Helgarpósturinn - 10.11.1983, Side 19

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Side 19
,Aðallega símanúmer hjá íslenskum stelpum1 Franskur gestaleikur Pierre Trapet heitir forsprakki fransks leikhóps sem nú gistir Island og sýnir í Stúdentaleikhús- inu í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut sunnudaginn 13. nóvember og mánudaginn 14. nóvember. Aðstandendur sýn- ingarinnar auk Stúdentaleikhúss- ins eru menningardeild franska sendiráðsins og félagið Alliance Francaise. Húsið verður opnað kl. 20.30 og sýningar hefjast kl. 21.00. A sunnudagskvöld mun gesta- leikarinn og vinir hans sýna stykki eftir forsprakkann sem nefnist „Hvernig gengur Zanni?“ og fjall- ar um hinn daglega vanda lager- manns á skemmtilegan hátt og dregur fram flækjur og fáránleika og hvers kyns grín og spaug sem speglar sálarlíf almennings. Á mánudagskvöld verður franski leikhópurinn með annað leikrit: „Skótau frú Gíslínu“, einnig eftir Trapet, og er það fyndið tilbrigði við starf leikarans, ýmsar stílæf- ingar sem sýna hvernig starf leik- arans verður til, þróast og breyt- ist. ,,Þad hefur ekki komiö út almennileg erlend bók um ísland síöan Dufferin lávardur tók upp á því ad breyta bréfunum til módur sinnar í „Bréf frá nordlœgum breiddargrádurn “ áriö 1855. Hinir höfundarnir telja sig flestir góda aö hafa skroppið til Þingvalla, aö Gullfossiog Geysi, ogsíðan heim". Þetta eru orð Larry Millman, bandarísks rithöfundar, heims- hornasirkils og ástmanns ein- mana eyþjóða. Hann dvaldi hér í fyrra og nú aftur í haust til að viða að sér efni í bók sem hann hyggst skrifa um ísland og íslendinga. „Mér finnast þetta ótrúlega leiðinlegir staðir", heldur Larry áfram. „Það flæðir að vísu óskap- legt magn af vatni um Gullfoss, rétt er það, og í Geysi stendur voldugur gufustrókur upp úr jörð- inni.rétt eins og þar sé reið kona á ferð. í bókinni minni mun ég fjalla um staði sem eru áhugaverðir í raun og veru; Hornbjarg, Möðru- dal, Lokinhamra og Kvísker". — „ísland" stendur skrifað framan á þessa þvældu minnisbók sem þú ert með undir hendinni. Hvað hefur hún að geyma? „Aðallega símanúmer hjá ís- lenskum stelpum. Auk þess upp- skrift að austfirskum heilastöppu- kökum og kæstri skötu, lista með skemmtilegum mannanöfnum úr kirkjugarði á ísafirði, nafnið á ilmvatninu sem Þórður á Dag- verðará stekkur á sig þegar hann fer á refaveiðar, minnispunkta úr spjaili mínu við drauga og sitthvað fleira hnýsilegt". — Hví velurðu þér íslendinga sem efnivið? „íslendingurinn er skrítin skepna, í raun hvorki fugl né fisk- ur. Allir hér kenna veðráttunni í Norður—Atlantshafinu um skringilega hegðan sína. Mín kenning er hins vegar sú að það sé við Atlantshafshrygginn að sak- ast. Hann togar bæði landið og fólkið í tvær ólíkar áttir. Það er ómögulegt að vera heilsteyptur í hugsun þegar svo sterkt afl sundr- ar manni. Þingvellir eru ekki bara jarðfraeðilegt fyrirbæri; í heila hvers Islendings sem ég þekki eru iitlir Þingvellir með sprungum og misgengi. Því má segja að ég sé að gera jarðfræðilega, ekki síður en sálfræðilega, úttekt á hugsana- gangi íslendinga". — Hvar hefur þú helst leitað fanga? „Eg hef farið þangað sem vindar tilviljunarinnar hafa feykt mér, samt ekki að Gullfossi og Geysi. Vindarnir góðu hafa meðai annars borið mig á fund séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðarstað, Þórðar Halldórssonar á Dagverðará, Jóhanns Péturs- sonar á Hornbjargi, Sveinbjarnar Beinteinssonar allsherjargoða og á miðilsfundi hjá nýalssinnum". — Það var skrítileg blanda. Hvernig býstu þá við að útkoman verði, bókin? „Hún verður, vænti ég, einhvers staðar hálfa vegu milli ferðabókar og skáldsögu. Mér hefur alltaf ver- ið fyrirmunað að skálda ekki, líka þegar ætlast er til að ég haldi mig við jörðina". — EH. JAZZ Charlie Parker og gestaboö eftir Vernharð Linnet Margt fer öðruvísi en ætlað er. Á mánu- dagskvöldið var undirritaður boðaður í Nor- ræna húsið þarsem