Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 8. október 1982 Helgar---—
---------------------------------------'pósturinn
talinn stjórna eins og einræðisherra enda héfur ákvarð-
anatakan gengið nokkuð fljótar fyrir sig undir hans stjórn
en í tíð þriggja flokka samstarfsins, eins og ekki er óeðli-
legt. Og víst er, að það gustar af nýja borgarstjóranum.
Rúmir fjórir mánuðir eru iiðnir síðan nýr borgarstjórnar-
meirihluti, og nýr borgarstjóri, tóku við í höfuðborg iýð-
veldisins. Nýi borgarstjórinn, Davíð Oddsson, hefur
fengið það óþvegið í blöðum andstæðinganna. Hann er
Nafn: Davíð Oddsson Starf: Borgarst j6r i Heimili: Lynghagi 5 Fæddur: 17. jan6ar 1948
Heimilishagir: Kvæntur Astríði Thorarensen, einn sonur Bifreið Engin, lögð til
embættisbif reið Áhugamál: Leiklist, bridge, tafl, veiði, ferðalög
Svar við valdhroka ráðherrans
- Hvcrnig kanntu við þig í starfi borgar-
stjóra?
„Ég kann Ijómandi vel viö mig. Ég kann-
aðist við starfið fyrirfram, hafði verið borg-
arfulltrúi í átta ár og í borgarráði í tvö ár.
Þetta er fjölþætt starf og mikiö að gera - en
maöur sér að það gengur undan manni og
það hlýtur að veita nokkra lífsfyflingu."
- Er starfið öðru vísi cða svipað því, sem
þú áttir von á?
„Þetta er ennþá meira starf en ég átti von
á. Maður er raunvérulega allan sólarhring-
inn í starfinu. Kemur hvergi í boð eða á
fund án þess að rætt sé viö mann um borgar-
mál, jafnveí í kirkju."
- Tclurðu þig vcra á rcttri leið í stjórnun-
araðferðum þínum? I»ví er m.a. haldið
fram, að þú stjórnir meira og minna einn og
án svokallaðrar faglegrar umljöllunar við-
eigandi borgarstofnana.
„Það er langt frá því að ég stjórna einn.
Kannski sem betur fer. Hins vegar er bað
eðli málsins að þegar borgarstjóri með póli-
tískt vald situr í þessum stól, þá breytast
starfsaðferðirnar. Hér sat á undan mér
ágæ'tur maður, en hann var í raun keflaður
frá upphafi. Hann varð aö hafa samband
við flokkana þrjá, áður en minnsta ákvörð-
un var tekin, og allt það tók langan tíma. Þú
sérð muninn á þessari borgarstjórn og
þeirri fyrri. Það hefur verið k\?artað viö mig
af andstæðingum yfir því, að um miðjan
ágústmánuð hafi ég veriðbúinn aögera allt
of mikið. Um miðjan ágústmánuð í upphafi
síðasta kjörtímabils var loks ráðinn borgar-
stjóri. Þá höfðu liðið tveir og hálfur mánuð-
ur. Síðan tók sinn tíma fyrir þann mann að
komast inn í málin, eins og eðlilegt er, og þá
kom á daginn að honum voru ekki ætluð
nein völd. Ég hef daglegt samband við ráð
og nefndir, formenn þeirra og fagmenn.
Það er því fjarri því, að ég stjórni eins og
einræðisherra."
- Samt er talað um Borg Davíðs, Camp
David og svoleiðis nokk. Kitlar þannig um-
ræða þig?
„Nei, hún fer heldur í taugarnar á mér.
Einhver vinur minn sagði. að það ætti held-
ur að kalla Reykjavík Stalingrad, ef'fólk
tryði þessu einræðistali. Ég læt mér þetta í
léttu rúmi liggja. Þegar helstu breytingarn-
ar verða um garð gengnar fær fólkið leiða á
þessu keisaratali."
- Hvað telurðu að sé það merkasta, sem
þú og meirihlutinn í borgarstjórn hafa kom-
ið fram það sem af er kjörtímabilinu?
