Helgarpósturinn - 18.03.1983, Page 8

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Page 8
8 u , ________ , Föstudagur 18.mars 1983 jffljj turinn sÝniiigarsalir Norræna húsið: Síðasta sýningarhelgi á verkum Jó- hönnu Bogadóttur í kjallara en í and- dyri er tyrsta sýningarhelgi á Ijós- myndum Sigríðar Jóhannsdóttur. Á- fram stelpur. Listmunahúsið: Samsýning Guðrúnar Auðunsdóttur, Eyjólfs Einarssonar, Rögnu Róberts- dóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur, Árna Páls, Sigrúnar Eldjárn og Daða Guðbjörnssonar. Verkin eru hin fjöl- breytilegustu og er sýningin opin til 4. april. Kjarvalsstaðir: Kirkjulist að Kjarvalsstöðum. — Sjá Listapóst. Nýlistasafnið: Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar er opin til 27. mars. Hann sýnir mál- verk, teikningar, útsaum, skúlptúra, grafikmyndir og baekur. Og i tilefni sýningarinnar gefur Helgi út bókina Dagdraumar í 100 tölusettum og árit- uðum eintökum. Njálsgata 80: Dagana 19. og 20. mars kl. 14—19 heldur Eggert Pétursson myndlistar- sýningu i tómri fbúð að Njálsgötu 80. Eggert sýnir þar fjögur verk, eitt i hverju af fjórum herbergjum ibúöar- innar. Forvitnileg sýning sem við fjöl- mennum á. Listasafn ASÍ: " Kristján Guðmundsson og Ólafur Lár- usbon sýna margvísleg verk. Sýning- in er opin daglega frá 14—22 nema mánudaga. Samkomuhúsið Gerðum, Garði: Gunnar Örn Gunnarsson fieldur sýn- ingu á vatnslitamyndum dagana 18. 19.og 20.mars. Sýningin verðúr opin kl. 14—18. Mokka: Nemendur Verslunarskóla islands sýna Ijósmyndir, teiknaöar og málað- ar myndir, svo og skúlptúra. Framhald af listahátíð skólans. Ásgrímssafn: Vetrarsýning. Opið sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Listasafn Einars Jónssonar: Höggmyndir Einars til sýnis á sunnu- dögum og miðvikudögum kl. 13.30—16. Listasafn íslands: Mannamyndir i eigu safnsins og fleiri myndir. Opið sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16. Árbæjarsafn: Opiö samkvæmt umtali. Sími 84412 kl. 9—10 f.h. Gallerí Langbrók: Sýningu Sigrid Valtingojer á grafik og teikningum um Samúel Jónsson lýk- ur á sunnudag. Opið laugardag og sunnudag kl. 2-6. Gallerí Vesturgötu 17: veröur opnað á laugardag kl.15,00. 13 félagar Listmálarafélagsins sýna. leiklms Þjóðleikhúsið: Oresteia föstudag kl. 20 Jómfrú Ragnheiður, laugardag kl. 20 Lfna langsokkur, laugardag kl. 15, sunnudag kl. 14 og 18. Litla sviðlð: Súkkulaði handa Silju sunnudag kl. 20.30 Gránufjelagið: Fröken Júlia eftir Strindberg. Sýning- ar i Hafnarbiói á föstudaginn kl. 20.30. Revíuleikhúsið: Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach. Sýningar i Hafnarbiói á laugar- daginn kl. 20.30 og sunnudag kl. 21. Hlégarður: Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi í gær revfuna Allir á bomsum (nema einnl). Önnur sýning er i kvöld kl. 21.001 Hlégaröi og 3. sýning á sunnu- dagskvöld kl. 21.00. Miöapantanir i símum 66822 og 66195. íslenska óperan: Míkadó, óperetta eftir Gilbert & Sulli- van. Sýningar föstudag, laugardag og sunnudag kl. 21.00 Athugið breyttan sýningartima. Leikfélag Reykjavíkur: Skilnaður, föstudag kl. 20.30 Salka Valka, laugardag kl. 20.30 Jói, sunnudag kl. 20.30 Austurbæjarbíó: Hasslð hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýning á laugardag kl. 23.30. Dauöir hlutir, lifandi fólk; lifandi hlutir, dautt fólk Háskólabíó: Húsið. íslensk. Árgerð 