Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 20.10.1983, Blaðsíða 14
14 _J~felgai----------- posturinn Ritstjórar: Arni Þórarinsson og Ingólf- ur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrimur Thor- steinsson. Blaðamenn: Egill Helgason, Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhallur Eyþórsson. Útlit: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson. Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finns- dóttir Útgefandi: Goögá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson. Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen. Lausasöluverö kr. 25 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ár- múla 36, Reykjavik, simi 8-15-11. Af- greiösla og skrifstofa eru aö Ármúla 36. Simi 8-15-11 Setning og umbrot: Alprent hf Prentun: Blaöaprent hf. Verkamanna- bústaðir í 50 ár í þeim miklu umræöum um húsnæöismál sem orðið hafa á þessu hausti hefur athyglin einkum beinst aö þeim sem eru aö kaupa íbúöir á frjálsum markaöi eöa byggja af eigin rammleik. Félagslegar íbúöa- byggingar hafa lítt komiö viö sögu, nema hvaö leigjendur hafa látið í sér heyra og ætla nú aö fara aö byggja í samein- ingu. Verkamannabústaöir hafa tíökast hér á landi í rúmlega 50 ár viö hlið hins frjálsa markaöar. Helgarpósturinn beinir sjónum aö verka- mannabústaöakerfinu í dag, því hvernig þaö er byggt upp, hverjir fá þar inni og hvert mat þeirra sem stjórna kerfinu í Reykjavík er á gildi þess. í upphafi hófst bygging verkamannabústaöa til aö bæta úr brýnni þörf kreppuár- anna, þegar hver kjallarahola var leigö út. Á sjöunda ára- tugnum hófst uppbygging Breiðholtsins sem leysti braggabyggöina og Höföa- borgina af hólmi. Til þessa dags hafa verið byggöar tæplega 2400 íbúöir fyrir verkafólk og þeim hefur verið ætlaö aö þjóna því fólki sem lægst hefur launin. Á hverju ári er auglýst og þá kemur í Ijós aö umsækjendur eru fjór- um til fimm sinnum fleiri en þær íbúöir sem eru til ráöstöf- unar. Þaö er því langt í land aö Verkamannabústaöirnir fullnægi þörfinni fyrir ódýrt húsnæöi á viöráöanlegum kjörum. Þeir sem sitja í stjórn verka- mannabústaöanna í Reykja- vfk eru sammála um gildi og þörf félagslegra íbúöa, bæöi vegna þess aö sumir telja aö þannig eigi að byggja og vegna hins aö alltaf hljóta aö vera til hópar í samfélaginu sem þurfa á aðstoð aö halda til aö koma yfir sig þaki. En menn eru uggandi um fram- tíöina vegna þeirra efnahags- þrenginga sem yfir oss ganga. Eiga erfiðleikarnir eft- ir aö koma niður á verka- mannabústööunum eins og ööru eöa verður fjármagni veitt til félagslegra húsbygg- inga? Húsnæðismálin eru herskylda íslendinga eins og stundum er sagt, og reynist hún flestum þungur baggi aö bera. Verkamannabústaöirn- ir hafa leyst vanda margra en hvort svo verður áfram vita - þeir einir sem halda um þjóö- arpyngjuna. Fimmtudagur 27. október 1983 ifiS pústurinn Enn um Grund Ágætu Helgarpóstsmenn. Grein Helgarpóstsins um Elli- heimilið Grund (20. okt. s.l.) var yfirborðskenndari og verr grund- völluð en leyfilegt er í umfjöllun um þá stofnun. Auðvitað eiga fjölmiðl- ar að veita aðhald og standa vörð um hagsmuni aldraðra í þjóðfélag- inu. Ég efast heldur ekki um að það hafi verið það sem vakti fyrir Helg- arpóstinum. En það verður ekki gert með því að skelfa bæði að- standendur og vistmenn með því að lýsa Grund eins og einhverju fyrir- bæri úr Gulag-eyjaklasanum. í greininni er að vísu leitast við að hafa visst jafnvægi með því að tala við fleiri en „saksóknara“ Helgar- póstsins. En nær allir stórletraðir útdrættir úr gréininni eru til dæmis mjög neikvæðir. Aðrir viðmælend- ur en saksóknarinn hafna raunar gersamlega svo mörgum fullyrðing- um hennar að frekari gagnasöfnun hefði verið eðlileg. Af hverju var t.d. ekki talað við aðstandendur og vistfólk? Ég efast ekki um að á Grund megi ýmislegt betur fara, enda draga stjórnendur þar ekki dul á að þeir vildu ýmsa hluti öðruvísi. En það er greinilegt að blaðamaður Helgarpóstsins gerir sér ekki fulla grein fyrir stærð þessa vandamáls. Hann segir til dæmis að síðan Helgarpósturinn síðast