Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 17

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 17
USTAPOSTURINN Borgar Garðarsson og Róbert Arnfinnsson um Návígi Jóns Laxdal: „Leikritið hefur marga fleti“ NÁ VÍGl — leikrit Jóns Laxdals uerdur frumsýnt íþjóðleikhúsinu í kuöld. Leikstjórar eru tueir; Brynja Benediktsdóttir og höfund- urinn. Hlutuerk eru fjögur og þau eru leikin af Róbert Arnfinnssyni, Borgari Garðarssyni, Guðrúnu Þ. Stephensen og Balduini Halldórs- syni. HP náði tali af þeim Róbert og Borgari skömmu áður en tjald- ið uar dregið frá og spurði þá fyrst um frumsýningarskrekkinn. — „Huu, jú, ég veit ekki alveg hverju ég á aö svara," sagði Borg- ar. ,,Eg fékk slæma kvefpest fyrir nokkrum dögum og hef verið dá- lítið áhyggjufullur út af því, en hit- inn er að gefa sig. Ef ég er nervös þá kenni ég bara kvefinu um. Ró- bert fékk bakteríuna hins vegar fyrr en ég og er búinn að ganga í gegnum sin veikindi." ,,Já, ég er nú svo heppinn að ég er aldrei haldinn frumsýningar- skrekk,“ segir Róbert. ,,Það gerist kannski einstaka sinnum að ég missi matarlystina fyrir frumsýn- ingu en meira er það ekki. Ég held að það sé engin breyting þar á varðandi sýninguna í kvöld. Ég geng inn á sviðið með bestu sam- visku, — og við öll. Við höfum gert okkar besta og unnið eins og við gátum til að sýningin mætti takast vel. Meira getum við ekki gert og vissan að um hafa lagt sig allan fram nægir til að gera mann róleg- an.“ — Um hvað fjallar NÁVÍGi? „Það má horfa á leikritið frá mörgum sjónarhornum," segir Borgar. „Sumir sjá sennilega bara eitt fyllerísstykki út úr því. Aðrir sjá vonandi meira." „Já, það má leggja út frá stykk- inu á ýmsa vegu,“ samsinnir Ró- bert. „Við áhorfendum blasa þrjár manneskjur, sem mega muna sinn fífil fegri varðandi lífshlaup og lífs- starf. Það er kannski erfitt að greina hverra fulltrúar þessar manneskjur eru, hvaða lífsmáta þær aðhyllast. Leikhúsgestum er það í sjálfsvald sett.“ ,,Á ytra borði segir leikritið frá tveimur vinum, sem hittast. Ann- ar þeirra er giftur og kemur konan mikið við sögu. Þeir fara að gera miklar áætlanir. Kannski má segja að þetta séu dagdraumamennirn- ir sem byggja loftkastala. Menn- irnir sem gera plön en fram- kvæma aldrei neitt,“ segir Borgar. „í fáum orðum myndi ég kannski segja, að þetta þríeyki hafi þróast saman og skapað sér ákveðið lífsform og búið sér til veröld. Þó er sú uppbygging ekki fræðileg, heldur hefur þetta bara æxlast þannig. En nú vil ég ekki koma upp um meira. Eitthvað verður að vera eftir handa leik- húsgestum sem hafa greitt fyrir miðann sinn," segir Róbert. „Tja, kannski mætti bæta við að þarna er gamla Evrópa á ferð, búin að tapa bæði tækninni og peningunum,“ stingur Borgar inn í og rýrir enn verðmæti frumsýn- ingarmiðans. — Og hvernig var að vinna með tveimur leikstjórum? „Það var reglulega skemmti- legt,“ segir Róbert. „Ég lít nú frekar á Brynju sem leikstjórann en Jón Laxdal sem höfund með til- lögurétt. Það er ekki á hverjum degi sem leikarar hafa höfundinn við hiiðina á sér. Jón hefur verið mjög samvinnuþýður." „Þau hafa bæði verið á fullu sem leikstjórar," áréttar Borgar, ,,en það er rétt hjá Róbert að verkaskiptingin hefur verið mjög góð; Jón hefur séð um sálarlíf persónanna en Brynja um tján- ingu sálarlífsins. Þetta hefur gefist mjög vel.“ — Hvernig hafa æfingarnar gengið? „Mjög vel,“ segir Róbert. „Þetta hefur verið svolítið öðruvísi en venjulega — en það er alltaf spennandi að hnoða nýjan leir. Og nú er ég alls ekki að segja að text- inn sé leirburður," flýtir hann sér að bæta við. „Þetta hefur verið stórskemm- tileg vinna. Það hefur verið stór- kostlegt að fá að vinna með kanónum eins og Róbert," segir Borgar án þess að líta á kollega sinn og heldur áfram: „Ég er mjög hress fyrir sýninguna og trúi á hana." „það'sama segi ég,“ brosir Róbert," og vona að öllum þyki það sama." „Ef ekki, þá er það kvefið," hnýtir Borgar við í lokin. - IM LEIKHÚS ...svo ég mœtti heyra.... Leikfélag Reykjauíkur