Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 10

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarf ulltrúi: Hallgrlmur Thorsteinsson Biaðamenn: Egill Helgason og Kristin Ástgeirsdóttir Útlit: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goögá h/f. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Að leggjast í skáldskap ,,Þaö hefur verió mikiö um það I Islenskum bókmenntum að sýna skáldiö sem aum- ingja. Menn sem eru skáld eigaaö vera fyrirlitnir fyrir það. Menn sem eru fullfrlskir llkam- lega og leggjast I skáldskap og annan ræfildóm að mati almennings". Þessi orð mælir Þórarinn Eldjárn rithöfundur I Helgar- póstsviðtali sem birtist I blaö- inu I dag. íslenskirpennarsem lagst hafa I skáldskap hafa sjaldan hlotið veraldlega umb- un fyrir störf sln, þótt mörgum þeirra hafi verið hampað eftir dauða sinn og þeir hylltir sem snjallir höfundar, jafnvel þjóð- skáld. Bókmenntaþjóðin, sem útlendingar margir hverjir kennaviö íslendingasögurnar, hefur enn ekki fætt af sér mörg skáld sem lifaö hafa sæmilega af skrifum slnum einum sam- an. Það hefur verið litiö á skáldiö sem aumingja og svo erenn. Það erógjörningurfyrir rithöfund að einbeita sér að gerð vandaðs skáldverks; þau tlmalaun myndu endast skammt. Þvl grlpa atvinnu- pennar til annarra ritstarfa sem hvorki gera menningar- legar né bókmenntalegar kröf- ur til þeirra, en hlaupa I skáld- verkin I framhjáhlaupi. Hið opinbera greiðir rithöf- undum lltt götu. Rlkiö stelur reyndar af rithöfundum sölu- skatti og dritar hluta af fengn- um aftur yfir höfunda. Þeir smáaurar skipta litlu. Þórarinn Eldjárn segir m.a. I viðtalinu: „Ég vil að rithöfundar samein- ist um að efla launasjóð rit- höfunda. Þar þiggja þeir enga ölmusu heldur fá aftur örlltið brot af söluskatti sem rlkið leggur á bækur". Bókamarkaðurinn hefur dregist saman I ár. Margar ástæður liggja þar að baki. Ein þeirra er hátt verölag á hráefni er þarf til bókageröar sem mestallt er innflutt og lagöir á það háir tollar. Vandi útgefand- ans er sá, að hann þarf að greiöa háar upphæðir fyrir sjálfa bókageröina og það verður æ erfiðar að finna raun- verulega rithöfunda í mið- lungsgeri ævisagna, hraðsoð- inna viötalsbóka og afþrey- ingarvellu. Skáldsagna- og Ijóðagerö krefst yfirlegu og vandvirkni, svo ekki sé talað um menntun, tilfinningu og gamla, góöa innblásturinn. Sllkir rithöfundar eru að verða vandfundnir. Þjóð sem er hremmd af veröbólgu og kreþpu en lifir engu að slður I veraldlegum vellystingum tækni og hraða hefur hvorki áhugaáskáldum nétlmatil að lesa vönduð skáldverk. Það er eitthvað galið við þjóð sem selurlitlaskáldsögu, innan við 200 slöur, fyrir á sjöunda hundrað króna. Þaðereitthvað bogið viö þjóð sem er á hraöri leið inn I ólæsi. Af þvf hún hef- ur ekki efni á mönnum sem leggjast I skáldskap. