Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 8
8 sÝniiHjsirssfilir Gallerí Langbrók: Siguröur Örn Brynjólfsson sýnir 100 mjög svo lífiegar og skemmtilegar teikningar. Sýningin stendur frá 15. okt. til 30. okt. og er opin virka daga frá kl. 12—18 en um helgar frá kl. 14—18. Norræna húsið: Þriöjudaginn 25. okt. opnar Jón Lax- dal sýningu i anddyrinu. Sýningin ber nafnið Myndþankar. Jón sýnir mál- verk og teikningar og fer létt meö að. raöa steinum í ails kyns kynjamyndir. Gallerý Lækjartorg: Laugardaginn 22. okt. opnar Ragnar Lár sýningu á málverkum og teikning- um sem hann vann í Danmörku síö- astliðið sumar. Sýningin stendur til 6. nóvember og er opið frá kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 14—22. Bogasalur: Sýningin stendur til sunnudagsins 27. nóvember. Vesturgata 17: Listmálarafélagiö sýnir málverk og teikningar f sýningarsalnum. Fjöl- margir málarar sýna verk sín þar. Op- iö er frá kl. 8 f.h. til kl. 17 e.h. Kjarvalsstaðir: Þar standa yfir tvær sýningar um þessar mundir. Sú fyrri er sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, gjöfum til safnsins frá opnun þess 1973. Afar sérstök sýning sem opin er daglega kl. 14—22 framtil 13. nóv. Hin seinni er samsýning F.Í.M. á verkum unnum í pappir, staösett i vestursal og vesturfordyri og stendur til 30. okt. Höggmyndasafn Ás- mundar Sveinssonar: auglýsir nýjan opnunartíma. Frá 1. okt. verður safnið opiö kl. 14—17 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Ákveöiö hefur veriö aö framlengja yfirlitssýningunni á verk- um Ásmundar. Bogasalur: auglýsir nýjan opnunartíma. Þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga er opið kl. 13.30 — 16.00. Laugardaginn 15. okt. kl. IS.opveröur opnuö sýning er ber nafniö „ísland á gömlum landabréfum". Þetta eru fs- landskort allt frá 16. öld. Ásgrímssafn: Þar stendur yfir haustsýning á verk- um Ásgríms. Þau yngstu frá ca. 1939. Sýningin veröur opin fram að áramót- um. Opið verður þriðjud., fimmtud. og sunnudaa kl. 13.30 — 16.00. Hallgrímskirkja: Listvinafélag Hallgrimskirkju stendur fyrir 3. listsýn. sinni frá 15. okt. til 27. nóv. 1983 i anddyri Hallgrímskirkju. Leifur Breiöfjörð, glerlistamaöur, sýn- ir frumdrög, vinnuteikningar og Ijós- myndir af steindum gluggum. Sýn. er opin dagl. kl. 10—12. Laugard. og sunnud. kl. 14—17. Lokað á mánu- dögum. Gallerí Grjót: Ragnheiöur Jónsdóttir opnar sýningu á grafíkmyndum laugardaginn 22. okt. Sýningin stendur til 3. nóvember. Opiö virka daga kl. 12—18. Ljósmyndaskálinn: Ljósmyndaskálinn heitir nýr sýningar- staður í Reykjavik, að Týsgötu 8 viö Óðinstorg. Nú stendur þar yfir sýning er fjallar um „fæöingu" Reykjavíkur- hafnar á árunum upp úr aldamótun- um siðustu. Opiö er milli kl. 14 og 18 virka daga, en frá kl. 10—14 á laugar- dögum. Listmunahúsiö: Ása Ólafsdóttir og Inger Karlson munu opna sýningu sina á myndvef, textilcollage, teikningum og pappirs- collage laugardaginn 29. okt. kl. 14.00 i Listmunahúsinu. Opið er frá kl. 10—18 virka daga, 14—18 um helgar en lokað á mánudögum. leiklnís Leikfélag Akureyrar: sýnir „My Fair Lady" fimmtud., föstud., laugard. og sunnud. Uppselt er á allar sýningarnar. Langt er siðan sýning noröan heiöa hefur vakið eins mikla athygli og eftirspurn og „My Fair Lady". Selfossbíó: Leikfélag Selfoss frumsýnir leikritið „Þið muniö hann Jörund" næstkom- andi föstudagskvöld kl. 21.00 i Sel- fossbíói. Sönghópur meö aöstoö fé- laga sinna segja söguna af Jörundi. Meö hlutverk Jörundar fer Sigurgeir Hilmar Friöþjófsson. Sviössetning: Viðar Eggertsson, leiktjöld: Ólafur Th. Ólafsson, lýsing: Ingvar Björns- son. Uppselt er þegar á frumsýningu en önnur sýning verður á sunnudags- kvöld. Fimmtudagur 27. október 1983 _/~lelgai- . posturinn Aö skapa hefðarkonu Leikfélag Akureyrar: My Fair Lady. Söngleikur í tveim þáttum, byggð- ur á Pygmalion eftir G. Bernard Shaw. Höfundur texta Alan Jay Lerner, tónlist: Frederick Loewe. Þýðing: Egill Bjarnason og Ragn- ar Jóhannesson. Hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur og félagar úr Passíukórnum syngja. Stjórnandi tónlistar Roar Kvam. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Viðar Garðarsson. Leikstjóri og höfundur dansa: Þórhildur Þorleifsdóttir. Tilgangur Bernard Shaws með því að skrifa leikrit sitt Pygmalion var fyrst og fremst sá að skopast að og deila á það hirðuleysi sem honum þóttu samlandar sínir sýna gagnvart móðurmálinu, og auðvitað olli málfar það sem per- sónur leiksins töluðu mikilli hneykslun þegar verkið var frum- sýnt í London, enda ólíklegt að margar blómasölustúlkur frá Covent Garden hafi verið í hópi áheyrendanna. En að sjálfsögðu gat svo frjór penni sem Shaw ekki látið sér nægja það að deila bara á málfar Englendinga. Það eitt gat engan veginn réttlætt heilt leikrit. Honum rann það að sönnu mjög til rifja hvernig lágstéttin í London afskræmdi tunguna, en þrátt fyrir allt sárnaði honum það ennþá meira hvernig yfirstéttin, ekki síst sá hluti hennar sem til virðingar hafði komist í gegnum svo fáránlegan hlut sem erfðir, var orðin blinduð af eigin ágæti, þrátt fyrir þá staðreynd að hún talaði „gott mál“ Og síðast en ekki síst þá er í þessu verki fjallað um þá spurningu hversu langt menn hafi rétt til að ganga í því að umskapa persónu og hversu langt ábyrgð skaparans nær gagnvart hinni nýju persónu. Það var kvikmyndaleikstjórinn Gabriel Pascal sem átti fyrstur hugmyndina að því að gera söng- leik eftir hinu frábæra leikriti Shaws, en hann hafði einmitt kvikmyndað verkið. Gamli mað- urinn var þó ekkert hrifinn af þessari hugmynd og komst hún því ekki í framkvæmd fyrr en eftir lát hans. Og líklegt verður að telja að hann hefði ekkert orðið sérlega uppnuminn yfir söngleiksgerð- inni, svo frábitinn sem hann var öllu sem rómantík heitir. En Ibsen var heldur ekkert hrifinn af hinni rómantísku tónlist Griegs við raunsæisverk sitt Pétur Gaut (og raunar var Grieg ekkert hrifinn af leikritinu heldur). Samt sem áður hafa leikritið og tónlistin verið nánast óaðskiljanleg allt til þessa dags. Að vísu er hér ekki alveg um sama hlut að ræða þar sem þeir Lerner og Loewe gerðu meira en bara það að bæta rómatískri tón- list við verk Shaws. Þeir bættu við dálitlum slatta af rómantík í verk- ið líka og einhvern veginn varð úr þessu hið ágætasta leikhúsverk, þó því sé að vísu ekki að leyna, að dálítið er Shaw þar útþynntur. En það er sennilega endir söngleiks- ins sem mest heifði farið fyrir brjóstið á gamla manninum. Hann hefði nefnilega mikinn ímugust á því sem við venjulegir leikhúsgestir köllum „góðan endi“ eins og glögglega má sjá í eftirmála þeim sem hann reit að Pygmalion. Góði