píanistinn Lubomir Melnyk lék flæðitónlist sína. Grammið stóð fyrir tónleikunum og Suðurgata 7 var mætt, svo ekki var fráleitt að láta sér detta í hug að Lubomir þessi væri spunakall einsog þeir Suðurgötumenn fluttu inn hér á árunum. Reyndin var önnur. Allt var skrifað og þess- vegna engin afsökun fyrir óhóflegri lengd hinna síbyljandi verka. Uppákomur einsog ljósmyndun í fyrra verki ogsegulbandamað- ur í því seinna var kærkomin tilbreyting óvígðum. Hvorttveggja var þó óvart og svo er um þessi skrif. Tónlist Lubomirs kemur djassi lítið við: Þaulpæld falleg íhaldssemi í ætt við sjávargang. Æ, það var gott að heyra tónaregn Garners á heimleiðinni. Annað gestaboð verður í byrjun desember — djassgestaboð! Þá tryllir nýja Miles Davis stjarnan á gítarinn sinn. Sá er John Scofield, sem er þrautþjálfaður úr sveitum Mulligans, Mingusar, Burtons og Niels-Hennings að ó- gleymdum rafböndum Billy Cobhams og George Dukes. Þó varð hann fyrst heims- frægur þegar Miles Davis réð hann í ár, þrátt fyrir að annar'gítaristi væri í bandinu. Miles vissi hvað hann var að gera og John er nú höfuðsólisti Davis og sá sem Miles sækir hugmyndir til í nýsmíði sína. Það verður ekki ónýtt að fá að heyra Scofield, ferskan nýsköpuð í bíboppi, með stórmeistara raf- bassans, Stevie Swallow, sem heimsótti okk- ur með Gary Burton í maí s.l. og trommaran- um Adam Nussbaum, sem er af ætt Evlin Jones. Sárabót fyrir þá sem vonuðust eftir að heyra í Davis-bandinu í sumar. Það kostar víst litla þrjátíu þúsund dali — og er þá ekki kostnaður meðtalinn. Charlie Parker: The Very Best ofBird WB 66 081 Dreifing: Steinar hf. Allt frá því All The Things You Are hljómarnir uppljómast í Bird of Paradise þar- til lokatónninn er blásinn í Charlie’s Wig er þetta tvöfalda albúm ein ævintýraferð um Charlie Parker — ævintýraleg hljómgæði miðað við aldur. Lubomir Melnyk I Norræna húsinu — óhófleg lengd slbyljandi verka. undraveröld boppsins. Hér má finna 26 ópusa af þeim 38 er Charlie Parker hljóð- ritaði fyrir Dial-útgáfu Ross Russels á árun- um 1946-47. Einsog Louis Armstrong bar af öllum einleikurum hins klassíska djass bar Charlie Parker af einleikurum eftirstríðs- djassins. Og ásamt Savoy Ballroom Hot Five upptökum Louis Armstrongs frá 1928 eru upptökur Parkers með kvintettinum frá Smortmynd 1947; Parker, Miles Davis, Duke Jordan, Tommy Potter og Max Roach, hið sígildasta af öllu sígildu í djasskvintettleik. Það er hlálegt að þessar upptökur skuli hafa verið illfáanlegar um árabil, en nú hafa Warnerbræður bætt úr því, enda að vinna að stórmynd um ævi Parkers, og gefið út allt safnið með öllum tökum á sex breiðskífum og úrvalið í fyrrnefndu albúmi. Þau verk sem vantar eru ekki í hópi þeirra bestu og hér má finna slíka dýrgripi að undrum sætir. Ég nefni aðeins ballöðutúlkun Parkers: Out of Nowhere og My Old Flame búa yfir klassískri fegurð og hin djúpa heita tilfinning sem undir býr fær aldrei að taka yfirhönd- |ina. Kannski var það vegna þess að tilfinn- ingar báru allt annað ofurliði í túikun Parkers á Lover man (29.7.’46) að honum var svo í nöp við þá hljóðritun. Eftir þá hljóð- ritun fékk hann taugaáfall og dvaldist um hríð á geðveikrahæli. Lover Man er ekki á þessum skífum, en einn ópus má finna frá þeim degi: Max Making Wax. Erroll Garner leikur þarna í tveimur blúsum með Parker og svo eru bopp-perlurnar í röðum: Yardi- bird Suite, Ornithology, Dewey Square og Scrapple from The Apple, svo nokkrar séu nefndar. Það mætti endalaust halda áfram að hrósa þessu albúmi, en það er svona álíka og skrifa iangt mál um stílsnilld Laxness í Islands- klukkunni. Eitt að lokum: Það hefur tekist einstaklega vel að koma tóngæðum frum- upptakanna til skila. Ég á mörg þessara verka á Sögu-skífum og hljómgæði albúms- ins eru ævintýraleg miðað við þær, en auðvitað eru þetta upptökur frá '46 & '47 og bera þess merki. HELGARPÓSTURINN 19 Smartmynd

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.