Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 3
Keypti rútu til að keyra allt liðið heim eftir ball. Laugardagskvöld í D-14 í Kópavogi. „Viðkvæmur hópur“ — unglingadiskótekin D-14 í Kópavogi og Best í Fáksheimilinu Hvert sækja táningar Reykjavík- ursvæðisins skemmtanir sínar? Gömul spurning og ný. Félagsmið- stöðvar hafa verið settar á laggirnar á höfuðborgarsvæðinu til að full- nægja skemmtana- og tómstunda- fýsn unglinganna. Alltaf er þó Hallærisplanið æði vinsælt og skiptistöðin á Hlemmi ekki síður. Að ógleymdum leiktækjasölunum, sem eldri kynslóðin finnur flest til foráttu. Að því er Helgarpósturinn best veit eru nú starfrækt tvö diskótek í Reykjavík og nágrenni, sem rekin eru á sjálfstæðum grundvelli, án allra afskipta æskulýðsráða og op- inberra aðila. Þau eru D-14 á Smiðjuvegi í Kópavogi og Best sem er til húsa í Fáksheimilinu inni við Hrein og beint Búvörudeild SÍS hefur sent frá sér bækling er nefnist HREINT OG BEINT og inniheldur ábendingar um hreinlæti og þrifnað starfsfólks í sláturhúsum og vinnslustöðvum. í bæklingnum eru dregnar fram nokkrar af þeim meginreglum sem snerta starfsfólk við matvælafram- leiðslu og er að finna í lögum og reglugerðum. T.d. má nefna að R. 250/1976 VII kafli, 14. gr. 2. töluliður hljóðar svo: „Starfsfólk sem er með smitandi sjúkdóma (þ.á m. hálsbólgu, vessandi sár eða kýli, útferð úr eyrum) má ekki starfa í Elliðaár. Vilhjálmur Svan, eigandi D-14, er ekki alveg ókunnugur rekstri af þessu tagi. Hann var einn af að- standendum Villta tryIlta,Villa heit- ins, unglingaskemmtistaðar við Skúlagötuna sem ekki varð langra lífdaga auðið. Helgarpósturinn innti Vilhjálm eftir því hvað rekstr- inum í Kópavogi liði. „Auðvitað þurfum við að glíma við glás af vandamálum. Það er nú einu sinni svo að það er ekki mikill rekstrargrundvöllur fyrir staði sem ekki selja brennivín. En ég er viss um að svona staður á rétt á sér og ætla að reyna að halda þessu opnu í lengstu lög. Mér finnst ég líka hafa orðið var við það að foreldrarnir sýni þessu skilning, auk þess sem bæjarfógetinn hér í Kópavogi hefur Éö' ElskAN mÍN,É,ÆUA EKKI At> FA NE'nr/ matvælaiðnaði eða matvöruversl- un“. Teikningin sýnir útfærslu reglu- gerðarinnar. verið mjög hjálplegur. En öll okkar afkoma byggist á aðgöngumiðum og veitingasölu og það eru heldur stopular tekjur. Við náum yfirleitt að fylla húsið á föstudögum, en að- sóknin á laugardögum er hins vegar dræmari". — Hvaða stefnu hafið þið tekið í áfengismálunum? „Við reynum að forðast það eftir megni að taka við fólki sem er undir áhrifum, en samt lekur auðvitað alltaf inn brennivín. Hjá því verður víst varla komist. Það er samt ekki í þeim mæli að það sé nein ástæða til að gera veður út af því. Við reyn- um líka að koma í veg fyrir að það sé mikið ráp á krökkunum eftir böllin og í þeim tilgangi keypti ég rútu sem ég nota til að keyra allt lið- ið heim klukkan þrjú. Nei, ég keyri ekki sjálfur. Því miður. Hef ekki próf til þess“. Aðgöngumiðinn í D-14 kostar 180 krónur og aldurstakmarkið er 16 ár. Fyrir þremur vikum hóf diskó- tekið Best göngu sína í Fáksheimil- inu. Að því standa þrír ungir menn sem hafa tekið Fáksheimilið á leigu föstudags- og laugardagskvöld og staðið fyrir ýmsum lagfæringum á húsakynnunum. „Það er nú komin svo lítil reynsla á þetta ennþá, að ég get ekki enn sagt til um hvort þetta verður vond- ur staður eða góður hjá okkur. Við fórum hægt af stað, gáfum frítt inn fyrstu tvær helgarnar, en aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt og ég held að krakkarnir séu ánægðir. Ég held að það sé fullur grundvöllur fyrir svona rekstri", sagði Örn Karlsson, einn af aðstandendum Best. „Við erum nú að þessu þrír lág- launaðir ríkisstarfsmenn, sem ætl- uðum að vinna okkur inn einhvern aukapening. Við höfum verið að komast að því að þetta er hópur sem er erfitt að græða mikið á. Krakkarnir eru líka farnir að gera svo miklar kröfur að það er auðvelt að fá á sig vont orð í þessum bransa. Þetta er viðkvæmur hópur“. Aðspurður um hin margumtöl- uðu áfengismál unglinganna svar- aði Örn: „Við höfum ekki farið út