Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 12
„MINGMENIN ELDAST ILLA ** neiprpðsisvioiaiið: sieingrrmur J. sigfússon Yngsti þingmaðurinn okkar og fjölskylda hans hafa búið um sig undir nokkrum kvistum austast í Gerðunum. Vistleg íbúð — en þó óravegu frá þeirri hugmynd, sem ég býst við aðfólk geri sér almennt um þingmannabú- staði. Helst dytti manni íhug aðþarna byggi námsfólk. Engin áhersla virð- ist lógð á stofuprjál. Steingrímur J. Sigfússonsegiraðþettadugiþéimágætlega. „Þaðerhlý- legt hérna undir súðinni og útsýnið leynir ásér". Séð út um stofugluggann breiðir Esjan úr sér í heild. Þarna er líka norðausturstrandlengja hófuð- borgarinnar, illafarin afskipulagi, iðnaðarhverfið við Elliðavog, iðnaðar- hverfið á Ártúnshöfða, Grafarvogurinn... „Já hver fjárinn, þarna hefðu getað risið fallegustu íbúðarhverfi íReykjavík", segir Steingrímur. Hann er Þistill i báðar cettir, fœddur fyrir 28 árum og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann var að taka sceti ífyrsta skipti á Alþingi: Háttvirtur 4. þingmaður Norðurlandskjördcemis eystra. Alþýðubandalagsmaður, jarð- fræðingur að mennt. Steingrímur er glettinn maður og örlögin glettast við hann á móti. Allt ígóðu. Þannig hefurþað einhvern veginn œxlast aðþaufáu ársem Stein- grímur hefur búið íReykjavík hafa næstu nágrannar hansjafnan veriðfor- ystumenn í Sjálfstæðisflokknum. Fyrst bjó hann i kjallaranum hjá Gunn- ari Thoroddsen á Víðimelnum („stórmerkilegur maður Gunnar, alveg stórmerkilegur") Og nú er hannfluttur í næst-næsta hús við Friðrik Sop- husson. „Friðrik átti fertugsafmœli um daginn. Ég var úti í garði að setja upp þetta grindverk þarna tilað verja trjáhríslurnar sem við plöntuðum ísum- ar. Sjálfstæðismennirnir streymdu prúðbúnir framhjá í boðið til Friðriks ogþað var svona verið að grínast: „Ertu að víggirða hjáþér Steingrímur?" „Ja, ætli það þýði nokkuð annað, maður býr í svo ótryggu umhverfi!"" Svona geta þeir gantast, alþingismennirnir. Utan dagskrár. En þegar gengið er til dagskrár er það alvaran sem ræður ferðinni. — Hvemig lísl þér á þig á Alþingi, nú þegar þú ert farinn að sitja deildar- og þingflokks- fundi, farinn að beita þér innan þessarar stofnunar? Finnst þér að möguleikar þínir til að haf a áhrif á gang mála séu jaf nmiklir og þú gerðir þér vonir um þegar þú varst kosinn á þing? „Þingmannsstarfið leggst vel í mig og auð- vitað vonast ég til þess að hafa einhver áhrif á þróun mála. Hinu er ekki að neita, að ríkjandi skipulag á þessari stofnun hefur tilhneigingu til að aðlaga nýliðana að sjálfu sér. Vissulega er hætta á því að nýir þingmenn verði fljótt „samdauna" — svo ég noti það neikvæða orð — og hverfi fljótt inn í fjöldann. Hafi þannig minni áhrif en vonast var til. Það er einmitt stórt áhyggjumál hjá mér núna i byrjun, að maður hafi lítil áhrif, sé að skrifa upp á eitthvað sem þegar hefur verið ákveðið. En þetta þarf ekki að vera svona sjálfvirkt. Fólkið sjálft getur gert kröfur um að hlutunum verði breytt. Það getur hjálpað til og stutt við bakið á þeim þingmönnum sem vilja breytingar. Mér finnst þingmenn vera fljótir að verða gamlir og þreyttir. Þeir eldast illa. Þetta er ég mest smeykur við, og ég vona, að þing- mennskan breyti mér ekki á þennan hátt. Það» versta sem gæti komið fyrir, er aö þing- mennskan breytti mér í eitthvað annað en ég vil vera". — Verfla þingmenn líkir hver öðrum? „Já, þeir steypast mikið í sama mót. Það ætti engirin að vera lengi á þingi í einu. Menn ættu að taka sér þvíld, þegar þeir eru orðnir þreyttir". — Nú varst þú um tíma umsjónarmaður íþróttaþátta í sjónvarpinu. Heldurðu að það hafi hjálpað þér til að komast inn á þing? „Ég leiddi aldrei hugann að því þegar ég datt inn í þetta hlutastarf hjá sjónvarpinu. Það var ekki fjölmiðillinn sjálfur sem freist- aði mín heldur 'iþróttir og útilif. Ég sá að þarna gat ég e.t.v. haft góð áhrif. Mig langaði til að styðja við bakið á nýjum íþróttagreinum og almennri íþróttaiðkun og útiveru. Mér finnst að hið opinbera gæti gert miklu meira til að stutJa að almennri íþróttaiðkun, það þarf meira fé til uppbyggingar á þessum þætti íþróttastarfsins, bæði til kennslu og til að byggja upp aðstöðu. Það var þessi áhugi minn sem varð til þess að ég sótti um hjá sjónvarpinu í mars í fyrra. Það er ekki rétt sem ýmsir andstæðingar hafa haldið fram að ég hafi komist inn í stjórnmál- in í gegnum fjölmiðla, eins og reyndar margir aðrir þingmenn af yngri kynslóðinni. Ég fór eiginlega öfuga leið: úr stjórnmálunum