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR FIKNIEFNl Á ÍSLANDl Umhugsunarverb blaöagrein í síðasta tölublaði Helgarpósts- ins er umhugsunarverð grein um fíkniefnafaraldur á íslandi, sem ekki má vera seinna á ferðinni, því brýnna aðgerða er nú þörf gegn þessum vágesti hér á landi. Blessunarlega eru hópar í gangi um þessar mundir, sem hafa það verkefni að koma með hugmynd- ir um aðgerðir í þessum málum. Má þar nefna stjórnskipaða nefnd, sem vinnur að stefnumörkun í áfengis- og öðrum vímuefnamál- um, en hún vinnur í skjóli heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, og starfshóp á vegum Reykjavíkurborgar. Sennilega er sú þörf brýnust á meðan nefndir þessar ljúka störf- um að koma á fót upplýsinga- og leiðbeiningapósti fyrir fíkniefna- neytendur og aðstandendur þeirra, þar sem tryggt væri að fólk yrði ekki sakfellt nema verulegt tilefni væri til þess. Það eru því miður aðeiris fíkniefnaneytend- urnir, sem sóttir eru til saka í flest- um tilvikum, en stórfiskar fíkni- efnasölunnar leika lausum hala og nærast á ógæfu annarra. Umrædd þjónusta mætti án efa vera til húsa hjá einhverri deild, sem þegar er fyrir hendi. Að sama skapi má sennilega í stórum dráttum notast við stofn- anir sem fyrir eru í hjálpinni við fíkniefnaneytendur, sem flestir eru cannabisneytendur. Hugsan- legt er, að þörf væri fyrir geymslu- hús handa slíkum sjúklingum, sem verndaði þá um skeið milli afeitr- unar og eftirmeðferðar, þar sem cannabisneytendur eru allajafna svo lengi sljóir eftir afeitrun, að það er varla hægt að ætla þeim að taka við fræðslu þó næringarrík líkamsuppbygging geti farið fram fyrr. Meðferðarstofnanir okkar eru nú að mestu lausar við vaxtar- verkina og má því ætla þeim að gera góða úttekt á sjálfum sér að hætti fullorðinna og treysta síðan innviðina með betri afköst og varanlegri í huga. Við stöndum öðrum þjóðum ekki að baki í með- ferð áfengissjúkra og þess vegna ber okkur að halda ótrauð í stríð við ólöglegu fíkniefnin. Alger upphafspunktur er að breyta hugmyndum fólks til cannabisefna og neyslu á þeim. Þau eru næstum undantekningar- laust sá eldur, sem er kveikjan að frekari fíkniefnanotkun. Allir starfshópar á þessum vettvangi þurfa að starfa vel saman og eiga gott, jákvætt samstarf við fjöl- miðla. Að lokum má ekki gleyma að nota reynslu fólks, sem er í aftur- bata frá fíkniefnaneyslu, í þessu starfi, en það verður þá að hafa jafnað sig vel. Megi öll þjóðin vakna af sínum dróma og sjá raunveruleikann í fíkniefnamálum. Segjum canna- bisefnum stríð á hendur. Hrafn Pálsson félagsfræðingur hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Athugasemd frá stjórn B.í. Vegna tveggja klausa í Helgar- póstinum um fyrirspurn Biaða- mannafélags íslands til Ferða- málaráðs um Taiwan-för, óskar stjórn BI að koma eftirfarandi á framfæri: Framkvæmdastjóri Ferðamála- ráðs staðfesti við formann BI í sím- tali 13. október sl., að umrætt boð hefði borist og að formaður ráðs- ins hefði þegið það. Fram- kvæmdastjórinn óskaði sjálfur eft- ir formlegri beiðni BÍ um skýring- ar á málinu frá Ferðamálaráði. Staðfest endursögn þessa samtals — upphafs málsins — hefur verið send öllum, sem sæti eiga í Ferða- málaráði, svo þeir geti sjálfir met- ið hvort ástæða sé til að beðist sé afsökunar á því að spyrja ein- faldra spurninga. Formaður Bl hefur sagt Ferða- málastjóra, að stjórn BÍ hafi aldrei komið til hugar að saka hann per- sónulega um