endirinn er hér sá að þau Elisa og Higgins giftast, og það hafa höfundar söngleiks- ins vitaskuld hugsað sér, þó svo að ekki sé það sagt berum orðum. En eftir að hafa lesið áðurnefndan eftirmála kemst maður að því að þessi endir er alls ekki neitt sér- lega góður. Raunar er prófessor Higgins svo hrútleiðinlegur og sjálfselskur að hverri konu hlýtur að vera vorkunn að búa undir sama þaki og slíkur maður, svo ekki sé nú minnst á hluti eins og tuttugu ára aldursmun þeirra Elisu og hinn sterka vilja hennar, sem reyndar á ekki svo lítinn þátt í hamskiptum hennar, og þetta er hún sér meðvituð um. Þegar Þjóðleikhúsið ákvað að taka My Fair Lady til sýningar ár- ið 1962, urðu mikil blaðaskrif um þá ákvörðun. Var í því sambandi talað um sóun á almennafé, vænt- anlega misþyrmingu á verkinu og fleira í þessum dúr. Ýmsir gengu jafnvel svo langt að stimpla Guð- laug heitinn Rósinkrans, þá- verandi Þjóðleikhússtjóra, geð- bilaðan fyrir að láta sér detta þetta í hug. Þessar raddir voru þó fljótar að þagna eftir að sýningin hafði slegið í gegn svo um munaði. En hér er þetta rifjað upp til að sýna hversu gríðarlegt áræði hefur þurft til að leggja út í að setja þetta viðamikla verk upp í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem hvorki var til staðar fastráðinn kór, ballett, að ógleymdri hljómsveit „alls“ Iandsins sem Þjóðleikhúsið hafði aðgang að, auk fullkomins hring- sviðs sem þó þótti í allra minnsta lagi fyrir svona sýningu. Og það er skemmst frá þvi að segja að þetta þrekvirki heppnaðist, og sú fullyrðing ein sér jafngildir því að segja að mikið afrek hefur verið unnið með uppsetningu þessa fræga verks við þær aðstæðurj sem fyrir hendi voru. Þegar rætt er um þessa ágætu' sýningu, þá kemur fyrst og síðast' upp nafn kraftaverkamanneskj-| unnar Þórhildar Þorleifsdóttur1 sem hefur leikstjórnina með höndum, auk þess sem hún samdi dansana í sýningunni. Og það þarf sannarlega kraftaverka- manneskju til að koma svona sýn- ingu fyrir á ekki stærra sviði. Ef tala má um að þurft hafi að nota hvern fersentimetra á sviðinu í uppfærslu Þjóðleikhússins, þá má segja að hér hafi þurft að nota Œei/c/ib/ Ragnheiður og Arnar í My Fair Lady. hvern fermillimetra til hins ýtrasta. Og það er einmitt þetta sem Þórhildi tekst svo aðdáunar- lega vel að gera. Henni tekst hvað best upp þar sem ætla mætti að aðstæður hafi verið hvað erfiðast- ar. Það var hrein unun að horfa á sum hópatriðin í sýningunni, til dæmis hið óborganlega fyndna. veðreiðaatriði og sendiráðsdans- leikinn þar sem snobbið og stífnin eru alveg mátulega ýkt í sinni glæstu umgjörð. Að sjálfsögðu kölluðu hinar þröngu aðstæður ái einhverjar breytingar á verkinu, til dæmis sameiningu atriða og ef til vill einhverjar úrfellingar, en þær hafa þá verið bættar upp með því að bæta inn samtölum úr hinu upprunalega Pygmálionleikriti, og gefur það verkinu mun meiri dýpt en ella hefði verið. Leikmynd Jóns Þórissonar er einkar hagan- leg, hvorutveggja í senn einföld og íburðarmikil. Hún á sinn stóra þátt í því hve sýningin gengur hratt og liðlega fyrir sig, en slíkt er auðvitað gífurlegur kostur í sýn- ingu sem tekur liðlega þrjár og hálfa klukkustund. Að baki bún- ingum þeim sem Una Collins hef- ur hannað liggur mikil vinna og þeir gera sitt til að auka litauðgi sýningarinnar. Svo sem vera ber