Helgarpósturinn - 08.10.1982, Blaðsíða 8
JHelgai---------
Föstudagur 8. október 1982 QOStÚf~Ínn
Adam og Eva á buxum Brechts
Garðveisla eftir Guðmund Steinsson í Þjóðieikhúsinu
8
sÝnimj;irs;ilir
NýlistasafniA:
Dieler Roth. M.a. veröa sýndar bækur,
grafík og plötur. Þetta er sýning sem enginn má
missa af.
Listmunahúsið:
Kolbrún, S. Kjarval. Þetta er sölusýhing og
stendur yfir til 24. október. Sýningin er opin kl.
10-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar lokað á
mánudögum.
Listsýningarsalurinn,
Gierárgötu 34, Akureyri:
Þon/aldur Þorsteinsson, ungur Akureyringur.
. Sýningin stendur til 10. október og veröur
opinkl. 20-22 virkadagaen kl. 15-22 um
helgar.
Rauða húsið, Akureyri:
Á laugardaginn kl. 16 opna þeir Þorlákur Krist-
insson og Guömundur Oddur málverkasýn-
ingu. Þeir sýna 10 málverk. Báðir hafa þeir
stundað nám í nýlistadeild Myndlista- og
handiöaskóla íslands.
Norræna húsið:
Álenski listamaöurinn Guy Frisk sýnir málverk,
vatnslitateikningar og verk unnin meö blandaðri
tækni. Sýningin stendurtil 17. októberog þaó er
opið kl 14-19. i anddyri er sýning er nefnist
Vinabæjafundir en þaö er 60 ára afmælissýning
Norræna félagsins, yfirlitssýning frá vinabæjum
Norræna félagsins. Á laugardag kl 17 verður
hátíöadagskrá í tilefni afmælisins
Gallerí Langbrók:
Sýning Langbróka er opin kl. 12-18 virka daga
en kl. 14-18 um helgar.
Listasafn
Einars Jónssonar:
Myndir Einars eru til sýnis tvo daga í viku, mið-
vikudaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Á efstu
hæö hússins er íbúð Einars og konu hans og er
hún til sýnis gestum.
Ásgrímssafn:
Nú eru einkum sýndar vatnslitamyndir og hafa
margar þeirra sjaldan sést áöur. Þar gefur að
lita landslagsmyndir, blómamyndir og flokka
mynda úr þjóðsögum. Opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgangur
ókeypis.
Mokka:
Olga von Leuchtenberg sýnir oliumyndir, acryl-
myndir og vafnslitamyndir. Gott kaffi á meðan á
glápinu stendur.
Árbæjarsafn:
Opið saníkvæmt umtaii. Upplýsingar í sima
84412 kl. 9-10 alla virka daga.
Höggmyndasafn
Ásmundar Sveinssonar:
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 14-16.
Kirkjumunir
i versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stend-
ur nú yfir sýning á líst- og kirkjumunum eftir
Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunar-
tima og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnu-
daga.
Skruggubúð:
Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð sýning á
málverkum og teikningum enska súrrealistans
John W. Welson.
Kjarvalsstaðir:
Sýningu Braga Ásgeirssonar i vestursal lýkur á
sunnudagskvöldiö. Sýning á verkum Bertil
Thorvaldsen er opin út október og i forsal er litil
Kjarvalssýning.
Gallert Lækjartorg:
Myrian Bat-Yosef. Maria Jósepsdóltir, sýnir nú
frá 9. október til 24 október.
leikliíis
Litla leikfélagið, Garði:
Fostudagur: kl. 20.30 t.itli Klaus oa stóri Klaus
eftir Lisa Tezpner. Leikstjóri: Herdís Þorvalds-
dóttir. Sýningar verða i Samkomuhúsinu, Garöi
Frumsýning.
Sunnudagur kl. 15.1.itli Klaus »p stóri Klaus.
íslenska óperan:
Bóum til ópcru ettir Benjamín Britten og Eric
Crozier
Sýningar á laugardag og sunnudag kl. 17.00
- Sjá umsögn í Listapósti.
Þjóðleikhúsið:
Föstudagur kl 20: Garðveisla - Sjá umsögn i
Ustapósti
Laugardagur kl. 20: Aniadeus
Sunnudagur kl. 15: Gosi
Sunnudagur kl.20: Garðveisla
Litla sviðið
Sunnudagur kl. 20.30: Tvileikur
Leikfélag Reykjavíkur:
Föstudagur kl. 20.30: Skilnaður-Sjá umsögn i
Listapósti
Laugardagur kl. 20.30: Jói
Sunnudagur kl. 20.30: Skilnaður
Miðnætursýning á laugardaginn: Hassið
hennar mömmu.