„Það merkasta held ég að sé, að það er
komið inn í vitund borgarbúa - og jafnvel
flestra landsmanna - að það sé hægt að efna
kosningaloforð og að það standi til. Þessir
fyrstu mánuðir hafa komið þeirri mynd á og
það er vitaskuld óskaplega mikill kostur.
Það leggur öðrum stjórnmálamönnum,
ekki bara borgarfulltrúum, miklar byrðar á
herðar í næstkomandi kosninguin."
- Eitt kosningaloforðið var að selja
Ikarus-vagnana. Nú fást ekki nógu góð til-
boð í þá. Kemur þér það á óvart að undan-
gcnginni þeirri umræðu, sem fram fór um
„ágæti“ vagnanna í borgarstjórn?
„Umræðan gekk út á það, að þessir vagn-
ar væru.alls ekki hæfir sem strætisvagnar.
Þeir þurfa að halda mjög stífri áætlun og
Ikarus-vagnarnir hafa ekki getu til þess.
Við skulum muna, að þegar vagnarnir voru
keyptir voru sendir utan þrír valinkunnir
embættismenn undir forystu fyrrverandi
borgarstjóra. Okkur var sagt þá að taka ætti
alfarið mið af því, sem þessir menn segðu,
og því væri óhætt að kosta nokkru til að
senda þá í þessa kynnisferð. Þegar þeir
komu heim voru þeirsammála um, að vagn-
arnir hentuðu ekki fyrir strætisvagna
Reykjavíkur. Sú niðurstaða féll ekki í
kramið. Þá var gripið í pólitíkina og vagn-
arnir keyptir engu að síður. Nú höfum við
tekið ákvörðun, sem er faglega grundvöll-
uð. Vagnarnir henta ekki - ég er hér til
dæmis með þykkan bunka af bréfum frá
vagnstjórunum þess efnis - og því lofuðum
við að selja vagnána. En við getum náttúr-
lega ekki selt þá nema við fáum kaupendur,
og það vekur furðu mína, í þessu bílalandi,
að-enginn skuli treysta sér til að bjóöa í þá
nema einn fjórða af kaupverði. Ekki einu
sinni Strætisvagnar Kópavogs, þar sem
menn hafa lýst því yfir, að vagnarnir dygðu
ágæta vel. En þar eru þeir bara í innanbæj-
aráætlun, sem er ekki stíf."
- En stafar þetta ekki einmitt af því, að
þið hafið talað svo mikið um að vagnarnir
séu ómögulegir?
„Nei, við höfum sagt, að vagnarnir séu
óhæfirsem strætisvagnar. Þá tökum við mið
af því, sem vagnstjórarnir og sérfræðing-
arnirsegja. Það þýðir auðvitað ekki, að þeir
geti ekki hentað til annars konar starfsemi.
Það þarf sterka og öfluga vagna til að halda
þeirri áætlun, sem hér er.“
- Þegar þú hugsar til baka, fínnst þér þá
að þetta Ikarus-mál hafí virkilega verið þess
virði að gera það að stóru kosningamáli?
„Þetta var aldrei gert að stóru kosninga-
máli. Stóru kosningamálin hjá okkur voru
skipulagsmálin - að sveigja frá Rauða-
vatnsskipulaginu og lækkun fasteigna-
gjalda. Ikarusmálið var bara eitt af mörgum
smámálum, og það gekk út á, að slík mál
bæri að vinna faglega. Alþýðubandalagið
barðist fyrir því með hnúum og hnefum - og
setti jafnvel skilyrði; hótaði að sprengja
meirihlutasamstarfið eftir því sem ég hef
‘frétt - að keyptir yrðu 20 lkarus-vagnar í
staðinn fyrir þá 20 Volvo-vagna, sem áætl-
að var að keyptir yrðu. Ef farið hefði verið
að þessari kröfu að fullu, þá væri strætis-
vagnakerfið í Reykjavík hrunið. Hvorki
meira oé minna. Og það var vissulega pólit-
ískur loddaraleikur að taka ákvörðun gegn
ráðum fagmanna - fyrrverandi borgar-
stjóra, sem er verkfræðingur, forstjóra
Vélamiðstöðvarinnar ög tæknifræðings
S.V.R. Við gerðum þetta mál aldrei að
pólitísku máli, það gerði Alþýðubandalag-
ið."