í söngleik skipar tónlistin veglegan sess í þessari sýningu. Og þar er manni enn komið á óvart. Á stundum mætti halda að kórinn og hljóm- sveitin hefðu ekkert gert annað um ævina en að taka þátt í söng- leikjaflutningi, slíkur var at- vinnumennskubragurinn. Roar Kvam á mikinn heiður skilinn. Sem innlegg í umræðuna um væntanlega staðsetningu tón- listarhúss á íslandi vil ég stinga upp á Akureyri. Þetta fólk á það skilið að geta sinnt list sinni við bestu mögulegar aðstæður án þess að þurfa að hlaupa suður yfir heiðar, og þörfin fyrir fullkominn tónleikasal hér í bæ er orðin knýj- andi, auk þess sem menn verða að fara að læra að skilja þá staðreynd að menningarlegir höfuðstaðir landsins eru tveir. En þetta var út- úrdúr. Með hlutverk Elisu, tilrauna- dýrs og leikfangs þeirra prófessors Higgins og Pickerings ofursta vinar hans, fer Ragnheiður Steindórsdóttir. Þetta hlutverk er með þeim erfiðari sem hægt er að hugsa sér og gerir miklar kröfur til fjölhæfni leikkonunnar og þessa fjölhæfni hefur Ragnheiður tvímælalaust til að bera, en fram- an af sýningunni fannst manni hún vera eins og full hrædd við hlutverkið. Leikur hennar var dá- lítið óöruggur og einhvern veginn fannst manni hún ekki vera eins „náttúruleg" og hin fávísa en þó margreynda blómasölustúlka ætti að vera. En þetta lagaðist mikið þegar kom fram í sýninguna, og á köflum sýnir Ragnheiður stór- leik, til dæmis í hinu óborganlega veðreiðaatriði, og þokka hefðar- konunnar blandar hún oft skemmtilega með örlítið bitur- legri eða meinhæðinni kímni. Arnar Jónsson fer að miklu leyti troðnar slóðir í túlkun sinni á Higgins, nema hvað hann er bara miklu leiðinlegra „karlrembu- svín“ en þeir Rex Harrisson og Rúrik Haraldsson, og því koma hinir mannlegu strengir sem hann slær á undir lokin dálítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Marinó Þorsteinsson er ávallt hinn gamli og góði uppgjafardáti Pickering og Sunna Borg leikur tvö annars ólík hlutverk, frú Higgins og frú Hopkins, og gerir hvorutveggjagóð sk.il. Sömuleiðis Þórey Aðalsteinsdóttir sem frú Pearce, ráðskona Higgins, hið mesta gæðablóð sem áreiðanlega verður margt að þola, en allt um- ber. Og Gestur E. Jónasson er spjátrungslegur í hlutverki von- biðilsins Freddys, en hann mætti syngjahið fræga lag „Oftéggeng- ið hef..“ af dálítið meiri tilfinn- ingu og minni tilgerð en hann gerir. En stjarna þessarar sýning- ar er tvímælalaust Þráinn Karls- son í hlutverki Alfreðs P. Doolittle. Hann skapar þessa persónu nákvæmlega eins og maður gæti ímyndað sér hana frá hendi Shaws sjálfs. Doolittle er persóna sem maður getur allt í senn fyrirlitið, aumkað og dáð, en umfram allt hlegið að. Þá er ekki annað eftir en að óska Leikfélagi Akureyrar til hamingju með áratugs afmæli þess sem atvinnuleikhúss, og vel heppnaða afmælissýningu, sem í raun og veru er afar erfitt að gagn- rýna þó svo að eflaust megi finna einhverja hnökra hér og þar. Með þessari sýningu hefur sannast að góður grundvöllur ætti að vera fyrir söngleikjaflutningi á Akur- eyri, og vonandi er að áhorfendur samsinni því með að fjölmenna á þessa sýningu. Og einnig hefur þessi sýning fært mönnum heim sanninn um að það eru lítil tak- mörk fyrir því hvaða verkum hægt er að troða á hið þrönga svið gamla góða Samkomuhússins, bara ef viljinn er fyrir hendi. SJÓKVARI' Föstudagur 28. október 20.00 Fréttlr og veöur. Enn þráast hann Guðmundur veðurfræðingur viö aö bjóða gott kvöld. Gott kvöld, Guð- mundur veðurfræðingur. 