1983. Handrit: Eg- 111 Eðvarðsson, Snorri Þórisson, Björn Björnsson. Kvikmyndataka: Snorri Þórisson. Hljóðstjórn: Sig-‘ fús Guðmundsson. Tónlist: Þórir Baldursson. Leikmynd: Björn Björnsson. Framkvæmdastjórn: Jón Þór Hannesson. Leikstjóri: Eg- ill Eðvarðsson. Aðalhlutverk: Lilja Þórisdóttir, Jóhann Sigurðarson, Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Arnfinnsson, Bríet Héðinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir. Gaman að því hvernig okkar unga kvikmyndasaga ætlar að raða sér skipulega niður á viðfangsefni og hefðir listgreinarinnar. Við erum búin að fá uppgjörið milli sveitar og borgar fyrr og nú (Land og synir, Óðal feðranna), uppvaxtarsögu borgarbárns (Punkturinn), kreppu hins miðaldra velferðarborgara (Okkar á milli), miðaldasögu og þjóðsögu (Útlaginn, Sóley), barna- sögur (Veiðiferðin, Jón Oddur og Jón Bjarni), poppkómedíu (Með allt á hreinu) og rokkheimildamynd (Rokk í Reykjavík). Allar þessar myndir eru,hver með sínum hætti, sérislenskar; nota sér það að þær gerast og eru gerðar á íslandi. Nú' fáum við mynd sem verður að telj- ast alþjóðlegust íslenskra mynda til þessa, þótt hún taki til íslenskra staðreynda einsog húsnæðiseklu og spíritisma. Hún fellur inní alþjóð- legan flokk kvikmynda sem kalla má „sálfræðilegan þriller",- þar má að minnsta kosti skipa henni ef kvikmyndir eru flokkaðar á annað borð eftir efni og aðferð. Hún er líka alþjóðlegust að því leyti, að tæknilegur frágangur hennar er all- ur á heimsmælikvarða. Heföin og gátan „Ungt par flytur inní gamalt hús; dularfullir atburðir gerast í húsinu; fortíð þess sækir inní nútíð unga harmræna atburði sem hún grefur upp meðvitað og ómeðvitað úr eig- in hugskoti. Fólkiö í mynd einsog Húsinu spyr mað- ur ekki um hversdagslega rök- hyggju. Maður spyr t.d. ekki um „tilviljun" eins og þá að stúlkan sest að í húsi sem er partur af henn- ar eigin sögu. Slík bessaleyfi eru innifalin í þessari kvikmyndahefð. Maður spyr um dramatísk rök og það myndmál sem þau eru tjáð með, uppbyggingu myndsögu. Þar er ákaflega vel að verki staðið hvað tjáningarmeðulin sjálf varðar, sam- spil myndar, ljóss, skugga, lita, hreyfinga, hljóðs, tóna, einsog síð- ar verður að vikið. En í innviðunum eru hins vegar brestir. Um það bil tuttugu mínútur líða af sýningartíma Hússins áður en Björg og Pétur flytja þar inn. Fram að því er raðað upp myndum af sambandi þeirra, starfi og aðstæð- um. Þessi tími er fyrir minn smekk ekki nógu vel notaður. Við eign- umst of litla hlutdeild í þessu fólki, lífi þess og hugsunum. Fyrir þenn- an skort á undirbyggingu bætir seinni hluti myndarinnar því miður ekki; hann geldur þessa afturámóti. Hvers konar fólk eru Björg og Pétur? Jú, voða venjulegt ungt fólk. So what? Við sjáum að Pétur er frekar egósentrískur, og stundum dálítið neikvæður. Stundum er einsog hann sé í slagtogi við Björgu með hálfum huga og vilji frekar vera með samstarfskonu úr músík- inni að fitla svolítið (og hver er þessi kona, fiðluleikarinn? hvers konar gufa er það eiginlega?) Björg er fyrst og fremst sæt og jákvæð og venjuleg. Hvers vegna er Pétur tón- skáld? Hvers vegna kennir Björg heyrnarlausupi börnum? Hvers vegna eru þau það sem þau eru? Úr þessu efni vinnur myndin ekki. ryívi/emunrfti eftir Árna Þórarinsson fólksins þannig að því stafar ógn af; hvor sigrar, — húsið eða fólkið?