Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 27. október 1983 ^posturinn Albert strikarút „Viðverðum að afskrifa þennan innlenda vanda sjávarútvegs- fyrirtækja með einu pennastriki. Innanlandsvandinn í lánum þessara fyrirtækja er orðinn stærri en upphaflegu lánin sem þau tóku“. Yfirlýsingar Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra vekja jafnan athygli. Fáar þeirra þó jafn mikla og penna- striksyfirlýsing hans í þinginu á mánudaginn var. Þetta var löng sending fram miðjuna og hún skapar ólgu við vítateigslínuna. „Það þarf að finna lausn á skuldum útgerðar og fiskvinnslu strax. Þetta er spursmál um það hvað við viljum hugsa þetta stórt. Hingað til hafa ráðamenn farið hefðbundnar leiðir. Þetta hafa verið bráðabirgðalausnir. Það er alltaf verið að leysa eitt og eitt vandamál", sagði Albert þegar hann mundaði pennann til striks í skrifstofu sinni fyrir HP, í morgun, fimmtudag, skömmu fyrir ríkisstjórnarfund. „Menn hafa tekið þessari hug- mynd mjög vel“, segir hann. „Þeir sem ekki vilja skilja þetta, þeir alhæfa til að þurfa ekki að hugsa, ég tala nú ekki um vinna í þessu. Þegar eitthvað nýtt kem- ur upp, þá fara allir litlu strák- arnir að skjálfa. Það verður að koma með lausn fljótt. Annars gæti annað hvort gerst: að fyrirtækin fara á hausinn, eða þá að við hættum að vera efnahagslega sjálfráðir. Ég var búinn að tala um þetta á fundum á Blönduósi og í Grundarfirði og svo lýsa hug- myndinni á fundi í Vestmanna- eyjum á sunnudaginn var, áður en sérstök fyrirspurn kom um hana í þinginu. Það er ekki farið að kanna þetta sérstaklega. Fyrst þarf að athuga vandann mjög gaum- gæfilega. Hugmyndin er að losa fyrirtækin við innlenda vand- ann, þannig að þau standi eftir með upphaflegar skuldir. Nú vinna þau ekki fyrir vöxtum og afborgunum. Illa rekin fyrirtæki fengju ekki slíka fyrirgreiðslu, aðeins þau sem eru varanleg í sinni verðmætasköpun. Afraksturinn í sjávarútvegi hefur verið fluttur frá honum, hann hefur ekki fengið að njóta hans. Afraksturinn hefur verið settur í annað. Líttu bara í kringum þig, það þarf bara að líta hérna út um gluggann, á Seðlabankabygginguna t.d. Og þessir peningar eru í byggingum einstaklinga, velmegun allra nema sjávarútvegsins sjálfs. Hann er í mestu vandræðunum, undirstaða alls hins. Þjóðin þarf að taka á sig þennan vanda. Þetta er spurning um hvort við ætlum að myrða undirstöðuna í áföngum, eða bjarga henni á einu bretti“, segir fjármálaráðherra. Vandlega verður fylgst með pennahreyfingum Alberts Guð- mundssonar á næstunni. — HT. PT'I Hið opinbera er ekki aðems J í niðurskurðarhugleiðingum S þessa dagana. Ríkisvaldið og sveitarfélögin hafa nú í hyggju að nýta opinbert fé mun betur en áður og hyggur á herferð mikla í þessu skyni. Fjármálaráðherra mun í dag, fimmtudag,skýra frá fyrirhugaðri herferð í fjárlagaræðu sinni. Hefur verið skipuð nefnd til að annast útgáfu á bæklingum, námskeiða- hald, auglýsingastarfsemi og leita tillagna hjá opinberum starfs- mönnum um sparnað, hagræðingu og bætta stjórnun á opinberum rekstri og meðferð opinbers fjár. Nefndin er skipuð þeim Magnúsi Péturssyni hagsýslustjóra, sem er formaður nefndarinnar, jafnframt Geir Haarde og Þórði Ingva Guð- mundssyni; allir fulltrúar ríkis- valdsins. Fulltrúar sveitarfélaganna eru hins vegar þeir Björn