Leikfélag Akureyrar:
Laugardagur kl. 20.30: Atómstöðin eftir Hall-
dór Laxness.
Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir
Sunnudagur kl. 20.30: Atómstöðin.
Garöveisla Þjóöleikhússins er
heimsslitaleikur. Táknleikur um
syndina og sakleysiö, glataða
paradísarsælu, dauðadans firrtr-
ar og spilltrar nútímamenningar.
Aðalpersónur eru Adam og Eva í
tvöfaldri útgáfu: annars vegar
naktir unglingar í aldingarðinum,
Guðjón P. Pedersen og Jórunn
Sigurðardóttir, hins vegar for-
djarfað nútímafólk karlrembu-
svín og mýsluleg gljápíka, Er-
lingur Gíslason og Kristbjörg
Kjeld. Þau síðarnefndu eru ger-
endur leiksins: freistarar sem
birtast í garðinum góða og tæla
unga fólkið til að neyta forboð-
inna ávaxta, vertar í garðveisl-
unni miklu sem nær hámarki með
krossfestingu Skaparans. Þegar
leiknum lýkur er veislusalurinn
rjúkandi rúst og lífsvon heimsins
ekki örinuren tvö börn, ný Adam
og Eva, sem rödd Skaparans í
hátalarakeríi leikhússins segir að
vera frjósöm, margfaldast og
uppfylla jörðina. I handriti höf-
undar á leikurinn raunar að bíta í
skottið á sér, enda í aldingarðin-
um þar sem hann hófst, en því er
ekki fylgt í þessari sýningu, að því
er virðist af sviðstæknilegum
ástæðum. Afleiðingin er sú að
hringrásin: sakleysi —> synd —»
dauði —> sakleysi, sem virðist
skipta miklu í verkinu, kemur
ekki jafnt skýrt fram í sýningunni
og í texta höfundar.
Fremst í fjölriti Þjóðleikhúss-
ins af Garðveislu er teikning eftir
barn. Ekki liggur í augum uppi
hvað hún á að sýna: Adam og
Evu við skilningstré, pabba og
mömmu með börnin að dansa í
kringum jólatré? Ég veit ekki
hvað myndin er á þessum stað
annað en vísbending um eðli
verksins. Sýnist þá ekki fráleitt
að skilja hana svo að grunntónn
þess sé naívur, hlutunum lýst eins
og þeir væru skoðaðir með
augum barns. Markmið Garð-
veislu ætti samkvæmt því að
vera naívísk endursköpun á hinni
goðsögulegu rás kristinnar
heimsmyndar, þar sem syndafall,
krossfesting, dómsdagur og end-
urlausn eru aðalleiðanterki.
Þetta gæti verið gentol hugmynd,
hvort sem snjall leikstjóri ætti
hægt með að útfæra- hana eftir
texta Guðmundar Steinssonar
eða ekki. Auðvitað verður henni
þó ekki fylgt eftir nema túlkend-
ur taki hinn trúarlega þátt alvar-
lega og nálgist verkiö sem eins
konar helgileik. í senn miracle og
morality play, svo gripið sé til
hugtaka úr leiklistarsögunni,
samofinn af siðrænni alvöru og
trúartrausti á Almættinu sent allt
færir til betri vegar. Á sviöi Þjóð-
leikhússins er hins vegar annað
uppi á teningnum.
Texti Guömundar Steinssonar
gefur leikstjóra mikið frelsi.
Fyrirmæli um leikmynd eru í lág-
marki og atriði sem augljóslega
krefjast flókinnar sviðssetningar,
s.s. garðveislan, eru lítið annað
en talaður texti og nauðsynleg-
ustu leiklýsingar. Sparsemi af
þessu tagi reynist stundum styrk-
ur, en hún á líka til að vera veik-
leiki. I leikhúsi nútímans ber
leikstjóranum víðtækt vald og
mikið er undir því komið að hann
kunni að fara með það. Leikstjóri
Garðveislu María Kristjánsdóttir
ntarkar sýningunni ákveðna
stefnu, sem gengur sæmilega upp
við sum atriði verksins en miður
við önnur. í sjónvarpsviðtali
skömrnu fyrir frumsýningu sagði
María af miklum þunga að þetta
verk væri siðbótaleikur og þannig
setur hún það á svið: sem satíru,
reiðilestur og skrípamynd at'
taumlausu nautnalifi yfirstéttar
heimsins. Spurningin er þá
aðeins sú hvað verður gert við at-
riði sem eru augljóslega ekki sat-
írísk, en það eru einkum upphafs-
atriðin í aldingarðinum, sem eru
mjög fallega gerð af höfundi, og
samtal þeirra Adams og Evu eldri
þegar heimurinn er sprunginn í
loft upp og þau eigra deyjandi um
rústirnar. Það er ekki óhugsandi
að þarna leynist efniviður í á-
hrifamikinn leiksviðsskáldskap;
hér ná leikendur ekki áttum og
haldasér áfloti meðnaumindum.
