Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 8
,,Ekki benda á mig, segir uardsljórinn..."
söng Bubbi Morthens í iagi sínu Lögogregla,
sem náði vinsældum s.l. sumar. Hann samdi
lagið út frá atburði sem átti sér stað fyrir fá-
um árum og lauslega er greint frá hér að
framan. Að hve miklu leyti skýra má dauða
unga mannsins með handvömm lögreglunn-
ar eða vangá, verður eilíft matsatriði.
Ríkissaksóknari fékk nú í vikunni til að
vega og meta niðurstöður úr rannsókn
Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna kæru
Skafta Jónssonar, biaðamanns á Tímanum,
sem Skafti lagði fram gegn þremur lögreglu-
þjónum í Reykjavík í síðustu viku.
Bæði þessi mál, svo og önnur af svipuðum
toga sem minnst er á hér, snúast um með-
ferð lögreglunnar á fólki sem’hún hefur haft
afskipti af. Þessi mál snúast mörg um ásak-
anir fólks um slæma meðferð, stundum
hrottalega meðferð.
Ga^nrýni innan lögregl-
Enginn þarf að draga í efa, að lögreglan í
Reykjavík starfar í fiestum tilfellum með
sóma og að samskipti hennar við borgarana
séu oftast nær með fullkomlega eðlilegum
hætti. Klögumál borgaranna um hið gagn-
stæða eru hins vegar svo mörg og sum svo
alvarleg, að framhjá þeim verður ekki litið.
Innan sjálfrar lögreglunnar heyrast gagn-
rýnisraddir sem segja að hluti lögregluliðs-
ins sé varla starfi sínu vaxinn, starfshættir
hinna óhæfu í liðinu, fárra manna að vísu,
séu með þeim hætti í vissum málum, að til
vansa sé fyrir lögregluna í heild.
Margir þeirra sem telja sig hafa verið
beitta ónauðsynlegu harðræði af hálfu lög-
reglu aðhafast ekkert í málum sínum eða
láta kvörtun nægja. Aðrir, eins og Skafti
Jónsson, kæra framferði lögreglunnar.
En Skafti lét ekki nægja að kæra. Sem
starfandi blaðamaður hefur hann góðan að-
gang að dagblöðunum og i síðustu viku sagði
hann þeim sögu sína. Skafti er vel metinn í
stétt sinni og talinn heiðarlegur blaðamaður.
Af þessum ástæðum m.a. hafa ritstjórar
blaðanna talið framburð hans nægilega
traustan til að réttlæta birtingu. Þeir hafa
sagt sem svo: „Hvers vegna ætti þessi blaða-
maður að fara að Ijúga frétt í fjölmiðla?"
Samkvæmt frásögn Skafta var hann ásamt
konu sinni í Þjóðleikhúskjallaranum laugar-
dagskvöldið 26. nóvember. Þau voru að yfir-
gefa staðinn um klukkan hálfþrjú og fram-
vísuðu miða í fatahengi til að fá yfirhafnir
sínar. Þær fundust ekki. Skafti fékk leyfi til
að fara sjálfur að leita að frakkanum og káp-
unni, fann kápuna, en ekki frakkann. Þar
sem Skafti er í fatahenginu þrífur dyravörð-
ur í hann og spyr „hvurn djöfulan" hann sé
að gera þarna. Skafti segist hafa heimild til
að vera þarna, en dyravörðurinn sleppir
ekki Skafta, sem segir að hann hafi keyrt sig
niður á afgreiðsluborðið. Annar dyravörður
blandar sér í þessar ryskingar og þeir hafa
Skafta sameiginlega undir. Skafti er stór
maður um 1.90 m hár og þrekvaxinn. Annar
dyravarðanna fer að hringja á lögregluna en
Eg heyröi, aö í hvert sinn sem Skafti reyndi ad reisa
höfudid í átt til konu sinnar, sem einnig reyndi aö
teygja sig í átt til hans, keyröi lögreglumaöurinn
hann niöur aftur. Þessa vitnisburöar er aö engu get-
iö í fréttatilkynningu RLR.
hinn sleppir taki sínu á Skafta. Skafti er að
eigin sögn að halda af stað út úr húsinu
ásamt konu sinni þegar þrír lögregluþjónar
mæta á staðinn um bakdyr og krefjast þess
að hann komi með þeim á lögreglustöðina.