- Nú hefur þú nýverið tilkynnt um skipu-
lagsbreytingar á stjórn borgarinnar.
Hverju hefur sú skipulagsbreyting í raun-
inni breytt öðru cn stöðuheitum nokkurra
æðstu embættismanna borgarinnar?
„I fyrsta lagi gerist það, að sumir af þeim
ágætu starfsmönnum, sem borgin hefur í
þjónustu sinni og sumir hafa setið nokkuð
lengi.þeir færast yfir á nýjan starfsvett-
I'vang^ Þessi tilhögun hefur reynst afar vel,
t.d. í bönkunum, þar sem séttar hafa verið
reglur um tilfærslu útibússtjóra og deildar-
stjóra. Menn frískast við tilbreytinguna og
þessi breyting hjá borginni hristir upp í
kerfinu. Ég er sannfærður um að þetta á
eftir að verða til góðs og tel mig þegar sjá
‘hilla undir það. Menn þurfa að taka á nýj-
• um málum, nýir menn koma inn í gamal-
gróin embætti með ný viðhorf - ég er alls
ekki að segja að þeir, sem fyrir voru, hafi
verið slæmir - og að því Ieyti til held ég að
þetta sé gott mál. Þessir embættismenn eru
allir æviráðnir. Það er ekki hægt að segja
þeim upp, enda hef ég engan áhuga á því.
En með samkomulagi við þá er hægt að
hreyfa þá til. Þetta vildi ég notfæra mér. Ég
vildi ekki ganga hér inn í gamalt kerfi, sem
hafði á sumum sviðum verið óhreyft í ára-
tugi, og láta það standa óbreytt."
- Þú minntist á Rauðavatnsmálið, sem
var ykkar helsta kosningamál. Þar tölduð
þið vinstri meirihlutann hafa l'arið skakkt
að. Telur þú það vera rétt vinnubrögð að
láta skipuleggja íbúðabyggð í Keldnalandi
án þess að hafa tryggingu fyrir því að landið
fáist?
„Við höfum tryggingu fyrir því. Ef samn-
ingar takast ekki tökum við landið eignar-
námi. En við viljum gjarnan semja, við vilj-
um gera vel við þessar stofnanir og erum
tilbúnir að setja undir þær labd, sem myndi
duga undir kaupstað á borð við Hafnar-
fjörð. Ef menn skoða málin hlutlaust er
mikil firra að halda því fram, að það sé
þrengt að Keldum og Keldnaholti. Þegar
menn koma á þetta svæði og skoða það
verða flestir hissa á hvernig er hægt að blása
mál upp með þessum hætti."
— En er þá betrá að byggja í nágrenni
veiru- og bakteríuræktunarstöðvar en við
Rauðvatn?
„Langminnsti þátturinn í'starfsemi þess-
ara stöðva er á því sviði. sem snertir fólk.
Þetta eru fyrst og fremst landbúnaðarrann-
sóknir. Væntanlega er miklu meiri hætta af
rannsóknarstofnun háskólans við Baróns-
stíg. Þar er verið að rækta bakteríur og
veirur-, sem geta gengið í fólk. Það er
auðvitað ljóst að stafaði slík hætta af þess-
um þætti starfseminnar, sem stundum hefur
verið látið skína í, þá yrði hann að flytjast
annað. Langt frá byggð. En þessi þáttur er
mjög lítill, fáir starfsmenn sem vinna við
hann. Þessi hætta er ekki fyrir hendi eins og
sjá má af því, að svæðið er ekki girt af, ekki
merkt sem hættusvæði og engar sérstakar
ráðstafanir við klóak."