María Kristjánsdóttir er brecht-
isti og hefur engan áhuga á að
leikendur séu að sýna persónum
óþarfa skilning og samúð. Þau
Adam og Eva eldri verða því
aldrei annað en líflausar skop-
myndir alkunnra persónugerða.
að vísu bráðvel dregnar af þeim
Erlingi og Kristbjörgu. Hjóna-
bandserjur þeirra á undan
veislunni - langdregið og á köfl-
um alls ekki nógu vel skrifað at-
riði - og fyrrnefnt samtal að
henni lokinni minna svolítið á
Strindberg og skal þá strax tekið
fram að ég er ekki að jafna Guð-
mundi Steinssyni við þann mikla
snilling. í lýsingu á dauða Adams
og Evu eldri er hann aðeins kom-
inn á þær strindbergsku slóðir,
þar sem tveir volaðir syndarar,
maður og kona, standa frammi
fyrir afleiðingum illverka sinna,
alein og einangruð í synd sinni og
fálma eftir stuðningi og huggun
hvort hjá öðru. Snjallir leikarar
geta náð stórkostlegum áhrifum í
slíkum atriðum hjá Strindberg af
því að hann á, þegar best lætur
nægilega mikið af mannúð og
skopskyni til að láta okkur brosa
að persónum sínum og fyrirgefa
Búuni til óperu!. sýning Is-
lensku óperunnar á söngleik
Benjamin Brittens, Litla sótaran-
um, er harla óvenjulegur við-
burður. Hann er sambland af
kennslustund, leik. fjöldasöng og
alvöru óperu og á sér þann
megintilgang að laða unga áhorf-
endur að óperulistinni. I fyrri
hluta sýningarinnar útskýrir leik-'
stjóri fyrir áhorfendum hvernig
óperusýning er æfð og undirbúin
jafnframt því sem það er sýnt á
sviðinu í snöggum svipleiftrum.
Eftir hlé er síðan óperan sjálf
flutt og er ein skemmtilegasta ný-
breytni hennar sú að fólkið í saln-
um fær að syngja saman nokkra
söngva í upphafi og milli þátta.
Mun ætlun Islensku óperunnar
að dreifa nótum þeirra og texta til
söngkennara skólanna, svo að
börn kunni þá þegar í leikhúsið
kentur.
Hér er sem sagt verið að tengja
list uppeldisstarfi og bendir fæst
til annars en það muni lánast
þeim. í Garðveislu Þjóðleikhúss-
ins heyrist ekkert annað en misk-
unnarlaus fordæmingartónn og
manni léttir stórlega þegar allt
veislufólkið fer á ruslahauginn og
sýningunni er blessunarlega
lokið.
Mynd Garðveislu af sakleysi
og upprunaleik lendir að sjálf-
sögðu á skjön við satíru sýningar-
innar, sem bitnar hvað mest á
hlutverkum Adams og Evu yngri.
Samskipti þeirra í Paradísargarð-
inum eru hér afgreidd á nánast
flausturslegan hátt (bláupphafið
t.d. leikið of hratt og annað í
þeim dúr) og skortir átakanlega
hinn barnslega unað sem skynja
má í texta höfundar. Leikur Jór-
unnar er að vísu sléttur og felldur
og mun sannari en leikur Guð-
jóns sem minnir fremur á
reyndan fola en óspillt ungmenni
(hvar fengu Adam og Eva annars
spjarirnar sem þau klæðast í upp-
hafi, hvers vegna í ósköpunum fá
þau ekki að striplast um allan
tímann?!). Skaparinn, Ragn-
heiður Arnardóttir, berbrjósta
kvenpersóna, svartkrímótt í
framan, sem röltir um aldingarð-
inn og lætur krossfesta sig í svall-
inu rnikla, er einnig í meira lagi
dularfull og ekki síður utangátta í
sýningunni. Mér er hulin ráðgáta
hvað höfundur er að fara með
þeirri persónu, en kannski tengist
návist hennar myrkum spekimál-
mjög vel. Ég þekkti ekkert til ó-
peru Brittens fyrr en ég sá hana
síðastliðinn laugardag, en þetta
er hugþekkt lítið verk og virðist
einkar vel fallið til að vekja áhuga
og ást barna á óperu. Það er afar
auðskilið og ýrnsir kaflar þess
hrífandi í látleysi sínu.
Ég á ekki gott nteð að leggja
mat á sviðssetningu Þórhildar
Þorleifsdóttur: til að sjá er hún
sómasamlega unnin, þó að hún sé
hvorki frumleg né með áberandi
glæsibrag. Þórhildur virðist vera
orðin aðalleikstjóri íslensku
óperunnar og er sjálfsagt ekki
nema gott eitt um það að segja.