“ Ég, sem dyggur áhorfandi og aðdá- andi þrillera og hrollvekja, hef séð þetta efnisstef oftar en ég hef tölu á. Og þá er best að segja strax, að ís- lenska Húsið fleytir stefinu á- fram af stakri fagmennsku og einatt setningu úr aflmiklu myndmáli. Og líka er Bjargar sem best að segja strax, að samt dugir þetta ekki alveg til að koma stefinu í höfn með fullum áhrifamætti. Þar veldur mestu að vissir þættir hand- rits eru á brauðfótum.a.m.k. fyrir minn smekk. Það er erfitt að reifa mynd einsog Húsið í umsögn. Hún er púsluspil sem raðast smátt og smátt. Vandinn er að gera uppbygg- ingu gátunnar skil án þess að eyði- leggja ráðningu hennar fyrir áhorf- endum. Áhorfandi ræður þessa gátu með aðalsöguhetjunni, stúlkunni Björgu (Lilja Þórisdóttir). Hún og kærastinn hennar, Pétur (Jóhann Sigurðsson),eru í upphafi myndar- innar inná gafli hjá gamalli konu (Þóru Borg), sem við fáum reyndar alltof lítið að vita um; hún er víst einhvers konar frænka hennar. Þau eru semsagt i húsnæðisleit, eins og margt samtímafólk, og er það eink- um Björg sem hefur fyrir leitinni þótt hann kvarti mest yfir baslinu. Hann er tónskáld og listamaður og þarf næði. Hún kennir hins vegar heyrnaskertum börnum. Loks er það samt hann sem hefur uppá görrýu húsi sem þau taka á leigu. Smám saman seilast „svipir fortíð- ar“ úr þessu húsi inní huga hennar, og nær það hámarki eftir að hún verður ófrisk og er ein í húsinu þeg- ar hann fer í tónlistarnám til Vínar- borgar. Fortíð hússins og undir- meðvitund hennar verða eitt; Björg er loks kölluð til ábyrgðar fyrir Hvers vegna er þetta fólk yfirhöf- uð saman? Við því veitir niyndin ekki svar, nemá ef vera skyldi það að þetta er kynferðissamband. Þennan skort á persónumótun í handriti tekst leikurum ekki að yf- irstíga. Ég man ekki eina einustu samtölum Péturs og er karakterlýsandi, fyllir útí myndina sem við sjáum af* þeim. Sú mynd er yfirborðið eitt. Samtöl Hússins sem eru prýðilega leikræn í munni, virðast reyndar hafa þann frumtilgang einan að fleyta atriðunum áfram, plottinu. Fólkið virðist líka hafa afskap- lega lítið að segja hvort öðru. Það er að vísu glatt og í fýlu til skiptis; það skiptast á gleði og sorgir í lífi þess, en þegar þau eru saman utan vinnu situr hann mestan part og föndrar við nótur, en hún les Hrafn Gunnlaugsson eða Pétur Gunnars- son, og svo sötra þau svolítið rauð- vín og gera hitt í rúminu. Nú má í fyrsta lagi spyrja: Skiptir þetta einhverju máli í mynd af þessu tagi? Já, mér sýnist að höfundar hafi ætlað að gera sambandi Péturs og Bjargar skil. Það er í miðpunkti myndarinnar, þ.e. þeim parti henn- ar sem varðarnútíðina. Við eigum að taka þátt í lífi þeirra og reynslu. í öðru lagi má svo spyrja, hvort höf- undar hafi ekki einmitt ætlað að lýsa sambandsleysi; sambandsleysi fólks hvort við annað, umhverfi sitt og sjálft sig. Einna helst er ég á því að sú hafi verið ætlunin. En það er einfaldlega ekki gert. Við sjáum sambandsleysi en ekki er reynt að sýna okkur af hverju það stafar. Sálfræðilegur þriller þarf á sál- fræði eða, öllu heldur sálrænu inn- sæi, að halda. Það þarf að skálda líf og karakter í persónur til að maður trúi á þær á meðan myndin varir. Fáar kvikmyndahefðir þurfa meira á slíkri tiltrú að halda en einmitt þrillerinn. Hafi höfundar ætlað að gera „mynd um tilfinningar", eins og þeir hafa sagt opinberlega, þá