20,40 Á döfinnl. Birna gleymir ekki að bjóðagott kvöld. Húnersvovel upp alin. 20.50 Skonrokk. Sex and drugs and rock’n roll. Edda auglýsir plötur á lága verðinu. 21.20 Kastljós. Vextir og vaxtavextir og vextir líka af þeim. Bogi pælir i vebbóggunni. 22.20 Litli risinn. (Little Big Man) Fyndin, spennandi, mannleg, ógleyman- leg, grátbrosleg. Bandarísk bió- mynd frá 1970. Leikstjóri Arthur Penn. Dustin Hoffman fer á kostum í hlutverki Litla risans, sem á jafn- mikinn aðgang að heimi hvíta mannsins sem heimi Indjánanna. Hann verður vitni að hinum blóð- ugu átökum, er Indjánar Norður- Ameríku eru loks sigraðir og undir- okaðir. Sígilt listaverk. Laugardagur 29. október 16.30 fþróttir. Ingólfur Hannesson skerp- ir skautana og makar feiti á skíðin. 18.25 Heimilisfriður. Svar Finna við Stundarfriði. Barna- og úllinga- mynd. 19.00 Enska knattspyrnan. Bjarni Fel sækir i sig veðriö, stendur eins og klettur I vörninni og skýtur hátt yfir. Næst-óvinsælasta sjónvarpsefnið. 20.35 Tilhugalíf. Lox lokaþáttur. Ástin er eins og hitasótt. 21.05 Glæður. Bragi Hliðberg og Grettir Björnsson leika á harmoníkur sam- an og sinn i hvoru lagi. Loksins eitt- hvað fyrir okkur gamla fólkið. Nikk- an er sígild. 22.00 Maöurinn meö járngrimuna. Bresk sjónvarpsmynd frá 1976, byggð á róman eftir Alexandre Dumas pére. Sólkóngurinn, Lúövík 14di, ofbýöur ráðgjöfum sínum meö sukki og svlnaríi. Þeir hneppa þvi kóngsa i varöhald og setja óþekkt- an tvíburabróður hans I hásætið í staðinn. Gamli flamminn Richard Chamberlain leikur bæöi kónginn og tvíburabróðurinn. IITVAKI' Sunnudagur 30. október 18.00 Sunnudagshugvekja. Björgvin F. Magnússon hefur ráð undir rifi hverju. 18.10 Stundin okkar. Deli, Kúkill, Apinn, Smjattpattar, Krókópókó, Ása H. og dansskólanemendur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Lif og fjör, vanir menn. Rikisútvarpinu vex fiskur um hrygg. 20.50 Sé ég eftir sauöunum. Kvikmynd sem Afréttarmálafélag Flóa og Skeiða lét gera um endurreisn Reykjaréttar á Skeiðum. Gott efni og þjóðlegt. Ætlar hann Guðlaugur Tryggvi ekki að fara að ná i rúnn- stykkin??? 21.10 Wágner. Burton drekkur viskí, Wagner snýst eins og rjómaþeytari í gröfinni, og nú kemur Lúlli klikk bráðum til sögunnar. Föstudagur 28. október 7.00 Veöurfréttir, fréttir bæn. Og þjóöin rís upp við dogg... 7.15 Á vlrkum degi. Hann Stebbi Jökuls er sko alls engin hreðka. 7.55 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson fer til Hveragerðis á Neskaupstaö. 9.20 Leikfimi. Hún Jónina Ben. er sko aksjón-kona sem þolir ekkert slux. Allir í aerobic! 10.35 „Það er svo margt að minnast á“ Afilum yfir Kjöl árið 1911. Torfi Jóns- son segir frá. 11.05 Dægradvöl. Anders Hansen lætur undan þrýstingi þrýstihópa. Þáttur um tómstundir og frístundastörf. Hvenær skyldi hann koma aö okkur sem söfnum stöðumælasektum? 14.00 „Kallað f Kremlarmúr". Hópferð islenskra listamanna til Sovét, ár 1956. Agnar, Leifur Þórarins, Steinn Steinarr og fleirri góðir. Allir misstu þeir trúna... 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiriks- dóttir flytur erindi um nálastungu- aðferöina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.