að hafa stungið einu eða öðru undir stól. Stjórn Blaðamannafélags Islands Albert strikarút Gcedt og vorð sem koma aóvart! „ „ 'Á2— i ■ /Í'A 1 Um opinbera rangstöðu Helgarpósturinn lýsir penna- glöpum Alberts Guðmundssonar í næstsíðasta tölublaði. Yfirlýsingin um útstrikunina er „löng sending fram miðjuna og hún skapar ólgu við vítateigslínuna." (HP)' Hér held ég að sé grundvallar- misskilningur á ferð. Eins og Helg- arpóstinum er kunnugt um er ekki nema eitt lið inni á vellinum. Eftir að samningsrétturinn var afnum- inn er tómt mál að tala um að senda lið í keppni. Almennar leik- reglur eru engar og einhliða túlk- un annars aðilans gildir. Það er þó huggun harmi gegn, að boltann fær Albert frá Steingrími og er því rangstæður. Og þess vegna tekur enginn mark á áframhaldandi leik. Það er býsna gaman að fylgjast með því, hvernig ráðherrarnir fá að valsa um völlinn: 1) Steingrímur efast um ágæti stóriðju og vill jafnvel láta loka iðjuverum; iðnaðarráðherra telur þetta mesta bull. 2) Steingrímur lýsir vanþóknun sinni á innrás Bandaríkjanna í Grenada; Geir hefur ekki kynnt sér málin — og þegar línan er komin eru „engin skilyrði til að fordæma einn þátt þessarar flóknu atburðarásar." (Moggi 28. 10). 3) Albert vill strika út skuldir út- gerðar; Halldör vísar því á bug og, vitnar af því tilefni til gamals sann- leiks um að skuldir verði að greiða. Og svo mætti lengi telja. Hvurs er hvað og hver er opin- ber stefna þessarar ríkisstjórnar? Yfirlýsing Alberts hefur vakið mikla athygli. Að vísu skilja fæstir hana. Jafnvel Albert gengur illa að útskýra hana fyrir sjálfum sér. Nú síðast í HP. Þar er orðrétt haft eftir honum: „Hugmyndin er að losa fyrirtækin við innlenda vand- ann, þannig að þau standi eftir með upphaflegar skuldir." Mega þá allir aðrir strika út „innlenda vandann?" T.d. það fólk, sem hefur tekið vísitölubund- in lán sem hafa vaxið að skuldum miklu meira en nokkurn óraði fyr- ir? Hvað er ekki „innlendur vandi“ i þjóðfélaginu? Mér er spurn. Með slíku áframhaldi strika fleiri og fleiri út ríkisstjórnina. Hún er þó „innlendur vandi.“ Þorlákur H. Helgason. Óli Tynes og Grund Ágæti Óli Tynes! Bréf þitt í HP vakti undrun mína og gremju. í fyrsta lagi segir þú að grein blaðsins um Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund (þ.20. okt.) hafi verið yfirborðskennd og verr grundvölluð en leyfilegt er í um- fjöllun um þá stofnun. Þetta tel ég alrangt, því það er gífurleg þörf á að draga vandann fram í dagsljós- ið í stað þess að horfa framhjá honum. Góður garðyrkjumaður horfir ekki á illgresið vaxa í garð- inum. í öðru lagi segir þú að skrif HP skelfi bæði aðstandendur og vistmenn; má vera að svo sé, en það eru ekki skrifin sem eru skelfi- leg, heldur sannleikur málsins, því ekkert sem starfsstúlkan Dagmar Sævaldsdóttir lýsir í greininni um Grund er ósatt eða orðum aukið. Hún segir satt og rétt frá. í athugasemd þinni segir þú einnig: „Á „saksóknara" Helgar- póstsins má skilja að á Grund hafi fólk litla tilfinningu fyrir andlegri og líkamlegri vellíðan vistmanna og að Grund sé gamaldags og kaldranaleg stofnun. Þetta er