Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 27. október 1983 .JpBsturínn Guðmundur Ágústsson Sú var tíðin að heilsuhælin í Kristnesi og á Vífilsstöðum voru helstu skákskólar Islendinga. Þar var stór hópur berklasjúklinga til heimilis langtímum saman, og í þeim hópi var margt manna sem hafði fótavist og var ekki mjög þjáð. Margt var gert sér til dægra- styttingar, og eitt af því vinsæl- asta hjá ungum mönnum var skákin. Þarna lærðu ýmsir að tefla og fengu góða skákþjálfun i næði og kyrrð hælisins, næði sem ýmsir hefðtufarið á mis við í lífs- baráttunni utan hælis, jafn erfið og hún var á þeim tíma. Sem betur fer náðu margir þessara sjúklinga heilsu aftur, og þannig hafa þó nokkrir snjallir skákmenn braut- skráðst úr þessum skákskóla berklahælanna. Æskuvinur minn og skákfélagi Eyþór Dalberg, síð- ar læknir og búsettur í Bandaríkj- um Norður-Ameríku, var um skeið sjúklingur á Vífilsstöðum en náði þó góðri heislu aftur. Eftir að ég fór utan til náms skrifuð- umst við á, og í einu bréfa sinna frá Vífilsstöðum minnist hann á ungan mann sein hann hafi kynnst þar og gaman sé að tefla við, hann sé djarfur og hug- myndaríkur og hinn efnilegasti skákmaður. Þetta var í fyrsta sinn að ég heyrði Guðmundar Ágústssonar getið. Siðan liðu mörg ár sem ég dvaldist erlendis, en er heim kom að lokinni heimsstyrjöld var Guð- mundur kominn í röð allra fremstu skákmanna hér heima, álit Eyþórs á honum hafði ekki verið út í hött. Guðmundur var í hópi þeirra íslendinga er sóttu fyrsta Norðurlandamótið í skák eftir styrjöldina. Það var haldið í Kaupmannahöfn sumarið 1946 og þar urðu íslendingar sigur- sælir: Baldur Möller náði 2. verð- launum í landsliði, en í meistara- flokki var teflt í tveimur riðlum og vann Guðmundur Ágústsson annan en Guðmundur S. Guð- mundsson hinn. Síðan hefur Guðmundur Ágústsson verið í hópi okkar bestu skákmanna. Hann var í allra fremstu röð um langt skeið, en þótt aldurinn færð- ist yfir hann og ungir menn skyt- ust frarn úr honum, lét hann það ekki á sig fá, hann hafði yndi af því að tefla og skipti þá ekki öllu máli hvor ynni sigur. Hann á að baki lengri feril sem virkur skák- maður en flestir íslendingar aðrir. Guðmundur var fæddur og upp- alinn í Vesturbænum, mér liggur við að segja í Sveinsbakaríi, þeirri ágætu stofnun á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, sem allir Vesturbæingar þekktu, enda sá hún þessum bæjarhluta og tals- verðum hluta íslenska flotans fyrir brauði. Kalla mátti að Guð- mundur væri alinn upp í þessu á- gæta bakaríi, og hann var tengdur því alla ævi, þar lærði hann bak- araiðn og rak bakaríið síðar um langt skeið. Og lengi bjuggu þau Guðmundur og Þuríður kona hans í gamla timburhúsinu hinum megin við götuna. Þuríður er dóttir Þórarins Guðmundssonar tónskálds og bróðurdóttir Eggerts Gilfers tónlistarmanns og skák- meistara, sem var tíður gestur hjá þeim hjónum og átti þar athvarf síðustu ár ævinnar. En Eggert Gilfer var ekki eini maðurinn sem vandi komur sínar í þetta hús. Það var um langt skeið eins konar Unuhús skáklistarinnar, jafnan opið hús og oftast verið að tefla. 'Þar var oft efnt til hraðskákmóta og allt húsið stundum lagt undir. Mikil einbeiting og alvara skiptust á við kátínu og gáska sem náðu hámarki þegar húsmóðirin gerði kaffihlé. Þessar samverustundir á Vesturgötunni verða áreiðanlega minnisstæðar þeim sem nutu gest- risni húsbændanna, ekki síst hús- freyjunnar sem ekki tefldi sjálf en lét sem ekkert væri sjálfsagðara en að greiða fyrir þessu unga fólki, sem stundum lagði húsið undir sig frá kjallara upp að kvisti. Gamla húsið við Vestur- götu er nú horfið. En minningin um það lifir í hugum margra ís- lenskra skákmanna, ásamt mirm- ingum um góðan félaga sem nú er allur. Þeir Guðmundur Ágústsson og Ásmundur Ásgeirsson tefldu marga kappskákina saman. Hér kemur ein þessara skáka, tefld á Yanovsky-mótinu svonefnda í Reykjavík árið 1947 og birt í tíma- ritinu Skák sama ár með skýring- um Guðmundar, sem ég læt fylgja, lítið eitt styttar. Enski leikurinn 1. c4-d5 Þessi leikur er óvenjulegur og ekki álitinn góður, vegna þess að hann gefur hvíti leik og eftirlætur hon- um yfirráð á miðborði. 