Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 9
L-j^!__________ TJOSturÍnn Fimmtuda9ur 27- október 1983 íslenskir annálar Heimildir um hugarheim fremur en sannleikur íslendingar hafa löngum haft gaman af sögum og hafa verið iðnir við að festa á blað viðburði, ef ekki líðandi stundar þá nokkurra ára gamla. Sturlunga lýsir atburðum 13. aldar og á 15. öld hófst ritun annála. Annálaritarar festu á blað fréttir um atburði, árferði og kyn- lega athurði sem þóttu í frásögur færandi. Nú hefur Anders Hansen blaðamaður tekið saman fyrsta bindi Islenskra annála, Örn og Ör- lygur gefa út. Anders Hansen sagði í samtali við Helgarpóstinn að hann hetði verið í tvö og hálft ár að vinna að bókinni. Hugmyndin kom upphaf- lega frá Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum en bókaforlagið fékk And- ers til verksins. Annálarnir eru margir og spanna margar aldir og því er búist við að þeir muni fylla 10 bindi. Anders sagðist hafa farið í gegn- um alla annálana og birt þá þannig, þó að hann forðaðist allar tvítekn- ingar. Hann sagði að þarna væri ekki rannsóknarrit á ferð, heldur skemmti- og fræðirit. Hann hefði orðið að byggja á rannsóknum annarra, einkum Björns Þorsteins- sonar sem manna mest hefur fjall- að um tímabilið 1300-1500. Með annálunum fylgja skýringar, því stundum er mjög óljóst hvert annál- aritarinn er að fara eða hver endir verður á þeim atburðum sem sagt er frá. Sumir annálarnir þykja mjög óáreiðanlegir, fullir með kynjasög- um (einkum gildir það um Set- bergsannál), en þær fljóta með. Anders sagði að þess yrði að gæta að annálarnir væru heimild um hugarheim og áhuga þess sem ritaði, miklu fremur en sannverðug heimild. Sumir þykja þó mjög á- byggilegir svo sem Nýi annáll sem talinn er skrifaður af prestlærðum manni sem dvaldi bæði í Skálholti og á Hólum. Bókin er í nokkuð stór broti og með fjölda mynda. Anders sagði að við gerð myndanna hefði verið leit- að til fræðimanna, t.d. um klæðnað fólks og húsakost, til að gera allt sem líkast því sem það var í raun og veru. -ká. Boy George og önnur goð Culture Club — Colour By Numbers Boy George er áreiðanlega eitt- hvert undarlegasta fyrirbrigði sem slegið hefur í gegn á síðari ár- um. Á ég þar við persónuna, ekki tónlistina. Það er nú kannski ekki svo skrítið að þetta geti gerst í Bretlandi, en það sem mann undr- ar er að Bandaríkjamenn skuli geta hugsað sér að hlusta á karl- mann, sem í útliti svipar miklu fremur til kvenmanns. Raunar var gerð tilraun til að banna Boy George þar í landi en það bara tókst ekki og í dag nýtur hann og hljómsveit hans, Culture Club, ekki síður vinsælda þar en í öðr- um löndum. Vissulega eru margir sem ekki þola Boy George, og eflaust miklu fleiri sem vildu geta sagt að þeir gerðu það ekki. Málið er hins veg- ar það að frá Culture Club hafa komið á þessu ári allt of góð popplög til þess að hægt væri að láta sem þau væru ekki til. Það eru lögin Time, Curch Of The Poison Mind og Karma Chamele- on. Auk þess varð Do You Really Want To Hurt Me mjög vinsælt í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og ekki alls fyrir löngu naut lagið TIl Tumble 4 