Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 21. október 1983 _f~lelgai-:— . pústurina VERKAM ANN ABÚ STAÐIR - FYRIR HVERJA? Herskylda íslendinga, eilífðarmálin, vita ekki allir hvaö viö er átt? Það eru auðvitað húsnæðismálin, þetta hjartans mál málanna sem vegur þyngra í lífi og starfi landans en flest annað. Loforð stjórnmálamanna beinast að uppfyllingu drauma um þak yfir höfuðið; lán, timbur, steypa og gler fléttast inn í nætursvefninn. — Við erum nú einu sinni þannig gerð Islendingar að við viljum eiga eigið húsnæði, sagði félagsmálaráðherrann í útvarpinu i haust þegar rætt var um húsnæðismál. Merkilegt þjóðarein- kenni það. En það eru margar hliðar á húsnæðisvandanum og margar hugmyndir á lofti um það hvernig beri að byggja. Ein þeirra leiða sem farn- ar hafa verið hér á landi í meira en 50 ár, er bygging verkamannabústaða, eða félagslegar húsbyggingar eins og þær heita á hátíðlegu máli. Verkin tala í „verkó“ Upphaf verkamannabústaðanna sem nú er að finna um nánast allt land má rekja allt aftur til 1929. Þá sat ríkisstjórn Tryggva Þórhallsson- ar við völd, sú stjórn sem byggði meira og stærra en flestar aðrar og fékk þau eftirmæli að hafa látið „verkin tala“. Byggingafélag alþýðu hóf byggingu verkamannabústaða við Hringbraut á kreppuárunum og byggði 172 íbúðir. Á þeim tíma var mikill húsnæðisskortur í Reykja- vík, hver kjallarahola var leigð, hvort sem hún taldist íbúðarhæf eða ekki og þar var þröngt á þingi. Verkamannabústöðunum var ætlað að leysa húsnæðisvanda verkafólks og með þeim var fundin leið til að bjarga þeim sem verst voru settir. Frá því að kreppan herti sultar- ólarnar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Byggingafélag verkamanna tók við og byggði 528 íbúðir frá 1939—1970, Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar byggði rúmlega 1000 íbúðir og frá því að Bygginga- sjóður verkamanna varð til hafa verið byggðar 663 íbúðir í Reykja- vík og fleiri eru á leiðinni. Alls eru þetta 2366 ibúðir. Verkamannabústaðakerfið er þannig upp byggt að í öllum sveitar- félögum skal starfa stjórn verka- mannabústaða. Þær eru skipaðar fulltrúum launþegasamtaka og fulltrúum bæjarfélaga. Hlutverk þeirra er að eiga frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf láglauna- fólks i sinu sveitarfélagi. Stjórnun- um ber að gera könnun á hverju ári á þörfinni fyrir húsnæði og gera til- lögur um nýbyggingar í samræmi við niðurstöður. Sjálfur Bygginga- 'sjóðurinn er í vörslu Seðlabankans, hann er fjármagnaður með eigin tekjum, framlögum frá ríkinu, framlagi sveitarfélaga, sérstökum lántökum og greiðslum kaupenda. Eins og á fyrstu árum verka- mannabústaðanna er þeim nú ætl- að að þjóna því láglaunafólki sem ekki getur eignast húsnæði eftir öðrum leiðum. Samkvæmt lögun- um frá 1980 verða þeir sem sækja um íbúð hjá Verkamannabústöð- unum að eiga lögheimili þar sem sótt er um, þeir mega ekki eiga ann- að húsnæði og miðað er við ákveðnar hámarkstekjur, eigi um- sækjandi að koma til greina. Hverjir sœkja um? Það hefur ekki verið gerð könn- un á því hverjir það eru sem fá íbúð- ir í verkamannabústöðunum, hvernig fjölskyldur eru saman sett- ar, hvaða verkalýðsfélög eiga þar flesta fulltrúa o.s.frv., en sam- kvæmt lögum eiga allir launþegar rétt á að sækja um, sama hvaða stéttarfélag á í hlut. Heitið verka- mannabústaðir er því pínulítið vill- andi, en vísar aftur til upphafsins. Rikharður Steinbergsson er framkvæmdastjóri Verkamanna- bústaðanna í Reykjavík. Hann sagði í samtali við Helgarpóstinn að á undanförnum árum hefði veruleg þróun átt sér stað í verka- mannabústöðunum. Fyrstu árin voru einkum byggðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir, síðan tók hlutur 2ja og 4ra herbergja íbúða að vaxa verulega og nú siðustu árin hafa einstaklingsíbúðir stungið upp kolli. Allt speglar þetta þær þjóð- félagsbreytingar sem orðið hafa. Fjölskyldufólk vill hafa rýmra um sig, börnum fer fækkandi og þeim fjölgar stöðugt sem annað hvort búa einir eða eru einstæðir foreldr- ar með börn. Ríkharður sagði að undanfarin ár hefði borið mikið á einstæðum foreldrum meðal um- sækjenda. Það er ekki hægt að tala um neinn biðlista hjá Verkamanna- bústöðunum, umsóknum er ekki safnað og raðað í röð, heldur verður að sækja um aftur. Á hverju ári er auglýst og þörfin könnuð, en síðan gerir stjórnin sínar tillögur og sækir um lóðir eftir þörfum. Ríkharður sagði að ekki hefði staðið á því að fá lóðir undir verkamannabústað- ina, en þær væru yfirleitt með kvöðum. Æskilegra væri að fá svæði sem síðan væri hægt að skipuleggja eftir vild. Fjórir — fimm um hverja íbúð Þegar umsóknirnar berast er far- ið í gegnum þær og þær metnar, en stjórnin hefur ekki sett upp neins konar forgangsröð, heldur er reynt að meta hverjir þurfa mest á íbúð- um að halda. Undanfarin ár hafa umsækjendur verið fjórum til fimm sinnum fleiri en þær íbúðir sem úthlutað er, en þessi fjöldi sýnir hve gífurleg ásókn er í íbúðir Verka- mannabústaðanna. Ríkharður Steinbergsson sagði það sína skoðun að óeðlilega mikill munur væri orðinn milli hins frjálsa markaðar og þeirra kjara sem Verkamannabústaðirnir bjóða upp á. Fólk borgar 10% af íbúðar- verðinu við afhendingu, síðan eru Eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Smartmyndir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.