fjallaði um Grund, fyrir fjórum árum, hafi orðið viss straumhvörf í viðhorfi þjóðarinnar til málefna aldraðra og hún hafi vaknað upp við vondan draum og neyðarástand. Það er miklu, miklu lengra síðan ljóst var að neyðarástand ríkti í þessum mál- um. Einn þeirra manna sem best hafa vitað um þetta er Gísli Sigur- björnsson á Grund. í þau tuttugu ár eða svo sem ég hef stundað blaða- mennsku hef ég dálítið fylgst með og skrifað um málefni aldraðra. Og þó þar hafi ýmsir ágætir menn lagt hönd á plóginn held ég að ég geri engum órétt þótt ég segi að þar hafi Gísli Sigurbjörnsson risið hæst. í starfi Gísla hefur alltaf verið á brattann að sækja og litla aðstoð að hafa. Ég hef séð brennandi áhuga stjórnmálamanna á málefnum aldraðra, fyrir kosningar, og ég hef séð Gísla og örfáa aðra halda eina áfram að kosningum loknum. Þeir sem ekki hafa fylgst með þessum málum vel og lengi geta varla gert sér grein fyrir efiðleikunum. í greininni er t.d. talað um að það sé opinbert leyndarmál að það hafi löngum verið of margir vistmenn á Grund. Ég get gefið eitt dæmi um ástæð- una og það var löngu fyrir „vakn- inguna" fyrir fjórum árum. Það eru líklega liðin ein 12-14 ár síðan ég fór með Gísla að hitta gamlan mann. Hann bjó í skúrræksni sem tæpast var skepnum bjóðandi. Hann bjó einn og hafði engan til að hugsa um sig. Sjálfur hafði hann ekki mikla rænu á að elda sér al- mennilegan mat eða þrífa sig. Að- koman var hræðileg og Gísli sagði við mig: „Óli, hvað á ég að gera? Ég hef ekkert pláss fyrir þennan mann á Grund og það getur enginn annar tekið hann. En GET ég skilið hann eftir hérna?“ Gísli gat það EKKI og enn þrengdist á Grund. Ég kynntist fleiri svipuðum dæmum og ég vissi um margskonar önnur neyðartil- felli sem komu inn á borð til Gísla. Á saksóknara Helgarpóstsins má skilja að á Grund hafi fólk litla til- finningu fyrir andlegri og Iíkam- legri vellíðan vistmanna. og að Grund sé gamaldags og kaldranaleg stofnun. Þetta er alrangt. Ég hef gengið um Grund bæði með Gísla og starfsfólki hans og líka einn, í heimsókn. Þar var ekki verið að Þegar rennur af okkur.. „Þegar rennur af mér... Guð minn almáttugur, já hvað geri ég þá!“ (Hilmar Helgason, HP 20.10. 1983.) GUÐ ALMÁTTUGUR gæti ef til vill sagt Hilmari Helgasyni eitt og annað ef sá síðarnefndi hefði tíma til að hlusta. Það er nú það. Maður þarf að hafa heilsu til að hlusta. Það eru farnar að heyrast æ fleiri raddir kalla: ég, við, höfum lækn- ast. Fólk hefur læknast af alkóhól- isma (drykkjusýki), mígren, gigt, exemi, sykursýki o.s. frv. þegar ljóst var að ástæðan fyrir sjúkleika var ofnæmi, röng efnaskipti, rangt mataræði (en ekki vegna þess að móðir gerði þetta eða faðir gerði hitt, þótt „syndir“ feðranna komi alltaf fram á næsta lið. Syndir okk- ar koma vafalítið fram á börnum okkar, o.s. frv. Ef sjúkdómar eru synd). Allir sjúkdómar kunna að stafa af hræðslu, einmanaleika og ósigrum. Þeir sem eru ofvitar eða séní (eins og einkunnir Hilmars í barnaskóla vekja grun um, eru sér- lega næmir fyrir að lenda í drykkju- skap og eiturlyfjaneyslu ef aðhald er ekki sem skyldi. Beethoven drakk, aðrir voru viðkvæmir og það kom út á annan hátt. Wagner með sitt exem, Freud og Churchill með sitt mígren. Byron með sína helti. Og allir ætluðu að sigra heim- inn. — í bók sinni Improving your child’s behavior Chemistry (eftir Lendon H. Smith) veltir hann fyrir sér hvort sársauki og volæði ýti þessu fólki til að framkvæma hluti svo allir taki eftir því, eða er ofvirk- ur heili yfirburðamannsins það sem ýtir undir aðstæður sem of mikill streituvaldur viðkvæmu líkamsá- standi, gífurlegu álagi á líffæri, taugar. Ágætlega lýsir Martein Andersen Nexö þessu: Heilbrigður maður er ekki að hugsa um hlutina, hann tekur þá eins og þeir eru. Það er merki um jafnvægisleysi að vera alltaf að hugsa um hlutina...