ya einnig mikilla vin- sælda þar. Vegna þess hversu mikilla vin- sælda þessi lög hafa notið, og ekki síður fyrir það að þau teljast öll góð popplög, var nýrrar stórrar plötu frá Culture Club beðið með nokkuri eftirvæntingu. Það er því viðbúið að það fari fyrir fleirum eins og mér, að þeir verði fyrir vonbrigðum með plötuna Colour By Numbers. Ekki það að ég álíti plötu þessa mjög vonda, heldur frekar að ég átti ekki von á að hún yrði svona venjuleg. Á henni er að finna lögin Karma Chameleon og Church Of The Poison Mind, sem þegar hafa orðið vinsæl, svo sem áður segir. En þarna eru líka lög sem síðar eiga eflaust sum hver eftir að koma út á litlum plötum og tippa ég þá einna helst á lög eins og It’s a Miracle, Miss The Blind og Mister Man. Þarna eru líka ágæt rólegri lög svo sem Stormkeeper og That’s The Way, en það síðarnefnda er einnig að finna á B-hlið litlu plötunnar með Karma Chameleon. Raunar er ekki nema eitt lag á plötunni sem ég get alls ekki sætt mig við en það er Victims, sem er bara vellukennt (líklega gert fyrir Bandaríkja- menn). Því verður heldur ekki neitað að Boy George er góður söngvari en einnig ber að geta þess að söng- konan Helen Terry kryddar oft lögin skemmtilega með sinni sterku rödd. Annars fannst mér svona á heildina litið fyrri plata Culture Club, Kissing To Be Clev- er, öllu skemmtilegri en þessi nýja, þar sem að þessu sinni eru farnar helst til troðnar slóðir. Jackson Browne — Law- yers In Love Jackson Browne er kominn langan veg frá því sem hann var að gera á The Pretender og Running On Empty, sem að mínu mati eru hans bestu plötur. Verulegra breytinga varð vart í tónlist hans á síðustu plötu hans, Hold Out, sem út kom árið 1980. Helstu or- sakir þessara breytinga er þær að Jackson Browne kynntist Bruce Springsteen og hreifst mjög af honum og tónlist hans. Breyting- arnar eru einkum fólgnar í því að Jackson Browne, sem hér áðúr var fremstur í flokki hinna svoköll- uðu söngvara-sönghöfunda (sing- ers — songwriters), reynir nú fyrir sér sem rokkari. Rólegu ljúfu lög- in hans heyra nú að mestu fortíð- inni til. Gallinn er hins vegar sá að Jackson Browne er ekki framúr- skarandi rokkari, en hann var jú framúrskarandi á sínu sviði hér áður fyrr. Lögin falla ekki eins vel, með undantekningum þó, að hinum nýja stíl hans og þeim gamla. Hinu er ekki að neita að platan Lawyers In Love er fyrir ofan meðallag ef miðað er við annað það sem er að gerast í svipaðri tónlist í Bandaríkjunum. Hljóm- sveit Brownes er þétt og útsetning- ar margar ágætar. Það eru þarna þokkaleg lög eins og Lawyers In Love, Downtown og For a Rocker. Best eru þó líklega rólegri lögin eins og Tender Is The Night og Say It Isn’t True. Það er bara það að Jackson Browne er enginn Bruce Springsteen og ætti raunar ekki að reyna að vera einhver annar en hann sjálfur. Ég er þá ekki að tala um að hann hjakki í sama farinu en ég hafði meiri trú á honum en svo, að það ætti fyrir honum að liggja að apa eftir öðrum. 17.10 Siödegisvakan. Pósturinn Páll hef- ur niu Iff, Síödegisvaka??? Já, það eru hvort sem er allir aö sofna. 