Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.11.1983, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Qupperneq 24
Eitt af kúnstugum uppátækjum Hall- dórs Laxness var þaö, að rita raötölur að nokkru með bókstöfum. t»aö liggur næstnö halda, að hann taki þetta eftir danskri fyrirmynd. Þannig veröur 3. að 3ji. Síðan verður 20. að 20asta, 83. að 83ja, og 110. að 1 lOunda. Það nýjasta, sem ég hefi séð af þessu tagi hjá honum er „líkneski af 14aldardrottningu . Er þetta ekki alll4aldarlegt og ljótt? Mér finnst það. Ég hef sjaldan séð eins mikla mann- lega grunnfærni eins og þá, aö ætla sér að eiga aðgang að Berlín undir velvild og sanngirni sovétstjórnarinnar. Valda- mennirnir í Kreml hljóta að hafa hlegið Hef löngum safnaö áhugamálum mikið dátt, þegar stjórn Bandaríkjanna féllst á þetta fyrirkomulag. Landgeiri, til að tryggja aðgang að borginni, hefði verið algert lágmark. Það stóð heldur ekki á húsbændunum í Kreml með að fara að skemmta sér. • • Nasistahreyfingin var algjör, totalitar- “ ian. Foringjar hennar lofuðu að um- skapa þjóðfélagið, og leysa vandamál þýsku þjóðarinnar. Hreyfingin haföi vakið mikla eftirvæntingu stórs hluta þjóðarinnar, sem varð að hrifningu mikils meirihluta hennar, þegar í ljós kom, að hinni nýju stjórn Hitlers tókst í raun og veru aö leysa stórkostleg þjóð- félagsleg vandamál, eins og til dæmis vandamál atvinnuleysingjanna. Full at- vinna, velmegun, innanlandsfriður og vaxandi þjóðleg reisn var ávöxturinn af stjórn Hitlers fyrstu árin. eftir Egil Helgason — rætt við dr. Benjamín Eiríksson um kommúnismann, nasismann og námsárin dvaldi viö nám í Þýskalandi Hitlers og Sovétríkjum Stalíns, lauk háskólaprófi í slavnesk- um málum og bókmenntum frá Svíþjóö og doktorsprófi í hagfrœöi frá Harvard-háskóla. Hann starfaöi síöan hjá Al- þjóöagjaldeyrissjóðnum í Was- hington, var ráöunautur ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og lengi bankastjóri Fram- kvœmdabankans. Helgarpóst- urinn spjallar hér stuttlega viö dr. Benjamtn og birtir kafla úr bók hans og nokkrar tilvitnan- ir úr öörum köflum. Nú nœstu daga kemur út nokkuö óvenjuleg bók hjá bókaforlaginu Arnartaki, tröll- aukin bók að vöxtum. Ég er, en svo nefnist bókin, hefur aö geyma ritgeröir og greinar eftir dr. Benjamín Eirtksson, endur- minningar frá ýmsum skeiöum viöburðaríkrar œvi, umfjöllun um efnahagsmál, ádeilu á guö- frœði Sigurbjörns Einarssonar og guðlast Halldórs Laxness, svo fátt eitt sé nefnt. Benjamín Brot úr bók dr. Benjamíns Eiríkssonar, ÉG ER Samúðin I blöðunum eru alltaf annað veifið greinar um ógæfumenn. Það er ákaflega mannlegt að láta í ljós samúð með ógæfumönnum. En þegar farið er að lesa greinarnar, sést fljótt að málið er engan veginn einfalt. Skrif þessi fjalla flest um afbrotamenn og refsivist og þá samúð sem samfélagið skuldi þeim. Ég held, að það sem fyrst verði fyrir hjá andlega heilbrigðu fólki, sé að finna til vork- unnar með þeim, sem orðið hafa fyrir and- legu eða líkamlegu ofbeldi: limlestingum, svo sem höfuðkúpubroti eða kjálkabroti, málleysi vegna höfuðhöggs, taugaáfalli, jafnvel geðveiki, vegna nauðgunar eða orð- ið fyrir eignamissi, að ég nú ekki tali um þá sem drepnir hafa verið og svo aðstandend- um þessa fólks. Nýlega heyrði ég um mann, sem setið hafði inni á veitingastað ásamt kunningja sínum. Drukkinn maður sem hann þekkti ekki neitt réðist á hann þar sem hann sat í sæti sínu og barði hann til óbóta, þannig að hann varð að liggja á spítala um hríð. Stundum fylgir svona uppákomum skemmtanalífsins ævilangt böl. Blöðin segja frá fæstu af því, sem gerist af þessu tagi, og þá aðeins upphafinu en ekki afleiðingunum. Þau þegja oftast þunnu hljóði um hið þýð- ingarmesta. Sú stefna er ráðandi, að ekki megi særa viðkvæmar taugar glæpamann- anna, með því að segja frá verkum þeirra og nöfnum. Þeir verða að fá að athafna sig í myrkrinu, segja þeir sem ráða ferðinni og bera ábyrgð á hinu drottnandi ábyrgðarleysi og