Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 5
5 JHek 'sturinrL Fimmtudagur 27. október 1983 frumkvæði AlbertsGuðmundsson- ar fjármálaráðherra, sem vildi að embættin fengju öll sína áminn- ingu. Mun þá Steingrímur hafa sagt að varla væri viðeigandi að setja ofaní við sjálfan þjóðhöfðingjann. Þá barði Albert í borðið og sagði: Ef þú gerir það ekki Steingrímur, þá geri ég það!— Steingrímur gerði það... Nokkurt írafár varð í blöðum / yi á dögunum vegna fyrirspurn ar Blaðamannafélags íslands um ferð Heimis Hannessonar, formanns Ferðamálaráðs, til Taiwan, en grunur þótti leika á að ferð þessi hefði átt að vera boðsferð fyrir blaðamann sem formaðurinn hefði hins vegar þegið sjálfur. Heimir mótmælti þessu kröftug- lega og krafðist afsökunarbeiðni frá BÍ; kvaðst hafa farið þessa ferð á eigin vegum. Ekki mun þeirrar afsökunarbeiðnar að vænta að sinni, og nú heyrum við að utan- ferðir formannsins hafi verið ræddar innan Ferðamálaráðs og eigi að óska eftir yfirliti yfir þær... Helgarpósturinn greindi fyrir /'j nokkrum vikum frá ágreiningi sem var á ferð innan Sálarrannsóknarfélagsins. Snerist deilan um það hvort spíritis- minn væri að syngja sitt síðasta eður ei. Um miðjan október var haldinn fundur í félaginu til að ræða málin, einn hinn fjölsóttasti um árabil. Niðurstaðan varð sú, að félagið heldur áfram á sömu braut með fólk innanborðs sem ýmist vill viðhalda þeim venjum sem tíðkast, halda miðilsfundir og fleira í þeim dúr, og svo hinum sem vilja leggja áherslu á sálarrannsóknir eftir vísindalegum leiðum.... ^ Athygli vakti fyrir skömmu er / J ríkisstjórnin ávítaði sjálfa S sig, ráðuneytiogæðstustjórn ríkisins, þ.á.m. embætti forseta íslands, fyrir að fara fram yfir leyfðar fjárveitingar við embættis- reksturinn. Er ekki síst óvenjulegt að forsetaembættið sé gagnrýnt á þennan hátt. Þessi yfirlýsing, sem kom frá Steingrími Hermannssyni - forsætisráðherra í Tímanum, á sér líka smá forsögu. Þessi mál komu til umræðu á ríkisstjórnarfundi að Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins hefur verið hérlendis undan- farna daga í boði íslensku friðarnefndarinnar, sem hélt honum hóf í vikunni.Hér ræðast þeir við Chandra og Ragnar Arnalds aiþingismaður. í hófi friðarnefndarinnar, sem Morgunblaðið kallar „ferðaklúbb Alþýðu- bandalagsins", var m.a. fulltrúi bandaríska sendiráðsins og fór það frið- samlega fram. Skammt undan var svo sovéski sendiherrann. Smartmynd Útvarpsráð hefur fallist á að /y sjónvarpið taki fjögur leikrit S á verkefnaskrá sína síðla vetr- ar og í vor. Tvö þeirra hafa margir séð áður: Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson og Gulina hlið- ið eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Hin tvö eru Bleikar slaufur - eftir Steinunni Sigurðardóttur og leikrit eftir Gunnar Gunnarsson og Jón Hjartarson, sem enn hefur ekki fengið nafn en er sagt fjalla um stressið og strögglið á íbúða- markaðnum.... r< Á næstunni er væntanleg f' J' forvitnileg bók hjá forlaginu S Arnartaki. Heitir hún „Ég er“, og höfundurinn er dr. Benja- mín Eiríksson, sem á 5. og 6. ára- tugnum var m.a. starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, efna- hagsráðunautur ríkisstj órnarinnar og bankastjóri Framkvæmdabank- ans. Er sagt að í bók þessari sé tals- vert sprengiefni og segi höfundur þar m.a. frá dvöl í Berlín og Moskvu á umbrotatímum kommúnisma og nasisma, og birtar eru greinar sem bera titla eins og Gegn guðlasti Halldórs Laxness, Gegn guðfræði Sigurbjörns Einars- sonar biskups o.fl.... FÖSTUDAGSKVÖLD í JliHÚSINU Eftir að Brynjólfur Bjarna f' l son var ráðinn með miklu fjaðrafoki til Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur eru bollaleggingar hafnar um hver taki við stöðu hans sem framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. Innan félagsins er þegar farið að ræða eftirmanninn og er talið líklegt að hann verði lögfræðimenntaður. Heyrast nefnd nöfn eins og Björn Bjarnason, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum útgáfustjóri AB, Baldur Guðlaugsson og Jón Steinar Gunn- laugsson... r'^| Á hinum „pólnum" í f i bókabransanum hafa nýlega ■S orðið mannaskipti á toppn- um. Hjá Máli og menningu hefur Ólafur Ólafsson hætt sem fram- kvæmdastjóri og snúið sér aftur að lögfræðinámi. Við stöðu hans tek- ur Ólöf Eldjárn sem áður var hjá Bóksölu stúdenta. Hjá Máli og menningu hefur því orðið hljóðlát kvennabylting því þar sitja fyrir Þuríður Baxter sem útgáfustjóri og Silja Aðalsteinsdóttir sem ritstjóri Tímaritsins... Kvikmyndahátíð Listahátið / J ar verður haldin fyrstu vikuna í febrúar á næsta ári. Línurnar eru nú teknar að skýrast hvað varðar myndaval. Ljóst er að spænska myndin „Volver a Empezar“ eftir leikstjórann José Louis Garcia verður sýnd á hátíð- inni og verður leikstjórinn með í för. Myndin hlaut Óskarsverðlaun- in í ár sem besta erlenda kvikmynd- in. Þá verður sýnd syrpa af kvik- myndum eftir bandaríska leikarann og leikstjórann Cassavettes sem hefur verið boðið á hátíðina, en óvist er hvort hann kemst. Einnig verða sýndar amerískar „under- ground" kvikmyndir eftir John Waters. Stjórn Kvikmyndahátíðar reynir nú með öllum ráðum að fá hingað myndir eftir Sovétmanninn Tarkovski og hefur boðið honum hingað, en enn hafa ekki fengist klár svör frá Rússum.... FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimili óskast Óskum eftir aö komast í samband viö fjöl- skyldu í Reykjavík eða nágrenni sem er reiöubúin til aö taka aö sér 15 ára dreng og veita honum stuðning og aöhald. Nánari upplýsingar í síma 74544. ÞAÐ ER NOTALEGT KJÖTBORÐIÐ OKKAR — og afgreiðslan lipur og þægileg — OPIÐ LAUGARDAG KL 9—12 Ný verslun Flatey 2. hœö. • Bœkur • Leikföng • Búsáhöld. NÝJUNG .» þ JL grillið Giillréttir allan daginn Réttur dagsins matvörur fatnaður húsgagnaúrval á tveimur hæðum raftæki rafljós reiðhjól o^ sssSai! G OPIÐ i ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD Jlif 'A A ▲ A A A ' « a c C' s uaurjoa _ ■- u C- C3 i-fU DQj'j j jfjj ■atiHriuiuwiiuuui vaiuT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.