í það að leita kerfisbundið á fólki. Við erum með tvo dyraverði sem vísa fólki frá ef þá grunar að það sé með vín. En það er oft erfitt að greina á milli eðlilegrar kátínu og gleði og léttrar áfengisvimu. Hins vegar tökum við ekki i mál að hleypa alvarlega drukknu fólki inn“. Aðgöngumiðinn í diskótekið Best kostar 100 krónur og aldurs- takmarkið er 16 ár. • Byggingavörur • Timbur *Teppi Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18, föstudaga kl. 8 laugardaga kl. 9—12. • Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Baðhengi • Baðteppi • Baðmottur • Málningarvörur • Verkfæri • Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Grindarefni • Viðarþiljur • Parket • Panell • Einangrun • Þakjárn • Þakrennur • Saumur • Rör • Fittings • Einnig steypu- styrktarjárn —19, og mótatimbur r i II. BYGGINGAVORUR1 k ; : Á C HRINGBRAUT Símar; Timburdeild 28-604^ Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri 28-605 1 Gólfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki 28-430 I 3 Magnús Kjartansson Magnús Kjartansson hljómlistarmann er líkast til óþarfi aö kynna. Hann hefur leikið í fjölmörgum vinsælum hljóm- sveitum; Trúbrot, Júdas, Brunaliöiöog svo mætti lengi telja. Auk þess hefur hann gert ótal hljómplötur. í vetur leysir Magnús og hljómsveit hans Ragnar Bjarnason af hólmi og leikur fyrir dansi á Hótel Sögu. Hvernig er að fara í fötin hans Ragga Bjarna? „Ég læt þaó nú alveg eiga sig að fara í fötin hans Ragnars Bjarna- sonar, þó það sé ábyggilega hinn vandaðasti klæðnaður. Ég hef ekkert í hyggju að breyta neitt um stíl þó ég sé farinn að spila á virðu- legum stað eins og Sögu. Þetta er alls ekki svo ólíkt því sem ég hef verið að fást við og mér er uppá- lagt að reyna bara að halda áfram að vera ég sjálfur. Nei, ég er síður en svo hræddur við að feta í fót- spor Ragga Bjarna, vona bara að mér takist að marka einhver ný spor sjálfur“. — Hvurslags tónlist ætlið þið að leika fyrir dansgesti á Sögu? „Þú verður bara að koma og hlusta sjálfur. Við reynum að vera með eins eldfjörugt og hressilegt prógramm og við getum, kapp- kostum að vera góð og alhliða danshljómsveit. Hljómsveit Ragga Bjarna var einvalalið og úr- valsfólk. Ég vona bara að við sé- um það Iíka“. — Þú ert ekki smeykur við að eldri kynslóðinni á Sögu bregði í brún þegar gamall poppari eins og þú birtist? „Nei, nei, þetta er hresst fólk sem kemur á Sögu. Svo vona ég líka að unga fólkið og stuðfólkið komi og sjái hvað hér er á ferð- inni. Þetta er nú einu sinni það sem ég kann og veit hvernig á að gera, svona eins og rafvirki kann að skipta um kló“. — Ætlarðu að staldra lengi við þarna á Sögu? „I allan vetur að minnsta kosti — og vonandi næstu tuttugu árin. Ef ég hætti einhvern tíma í bráð- ina, þá vona ég að það verði vegna þess að ég vil fara í frí, en ekki vegna þess að mér sé úthýst". — Hverjir eru með þér í hljóm- sveitinni? „Vilhjálmur Guðjónsson leikur á gítar og saxófón, Finnbogi bróðir minn spilar á bassa og syngur, söngkonan er Erna Gunn- arsdóttir, ein af stöllunum frá Akureyri sem voru með mér í Brunaliðinu, Hjörtur Howser spilar á móti mér á hljómborð og svo er þarna ungur strákur frá Sel- fossi, Gunnar Jónsson trommu- leikari, sem hefur spilað með Kaktus og ýmsum þarlendum hljómsveitum“. — Hvað ertu annars að fást við þessa dagana? „Ég er að kenna suðrí Hafnar- firði þar sem ég bý og svo er ég á fullu í blásarakennaradeildinni í Tónlistarskólanum i Reykjavík, byrjaði þar í haust. Ég skellti mér í inntökupróf í vor uppá von og óvon og svo fóru leikar að mér var hleypt inn. Þarna fær maður tækifæri til að stoppa í ýmis göt í kunnáttunni, til dæmis í tónheyrn og hljómfræði". — En hljómplötuútgáfa, ertu eitthvað að fást við slíkt? „Ég var að klára að gera plötu útí Svíþjóð með hjónunum Garð- ari og Annemarie, sem nú eru Ágústulaus. Þetta er plata trúar- legs eðlis, létt og skemmtileg með örlitlum jólablæ. Lögin eru eftir mig og svo úr hinum og þessum áttum“. — Fötin hans Ragga. í hvernig fötum ætlið þið að vera, Magnús? „Okkar eigin“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.