2. cxd5-Dxd5 Við Rf6 á hvítur svarið e4. Þá strandar Rxe4 á Da4 + . 3. Rc3-Dd8 8. o-o o-o 4. d4-Rf6 9. Dc2-Bg4 5. e4-c6 10. Be3-Rbd7 6. Be2-g6 11. Hfdl-Hc8 7. Rf3-Bg7 Það er mikilvægt fyrir svart að geta leikið c5 eða e5 til þess að fá svigrúm fyrir menn sína, því að hvítu peðin á miðborðinu valda svo veigamikla reiti að svartur á erfitt með að koma mönnum sín- um vel fyrir. Svartur ætlar nú að reyna að leika c5. 12. Hacl-Da5 13. Dbl Nú getur svartur ekki leikið c5 vegna 14. dxc Rxc5 15. b4 13. ..rDc7 15. h3-Bxf3 14. b4-Db8 16. Bxf3-e6 Greinilegt er að hvítur ræður öllu á miðborðinu, hann hefur biskupaparið og menn hans eru betur staðsettir. Helsti möguleiki svarts á mótspili er að leika e5, en það er ekki tímabært nú vegna d5 og hvítur eignast hættulegan frelsingja. 17. Db3-Hfd8 20. Rc5-b6 18. Ra4-h6 21. Ra4 19. Hbl-Rf8 Betra var Rd3. 21. ..rg5 Til þess að skapa riddaranum svigrúm. 22. Hbcl-Rg6 23. g3 Til þess að koma í veg fyrir Rf4 og veita biskupnum reit á g2, einnig til þess að geta síðar leikið f4. 23. ,.re5 25. Bxd4-Re5 24. Bg2-exd4 26. Db2-Rh5 Betra var Re8. 27. De2-Rf6 29. Rc3 28. De3-Rg6 Riddarinn hefur staðið nógu lengi aðgerðalaus,nú á hann að fara að gera eitthvert gagn. 29. ...Hde8 30. Re2-Rh5 Afleikur sem leiðir til peðstaps, en svartur átti mjög nauman tíma. 31. Df3-Bxd4 35. a4-axb5 32. Rxd4-Rg7 35, axb5-Re5 33. Rxc6-Db7 37 Dc3' 34. b5-a6 Mun betra en Rxe5 sem gefur svarti jafnteflismöguleika 38. Hd5? Þessi leikur hefði átt að kosta hvít vinninginn. Rétt er Db2 með hót- uninni Rxe5 eða Db4 með hótun- inni Re7 + . 38. ..rHe6! Hótar að vinna peðið aftun 39. Hd4-Kh7 Betra var Kh8. 40. Dc2! Hótar 4i. f4 Rxc6 42. e5 + Kh8 43. Bxc6. 40. ..rKh8 41. Ha4-Dd7 45- Hxc8 + -Rxc8 42. f4-exf4 46. Dxc8 + -Dxc8 43. gxf4-Rxc6 47• Hxc8 + -Kh7 44. Hc4-Re7 48- Hc7-Hf6? Kg8 var nauðsynlegt, eftir þennan leik er öll von úti. 49. f5-Re8 51. e5-Hxf5 50. He7-Rg7 52. Be4-Kg6 og gafst upp um leið. Lausn á síðustu krossgátu • K H • ■ ■ F * V • ■ V ■ m fl L V £ G S r £ > rí H / s s fí Ö r fl 6 'fl S K 1 • 5 V R z> ft s ú R 0 F fí N • V R F fl K r O R • fí K T fí • /n ö 5 K fí / 5 m / fí / 5 S ) R fí L L V R L r F\ • fí R K fí Ð 1 ■ rí £ 5 ft R F fí • r fí U • Ö L - fí 2> • R Ö rí / • fí m U fí 6 / R R F r fí R ■ 5 P / L fí R • rí fí U m s r ft L. • R r U 5 S fí R fí F fí L • 3 fí u L • R m • * <S £ 5 r / rí rí • 5 fí r fí rí • fí R / rí fí • rí fí L r fí R m fí K R 7 L > H R fc V fí 5 r fn fí L L fí R rí 'fí $ fí m ft u R. 'ö K • F Ö r • F L rí rí fí R • F / r? L fí • L 'fí S / rí rí fí Yrí K R O 5 5 & A' T A H jy GH0FT 1 1 n 2? askAR SKBHS/ ÓPlLlt> SLITIrí — FLflóS /Ð 'BGEHG BR DU6N- fíÐ PoríD l'/t/l öTflFrífl ToN/V v GR£ÐIR "Ej sK-sr T£//ADJ Forsk. SftmsT i 1 m m m v ^ íi ' BL/k SÆR miKiÐ DPUKK INN ÍSa t fókvfltj) \ PflR u ! / SFÓ6flR vy/? VÖóG Hi róRv. OFnflR 1 BEPJF) MaP ‘ ÍLOKKfl KfÖT/'Ð TfiLVfy FRfl.' \, i 1 DURT- UR 'fíRST/Ö QLE/m £/</</ V rnitsifl m'flLr/] A7£/?/ %£bY5 HVÆhU? f/flusuH óERfl FPOSK TflE.Ni/ miLV- FflTN- flDUR 9 R£n< 6AK6RH Hfló /FÞVl flFL HfíNéfl f SK.ST- \ 'OL'/K/R SAu/ri GpoF? TÓNN 1 HríTrV 'oÞoKK F/R. vr/, Tirn-L. SoRGlK VF/óflfj M'flrí- uÐUR fl TRE UPPHR. ■: * VflRPfl LOFflV L/D- /rírí £5 Pfl 3ÖBN JLflUóf) * REKfílÞ 6QN6F) f ■ TÓNfV l£/rís mu<U- /flBRöÐ mÐuz 5 uÐ ■ F/tm 'fí RE/K/J. Rbfl^ 'OHRE/h llflÐl S VflRRi HflSr flL'Dfl r- -■«i SX.bT. 5Lfl lE/Ruk \ . MflÐ- AR F£R VJÚPT FoR. uR Lfl S/ \)5Fít)fl STULD /NN PoRFFp

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.