- Á borgarráðsfundi í vikunni var sam-
þykkt tillaga ykkar sjálfstæðismanna um að
fela þér að leita eftir viðræðum við mennta-
málaráðherra um stöðu og starfsemi
fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík. Hefði sú
tillaga komið frant, ef mcnntamálaráðherra
hefði farið að tillögu mcirihlutans í fræðslu-
ráði og skipað Sigurjón Fjeldsted í stöðu
fræðslumálastjóra í Reykjavík?
„Það getur vel verið, að slík tillaga hefði
einhvern tíma komið fram. Ég hugsa að hún
hefði ekki komið fram á þessu stigi málsins.
Hins vegar er það ljóst, að starfsemi
fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík hefur
verið með allt öðrum hætti en á öðrum stöð-
um á landinu. Menntamálaráðuneytið hef-
ur hingað til metið það mikils. Við höfum
sett undir fræðsluskrifstofuna fjölmarga
borgarstarfsmenn, sem annars staðar væru
ekki undir fræðslustjóra settir. Við höfum
t.d. lagt 1.8 milljónir krória á sl. ári til skrif-
stofu fræðslustjóra, sem á öðrunt stöðum
eru undir sveitarstjórnaskrifstofunum.
Þetta hefur verið mikils metið af mennta-
málaráðuneytinu enda hefur fræðsluskrif-
stofan hér haft frumkvæði að öllum helstu
nýjungum, sem orðið hafa í fræðslustarfi í
landinu öllu. En þessi valdhroki mennta-
málaráðherra. sem, ég vil kalla svo, að
hunsa vilja borgaryfirvalda í þessu máli án
þess svo mikið að ræða það við okkur - það
gekk að vísu á því vikum saman í búnaðar-
dagblaðinu að vilji fræðsluyfirvalda í
Reykjavík í þessu máli skipti engu, það væri
IngvarGíslason, sem réði því-hannerekki
til eftirbreytni. Við munum að sjálfsögðu
sýna hinum nýja fræðslustjóra fulla kurteisi
og vinsemd en framvegis mun borgin stýra
sínum fræðsluþáttum í borginni sjálf, fyrst
ráðuneytið sl^er svona til hennar."
- Er þetta þáhreinlegahefndarráðstöfun
af ykkar hálfu?
„Nei, þetta 'er ekki hefndarráðstöfun.
Hún er aðeins rétt viðbrögð við þeirri á-
kvörðun ráðuneytisins, að framvegis skuli
þessi starfsmaður í raun vera deildarstjóri í
ráðuneytinu. Reglugerð gerir ráð fyrir, að
fræðslustjórar skuli ekki heyra undir neina
deild í ráðuneytinu, heldur beint undir
ráðuneytisstjórann. í Reykjavík er því hins
vegar þannig farið, að fræðslustjórinn hefur
virkað eins og borgarstarfsmaður. Hann
hefur komið á borgarráðsfundi til að gera
grein fyrir málum, við höfum greitt fyrir
hann risnukostnað, látið hann stjórna fjöl-
mennri skrifstofu og svo framvegis og svo
framvegis. Þetta ætlar Ingvar Gíslason af
einhverri skammsýni að brjóta niður eftir
fíokkspólitískum leiðum. Það harma ég."
-Er ekki þessi embættisvciting hans í
samræmi við það, sem áður hefur gerst?
Fara ekki cmbættisveitingar yfirleitt eftir
því hvar í flokki menn standa?
„Sem betur fer gerist það ekki alltaf. En
starf fræðslustjórans í Reykjavík hefur í
framkvæmd verið nánast borgarstarf. Þetta
.embætti hefur undir sér fjölmarga borgar-
starfsmenn, miklu fleiri en það á að hafa.
Kostnaður við skrifstofuna var í fyrra um
900 þúsund krónur en svo borguðum við 1.8
milljónir að auki, eins og ég sagði áður. Ef
ráðhérra væri ekki jafn ósýnt^ um stjórn
mála eins og honumvirðist vera, hefði hann
tekið tillit til óska borgaryfirvalda í stað
þess að sýna'þann valdhroka, sem hann lét
sér sæma að gera."
eftir Ómar Valdimarsson
myndir: Jim Smart —