Helgarpósturinn - 10.11.1983, Page 23
HRINGBORÐIÐ
„Látiö blómin tala..“
I dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir
Manrti er svosem ýmislegt í
barnsminni. Ég man t.d. vel þegar
móðir mín var aði. fá bæturnar.
Einn morguð í fýrstu snjóum
haustsins heyrðist í jeppa fyrir
utan og út steig Stefi hreppstjóri
með hreppstjórahúfu og alltuppí
50 rósir í búkett, sem hann rækt-
aði sjálfur. Hann hneigði sig
djúpt, kyssti á hönd mömmu
minnar og sagði ,,þá egu það
bagnabætugnag."
Svo var hitað kaffi handa hrepp-
stjóra sem skrollaði glaðlega um
landsins gagn og nauðsynjar og
neri saman höndum ánægjulega.
Það var upplyfting öllum konum í
byggðarlaginu að koma rósunum
fyrir í vasa, stinga umslaginu
hátíðlega undir kökudiskinn og
drekka kaffisopann með Stefáni
Þorlákssyni hreppstjóra. Bagna-
bætugnag voru hátíðleg afhend-
ing, viðurkenning til allra mæðra
fyrir þann sjálfsagða hlut að eiga
börnin sín og njóta þeirra. Það
vildi auðvitað vefjast fyrir manni á
þessum árum hvar Stefi kom inní
heimilisreksturinn. En þetta var
fyrir þá daga þegar börn þurftu og
áttu að vera vel að sér um þjóðfé-
lagið svo maður fékk í friði að geta
sér til um hlutdeild hans allar göt-
ur þangaðtil maður varð sjálfur
bótaþegi. Nú, þarsem Stefi bætti
öllum konum í nágrenninu þetta
,,tjón“ svo elskulega og höfðing-
lega þá hlaut hann að eiga okkur
öll á einhvern hátt. Það þótti
manni líklegt og sjálfsagt, því
maðurinn var ókvæntur og barn-
laus, en afturámóti sá eini sem
færði konum blóm og drakk með
þeim kaffi á miðmorgni. Mamman
varð líka duiarfull eftir þessar
heimsóknir Stefa, það var af því
hún ætlaði að gera svo margt fyrir
bæturnar. Ekki var laust við að
maður skammaðist sín svolítið
fyrir að vera til, þegar verið var að
bæta fyrir Wvist manns, og sum
börn litu fejður sinn hornauga
fyrstu daganayéftir hreppstjóra-
visittið, að láta Stefa plata sig
svona. Einn hlutur var regla:
ekkert barna heyrði móður sína
nokkurntíma segja föðurnum frá
umræddu umslagi. Þetta voru
heilagir peningar, nátengdir
augnablikunum þegar börnin litu
fyrsta skipti dagsins ljós. Þetta
vissi Stefná Þorleifsson hrepp-
stjóri, þessvegna sætti hann lagi,
skaust milli húsa með bætur og
rósir á þeim tíma dags þegar síst
var von á óviðkomandi í stofu.
Því nefni ég Stefá hér, að hann
hefði aldrei látið viðgangast að all-
ar konur á íslandi væru reknar
einsog kvíaær frá ungum börnum
sínum til þess að eiga fyrir nauð-
synjum. Ekki nokkur kvenmaður
getur lengur samviskunnar vegna
leyft sér að stinga barnabótunum
undan til þess að kaupa lakkskó
og matrósaföt með flautu. Þá segir
ríkisstjórnin náttúrlega: „mæður
vorar voru vanar að sauma á okk-
ur matrósafötin þegar við vorum
litlir." En á þessum 50 árum sem
liðin eru síðan þeir stunduðu jóla-
böllin hefur margt breyst. Þá
dugði oft ein fyrirvinna þessi 4-6
ár sem börnin voru ung og allar
konur urðu að sauma nokkur kíló
á ári til þess að teljast ekki van-
gefnar. En það er ekki þarmeð
sagt að gæði uppeldis liggi í því að
konur séu alltaf að gera eitthvað
nógu leiðinlegt, ef þær eru heima.