verð ég að segja einsog er, að frá mínum bæjardyrum hefur það því miður ekki tekist. Brotalamir Það þýðir hins vegar ekki að þeim hafi ekki tekist að gera góða bíómynd. Að mínu mati er myndin einfaldlega allt of góð, allt of vel gerð, til að hafa slíkan brest, slíkt tómahljóð innst inni. Örlítið meiri rækt við persónusköpun, örlítið meiri „dramatúrgísk“ (ef ég má nota svo gasalegt orð) yfirlega hefði bjargað málinu. Nokkrar aðfinnslur í viðbót: Framrás myndarinnar er ívið of hæg,einkum fyrir hlé. Ég held að skaðlaust hefði verið að þjappa henni saman um ca. 15 mínútur. Efnið þolir ekki tæpa tvo klukku- tíma, eins og það er matreitt. Þegar Björg er farin að fá gögn í hendur og huga sem tengjast þeirri reynslu sem hún verður fyrir í húsinu í svefni og vöku þá er hún alltof lengi að leggja saman tvo og tvo, ótrúlega lin við að krefja fólk svara sem ber- sýnilega veit allt um málið; hvernig á maður til dæmis að trúa því að hún láti „foreldra" sína sleppa með þau „svör“ sem þau veita henni? Það atriði sem notað er til að sjokk- era Björgu á bólakaf inní óhugnan- lega fortíð sína, heimsókn undar- legra farandprédikara (Borgar Garðarsson og Arnhildur Jónsdótt- ir) er fyrir minn smekk algjör stíl- brjótur, jafn vel leikið og tæknilega magnað og það er; þetta er atriði út úr allt annars konar mynd, nánast einskærri hrollvekju. Árangurs- lausa heimsókn „kaupmannsins á horninu“ (Róbert Arnfinnsson) i Húsið hefði hugsanlega mátt nota í staðinn í sama tilgangi. Og þótt smart sé að tengja mynd- ina í hring með því að láta hana byrja og enda í kirkjugarði, þar sem mismunandi syrgjendur vitja lát- inna fórnarlamba Hússins, finnst mér byrjunaratriðið of stakt, og klipp yfir í þvottahús einhverrar konu útí bæ of bratt (kannski hefði þetta upphafsatriði farið betur á undan titlum). Lokaatriðið í kirkjugarðinum er of væmið til að hafa tilætluð áhrif. Því hefði mátt sleppa og enda í staðinn á Pétri komnum heim í mannautt Húsið; sem þarmeð hefur eignast aðra unga manneskju til að ganga aftur í. Um endalokin í heild þ.e. örlög Bjargar má reyndar deila; sumpart eru þau of auðveld „patentlausn” sumpart alveg rökrétt, en ég held að þau hefðu a.m.k. þurft aðra og betri stígandi. Fyrsta flokksfagmennska Þrátt fyrir hnökra og álitamál er handrit þremenninganna einmitt að mörgu leyti óvenju filmískt og vel- virkt. Upplausn epískrar myndfrá- sagnar er ákaflega vel af hendi leyst; samklipping efnisbrota úr ólíkum tíma og rúmi hefur ekki áður verið betur unnin í íslenskri kvikmynd, og það án flestra hefðbundinna sjónrænna bragða. Auðséð er að reynsla þeirra af knöppu formi aug- lýsingagerðar nýtist einkar vel í samsetningu þessa myndmáls. Hér ríkja lögmál kvikmyndarinnar og einskis annars listforms. Þarna er erfitt að greina á milli samverkandi þátta, — leikstjórnar, myndatöku, hljóðstjórnar, klipp- ingar, leikmyndar, tónlistar. Rétt er þó að nefna fyrst það sem kannski ermest fagnaðarefni: Loksins hefur tekist að nema sem næst gallalaust hljóð í íslenska mynd. Þar og ekki síður í hljóðblöndun og hljóðsetn- ingu hefur Sigfús Guðmundsson unnið afbragðs starf. Ljóst er líka að fyrr hefur hljóðrás sem slík ekki verið notuð af meiri hugkvæmni til mögnunar spennu og tengingar milli atriða í íslenskri kvikmynd. Dolby stereó er beitt af sparsemi en með þeim mun meiri árangri. Tón- listin er að