Hann segist ekkert hafa til sakar unnið en þá
beygja þeir hann yfir afgreiðsluborðið og
handjárna fyrir aftan bak, að sögn Skafta.
Hver segir ekki satt?
„Það voru engir áverkar á mér áður en
mér var þjösnað inn í lögreglubílinn," segir
Skafti í samtali við Helgarpóstinn „en þegar
mér var sleppt úr fangaklefanum var ég al-
blóðugur í andlitinu og fötin alblóðug og rif-
in.“
Það er í lögreglubílnum sem alvarlegustu
þættir þessa máls eiga sér stað, um það er
ekki deilt. Þar segist Skafti hafa nefbrotnað
og hlotið aðra áverka. En hvernig? Gerðist
það við það að lögregluþjónninn, sem var
einn í afturhluta „Svörtumaríunnar" með
Skafta og hélt honum þar handjárnuðum og
liggjandi á maganum, hafi Iamið þéttingsfast
í hnakka Skafta, þ.e. hárreitt hann, og hvað
eftir annað keyrt andlit hans niður i gólfið á
bílnum, án þess að láta sig skipta endurtekna
beiðni Skafta og konu hans um vægð, einsog
og Skafti og kona hans segja? Eða nefbrotn-
aði Skafti vegna eigin mótþróa þegar hann
var settur inn i lögreglubílinn? í fréttatil-
kynningu sem RLR sendi frá sér síðdegis á
miðvikudag í þessari viku, að afloknum yfir-
heyrslum í málinu, segir m.a. að „mótþrói
mannsins við það (að hann var færður út í
bílinn) hafi leitt til þess að hann féll á gólf
bílsins og sé ekki útilokað að hann hafi þá
hlptið áverka."
í fréttatilkynningu RLR er að nokkru rak-
inn framburður nokkurra vitna, þ.á.m.
starfsfólks Þjóðleikhúskjallarans og lög-
reglumannanna þriggja „vegna þess, sem
fram hefir komið á vettvangi fjölmiðla um
málið," eins og segir í tilkynningunni.
Það sem hafði birst i fjölmiðlum um mála-
vexti áður en RLR sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu sína var lýsing Skafta Jónssonar á at-
burðunum. Komið hafði fram að dyravörður
Þjóðleikhúskjallarans kærði Skafta fyrir
áverka og fataskemmdir, en hvorki dyra-
verðirnir né lögreglan vildu tjá sig um málið
meðan á rannsókn stóð.
Neita að hafa meitt viljandi.
Það er fyrst í fréttatilkynningu RLR sem
framburður starfsfólks Leikhúskjallarans og
lögreglunnar kemur fram opinberlega. Þar
segir: „Starfsfólk Leikhúskjallara hefir lýst
ástæðum þess, að lögreglan var kvödd þang-
að til aðstoðar aðfaranótt 27. f.m. Voru
ástæðurnar viðbrögð og hegðan Skafta er
yfirhöfn hans fannst ekki þegar við fata-
hengið. Var hann með illyrði og hótanir í
garð þess, auk þess, sem hann réðst að ein-
um dyravarðanna, reif föt hans og veitti
honum áverka. Hafi hegðan Skafta verið
slík, að óhjákvæmilegt hafi verið að kalla á
lögreglu til aðstoðar. Lögreglumenn þeir er
fóru á vettvang bera og, að framkoma
Skafta hafi verið þess eðlis, að ekki hafi verið
hægt að fá skýringar hjá honum á málavöxt-
um. Hann hafi sýnt tilburði til þess að ráðast
á dyravörðinn aftur, og hafi þeir orðið að
handjárna hann og færa í lögreglubíl." Þessu
næst er rakið hvernig Skafti veitti mótþróa
og féll á gólf „Svörtumaríunnar." Þá síegir:
„Lögreglumennirnir segja að maðurinn hafi
legið á maganum á gólfinu handjárnaður
fyrir aftan bak, og vegna stöðugs mótþróa
hans hafi einn lögreglumaður orðið að halda
honum. Lögreglumennirnir neita því alfarið
allir að þeir hafi viljandi meitt manninn og í
bilnum hafi aldrei verið tekið um eða þrifið
i höfuð hans og það keyrt í gólf bílsins.
