetta eru náttúrlega eðlileg viöbrögð fólks, þegar þes'su er skvett svona framan í það. Fólk er nefnilega oft ekki nógu frjáls- legt, það er svolítið bælt. Það er alltaf veriö ;ið reyna að særa ekki aðra eins og skiljan- legt er. — Hvernig hefur meinið svo artað sig? :— Ég hef verið stálhraust og hef mikla starfsorku. Ég man stundum ekki eftír þessu og þetta háir ntér alls ekki, ég get gert allt, sem ég gat áður. — Þegar.þú lítur til baka, með hvaða hugarfari tókst þú á við sjúkdóminn? —: Eins og ég hef sagt er ég vön því að hafa veikindi allt í kringum mig þannig að ég veit hvernig fólk bregst viö. Það var líka þannig lengi vel, að það var ég sem varð að vera sá hinn stóri leikari og leika hina sann- kölluöu hetju gagnvart ættingjunum og kunningjum svo aö þeir brotnuöu ekki nið- ur! Þetta heíur verið mikil reynsla fyrir mig, áð kynnast því að vera veik sjálf. Síðan hef ég reynt að nýta þessa reynslu mína með því að vera ein af þessum Samhjálparkonum. Við förum í sjúkrahúsin ef þess er óskað og tölum viö sjúklinga sem svipað er ástatt fyrir og við höfum þá reynslu að Itafa gengiö í gcgnum þetta. Sjálf aðgerðin varekki svoerfið. En lyfj- ameóferðin er erfiðari en hægt er að lýsa. Maður er undirlagður af þessu bæði á lík- ama og sál, segir Ásta Tljorstensen. „Aðalatriðið að berjast og sjá hvað setur” — Þegar ég kom út af sjúkrahúsinu föömuðu vinir rninir og frændur mig að sér, og allir áttu þeir handa mér ráð. Þau voru öll á eina lund: Fara varlega og gera ekki neitt, helst fara beint i rúmið. En ég vildi ekki fara eins að og haft er eftir Páli nokkrum Jónssyni, sem kall- aður var Púlli og eitt sinn setti svip á bæinn, „gera ekki neitt og hvila mig svo vel á eftir”. Viðhorfið hjá mér var strax að berjast við þctta og sjá svo til. Það er Kristinn Bergþórsson verslunar- maður, sem scgir þctta við Helgarpóst- inn, hress og frisklcgur, rúmum fimm mánuðum eftir að yfir honum var felldur dómur, sem svo margir óttast og telja óumflýjanlegan dauðadóm. „Þú ert með krabbamein”. Þaðer blóðkrabbi, ööru nafni hvitblæði, sem hrjáir Kristin, og það bar að með skjótum hætti. — Ég var vestur i Flórida að spila golf i janúar og kenndi mér einskis meins. Eftir að ég kom heim fór ég að fá máttleysis- tilfinningu, sem ágerðist stöðugt. Ég hélt i fyrstu að þetta væri bara skammdegis- drungi og fjörefnaskortur og fór að punda i mig vitaminum. En að lokum var ég orð- inn svo máttlaus, að eitt sinn þegar ég var á leiðinni upp Bakarabrekkuna hættu fæt- urnir að hlýða mér, ég var orðinn ör- magna af þreytu eftir stutta göngu, segir Kristinn. Eftir þetta leitaði hann læknis og var settur i blóðrannsókn. Þetta var siðasta vetrardag i vor og niðurstöðurnar áttu að koma eftir helgina. En læknirinn hringdi seinna sama dag og sagði Kristni að hann yrði að vera kominn á sjúkrahús fyrir kvöldið. — Ég spurði hvort nokkuð lægi á, það væri fridagur framundan, sumardagur- inn fyrsti, en læknirinn sagði að ekki væri verið að vernda umhverfið fyrir mér, heldur mig fyrir umhverfinu. Ef ég fengi svo mikið sem kvef væri ég dauðans matur. Likamlegt ástand Kristins var þannig, að hann hafði minna en 50% blóð og innan við 200 hvit blóðkorn, en einkenni blóö- krabba eru þau, að hvitu blóðkornin eyði- leggjast. En Kristinn fékk tækifæri til að færa fjölskyldunni fréttirnar og hann bað eiginkonu sina og börnin tvö, sem bæði eru uppkomin, að taka þetta ekki þungt. — Þetta er nú einu sinni lifsins gangur, sagöi ég við þau. Hingað til hef ég verið heppinn i lifinu, hef átt góða fjölskyldu, ágætar tekjur og tækifæri til að ferðast meira en gengur og gerist. Ég get ekki gert kröfu til þess að ekkert komi fyrir mig i lifinu. Samt urðu viðbrögð fjölskyldunnar daufari en min eigin, segir Kristinn Berg- þórsson við Helgarpóstinn. Síöan tók viö rúmlega tveggja mánaða lega á Borgarspitalanum, með sterkum lýfjagjöfum. Meðhöndlunin var sú að drepa hvitu blóðkornin og láta likamann mynda ný, sem vonandi yrðu heilbrigð. — Ég bar strax ótakmarkað traust til Kristinn Bergþórsson læknisins sem stundaði mig, og þegar ég lit tii baka finn ég að mér hvorki leiddist né leið illa þennan tima á sjúkrahúsinu, enda hlaut ég mjög góða hjúkrun. Þegar ég kom út var ég alsköllóttur og fyrstu fimm eöa sex vikurnar óx mér ekki skegg. En nú hef ég fengið háriö aftur, aö visu dálitið grárra en áöur, og ég er aftur far- inn að raka mig daglega! Og eins og ég sagði fór ég öðruvisi að en vinir minir og frændur ráðlögðu mér. Ég fór i gönguferðir og fór fljótlega að stunda golf eins og ég hef gert i 20 ár. Fyrst fór ég bara fáar holur en þeim fjölgaði dag frá degi. Þegar ég kom út fannst öllum sem þeir heföu heimt mig úr helju, jafnvel fólk sem ég þekki litið sem ekkert faðmaði mig að sér ef ég hitti það úti á götu og sagði að þvi fyndist sem ég væri risinn upp frá dauð- um. Ef ég ætti að ráðleggja fólki eitthvað, sem lendir i svona löguðu, væri það i fyrsta lagi að það haldi hugarró sinni, svo 'ekki fari allt i hnút. Auðvitað skiptir máli á hvaða aldri það er, þetta horfir öðruvisi við ungu fólki sem á ung börn en til dæmis mér. Min börn eru oröin uppkomin og geta séð um sig sjálf. En aðalatriðið er aö berjast og sjá svo hvað setur, alls ekki mynda sér þá skoðun að yfir þvi hafi verið felldur dauðadómur, segir Kristinn Bergþórsson af sinni óbilandi bjartsýni. Sjálfur veit hann ekki hvort hann er úi allri hættu og hann verður að fara á spit- alann til lyfjagjafar enn um langa hrið. — Ég veit ekki annað en ég sé á uppleið en fyrir svona átta eða tiu árum hefði litið sem ekkert verið hægt að gera. I staðinn hef ég nú þegar unnið hluta úr degi i fyrir- tækinu i tvo mánuði og það er langt frá þvi að ég hafi afskrifað sjálfan mig, segir Kristinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.