Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 16
16 27. október 1983 Gæjarnir og pæjurnar í sýningu breska þjóðleik- ------- hússins á „Guys and Dolls“. „Stormurinn" eftir Shakespeare. Derek Jacobi í hlutverki Prosperos. Flosi Ólafsson skrapp til London um daginn og HP datt í hug að grípa hann glóðvolgan og spyrja, hvað væri að gerast í leikhúsheiminum í Bretlandi. „Já,það er ekkert smáræði, sem hægt er að innbyrða af menningu og fagurri list áeinni viku i Lond- on ef rétt er á málum haldið. Ég hef svosem oft komið til Lundúna og átt þar bæði stutta og langa viðdvöl, sjaldan, eða ég held bara aldreyafn stutta og um daginn, bara viku. Þess vegna vandaði ég mig afskaplega mikið að ná í það besta, sem var á boð- stólum að mínu mati. Öðruvísi skemmtiferð Mér er sagt að árlega hleypi um sjötíu þúsund íslendingar heim- draganum, stór hluti þessa hóps fljúgi á baðstrendur og dvelji þar í eina viku til þrjar, stundi þar „strandlíf" og ekki síður það sem kallað hefur verið „hið Ijúfa lif.“ Þetta kvað vera afskaplega gaman, en að áliti sumra ekki úr hófi innihaldsríkur gleðskapur, né beinlínis sálarbót eftir fásinnið hér heima. Stundum eru menn ekki alveg úthvíldir eftir svona sólarlanda- ferðir, jafnvel fluttir heim í bönd- um, svona eins og gengur og gerist þar sem verið er að gera sér daga- mun. Þegar menn svo hafa farið nokkrum sinnum í slíkar strand- ferðir gæti einhverjum dottið í hug að hugsa sem svo: Er ekki hugsanlegt að fara í öðruvísi skemmtiferð til útlanda? Ég held að varla sé hugsanlegt að fara í betri reisu en það sem kalla mætti leikhúsferð til Lond- on í eina viku eða tvær. Auðvitað er ekki hægt í stuttu máli að gera neina tæmandi grein fyrir því, sem London hefur uppá að bjóða bæði hvað leikhús snert- ir og tónlist. Það hálfa væri satt að segja nóg. Breska þjóðleikhúsið Enginn sem sækir Lundúnir heim ætti að láta hjá líða að leggja leið sína á suðurbakka Thames og heimsækja eitt mesta menningar- setur veraldarinnar, National Theatre, eða breska þjóðleikhús- ið. „N.TV er eiginlega þrjú Ieikhús: Oliver Theatre sem tekur 1160 manns í sæti, Littleton Theatre 890 áhorfendur og Cottesloe Theatre 400 áhorfendur. Við hliðina á þjóðleikhúsinu er svoaðaltónleikahöll Bretaoghýs- kenna leikhúsið úti í heimi í dag og það er hvað lítið kemur fram af nýjum og gjaldgengum leikritum. Hins vegar sér maður varla mjög vondan leik á bresku leiksviði. Song and dance Fyrir þá sem vilja eitthvað af léttara taginu, eins og það er kall- að, má nefna að í „sjóbísness“ er enginn jafn áberandi um þessar mundir í London og Andrew Lloyd Webber. Andrew þessi er orðinn talsvert loðinn um lófana af leikhúsumsvifum sínum og bú- inn að kaupa eitt stærsta leikhúsið í London, Pallace Theatre, enda höfundur að Jesus Christ Superstar, Evitu, Cats og Song & Dance, svo nokkuð sé nefnt. Þrjár hinar síðastnefndu eru nú á fjöl- unum í London. Persónulega kann ég ekki að meta Lundúna- uppfærsluna á Evítu. Cats er meiriháttar söngva- og dansleikur sem hefur hlotið gífurlegar vin- sældir, enda ekkert til sparað. „Song and Dance“ sá ég um dag- inn með frábærum dönsurum og fannst eiginlega meira en lítið gaman. í London er líka um þessar mundir verið að sýna þann gamla Fiðlara á þakinu með Topol og svona mætti endalaust telja. Ef ég ætti að ráða heilt um leik- húsferðir, þegar dvalið er í Lond- on eina viku eða tvær, þá mundi ég ekki hika við að ráðleggja fólki — og nú tala ég auðvitað útfrá eigin smekk — að sjá að minnsta kosti eina eða fleiri Shakespeare sýningar, fara bæði í The Barbican og National Theatre. Ég held ég hafi aldrei séð mislukkaða Shakespeare sýningu frá Royal Shakespeare Company. Af söfnum held ég mest uppá Tate Gallery, sem er niðurá norð- urbökkum Thamesár. Þetta dæmalausa safn er svo passlega stórt að maður örmagnast ekki við að fara í gegnum það. Þá eru allar nýjar bíómyndir á boðstólum í London og raunar allt milli himins og jarðar, líka fyrir þá sem eru ekki jafn há- menningarlega innstilltir og ég. Margir halda að erfitt sé að ná í miða á sýningar í London. Mín reynsla er sú að það sé eiginlega alltaf hægt að fá miða, ef maður bara mætir á staðnum, en stund- um þarf maður ef til vill að bíða hálftíma eða klukkutíma í biðröð. Vika eða hálfur mánuður í London getur satt að segja veitt manni haldbetri og innihaldsrík- ari ánægju en strandlíf á „skall- anum“, „herðablöðunum" eða „augnalokunum" í heilt árý segir FIosi Ólafsson að lokum og greinilega endurnærður eftir menningarvikuna í London. Song and Dance VIKA í LONDON Flosi Ólafsson segir frá bresku leikhúsi ir þrjá tónleikasali: Royal Festival Hall, Queen Elisabeth Hall og Purcell Room. í þessum