21.40 Noröanfari — Þættir úr sögu Akureyrar. Viö höfum KEA, viö höf- um Lindu, viö höfum Sólnes og Finn Eydal. Hvað þurfa noröan- menn svo sem að sækja suður? Altént ekki útvarpið... 22.35 Djassþáttur. Gérard Chinotti og Jórunn Tómasdóttir. Músíkalskt par. Sannkallaðir djassgeggjarar. 01.10 A næturvaktinni. Einn óg vaki um nætur. Ólafur Þóröarson setur upp vökustaurana. Hann er kvöldsvæf- ur, maöurinn! Laugardagur 29. október 9.30 Óskalög sjúkiinga. Syngur Lóa. Lóan er komin. Lóa spjallar um fjár- lögin. 11.20 Hrimgrund. Nei, ekki elliheimilið Grund. Þetta er fyrir blessuð börn- in. Hress kona, Sigriður Eyþórs- dóttir. 13.30 (þróttaþáttur. Hvaðerbrúntogflýg- ur um loftin blá? Fjarstýrö kjöt- bollalll Ef Hemmi hættir, þá hætti ég... Hverju? Auðvitaö að hlusta á útvarpiö! 14.00 Listalif. Sigmar Bé. Hann stefnir alla leið á toppinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Hvers vegna brann Skarphéöinn inni? Einar Karl Þjóðviljaritstjóri setur fram nýstárlega söguskýringu. 18.00 Þankar á hverfisknæpunni. Hvar er hverfisknæpan? Auðvitað á Hverfisgötunni! Stefán Jón fyrir westan. 19.35 Enn á tali. Vill enginn þvo af honum Adda? Elli er orðinn alveg hræði- lega afbrýöisamur. Uppáhaldsþátt- ur Helgarpóstsins. 20.00 Ungir pennar. Kúlupennar, blek- pennar, tússpennar. Niður með pennaletina! 20.40 í leit aö sumri. Jónas styrmand leitar aö sumrinu eins og nál I hey- stakki. 22.00 Enn er von. Borin von. Vonbrigði. Vonandi. Jónas Friögeir Eliasson Ijóöar. 24.00 Listapopp. Allir í tjúttið! Sunnudagur 30. október 10.15 Út og suöur. Fyrir austan tungl og sunnan mána. F. Páll fjallar um geimferðir (slendinga fyrr á öldum. 11.00 Messa. Kristnihald I Innri-Njarðvik. 14.15 Tilbrigöi um tónleikahús. Tón- leikahús inn á hvert heimili. Karó- lína Eiriksdóttir og Einar Jóhannes- son reifa hugsjónir sinar. 15.15 í Dægurlandi. Hvar er Dægurland? Við hliöina á Disneylandi! Svavar Gezz, Bing Crosby, Sínatra og allir strákarnir. 17.00 Frá tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Mozart hittir Salieri I Bustaðakirkju. Geriö samanburð! 18.00 Þaövar og. Þráinn Bertelsson mór- alisti og kvikmyndajöfur. 19.50 Vetur. Fýkur yfir hæðir og frostkald- an mel. Ingólfur frá Prestbakka og Frónbúans fyrsta barnaglingur. 21.40 Hlutskipti manns. 13di lestur Thors á Malraux. Byltingarmenn, kvislingar og spássíufólk I Sjang- hæ. 23.05 Harlem. JÓn Múli, æskuvinir hans og leikbræður. 9 llíóill Bíóhöllin: Herra mamma: Ný gamanmynd um karlmann sem gerist BH. Leikstj.: Stan Dragoti. Aö- alleik.: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Mull, Ann Jillian. Blow out:-*- Endursýnd spennumynd með John Travolta og Nancy Allen í aðalhlut- verki. Porkys:** Ægilega skemmtileg grinmynd meö Dan Monahan og Mark Herrier i aöal- hlutverki. Allt á hvolfi: um hverja helgi. Sú goldrotta: WALT-DISNEY mynd. i Heljargreipum (Split I mage) Leikar- ar: Michael O'Keefe, Karen Allen, Pet- er Fonda, James Woods, Brian Dennehy. Leikstjóri: Ted Kotcheff (First Blood) Flóttinn (Pursuit): Fyrrverandi hermaður i úrvalssveit Bandarikja- hers i Vietnam rænir flugvél af mikilli útsjónarsemi. Mynd full spennu og jafnframt kímni. Leikarar: Robert Duvall, Treat Williams (HAIR) og Kathryn Harold. Dvergarnir (GNOME-MOBILE): Walt Disney-mynd með krökkunum sem léku I Mary Poppins. Regnboginn: Einn fyrir alla...: Ný bandarisk mynd um góðu menn- ina sem berjast við vondu mennina og hvernig haldið þið að hún endi? Leikstjóri: Fred Williamson. Aðalleik- arar: Jim Brown, Fred Williamson, Jim Kelly, Richard Rountree. Gullæöi Chaplins. Höfðar til allra. Frábær gamanmynd.