airangt". Stuttu síðar í greininni segir þú hins vegar: „Elliheimili eins og Grund eru gamaldags stofnanir, því skal ekki neitað." Hvort held- ur viltu hafa? Þá segir þú að heimildarmaður (Dagmar Sævaldsdóttir) sé ekki slíkur að það sé tilhlýðileg virðing að bera óhróður hans á borð fyrir lesend- ur og aðdáendur HP. Fordómarn- ir leyna sér ekki. Samt segist þú ekki efast um að ýmislegt mætti betur fara á Grund. Því útskýrir þú ekki nánar hvað það er? Það kemur greinilega fram í bréfi þínu að hlýju og umhyggju skortir ekki í neinum mæli og starfsfólk leggi sig allt fram og geri sitt besta. Þetta hlýtur þú að vita. Þu gekkst um gólf med Gísla for- stjóra Sigurbjörnssyni. Þú talaöir uid starfsfólk og vistmenn bless- udu forstjórann. Dagmar ber hins vegar út óhróður. Þú ert nú meiri höfðingjasleikjan. Því færðir þú ekki Gísla heldur blóm? Þessar línur mínar eru ekki skrifaðar til að gera lítið úr ævi- starfi Gísla Sigurbjörnssonar né árás á Elliheimilið Grund. Mér sýnist hins vegar á skrifum þínum að Gísli Sigurbjörnsson hafi lagt allt af mörkum í þágu aldraðra í gegnum tíðina, og það af heilum hug. Þú þarft ekki að verja Gísla fyrir Guði né mönnum. Þarfara væri að kanna hug fólks almennt í garð aldraðra þjóðfélagsþegna og grennslast fyrir um hvort þar sé ekki meginorskök vandans. Særún Stefánsdóttir. Er heimurinn HP? Við skrifum Helgarpóstinn Kæru kollegar. í Helgarpóstinum fyrir réttu ári er Árni Bergmann ritstjóri spurð- ur um þær breytingar sem orðið hafa á íslenskum fjölmiðlum undanfarin ár. Þar segir hann meðal annars: „En eitt er neikvætt í þessari þróun. Hún hefur eflt sjálfsálit fjöl- miðlafólks afar mikið. Það er allt í lagi í sjálfu sér að efla sjálfsálitið, en það þarf alltaf dálítið til að standa undir þvi. Það er dálítið áberandi að kollegar okkar belgi sig út eins og einmitt þeir séu aðal- málið. Þekking þeirra er misjöfn, en þeim hættir til að tala eins og heimurinn sé þeirra sköpunar- verk. Fjölmiðlaheimurinn verður oft voðalega sjálfhverfur og fjöl- miðlafólk verður sjálft fréttaefn- ið...“ Ég vildi bara benda ykkur á þessi orð Árna, því þau rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las síðasta Helgarpóst. Þar var á einum fimm stöðum sagt frá afrekum núver- andi eða fyrrverandi skríbenta HP og tengsl viðkomandi við blaðið svo rækilega tíunduð að á stund- um var maður í efa um hvort væri tilefni skrifanna. Og leiðarinn var ein samfelld lofrulla um það blað sem lesendur héldu milli hand- anna. En mér fannst ég hafa séð flest það sem þar stóð áður, jafn- vel á sama stað. Getur það verið? Nei, það var ekki allt jafngott sem Dagblaðið innleiddi í íslensk- an fjölmiðaheim. Meira var það ekki. Þröstur Haraldsson. Við þökkum kollega Þresti fyrir ábendinguna, en viljum þó benda á, okkur til örlítilla málsbóta, að þegar tímamót verða á blöðum, hvort sem þau heita Þjóðviljinn, Morgunblaðið eða DV, þá þykir ekki óeðlilegt að þau „líti um öxl og horfi í eigin barm“ eins og skáldið sagði. Fyrir þessu er sum- sé hefð þótt um ágæti hennar megi vissulega deila. — Ritstj. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.