Það er heldur ekki verið að ræða
gott eða slæmt uppeldi heldur
mannréttindi. Fjögur til sex ár er
ekki langur tími í mannsævinni,
en ef þau kosta líf, í besta falli
heilsu, framfærandans, þá verða
ungar mæður að hugsa sig um
tvisvar. Þá er skárra að drösla
ungviðinu útí rokið klukkan 7 á
vöggustofu og standa í sjoppu og
afgreiða eitthvað frameftir degi
þessi ár meðan endar ná aldrei
saman. Það held ég að ráðherr-
arnir dyttu niður dauðir ef íslensk-
ar konur heimtuðu að fá að vera
heima í nokkur ár meðan börnin
þeirra eru lítil — á barnabótum
tólf mánuði ársins, tvö ár per
barn. En það er víst langt í það.
Við erum svo snauð þjóð. Enda
sagði ráðherra einn í útvarpinu
orðrétt í fyrrakvöld: „Við verðum
bara öll að gera okkur grein fyrir
því að meðalþungi þriggja ára
þorsks er um þessar mundir ekki
nema fjegur kíló.“ Hvað eiga
svona yfirlýsingar að þýða við
Pétur og Pál? Ef þorskurinn er all-
ur að horfalla í sjónum, þá er
ríkisstjórninni borguð laun til þess
að bæta þjóðinni þorsktjónið. Með
öðrum orðum, ríkisstjórnin var
kosin til að díla við þessa fiska.
Hvernig væri að rækta iimandi
rósir til útflutnings? Það held ég
hann Stefi hefði farið að abbast
uppá fólk með þorsktali. Manni
dettur stundum í hug þegar unga
fólkið er að pota ungbörnum útí
hrímaða blöðruskóda að hér sé
ákaflega erfitt að framfleyta tvö-
hundruð og eitthvað þúsund
manns, með fiskimið, stórt land,
raforku, jarðhita, kalt vatn, og
feitar rollur einsog villigelti um öll
foldarból. Og ekki er fólkið latt.
Hér sést meira púl og lengri vinnu-
dagur en nokkur staðar annars
staðar. Því er ekkert óeðlilegt að
vel upplýstir stritarar geri nokkr-
ar kröfur til þess að lifa á þokka-
lega vestræna vísu. En íslenskum
stjórnvöldum er ekkert heilagt,
þeir subba framaní fólk dónaskap
frá morgni til kvölds í fjölmiðlum,
bulla um ratsjárstöðvar og sultar-
ólar, gleðjast yfir vopnaskaki útí
heimi, tíma ekki að sjá af rófupoka
til sveltandi þjóða, sparka kelling-
um og krökkum útí myrkrið. Það
er von maður væli liðna hrepp-
stjóra sem töldu það hátíðlegast í
sínu starfi að afhenda barna-
bæturnar.
Pepsi Askorun!
52%
0
völdu Pepsi
af þeim sem lóku afstöðu
Pepsi
Coke
Jafn gott
4719
4429
165
Alls
9313
Láttu bragÖið ráÖa
X Ert þú \
búinn að fara í
Ijósaskoðunarferð?
•I , tíxFEROAB
HVAÐ
MEÐÞIG
m U
NU ER SNJORINN KOMINN
Akið ekki út í óvissuna
- akið á fjórhjóladrifnum
SUBARU
Þeir hjá Subaru voru fyrstir allra að
framleiða fjórhjóladrifna fójksbíla
sem náðu hylli almennings. íslend-
ingar hafa líka áttað sig á yfirburð-
um Subaru. Subaru er mest seldi
blllinn hérálandi þaðsem af er1983
(skv. síðustu tölum Hagstofnu ís-
lands).
SUBARU Fjárfesting sem skilar sér
INGVAR HELGASON H/F SÝNINGARSALNUM
RAUÐAGERÐI 27. SÍMI: 91-33560
HELGARPÓSTURINN 23