Engu að síður finnst manni að ný-
stofnuð ópera. sem þarf að
byggja starfsemi sína upp frá
grunni, ætti að leggja meira kapp
á að gera það undir handleiðslu
sérþjálfaðra óperuleikstjóra.
Ópera er vitaskuld á margan hátt
gerólík venjulegu leikhúsi og að
því er ég best veit mjög fátítt að
um um hreyfingu, Guð, mann,
hreyfingarleysi, fullkomnun,
skurðgoð og krossfestingu sem
lesa má í leikskrá og eru þar sögð
mottó Garðveislu, en ég verð víst
því miður að láta öðrum eftir að
botna í.
Um myndræna þætti sýningar-
innar mætti rita langt mál, þó það
verði ekki gert hér. Þórunn S.
Þorgrímsdóttir sýnir sömu tilþrif
og jafnan áður; einn helsti gallinn
í leikmynd hennar er að mínu viti
sá að ekki eru nógu skýr tengsl á
milli sviðs aldingarðsins og sal-
arkynnanna í seinni hluta verks-
ins, en auðvitað getur gölluð
leikstjórnarhugmynd haft þar sitt
að segja. Ljós Ásmundar Karls-
sonar og leikmynd verka hér vel
saman og stundum nást falleg á-
hrif með notkun andstæðna í lýs-
ingu, eins og t.d. í Garðveislunni
sjálfri. Einnig kemur fyrir að lýs-
ing er látin varpa Ijósi á hliðstæð-
ur innan verksins, eins og þegar
dauði Adams og Evu eldri er lýst-
ur með skætu ljósi á svipaðan
hátt og brottreksturinn úr aldin-
garðinum fyrr í leiknum. í bún-
ingum hinna fjölmörgu gesta í
partýinu mikla fer Þórunn út í
fáránlegustu öfgar, en sú mynd
úrkynjunar sem þar er dregin upp
er í einu orði sagt skelfing hallær-
isleg. Spurning er raunar hvort
ekki hefði átt að leika veisluatrið-
ið á annan hátt en hér er gert: í
ákafari og sótthitakenndari
rytma, með yfirbragði farsa og
miklu minni áherslu á frösunum
sem gestir mæla og miðla hvort
eð er engri ómissandi hugsun.
Tvö tré eru burðarásar í
heimsdrama Biblíunnar: skiln-
ingstré og krosstré. Þau eru í senn
tákn og veruleiki og gegna mjög
skýru hlutverki: hið fyrra leiðir
synd og dauða inn í heiminn, á
hinu síðara opnast manninum
leið til frelsunar. Þessi tré vantar
sannarlega ekki í Garðveislu
Guðmundar Steinssonar, en þau
eru þar aðeins sem almenn tákn
um illskuna í veröldinni, engir
örlagavaldar í lífi fólks í leiknum
eins og t' dramatískum trúarheimi
Biblíunnar. E.t.v. stafar þetta af
því að höfundur hefur ekki treyst
sér til að taka friðþægingardauða
Krists í alvöru og reynir að fá
hann til að ganga upp við síðari
tíma efnishyggju. Auðvitað er
það ekki gerlegt og hlýtur að
veikja innra samhengi leiksins.
Engu að síður er hann á sinn hátt
markverð tilraun til að nema leik-
list okkar ný lönd og dapurlegt að
ékki skuli hafa betur til tekist.
sami leikstjóri fáist reglulega við
hvorttveggja og hafi fullkomin
tök á. Víst er að óperan í Gamla
bíói verður ekki fullgild lista-
stofnun í framtíðinni eignist hún
ekki hæfa leiðtoga sem ná með
henni því tvíþætta meginmarki að
fullkomna tæknina og gæða ís-
lenska óperulist þjóðlegu inntaki
og svipmóti.
Um frammistöðu einstaklinga
verður ekki fjallað hér, þar sem
undirrituðum gafst tækifæri til að
sjá aðeins aðra af frumsýningum
þessa verks, en þær voru tvær
vegna þess að tvískipað er í flest
sönghlutverk. Samæfing er góð
eins og vera ber, börnin mjög
frjálsleg í leik sínum, en óneitan-
lega nokkur áhugamannsbragur
á leik sumra söngvara.
Búurn til óperu! er lofsvert og
þarft framtak hjá íslensku óper-
unni og óskandi að hún uppskeri
ríkulegán ávöxt af því þó að síðar
verði.
Börnum komið á bragðið
Búum tii óperu: Litli sótarirm eftir Benjamin Britten í
sýningu ísiensku óperunnar