yfir í fjölmiðla. Ég hef alla tíð haft áhuga á stjórnmálum. Ég byrjaði feril minn 1978 þegar ég tók f jórða sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra. Þá hafði ég gert upp hug minn í pólitíkinni fyrir nokkrum árum. Eg held að starf mitt sem sjónvarpsmaður um tíma hafi litlu breytt um röðun á fram- boðslistann fyrir síðustu kosningar. Það var lokað forval og ég var valinn til að taka sæti Stefáns Jónssonar, fyrsta sætið. Það getur hins vegar vel verið að það, að maður sé þekktur úr sjónvarpinu geti haft áhrif í hinum almennu kosningum, ég skal ekki dæma um það". — Hvenær byrjaðir þú að skipta þér af pólitík? „Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég fór suður til Nýja-Sjálands sem skiptinemi. Ég var þá 19 ára og tók þetta ár utanskóla frá Menntaskólanum á Akureyri. Þaðan varð ég svo stúdent árið eftir. En þarna á Nyja-Sjá- landi hittist þannig á að ég lenti hjá mjög góðu fólki. Þetta var ungt fólk, aðeins nokkrum ár- um eldra en ég, og það var að byrja búskap. Ég hafði sóst eftir því að lenda á stað þar sem ég gæti kynnst atvinnulífi landsmanna sem best og var mjög heppinn að lenda hjá þeim. Þau voru mjög pólitískt þenkjandi og mjög virk í þjóðfélagsumræðu og réttindabaráttu frumbyggja Nýja-Sjálands, Maora. Verka- mannaflokksfólk.." — Svona eins og nýsjálenskt alþýðubanda- lagsfólk? „Já, einmitt. Þarna fékk ég mína eldskírn í pólitískri umræðu. Ég gerðist ákafur stuðn- ingsmaður nýsjálenska verkamannaflokksins og agiteraði í kosningum fyrir fyrsta Maoran- um sem tók sæti í héraðs- eða sýslunefndinni þar sem ég bjó. Þessi frambjóðandi hafði ver- ið góður kunningi minn m.a. úr íþróttalífinu þarna. Maorar heyja harða réttindabaráttu og þó að tiltölulega gott ástand ríki í kynþátta- málum á Nýja-Sjálandi miðað við það sem gerist meðal annarra blandaðra þjóða, þá vantar enn mikið upp á það að Maorar eigi það hlutfall fulltrúa í stjórn landsins sem fjöldi þeirra segir til um. Ég hreifst mjög af þessu fólki. Þetta er mjög vel gert, greint og umburðarlynt fólk. Það er eins og sósíalismi sé því í blóð borinn — samhjálp er mjög sterk- ur þáttur í fari þess. Þetta ár á Nýja-Sjálandi hafði mjög mikil áhrif á mig. Ég kynntist öðrum skiptinemum þarna, krökkum frá Indlandi, Indónesíu og fleiri þriðja heims ríkjum og þessi kynni veittu mér ómetanlega innsýn í málefni þriðja heimsins og mótuðu afstöðu mína til þróun- arlandanna og þróunarhjálpar". — Hvað er það sem drífur ungt fólk cins og þig út í framboð? „Það er náttúrlega misjafnt eftir því hverjir eiga í hlut. Hjá sjálfum mér er þetta ekki síst spurning um að reyna að verða því fólki sem ég á skuld að gjalda að einhverju liði. Ég hef líka verið talsmaður endurnýjunar í stjórn- • málum hér á landi og þegar mér bauðst að taka sæti, sá ég það sem tækifæri fyrir mína kynslóð, fólkið sem var að vaxa úr grasi um og upp úr 1968". — Hvað einkennir þá kynslóð núna, fyrir hverju berst hún? „Stærstu viðfangsefnin sem hafa blasað við þessari kynslóð eru afvopnunarmálin og um- hverfismálin. Það verða engar raunhæfar breytingar á þessum málum fyrr en þetta fólk, sem hefur alist upp í skugga vígbúnaðarkapp- hlaupsins og atómsprengjunnar, fer að ráða einhverju. Það þarf breytt gildismat til að tak- ast á við þessi mál. Það sama má segja um málefni þriðja heimsins. Það þarf gjörbreytta tekjuskiptingu milli ríkja í norðri og fátækra rikja í suðri. Eg held að ungt fólk sé fúsara að leysa þessi mál en þeir sem eldri eru. En þetta verður erf- itt viðfangs. Hvaða réttlæti er t.d. í því að þjóð eins og Bandaríkin, þar sem búa um 6% jarð- arbúa, skuli ráða yfir 40% auðlindanna? Þessu verður ekki breytt fyrirhafnarlaust, en það sem til þarf er breytt ímynd okkar af Jörð- inni, við þurfum að átta okkur á því, að við er- um öll ein fjölskylda. Það er til háborinnar skammar þessari þjóð, að við skulum ekki enn hafa náð til- skildu markmiði í þróunaraðstoð, að 1% þjóðartekna renni í þróunaraðstoð". — Hvers vegna hefur okkur ekki tekist þetta? „Það virðist ekki vera nægilegur vilji fyrir því. Þetta horfði heldur í rétta átt í tíð síðustu ríkisstjórnar en nú er aftur stefnt niður á við og framlögin skorin niður. Það er mikill misskilningur að halda að við getum einangrað okkur frá umheiminum, burtséð frá því, að við erum náttúrlega háð út- löndum hvað varðar útflutningsmarkaði og verslun. Pólitískt og efnahagslegt jafnvægi í heiminum er beinlínis háð því, að brugðist

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.