vísu dálítið mishittin; sterk í óhugnaði, veik í ljúfari stemningssköpun og stefið Trúnað- armál eftir leikstjórann finnst mér ekki hæfa myndinni. Egill Eðvarðsson þreytir hér sína frumraun sem leikstjóri eftir lang- an feril sem fremsti dagskrárgerðar- maður LSD sjónvarpsins og nú síð- ar stjórnandi auglýsingamynda. Hann er afburða hæfileikamaður í meðferð miðilsins og vald hans yfir öllum tæknilegum meðulum er ó- tvírætt í Húsinu. Hér úir og grúir af vel uppbyggðum.snöggklipptum at- riðum. Sem dæmi nánast af handahófi má nefna sjokkatriði með fuglum í anda Hitchcocks, martröð Bjargar í stofunni, þar sem rispuð plata gengur á fóninum og gefur skemmtilegan effekt, og ekki síst svipmyndirnar úr fortíðinni; leiftur af fólki, líkkistu, segulbandi, mið- ilsfundi (einkar magnaður óhugn- aður) bolta (sem er skemmtilega notað leiðarstef í myndinni); eða, undir lokin, hina voveiflegu dauð- daga föður og dóttur. Ýmis rólegri atriði eru ekki síður vel sviðsett, t.d. tónleikarnir eða kennslustundirnar hjá heyrnarskertu börnunum. Það er í sviðsetningum sem leikstjórn Egils er best; hreyfingar innan myndflatar eru náttúrlegar,sjálf- sagðar. Aftur á móti vantar dálítið uppá að textameðferð, hlutverka- túlkun sé nægilega safamikil. En þar er við ramman reip að draga þar sem er blóðlítil persónusköpun handrits. Þessi leikstjórnarfrum- raun vekur óneitanlega miklar von- ir. Þau Jóhann og Lilja gera margt vel, en fá úr litlu að moða. Lilja sýn- ir hvað hún getur í verulegum á- takaatriðum, en þar fyrir utan finnst mér of stjarfur tískusýning- ardömusvipur á andlitinu. Önnur hlutverk eru í höndum einvalaliðs, sem nær útúr þeim því sem hægt er, einkum þó Helgi Skúlason sem er þrælandskoti ógnvekjandi og aumkunarverður til skiptis í hlut- verki hins ólánssama miðils, -og Bríet Héðinsdóttir sem ruglaða grannkonan. Kvikmyndataka Snorra Þóris- sonar er fágað og nostursamlegt listaverk. Hin rúmu tökuskilyrði í stúdíói skapa honum áðstöðu um- fram flestar íslenskar myndir fyrir hreyfingar, keyrslu myndavélar, auk kranaskota utanhúss sem inn- an. Þótt það sé tíska í bíómyndum nútímans finnst mér að sparlegar hefðimátt fara í að klippa í þessar mjúku og fallegu tökuhreyfingar. Þar fyrir utan er Snorri fundvís á fjölbreytileg, stundum óvænt myndhorn. Hann fylgir Iíka þeirri tísku, einkum þrillermynda, að nota aðdrátt; þjappa myndefninu saman í fletinum, gjarnan með part af umhverfi eða leikmynd í for- grunni, en þetta gerir tökunaein- vörðungu lífrænni; þrengir að per- sónum, vekur grun um aðsteðjandi óhugnað. Leitast hefur verið við að nota sem mest náttúrulega lýsingu, sem veldur því að vísu að stundum er ljósgjafinn sjálfur aðeins of dómínerandi í myndinni. Af öllu þessu leiðir að leikmyndin,ekki síst Húsið, er dálítið yfirþyrmandi.- Tökuvélin gefur henni veglegt rúm í myndinni; dauðir hlutir vega stundum þyngra á fletinum en hið lifandi fólk. Trúlega má segja að þá hafi tilgangi verksins einmitt verið náð. Litaval og áferð eru áberandi hnitmiðuð í heildarmyndinni (ekki síst rautt, blátt, brúnt). Húsið er vönduð spennumynd sem vafalítið á eftir að höfða til margra. Hún ber vitni meiri fag- kunnáttu en aðrar íslenskar myndir til þessa. Með skáldlegum neista í mótun viðfangsefnisins hefði hún orðið verulega eftirminnileg. — ÁÞ.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.