Það mætti þá segja að sjúklingar hafi bjargað heiminum...eða EKKl bjargað! Ef manneskja er veik, get- ur hún ekki bjargað öðrum. Aðeins fundið hljómgrunn fyrir sjálfan sig. Næmleiki getur verið sjúklegur, en hann virðist beina orkunni þann- ig að viðkomandi reynir að gleyma sínum eigin sársauka til handa öðr- um, til að halda sönsum. Listamenn og séní og þeir sem eru á undan sinni samtíð eru yfirleitt „sjúkt“ fólk. Vill bjarga heiminum. Næmt fólk þolir illa verðurfarsbreytingar, ekki hin ýmsu raftæki, né ákveðnar ljósaperur (t.d. neonljós), ekki mengun í lofti og á götum, ryk. Sem betur fer erum við farin að dusta rykið af fornum Iækningaleiðum, sjáum að vítamín hafa horfið úr fæðu okkar; gerviefni, fæða getur gert okkur sturluð, ástleysi, bæði það að við getum ekki gefið, en ást sem laðar ekki að sér ást merkir að eitthvað er athugavert við okkur sjálf. (Kærleikur milli allra manna.) Læknir nokkur, Roger J. Willi- ams við háskólann í Texas, hefur sannað með rannsóknum á rottum að enginn sá sem fer eftir góðri mat- arhefð verður alkóhólisti. Hann 'hefur og í endurhæfingu á dýrum, sem reyndust verða háð alkóhóli, gefið þeim .stóra vítamín- og bæti- efnaskammta með ýmsum nöfnum t.d. „Nutricol Forte“ eða „G—154 Nutrins" sem innihalda 20.000 F.U. af A-vítamíni, 1.000 I.U. af D-víta- míni, 200 af C. Einnig B-vítamín (Bl; 4 mg, B2 4 mg, B6 6 mg, B3 40 mg, B12 10 mg. fólsýra 200 mg, inositol 200 mg, pantonsýra 40 mg.) E vítamín 200 mg. Nú notað við lækningu alkóhólisma. (Linda Clark’s handbook of natural remedies for common ailments). Of lágur blóðsykur er talinn frumorsök alkóhólisma og það að alkóhólistar eru oft sjúkir í sætt eykur löngun í áfengi. — Börn eru oft viðþolslaus í sætindi og veldur Hiímar Heigason það manni oft áhyggjum og ætti að gefa þessum manneskjum mikið af C-vítamíni. Eiturlyfjaneytendum, jafnvel þeim sem eru í heróini, er einmitt gefið C-vítamín í meðferð til að losa þá við löngunina í eitrið (Alfred F. Libly og Irvin Stone, Prevention, júní 1978.). — Það er af geysimörgu að taka og heimurinn hefur ekki efni á öðru en að fá að taka „rétt“ á málum, og þó nokkrir læknar fussi og sveii við hinum ein- földu leiðum sem virðast bera ár- ángur eru aðrir læknar niðri á jörð- inni og hjálpa okkur að finna út leiðir vegna sjúkdómanna. í Bandaríkjunum, svo maður líti þar á „hassið“, höfðu 22 milljónir reykt það á sl. ári. Iðnaður þar tapar nú 25 billjónum dollara vegna allskon- ar eyturlyfjaneyslu. (May 16. 1983 U.S. News & World Report.) Ekki er allt þetta mömmu eða pabba að kenna, eða hvað? Nei, líklegast er málið allt annað. Sjúkdómurinn er í okkur sjálfum — að megna ekki að takast á við vandann; pressa, stress. Blómafræflar geta leyst ein- hvern vanda þegar hugarfarsbreyt- ing verður komin á, hægist á kapp- hlaupinu. Fólk sem lifði langa ævi, 140 ár t.d., og lifði á blómfræflum, lifði reglusömu lífi, t.d. í Vilca- banka (The secret of Staying young). Starfsamt var það, alltaf í vissu þess að það gerði gagn. Það lifði á nýjum ávöxtum og grænmeti úr sínum eigin garði og neytti lítillar sem engrar dýrafitu. Drakk litla mjólk, sykur fékk það úr hunangi. — Borið hefur á því að fólk gleypir einhverjar heilsupillur án þess að athuga að það er á allskonar kem- ískum lyfjum við hinum og þessum „sjúkdómum". Heilsa Hilmars Helgasonar hef- ur áður verið til umræðu í blöðum. Það eru víst fleiri veikir en hann. Ég hef t.d. þjáðst af mígren og stofnaði með fleirum Samtök mígrensjúkl- inga sama ár og SÁÁ var stofnað. Mín samtök hafa enga, eða mjög litla fyrirgreiðslu fengið, sem er slæmt því sjúkdómurinn er marg- slunginn. En það skal til bóta. Allir sjúkdómar eru í raun eins, en leggj- ast á hin missterku líffæri. Öll erum við svipuð mannfólkið, missterk að vísu. Stofnuð hafa verið hin ýmsu félög okkur til bjargar. En viljum við bata? Ég er komin á þá skoðun að hver skuli hugsa um sína heilsu og skilja að það er ekki eitthvað sem gert er með hangandi hendi. Það þarf ofsalegan viljastyrk á stundum. Auðvitað eiga börn að fá þessa fræðslu fyrst og fremst í barnaskóla, allt byggist á því að andlegt og líkamlegt ástand sé í hinu besta formi. Ofnæmi er hægt að finna með nýjum aðferðum (The pulse test, RAST test), auðveldast Gœði og verð sem koma á óvart!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.