Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 27. október 1983 JpSsturinn Piötur á réttu róli „Við heyrðum þetta á fimmtu- dagskvöldið í síðustu viku þegar við vorum að leggja síðustu hönd á búðina;* segir Halldór Ingi Andrés- son um afnám 30% vörugjalds á hljómplötum. Daginn eftir að til- kynnt var um verðlækkun á hljóm- plötum, opnaði hann nýja plötu- búð á Laugavegi 28. Góð „tæmingí' Plötubúðin heitir Plötubúðin. „Ég man varla eftir að plötur hafi verið svona ódýrar síðan upp úr 1960“ segir Halldór Ingi. „Nú kosta erlendar plötur 399 krónur en kostuðu áður 499 krónurí‘ Hljómplötusalar gera ráð fyrir að erlendar plötur fari nú að seljast betur. Halldór Ingi segist ætla að vera með eigin innflutning á plöt- um. Hann verður m.a. með banda- rískar plötur sem hann gerir ráð fyrir að komi í búðina hjá honum um leið og þær koma út vestra. „Ég ætla líka að vera með sérpöntunar- þjónustu. þetta verður aðallega rokk og pop-tónlist og íslenskar plötur hjá mér. Seinna ætla ég að hafa öll músíkblöðin til sölu hérna, og tónlist á videospólum." Halldór Ingi var áður útgáfu- stjóri hjá Fálkanum. Halldór Ingi Andrésson, einn eigenda Plötubúðarinnar,skýlir sér bak við þjón í opnunargilli verslunarinnar. Smartmynd Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt Bridgestone vetrarhjólbarö- ar í ílestum stœröum, bœöi venjulegir og radial. Öryggiö í íyrirrúmi meö Bridgestone undir bílnum. 25 ára reynsla á íslandi.. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99. Á föstudaginn var blaðamönnum og aðstandendum leikhúsveislunnar boðið að kynna sér þessa nýbreytni Þjóðleikhússins. Fyrst var snætt í Þjóðleikhúskjallaranum, þvínæst var horft á sýningu leikhússins á farsan- um Skvaldri eftir Michael Frayn og loks stiginn dans í kjallaranum fram á rauða nótt. ,,Leikhúsveislaí£ í Þjóðleikhúsinu Leikhúsveisla heitir nýbreytni sem Þjóðleikhúsið býður landslýð að njóta nú á vetrarvertíðinni. í henni felst að hópar tíu manna eða fleiri geta á föstudags- og laugar- dagskvöldum keypt miða á leiksýn- ingu á stóra sviðinu og fengið í kaupbæti málsverð í Þjóðleikhús- kjallaranum á undan sýningu og miða á dansleik þar niðri á eftir. Verð leikhúsveislunnar er 550 krón- ur. Ennfremur er hópum utan af landi, sem fýsir að nýta sér þessi kjör, gefinn kostur á afslætti af ferðum til Reykjavíkur, hvort held- ur flogið er með Flugleiðum eða Arnarflugi eða siglt með Akraborg- inni eða Herjólfi. Og í ofanálag er væntanlegum leikhúsveislugestum líka boðið upp á afslátt af hótelgist- ingu í höfuðborginni. Smartmynd Sænsk húsgagna- vika Sænska sendiráðið efndi til örlít- ils hanastélsboðs nýverið í tilefni sænskrar húsgagnaviku sem hófst 21. okt. í boðið voru mættir fulltrú- ar þeirra húsgagnaframleiðenda sem selja vörur til íslands og aðrir gestir sem tengdust húsgagnavik- unni. Á myndinni sést Sigmundur Kristjánsson húsgagnainnflytjandi i miðið en til vinstri stendur As- björn Sköld frá Sveriges Exportrád og til hægri sænski sendiherrann, Gunnar—Axel Dahlström. gegnum heimsborgina Amsterdam Kanaríeyjar med vidkomu í Amslerdam. Sláid tvœr flugur í einu höggi; njótid sólarinnar á Kanaríeyj- um og kynnist stórborgarlífi í menningar- og listaborginni Amsterdam. Glœsileg gisting í litlum c-nbýlishúsum eda íbiiöum á Barbacan Sol — Stórglcesileg aöstaða. Þiö fáið stopp i Amsterdam í kaupbœti! Brottför alla þridjudaga, 10, l7og 24 daga ferdir allteftir óskum h vers óqeins Verðfrá 22.686. Innifalið: flug, gisting og a. lur til og frá fiugvelli erlendis. Islensk fararstjórn. ★ Athugið! Afborgunarskilmálar. Fáið upplysingar hja okkur um Kanarieyjaferðir. Sérhœfo þjónusta — vinjarnleg þjónusta. _... FERÐA.. M MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 .

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.