vaxandi öryggisleysi. Fórnardýrin? Ja, þeirra taugar eru allt annað mál. Ætla mætti að óreyndu að ógæfumennirn- ir, sem svo mikið er skrifað um, væru þeir sem orðið hafa fyrir hræðilegum áföllum af annarra völdum, oft þekktra glæpamanna. En þannig er þessu alls ekki farið. Skrifin eru oftast yfirflóandi af samúð, öll með glæpa- mönnunum. Hvaðan koma þessi andhælis- legu viðhorf? Réttlæti Mín samúð er fyrst og fremst með fórnar- dýrunum, ekki glæpamönnunum. Ég vorkenni að vísu glæpamönnum, að þeir skuli ekki geta haft sama vald á hvötum sín- um og tilhneigingum og aðrir menn, og að þeir skuli ekki vera reiðubúnir að axla þá ábyrgð, sem líf í mannlegu samfélagi út- heimtir. Því að sömu hvatir og sömu til- hneigingar eru í flestum mönnum, aðeins missterkar. En það sem ég vil að glæpamenn hljóti, er það sama og aðrir menn hljóta; rétt- 24 HELGARPÓSTURINN læti. Um samskipti sem eru einkamál, eða sem menn vilja að séu einkamál, á annað að gilda, fyrst og fremst það sem fjallræðan kennir. En hvað er þá réttlæti? Réttlæti er siðgæðislegt hugtak. Réttlæti er það, að verknaður manns hafi eðlilega af- leiðingu eða mótsvörun samkvæmt gefnu mati, að maðurinn hljóti siðgæðislegt jafn- gildi fyrir verknað sinn; fyrir gott verk-gott, fyrir vont —- vont. Hið eina óvefengjanlega og fullkomna mat er mat Guðs. í fjallræð- unni er manninum — einstaklingnum — boðað annað siðgæði en siðgæði jafngildis- ins, enda er hún „stjórnarskrá" guðsríkisins. Þeir sem geta lifað samkvæmt boðun fjall- ræðunnar eru hæfir til guðsríkisins. En vér lifum ekki í guðsríki. Vér lifum ekki í guðs- ríki, heldur ríki, þar sem rikisvaldið, í hönd- um fallins mannkyns, er fulltrúi réttlætisins. Þetta réttlæti á að birtast í réttlátum lögum, sem ríkivaldið heldur í heiðri og fram- kvæmir, ef allt er með felldu. Sá sem frem- ur glæp á að gjalda fyrir hann, með því að taka út refsingu sem jafngildi honum. Annað er ranglæti. Guð fyrirgefur syndir, en lætur þeim ekki með öllu óhegnt. Hann fyrirgefur ef syndar- inn iðrast, tekur trú á Jesúm Krist og trúir friðþægingardauða hans. Á yfirstandandi stjórnskipunartímabili Guðs eiga menn þess kost að réttlætast af trú. Syndafyrirgefning er ekki réttlæti, heldur miskunnsemi fyrir náð Guðs. Með sektarfórn Jesú hefir rétt- lætiskröfu Guðs verið fullnægt. Fyrir trú syndarans tilreiknast honum réttlæti það, sem Jesús ávinnur með sektarfórn sinni. Syndafyrirgefning — út af fyrir sig — er rang- læti, eins og vel sést af dæmisögunni af rang- láta ráðsmanninum. í henni hælir húsbónd- inn, sem er Guð, ráðsmanninúm fyrir tiltæki hans, það — að gefa skuldirnar eftir að nokkru. Hann veit sem er að ráðsmaðurinn fullnægir sjálfur greiðslukröfunni. En synd- ararnir öðlast vist í hinum „eilífu tjaldbúð- um“. Refsing Iðulega séð vitnað í fyrirmæli Guðs til Gyðinga; auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Venjulega er þetta tekið sem dæmi um strangleika og hörku Guðs, já, jafnvel til að sýna, að Jesús hafi trúað á og boðað ein- hvern annan guð en þann Guð sem opinber- ar sig í Biblíunni. í rauninni var fyrirmælið mikil framför, hjá því sem tíðkast hafði. Fyrirmælið þýðir að taka mátti tönn fyrir tönn, en ekki meira. Samkvæmt þessu á refs- ingin að svara til afbrotsins. I áminnstum blaðaskrifum er mikið gert úr því, að refsivist bæti yfirleitt ekki glæpa- manninn. I Biblíunni er hvergi boðuð refsi- vist, a.m.k. ekki í nútíma skilningi. Þar er hvergi gert ráð fyrir því, að óendurfæddir syndarar yrðu betrumbættir með hlýju hús- næði, góðu viðurværi eða menntun. Glæpir eiga sitt heima í eðli mannsins sem er synd- ugt. Hann er fallinn maður í föllnum heimi. Refsivist gerir því flesta fanga að ,,betri“ glæpamönnum. Þeir taka þar framförum í hugarfari og iðn. Gæðin sem þeir fá á kostn- að skattgreiðendanna, og samúð samfélags- ins, reynist oft öflug forherðingartæki. Hafi þeir einhvern tíma haft hugboð um það að vond verk skili vondum ávöxtum, þá er sú