**** Hundalif: Meiri Chaplin. * * * Bud í vesturvíking: Sprenghlægileg mynd með hinum frábæra leikara Bud Spencer. Þegar vonin ein er eftir:* „Fyrri hluti myndarinnar var einkar óskemmtileg uppáferðasúpa. Ég velti þvi meira að segja fyrir mér aö yfir- gefa bióið i hléinu. En skylduræknin hélt mér og sem betur fer var seinni hlutinn miklu skárri. Svona saga um raunir vændiskonu í Paris þarf að vera ansi trúverðug, þ.e. maður þarf aö hafa steklega á tilfinningunni að hér sé veriö að lýsa raun.verulegum atburðum, sem áttu sér stað, til að hún verði meira en hver annar reyfari, meö samblandi af ofbeldi og kokteil kynferðisóra." - LYÓ Monte Negro:** Litið djörf sænsk mynd með Susan Anspach, Erland Josephsson og Per Oscarsson. Leikstj.: Dusan Maka- vejev. Háskólabíó:** Foringi og yfirmaður (An officer and a gentelman). Sjá umsöng í Listapósti. Stjörnubíó: Aöeins þegar ég hlæ (Only when I laugh): Ný bandarisk gamanmynd með alvar- legu ivafi gerð eftir leikriti Neil Simon. Leikstj.: Glenn Jordan. Aðalhlutv.: Marsha Mason, Kristy McNichol, James Coco. Emmannuelle II: Eins og áður leikur Sylvia Kristel Emmanuelle. Skyldi þessi vera öðru- visi en hinar? Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Leikendur: Ben Kíngsley, Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. *** „Prýðiskvikmynd sem er löng, en ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam- tímasögunnar, sem er fegrun, ekki 'lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt aö liöa bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn að skrifta." — LÝÓ. Tónabíó: ** Svarti folinn (The Black Stallion). Bandarísk, árgerð 1980. Leikendur: Kelly Reno, Teri Carr, Mickey Rooney. Leikstjóri: Caroll Ballard. Þetta er nokkuð skemmtileg mynd. Strákurinn er góður, sömuleiðis hest- urinn og Mickey Rooney. Helst mætti finna að einhvers konar taugaveiklun, sem gætir i klippingunni. - LÝÓ Litla stúlkan viö endann á trjágöng- unum. (The little girl who lives down the Lane). Aðalhlutverk: Jodie Foster og Martin Sheen. * Laugarásbíó: Skólavillingarnir (Fast Times at Ridgemont High) Bandarísk mynd um unglinga i menntaskóla og þeirra strákapör. Aöalhlutverk: Sean Penn, Jennifer Jason Leigh, Judge Reinhold. Hafnarfjarðarbíó: Svörtu tígrisdýriii (Good guys wear black): Amerisk spennumynd með leikurum eins og Chuck Norris. ★ ★ ★ framúrskarand) ★ ★★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Nýja bíó Nýtt líf * * * íslensk. Árgerö 1983. Handrit og leikstjórn: Þráinn Bertelsson. Aðal- leikarar: Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson. „Nýtt lif getur á engan hátt talist tímamótaverk I islenskri kvikmynda- gerð og ekki hægt að koma auga á