Vinkona eiginkonu mannsins, sem sat við
hlið eiginkonunnar í bílnum hefur borið, að
hún hafi ekki séð neitt slíkt gerast."
Hlutlaus fréttatilkynning?
„Það gengur ekki,“ segir Skafti Jonsson,
„að rannsóknarlögregla ríkisins sendi frá sér
fréttatilkynningu eins og þessa eftir það sem
þeir kalla „hlutlausa rannsókn." í þessari til-
kynningu er greint einhliða frá málinu þó
minn framburður fái að fljóta með. Það er
ekki minnst á framburð a.m.k. fimm vitna,
gesta í Þjóðleikhúskjallaranum, hlutlausra
vitna, sem ég veit að styðja mitt mál. Svo
taka þeir með i tilkynninguna það eina úr
framburði Ástu, vinkonu konunnar minnar,
sem gæti verið mér í óhag.“
Ásta Svavarsdóttir og Kristín Þorsteins-
dóttir, kona Skafta, voru báðar vitni að
handtökunni og þær fengu eftir nokkrar for-
tölur að fara með í Iögreglubílnum upp á
stöð. Þær eru því vitni að þeim atburðum
sem áttu sér stað í bílnum og mestu máli
skipta. í kjölfar fréttatilkynningar RLR sendi
Ásta frá sér yfirlýsingu: „Það er illt til þess að
vita, að RLR, sem á að' heita hlutlaus rann-
sóknaraðili í kærumáli Skafta Jónssonar,
sendir frá sér fréttatilkynningu sem svo aug-
ljóslega er skekkt öðrum málsaðila í hag,
m.a. með því að tilgreina alls ekki sjónar-
votta að handtökunni. Minn framburður er
t.a.m. slitinn úr samhengi— augljóst dæmi
um það hvernig nota má tilvitnanir þannig
að merkingin snúist nánast í andhverfu sína.
Það er að vísu rétt að ég sá ekki nema hluta
þess sem fram fór í lögreglubílnum; en
maðurinn hefur fleiri skilningarvit en sjón-
ina, þ.á m. heyrn. Þótt þess hafi ekki verið
getið í umræddri fréttatilkynningu, bar ég
við yfirheyrslu hjá RLR að utan við lögreglu-
bílinn heyrdi ég dynki eða högg innan úr
honum, en þar var a.m.k. einn lögreglumað-
ur auk Skafta. Þegar inn í bílinn kom sá ég
Skafta liggjandi á maganum og handjárnað-
an fyrir aftan bak og yfir honum lögreglu-
mann sem hélt honum niðri. Á leiðinni var
hins vegar skuggsýnt i bílnum og auk þess
skyggði sætisbak á höfuð Skafta og efri hluta
líkamans og ég sá því ekki það sem fram fór.
Aftur á móti heyrdi ég að í hvert sinn, sem
Skafti reyndi að reisa höfuðið í átt til konu
sinnar, sem einnig reyndi að teygja sig i átt
til hans (og sá því betur en ég það sem fram
fór) keyrði lögreglumaðurinn hann niður
aftur. Þessa vitnisburðar er að engu getið í
fréttatilkynningu RLR.