tónlistarvéum er mér sagt að framin sé meiri og betri tónlist árlega, helduren í mörgum þjóðlöndum til samans og er skemmst frá þvi að segja, að dag- lega er þarna verið að flytja eitt- hvað, sem tónlistarunnendur vildu fyrir alla muni helst ekki þurfa að missa af. í breska þjóðleikhúsinu eru hvorki meira né minna en þrettán leiksýningar á fjölunum i október og nóvember. Nú er sýningum að ljúka á því verki sem vinsælast hefur orðið allra, síðan breska þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína. Þetta er söng- leikurinn Guys and Dolls, sem sýndur hefur verið í á þriðja ár og alltaf uppselt marga mánuði framí tímann. Til gamans má geta þess að þessi söngleikur er nú á verkefna- skrá íslenska Þjóðleikhússins og ætti að geta komið íslendingum í gott skap ekki síður en Bretum. Þess má geta í framhjáhlaupi að amerísk leikhúsverk setja um þessar mundir talsverðan svip á leikhúslífið í London. í þjóðleik- húsinu er verið að sýna „Tales from Hollywood!' leikrit um þýsku rithöfundanýlenduna í Tinseltown í stríðsbyrjun og fjall- ar um það, hvernig þeir í Holly- wood lentu í vandræðum með hvað þeir ættu að gera við Brecht, Horváth, Tomas Mann og fleiri sjení, sem flúið höfðu nasisma Þýskalands. Þá eru menn gífurlega spenntir að sjá hvernig til tekst með næsta ameríska söngleikinn, sem kemur á eftir Guys and Dolls. Þetta er söngleikurinn Jean Seberg eftir Marvin Hamlisch, Christofer Adler og Julian Barry. Það vekur athygli að „generalprufur" (previews) á verkinu eru hvorki meira né minna en sextán, en leik- stjórinn er enginn annar en sjálf- ur Peter Hall, sem er víst talinn einn af höfuðpaurum leiklistar- innar í veröldinni í dag. Já, það er af nógu að taka í breska þjóðleikhúsinu að ekki sé nú talað um tónlistarhöllina við hliðina; Royal Festival Hall. „Barbíkanið“ En það er víðar verið að fremja kúnst en þarna niðurfrá,og hana ólitla. „The Barbican" er önnur menningarmiðstöð í London. Þar er Royal Shakespeare Company til húsa. „Barbíkanið!* eins og ég kýs að kalla það, hefur orðið fyrir tals- verðu aðkasti menningarfjenda í Bretlandi, svo ljóst er að slíkt hug- arfar er ekki séríslenskt fyrir- brigði, en engum blandast samt hugur um að þar er verið að flytja margt af því merkasta í leikhúsi samtíðarinnar, þar sem klassísk verk eru tekin til flutnings. Þarna er góðkunningi íslenskra sjónvarpsáhorfenda að leika í hvorki meira né minna en þrem af öndvegisverkum leikbókmennt- anna: „Storminum“ og „Ys og þys útaf engu“ eftir Shakespeare og Cyrano de Bergerac eftir Edmund Rostand. Leikarinn er Derec Jacobi, sá sem lék Claudius í sam- nefndu sjónvarpsleikriti, „Ég Claudius“ Allt eru þetta víst sýningar, sem ástæða væri til að elta uppi um Iönd og álfur, en mér gafst aðeins kostur á að sjá „Storminn“ Það eru stórviðburðir eins og sú sýning, sem gera mann að betri, hamingjusamari og mætari manneskju fyrir lífstíð. Þar að auki fjallar leikritið „Stormurinn" um skipshöfn, sem strandar skipi sínu á eylandi, sem líka virðist strandað, svo það gæti „átt erindi hér!‘ eins og íslenskir gagnrýnendur orða það, þegar þá langar að verða vitsmunalegir. Þá er í „Barbíkaninu" verið að sýna Macbeth Shakespeare^ Tartuffe eftirMoliéreogsíðasten ekki síst leikritið Moliére eftir Mikhail Bulgakov. í þessu verki bregður höfundur upp hliðstæð- um myndum, ef svo mætti segja, af viðskiptum sínum við Stalín og skiptum Moliéres við Lúðvík 14. Leikrit Bulgakovs voru bönnuð i Sovétríkjunum eftir 1929 á sama hátt og Tartuffe Moliéres var bannaður í Frakklandi frá 1662 —1669. í Barbíkaninu eru þrír hljóm- leikasalir og daglega er hægt að hlusta þar á tónlist flutta af heimsmeisturum. Sérstök rækt er þar lögð við kammermúsík. Shakespeare-sýningar Eins og ég sagði áðan er Royal Shakespeare Company til húsa í Barbíkaninu, en þó eru höfuð- stöðvar þess leikhúss í fæðingar- bæ Shakespeares, Stratford upon Avon. Þangað er hreint ævintýri að koma, ég tala nú ekki um ef hægt er að staldra við í tvo daga eða þrjá og sjá þrjár til fjórar sýn- ingar (síðdegissýningar eru þar tvisvar í viku). Núna er þar meðal annars verið að sýna Júlíus Sesar, Hinrik 8., Þrettándakvöld, Measure for Measure, The Comedy of errors eftir Shakes- peare og Volpone eftir Ben Jon-> son. Nú ér ég búinn að drepa lítillega á það sem mér finnst girnilegast af því sem breskt leikhús hefur uppá að bjóða. Einhverjum finnst þessir valkostir sjálfsagt af hátíð- legra taginu og það verður þá bara að hafa það. Auðvitað er hægt að fá að sjá allan skrattann í London og á- stæðulaust að amast við því þó fólk hafi gaman af öðru en klass- íkinni. Satt að segja finnst mér eitt ein-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.