faglegar framfarir i henni. Þaö er hins vegar sjálfgefið aö þegar uppskeran er jafn ágæt skemmtun og Nýtt líf er, þá er varla mikiö að útsæðinu. Þó er ekki nokkur vafi á að Eggert Þorleifs- son og Karl Ágúst Úlfsson halda Nýju iifi algjörlega uppi. Innan um góðu brandarana eru nefnilega ansi margir gamlir og þreyttir, sem þeir tveir bjarga meö frábærri timasetningu og markvissu látbragði." —GA. Bíóbær: Bardagasveitin. Japönsk-amerisk karate- og skylmingamynd. Ástareldur. Þetta segir meira en nóg. Austurbæjarbíó: Flóttinn frá New York: (Escape from New York): Mjög spennandi bandarisk mynd leik- stýrö af John Carpenter. Aðalhlut- verk: Kurt Russel, Lee van Cleef og Ernest Borgnine. tólllisf Bústaðakirkja: Sunnud. 30. okt. heldur Nýja strengjasveitin tónleika i Bústaða- kirkju. Á efnisskránni er fiðlukonsert eftir P. Nardini, sinfónía fyrir strengi eftir C.P.E. Bach og sinfóniur nr. 1 og 51 ettir J. Haydn. Einleikari á fiðlu er Laufey Sigurðardóttir. Á tónleikunum verður leikið án stjórnanda en konsertmeistari er Michael Shelton. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Austurbæjarbíó: Nk. laugard. 29. nóv. mun hinn heims- frægi sellóleikari Janos Starker halda tónleika i Austurbæjarb. á vegum Tónlistarf. i Reykjavík og hefjast þeir kl. 14.30. Á efnisskránni verða selló- sónata eftir Zoltan Kodály, einleiks- svita i d-moll nr. 2 eftir J.S. Bach og Einleikssvita eftir Caspar Cassado. Nokkrir miðar verða til sölu við inn- ganginn. íþróttaskemman á Akureyri: Rokktónleikar verða i iþróttaskemm- unni laugard. 29. okt. kl. 21.00. Þær hljómsveitir sem koma fram eru: JOÐ EX, DEZ, Brjálað tóbak, Ærufákar og Svörtu ekkjurnar. syiiiiu|ars;ilir Listasafn A.S.Í.: Gunnar Örn, Jón Axel Björnsson og Vignir Jóhannesson halda samsýn- ingu I Listasafni A.S.i. Sýningin verð- ur opnuð 29. okt. kl. 14.00. Opnunar- timi er kl. 14—20.00 virka daga en kl. 14.00—22.00 um helgar. Húsgagnaverslun Skeifunnar: Gunnar Þorleifsson bókaútgefandi opnar málverkasýningu i Húsgagna- verslun Skeifunnar, Smiðjuvegi 6, Kópavogi, laugard. 29. okt. Sýningin verður opin kl. 9—18 virka daga. Á laugardögum kl. 10—16 og sunnudögum kl.. 14—18. vifrlinrftir Landsfundur Kvennalistans verður haldinn aö Hótel Loftleiðum helgina 29. og 30 október. Fundurinn verður settur kl. 9 á laugardag. Hópumræð- ur á sunnudaginn. Þeir sem ætla aö sitja landsfundinn skrái sig á skrif- stofu Kvennalistans, Hótel Vik, i sima 13725. Næstkomandi laugard. 29. okt. verð- ur haldin unglingaskemmtun með fjölbreyttum skemmtiatriðum i hinu glæsilega iþróttahúsi við Seljaskóla I Breiöholti, frá kl. 20.30 — 01.00. Vakin skal athygli á þvi aö hægt er aö komast uppeftir með vögnum nr. 11 og 14 og strætó keyrir alla heim eftir ballið. Helgina 28^30. okt. 1983 mun Kiwanishreyfingin gangast fyrir sölu á K-lyklinum undir kjöroröinu „gleym- ið ekki geðsjúkum". Ágóði sölunnar rennur fyrst og fremst til uppbygging- ar endurhæfingarheimilis fyrir geð- sjúka sem staðsett er i Reykjavik, en hluti ágóðans rennur til ýmissa verk- efna fyrir geðsjúka viös vegar um landiö.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.