Öll framganga lögreglunnar í þessu máli
var hin harkalegasta og bar þess vott, að hún
mat ekki aðstæður sjálfstætt í upphafi og
missti bæði stjórn á þeim og sjálfum sér. Með
því er ekkert sagt um meðvitaðar líkams-
meiðingar. En er það eðlilegt, að maður sem
er fullkomlega rólegur þegar hann gengur
frá manni sé handtekinn formálalítið og
komi heim tveimur tímum seinna stórlega
meiddur eftir viðskipti sín við lögregluna?"
spyr Ásta að lokum í yfirlýsingu sinni.
Séö í gegnum sæti?
Kristín Þorsteinsdóttir, kona Skafta, stað-
festir framburð hans um atburðina í bílnum.
Hún fylgdist með yfir sætisbak aftursætisins,
og reyndi að teygja sig í átt til Skafta. Sætis-
bakið byrgði hinsvegar Ástu sýn aftur í bil-
inn en virðist alls ekki hafa skyggt á útsýni
lögreglumannanna tveggja sem sátu þó í
framsætunum, því allir lögregluþjónarnir
staðhæfa, að aldrei hafi verið tekið um eða
þrifið í höfuð Skafta og það keyrt í gólf bíls-
ins. Þarna ber lögreglumönnunum og hinum
í bílnum ekki saman, frekar en í fjölmörgum
atriðum öðrum í þessu máli. Framburður
allra vitnanna liggur enn ekki fyrir opinber-
lega, en alls voru 20 manns yfirheyrðir hjá
RLR.
Þetta mál hefur reynt mjög á alla hlutað-
eigandi, eins og gefur að skilja. „Við megum
ekki sjá lögreglubíl núna án þess að fá sting
í magann," segir Skafti. „Eg er nokkurn
veginn búinn að ná mér af meiðslunum en
andlega er ég enn að ná mér eftir þessa
reynslu. „Við höfum sofið illa og ég var í
uppnámi alla siðustu viku,“ segir Kristín.
„Við eigum fjögurra mánaða gamlan son.
Þetta hefur haft greinileg áhrif á hann. Svo
missti ég líka mjólkina."
„Mér finnst að mörgu leyti hafa verið
vasklega staðið að þessari rannsókn RLR en
það er hins vegar annað mál hvort hún gefur
yfir höfuð rétta mynd af því sem gerðist
þarna," segir Skafti.
Svona hlutir gerast oft
„Ég hef það á tilfinningunni að markmiðið
með þessari rannsókn, meðvitað eða ómeð-
vitað, sé ekki það að komast að hinu sanna
í málinu," segir einn heimildarmanna
Helgarpóstsins, sem fylgst hefur með rann-
sókninni úr fjarlægð. „Ég held að mark-
miðið sé fyrst og fremst það að finna á því
lausn sem sé sársaukaminnst fyrir alla, spila
niður ógeðfelldustu þætti þess, drepa málinu
á dreif og helst af öllu þagga það niður.”
„Ég vil reyna að koma í veg fyrir að svona
hlutir endurtaki sig. Það þarf að reisa þess-
um mönnum einhverjar frekari skorður í
sínu starfi," segir Skafti. „Eftir því sem á Ieið
þetta mál varð ég sannfærður um að svona
hlutir ættu sér oft stað. Fyrstu dagana eftir
að ég talaði við blöðin stoppaði ekki síminn
hjá okkur að það er ótrúlegur fjöldi sem hef-
ur hringt og sagt mér frá svipuöum málum,
þó flest þeirra hafi ekki verið jafn alvarlegs
eðlis og það sem ég gekk i gegnum."
Helgarpóstinum er kunnugt um fjölmörg
mál af hliðstæðum toga og mál Skafta. Út-
skýringar lögreglumanna á ástæðum sínum
fyrir handtökum, sem virðast tilefnislausar
8 HELGARPÓSTURINN