Helgarpósturinn - 10.11.1983, Síða 2
Bókaklúbburinn Veröld
sendir þessa dagana frá sér
plötu meö einsöng Krist-
jáns Jóhannssonar við und-
irleik Lundúnasinfóníunnar.
Mun þetta
vera ein vand-
aöasta plata
sem gerö hef-
ur veriö hér-
lendis. Vinnsl-
an fór þó ekki
fram hér á
landi, heldur var platan
hljóðrituð í London. Upptak-
an gekk oft brösótt, því
hljóðfæraleikararnir urðu
svo snortnir af söng Krist-
jáns að þeir stóðu
margsinnis upp og klöpp-
uöu. Það sama gerðist þeg-
ar þeir höfðu lokið við að
leika nokkur íslensk lög
sem Jón Þórarinsson hefur
útsett fyrir sinfóníuhljóm-
sveit. Hjómsveitarstjóri og
hljóðfæraleikarar voru alveg
heillaðir að leik loknum og
stóðu upp og hylltu þennan
Islending sem hafði annast
útsetninguna. Jón var hins
vegar ekki viðstaddur til að
veita fagnaðarlátunum við-
töku, þvf hann var á ís-
landi... -¥■
Nú er ákveðið að Ijóð-
skáldið og reggaesönvarinn
Lynton Kwesi-Johnson
komi hingað
til lands á
vegum hljóm-
plötubúðar
innar og —
útgáfunnar
Gramms og
haldi hljóm-
leika I Reykjavík 1. desem-
ber. Með Johnson kemur
heil reggaehljómsveit undir
stjórn eins fremsta manns
Breta á þessu sviöi, Dennis
Bovell....
PRJÚNAGARN - ÚTSAUMUR - SMYRNA
•vot
Parið á ströndinni
ásamt mörgum
ísaumsmyndum fyrir-
liggjandi
Sjón ersögu ríkari
Póstsendum daglega
Mikið úrval af
prjónagarni
| Tugir tegunda
Hundruð lita
Með haustinu bendum við
sérstaklega á mohairgarn
fyrir grófa prjóna og
! ullargarn
HOF INGÚLFSSTRÆT11
B 1W B (GEGNT GAMLA BÍÖI). SÍM116764.
J
NYJUSTU TEPPAFRETTIR
BERBER
gólfteppi á ótrúlega hagstæðu
verði. Vegna sérstaklega hagstæðra
magninnkaupa bjóðum við BERBER
gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2.
Dæmi:
Þú kaupir 40 m2, heildarverð ca kr.
15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,-
í útborgun og eftirstöðvar færðu
lánaðar í 6 mánuði.
Opið:
Mánud.—fimmtud. 9—18
Föstudaga kl. 9—19
Laugardaga kl. 9—12
r 1 II. BYGGINGAVORUR1
llli L A C HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild .. . 28-604^ I Byggingavörur 28-600 Malningarvörur og verkfæri. 28-605 I L Góllleppadeild 26-603 Flisar og nreinlætistæki 28-430 J
HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)
Lystaukandi tón-
list I kvosinni
„Það er svolítið
skemmtilega erfitt fyrir okk-
ur að spila núna ( kvöld.
Hér inni sitja nefnilega tutt-
ugu kollegar, lunginn úr
strengjasveit Sinfóniunnar,"
sagði Guöni Þ. Guðmunds-
son píanóleikari þegar
Helgarpóstsmenn vitjuðu
hans í veitingahúsinu í
Kvosinni í hjarta Reykjavík-
ur eitt sunnudagskvöldið.
Þar leikur hann lystaukandi
tónlist undir borðum hvert
fimmtudags- og sunnudags-
kvöld ásamt Hrönn Geir-
laugsdóttur fiðluleikara.
Bæði eru þau hámenntað
tónlistarfólk: Guðni er
organisti við Bústaðakirkju
og kennir auk þess við Tón-
listarskólann I Hafnarfirði
og Hrönn kennir við Tón-
menntaskólann I Reykjavík,
sem eitt sinn hét Barna-
múslkskólinn.
„Við byrjuðum að spila
saman í kirkjunni fyrir
svona sex árum. Þá æxlað-
ist það þannig að við fórum
að spila I giftingarveislum
og við önnur hátlðleg tæki-
færi. Slðan hefur þetta
smám saman hlaðið utan á
sig og hér erum viö og höf-
um gaman af, þrátt fyrir
tlmaskort og annir.“
Guðni og Hrönn leika
hina fjölbreyttustu tónlist
— léttklassísk lög, sígildan
djass og geta slegið upp
fjörugum polkum og rælum
ef svo ber undir. Sér til
halds og trausts hafa þau
mikinn doðrant með 3000
lögum, sem þau fletta upp I
til að mæta óskum matar-
gesta í Kvosinni.-Ar
Diskóda nsmeist-
ari íslands
TV„Ég er náttúrlega alveg I
skýjunum. Ég átti ekki von
á að þetta gengi svona vel“,
segir Ástrós Gunnarsdóttir,
nltján ára Reykjavíkurmær,
sem um daginn sigraði með
glæsibrag I mikilli diskó-
danskeppni sem haldin var
I Hollywood. Þ.e.a.s. veit-
ingahúsinu. Þar bar hún
sigurorð af sjö öðrum kepp-
endum,
sigurvegurunum- 'V
úr undanriðlum ----■?
sem fóru fram
víða um land. Ástrós er
enginn nýgræðingur I dans-
inum. Slðustu þrjú árin hef-
ur hún lagt stund á djass-
ballett og nú dansar hún I
sýningarflokki Sóleyjar sem
slðasta árið hefur oft glatt
hjörtu dansunnenda á
höfuðborgarsvæðinu. En líf-
ið er ekki bara dans á rós-
um — Ástrós stundar einn-
ig nám I Menntaskólanum
við Hamrahlíð og þaðan lýk-
ur hún stúdentsprófi á ný-
málasviði nú um jólin.
„Dansinn er mitt lif og
yndi", segirÁstrós. „Stóri
draumurinn er að verða at-
vinnudansari. Ég hef hugs-
að mér að reyna að komast
I nám I djassballett og nú-
tímadansi annað hvort I
Bandaríkjunum eða Vestur-
Þýskalandi. En fyrst er auð-
vitað að reyna að ná þokka-
legu stúdentsprófi".
Ástrós verður fulltrúi ís-
lands á heimsmeistaramót-
inu I diskódansi sem fer
fram I London slðar I vetur.^.
Skrifstofuhúsgögn
ALLAR GERÐIR!
Leitiö eftir nánari upplýsingum
Veljum íslensk húsgögn
fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.
Sendum um
alit land
ÁV
HÚSGÖGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími 73100
Smartmynd