sýnir: Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God) Höfundur: Mark Medoff Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson Leikmynd: Magnús Pálsson Þýðandi: Úlfur Hjöruar Lýsing: Daníel Williamsson Búningar: Magnús Pálsson og Kristín Guð- jónsdóttir. Leikritunarlega er verkið nokkuð skemmtilegt. Atburðum úr lífi aðalpersón- anna og framvindu sambands þeirra er frjálslega til skila komið, tiltölulega óháð atvikarýmunum. Kennarinn er túlkur og boðberi þess sem stúlkan segir (á táknmáli heyrnarlausra). Hann stendur á margan hátt milli tveggja heima: milli hinna heyrnar- lausu og skólastjórans (umheimsins), milli stúlkunnar og heyrnarlausra félaga hennar Leikendur: Sigurður Skúlason, Berglind Stefánsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Sigríður Hagalín, Harald G. Haralds, Lilja Þórisdótt- ir, Valgerður Dan. I gærkvöldi (núna áðan) var frumsýnt í Iðnó margverðlaunað leikrit eftir Mark Medoff, 43 ára gamlan bandarískan höfund. Þar segir frá sambandi talkennara í heyrn- leysingjaskóla (Sig.Skúla) og heyrnarlausrar stúlku (Berglind), ástríðum þeirra og erfið- leikum. Stúlkan er heyrnarlaus frá fæðingu og kann ekki að lesa mál af vörum. Hún vill ekki læra það heldur vera áfram í táknmáls- heimi sínum. Kennarinn er túlkur hennar og boðberi samræðna þeirra. Allt snýst þetta leikrit í raun um samband, samskipti og árekstra merkingarkerfa, málkerfa, teikn- kerfa. Hvað gerist t.d. ef notendur eins teikn- kerfis (í þessu tilviki heyrnarlausir) vilja ekki líta á sína teiknnotkun (fingramál) sem afbrigðilega heldur sem hluta af sinni tilfinn- inga- og lífseigind? Hinir sem nota tungu- málskerfið eru þá alveg eins „afbrigðilegir". Ég held að sú merking sem dýpst ristir í þessu verki sé þetta með mannlega reisn og rétt sérhvers þegns að rækta sínar sérstöku tilfinningaeigindir og nota sitt sérstaka teiknkerfi til tjáningar á þeim. „Ég held að sú merking sem dýpst ristir I þessu verki sé þetta með mann- lega reisn og rétt sérhvers þegns að rækta slnar sérstöku tilfinn- ingaeindir og nota sitt sérstaka teiknkerfi til tján- ingar á þeim“, segir Siguröur Pálsson m.a. I umsögn sinni. og þó einkum og sér í lagi milli sviðsins og salarins. Við sem ekki skiljum teikn heyrnar- lausra höfum kennarann til að túlka allt sem stúlkan segir og hann segir við hana. Þetta tvöfalda málkerfi sem er þannig allan tímann í gangi á sviðinu er kannski það sem íþyngir sviðsetningunni helst. Ekki þar fyrir að Sigurður fer yfirleytt létt og leikandi með það en ég hugsa að það myndi gefa hlutverki hans meiri liðamót ef hann þýddi t.d. stund- um mál hennar beint fram í sal (enda þótt það sé lógískt að hann verði að horfa á hana til þess að lesa mál hennar). Þetta er eitt dæmi en í heild myndi ég ganga meira út frá því sem stendur í leikskrá, að leikurinn ger- ist í huga hans. Berglind er ekki leiklærð en á móti kemur að hún talar þarna á sínu máli (eða teiknkerfi) og veitir hlutverkinu og sýn- ingunni þar með afar sannferðugan svip og auk þess leikur hún af meiri háttar öryggi og þokka. Þeim gekk einna verst fannst mér með látbragðsleik (á veitingahúsinu t.d.). Trúlega er það vegna þess að teiknkerfi heyrnarlausra blandaðist ekki vel saman við annað teiknkerfi sem er dálítið flókið svo ekki sé meira sagt, þ.e.a.s. látbragðsleik. Ekki ætla ég fremur venju að minnast á alla, hvorki leikara né aðra og mætti þó margt gott um t.d. Karl Ágúst og Lilju segja en einkum og sér í lagi þó um Harald G. Haralds. Skólastjóri hans fannst mér vera eitthvert best unna leikaraverkið. Leikmynd Magnúsar er sömuleiðis langrar frásagnar verð. Öll er hún léttgrá og fangelsisgúmmí- dúkur á gólfi. Fótatak heyrist ekki. Hljóð- einangrun. (þannig má í raun lesa tema verksins á sviðsgólfinu). Sviðið er eins og stúkað af frá salnum með því að markera sviðsopið. Tveir heimar. Á hálfgegnsæjum I tjöldum sem strengd eru lóðrétt (aftur tveir heimar sem skilja hvor annan til hálfs) er svo varpað mynstrum í lit sem gefa ýmsa staði til kynna. Fallegt. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.