hugmynd úr sögunni hjá flestum, þegar þeir koma úr refsivistinni. Það hugboð deyr hæg- um dauða í moðhlýjum umhyggjufaðmi samfélagsins. Þegar út kemur bíða þeirra ný fórnardýr. Aðeins fáir finna mjóa veginn. Þeim finnst, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá sé líf í synd býsna notalegt, miðað við hið þrúgandi líf í erfiði og amstri, sem bíður flestra manna, sem sjá sér farborða á heiðarlegan hátt. Væri samúðin með fórnardýrunum ríkari, myndi áreiðanlega hægt að bjarga mörgum þeirra í tíma. Vissi væntanlegur nauðgari, að hans biði gálginn innan 30 daga, myndi hann hugsa sig um tvisvar, áður en hann drýgði glæp sinn. Og jafnvel þótt sú vit- neskja hindraði hann ekki í ásetningi hans, þá yrðu fórnardýr hans ekki fleiri, næði rétt- læti samfélagsins ekki til hans. Hér eru til þekktir ofbeldismenn, fríir og frjálsir, sem ganga á röðina og misþyrma fólki, svindlarar sem leita sífellt nýrra fórnardýra, svo og spellvirkjar. „Kunningi lögreglunnar" er blaðamönnunum munn- tamt orð. Ríkisvaldið hefir smám saman misst allar tennur, sökum fáránlegra kenn- inga um hið eiginlega sakleysi glæpamann- anna, og krafna um samúð með þeim. í flest- um tilfellum eru fórnardýrin yfirgefin og hjálparvana, ef frá er talin læknishjálp og annað sem samfélagið veitir, en sem stendur ekki í neinu sérstöku sambandi við glæpinn. Fórnardýrin fá oftast enga leiðréttingu mála sinna, svo sem skaðabætur. Glæpamennirn- ir gefa þeim langt nef og yfirvöldin yppa öxl- um. Þegar hin réttláta refsing er líflát fæst einn ákaflega mikilvægur árangur: Glæpa- maðurinn fremur ekki fleiri glæpi. Væntan- legum fórnardýrum hans hefir í verki verið bjargað. Hið illa hefir „verið upprætt" eins og segir í Biblíunni. En i henni er margt að finna um réttlæti Guðs. Löggjafinn er sýktur kenningum guðleys- ingja og vantrúaðra manna um eðli manns- ins, hlutskipti hans og hlutverk í heiminum. Rotnun hugarfars dómaranna og ráðleysi eru komin á hátt stig. Það er ekki einu sinni hægt að fá framfylgt jafn sjálfsögðum hlut og banninu við hundahaldi í Reykjavík.ÍBanda- ríkjunum er réttarfarið orðið að hreinum skripaleik, enda öryggi borgaranna á hröðu undanhaldi fyrir sókn glæpalýðsins. Samsæri fjölmiölanna Fjölmiðlarnir hylma stöðugt yfir með glæpum og glæpamönnum með þögninni. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein um muninn á því sem ég kallaði boðorð Guðs og boðorð blaðanna. Þetta gerðist þegar hama- gangurinn var sem mestur út af Gervasoni. Þá var því blákalt haldið fram, að hann væri friðarsinni — hvað sem það nú átti að merkja — þvert ofan í hans eigin orð. Ég fékk grein- ina ekki birta; aðra grein, öllu harðorðari, um sjálft Gervasoni-málið, ekki heldur. í seinni tíð hefir mér gengið betur. Ég er ekki frá því, að þetta skrif fáist birt. (Hér skjátlað- ist mér.) Réttlæti er alvörumál Ég er þeirrar skoðunar, að þjóðirnar eigi að fara að fyrirmælum Guðs, og heimta að ríkisvald þeirra iðki réttlæti, hans réttlæti, að svo miklu leyti sem þær þekkja það. Ég álít að það eigi, og verði ekki umflúið, að líf- láta menn fyrir meiriháttar glæpi. Til þess- ara manna tel ég hina stærri þjófa og ræningja, hryðjuverkamenn, brennuvarga, alla eiturlyfjasala, nauðgara og morðingja, svo og landráðamenn. Það er óhjákvæmi- legt að leggja dauðarefsingu við skipu- lagðri glæpastarfsemi. Grundvöllinn fyrir þessum skoðunum mínum tel ég boð Guðs í Biblíunni. Með þessari stefnu yrði fjölda fórnardýra bjargað frá andlegum og líkam- legum þjáningum, sálarkvölum, heilsutjóni, fjárhagstjóni, örkumlum og jafnvel ótíma- bærum dauða. Réttlæti er ekki skemmti- atriði, heldur mikið alvörumál. Nuverandi alvöruleysi í þessum málum hefir skapað sannkallaða gróðrarstíu fyrir glæpi og rækt- un glæpastarfsemi. Við dauða forhertra afbrotamannaog annars glæpalýðs verður heilsusamleg hreinsun á andrúmslofti mann- legs samfélags, sannkölluð landhreinsun.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.