Friðfinns- son og Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri á Seltjarnarnesi. Full- trúar þessara tveggja geira hafa ennfremur fengið tvo fulltrúa atvinnulífsins i lið með sér, þá Steinar Berg Björnsson, forstjóra Lysis h/f, og Sigurð R. Helgason, framkvæmdastjóra Björgunar. Hugmynd þessi mun upphaflega hafa komið frá Birni Friðfinnssyni, en hann mun hafa fengið hana að láni hjá Norðmönnum sem aftur á móti hafa haft Bandaríkjamenn að leiðarljósi í þessum efnum... Kjartan Ólafsson, varafor- maður Alþýðubandalagsins, hefur verið við sögurann- sóknir í Kaupmannahöfn undan- farna mánuði. Vinnur hann að gerð ritgerðar um samtíðarmenn Jóns Sigurðssonar. Enn hefur ekki kom- Gœöi og verö sem koma á óvart! ið nein yfirlýsing frá Kjartani um að hann hyggist segja af sér varafor- mannsstarfinu en hins vegar er ljóst að flokksbræður hans reikna með að hann haldi starfinu ekki áfram. Helstu arftakar Kjartans hafa verið nefndir þeir Hjörleifur Guttorms- son og Steingrímur J. Sigfússon. Nú bregður hins vegar svo við að konur innan Alþýðubandalagsins munu hafa í hyggju að stilla upp kandidat og nái þær sameiningu um einn frambjóðanda mun sá (eða sú) ná kjöri. I kvöld, fimmtudag, verður haldinn kvennafundur í flokksmiðstöðinni og skýrast þá væntanlega línurnar varðandi frambjóðanda kvenna. Þær helstu sem hafa verið nefndar í varafor- mannsstöðuna eru Álfheiður Inga- dóttir, Gerður Óskarsdóttir, Bjarn- fríður Leósdóttir og Vilborg Harð- ardóttir. Af þessum kandidötum mun Vilborg Harðardóttir hafa mestan meðbyr... Vl Bireyting er í vændum f~ í á SIS-geiranum. Þar er y Kristleifur Jonsson, banka- stjóri Samvinnubankans, að hugsa sér til hreyfings og er talað um að við stöðu hans taki Þorsteinn Ólafsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Erlends Einars- sonar... Mannaflutningar hafa átt sér Y I stað í fjármálaráðuneytinu. y Yfirmaður hagsýsludeildar, Jón Böðvarsson, hefur tekið við star'fi, framkvæmdastjóra flug- stöðvarbyggingarinnar á Kefla- víkurflugvelli. í hans stað kemur Þórður Ingvi Guðmundsson sem starfað hefur við hagsýsludeild- ina... Tískuverslanir við Laugaveg inn börðust margar hverjar í _ -t bökkum (og bönkum) í sum- ar og menn spáðu því að einhverjar þeirra færu á hausinn. Því miður hafa þessir spádómar ræst. Tvær tískuverslanir rúlluðu nýlega: Blondie og Airport... VÁ Stjórnmálaflokkarnir eru nú I í óða önn að koma gæðing- y um sínum fyrir í embættis- mannakerfinu. Nýjasta tilfæringin er að Hreinn Loftsson, sem verið hefur ritstjóri Stefnis og stjórnar- maður í SUS, hefur fengið fasta stöðu í viðskiptaráðuneytinu en þar ræður Matthías Á. Mathiesen... T* i Það er óvenjulegt að eitt af f' 1 aðalhlutverkunum í óperu sé y* þögult. Svo er þó umóperuna Miðilinn eftir Menotti sem nú er í æfingu hjá íslensku óperunni í Gamla bíói og verður frumsýnd í lok nóvember. Þetta hlutverk leikur Viðar Eggertsson leikari sem síðast gerði garðinn frægan á Edinborgar- hátiðinni. Hins vegar er titilhlut- verkið í höndum Þuríðar Pálsdótt- ur, en Guðmunda Elíasdóttir lék það í Iðnó 1952. í þriðja aðalhlut- verkinu er Katrin Sigurðardóttir, en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með þessari óperu verður flutt önnur stutt sem heitir Síminn...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.