Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 08.12.1983, Qupperneq 16
Ein jolaboka í ar er „Vængjasláttur í þakrennum“ eftir Einar Má Gudmundsson. Fyrri skáldsaga Einars Más, „Riddarar hringstigans“, hlaut bókmenntaverölaun Almenna bóka- félagsins og jákvædar viötökur meðal manna. Einar Már er búsettur í Kaupmannahöfn og til aö ylja hjarta Islendingsins er réttast að segja frá nokkrum afrekum hans á danskri grund; haustið 1981 kom úrval úr þremur ljóðabókum hans út undir heitinu „Frankensteins Kup“ (Valdarán Frank- ensteins) hjá bókaforlaginu Vindrose í þýðingu Erik Skyum— Nielsen. Auk lofsamlegra ummæla í dagblöðum voru gerðir tveir útvarpsþættir um Einar Má og skáldskap hans. Á næsta ári eru „Riddarar hringstigans“ væntanlegir í danskri þýð- ingu, en í tilefni af útkomu nýju bókarinnar fékk ég Einar Má til að segja mér lítillega frá henni. eftir Erlu Sigurðardóttur — mynd Jim Smart Hvers vegna heitir bókin ,, Vœngjasláttur í þarkrennum"? Það skýrir sig sjálft í sögunni. Það nafn hef- ur í rauninni fleiri en eina merkingu og kæmi ég með eina sérstaka skýringu væri ég farinn að barna söguna. Það ætla ég að láta lesendur um, án þess að hér sé um einhverja dularfulla ráðgátu að ræða. Nafnið er líka svona andblær sögunnar. Rauöhœröur konung- ur meö munnhörpu Um hvaö fjallar sagan? Það er erfitt að rekja þetta allt í stuttu máli, en sagan skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn heitir Vængjasláttur í þakrennum, annar heitir Undir flóðljósi mánans, en sá þriðji heitir í borg sem heitir Reykjavík. í þriðja hlutanum öðlast vængjaslátturinn kannski aðra merkingu. í fyrsta hlutanum segir m.a. frá sköpunar- verki á sex dögum, frá upprisu dúfnakof- anna sem hleyptu lífi og fjöri í hlutina. Þar segir líka frá kaupmanninum sem er skáta- foringi með ýmsa tendensa, frá sendisvein- inum hans sem heillaði allar húsmæðurnar með sérhönnuðu yfirvaraskeggi í stíl ame- rísku leikaranna, frá litlu kornflexpökkun- um sem voru mjög dularfullir og frá gráa segulbandinu sem búið var að sigla lengi um heimshöfin áður en unglingarnir gátu byrjað að dansa eftir tónum þess. í öðrum hlutanum segir m.a. frá stráknum sem sat alltaf uppá ljósastaurnum og pabba hans sem var þvottamaður, frá undirbúningi götubardaga og götubardaganum sjálfum, frá rauðhærða konunginum sem veiddi dúf- ur með munnhörpu, frá villiköttum hverfis- ins sem nokkrir lentu í strigapoka, frá leyni- samtökum sem ekki bara skelfdu alla hverf- isbúa heldur iíka alla bargarbúa. Þriðji hlutinn hefst á kaflanum um togara- sjómennina sem í rauninni komu með bítla- æðið til landsins. Þar segir einnig frá peningaspilinu púkk, frá leikaramyndaæð- inu mikla og þar segir líka frá því hvernig fór fyrir dúfunum í borg sem heitir Reykjavík. Þetta eru svona nokkur efnisatriði, en allt er þetta innbyrðis tengt. En sjálf fjallar sagan kannski mest um lífsgleðina og sköpunarvilj- ann. Er ,,Vœngjasláttur í þakrennum" á ein- hvern hátt framhald af „Riddurum hringstig- ans?" Já, eflaust á einhvern hátt. En þetta er algjörlega sjálfstæð saga. Vængjaslátturinn er mun breiðari saga. Aðalpersónurnar í Riddurunum voru strákar. Hér er fólk á öll- um aldri, alls kyns persónur. Aldur og nafnnúmer eru aukaatriöi En þœr gerast í sama hverfi? Já, þær gerast í sama hverfinu og eiga skyldleika sinn umhverfinu að þakka. En Riddararnir er ein saga með ótal útúrdúrum sem gerist á þremur dögum. Vængjasláttur- inn gerist hins vegar ekki á neinum sérstök- um tíma. Hún er frekar svona prósess sem rennur áfram og takmarkar sjálfur sinn tíma og sitt rúm. í Riddurunum er sögumaðurinn Jóhann Pétursson nátengdur atburðum sögunnar, en í Vængjaslættinum er hann meira augað sem horfir yfir ,,vígvöllinn“. Er Jóhann orðinn eldri? Nei, eiginlega á Jóhann það sameiginlegt með risum og dvergum bókmenntanna að hann hvorki eldist né yngist, hann er á öllum aldri og engum. Það var hægt að lesa það út úr Riddurun- um að hann væri sex ára gamall, en það var í rauninni algjört aukaatriði í sögunni. Nei, aldur og nafnnúmer skipta engu máli. Ymist er það strákurinn sem segir söguna eða hún rennur í gegnum hann, fyrir utan hann eða ofan hann. En mér finnst ekki skipta neinu máli hvort hann er 11 ára eða 136 ára. Já, líklega er hann samt eitthvað eldri. Ég er að lýsa viðbrögðum, móral og segja sög- ur. „Vængjasláttur í þakrennum" er full af sögulegum fabúleringum. Hverfiö og heimurinn Hvers vegna skrifarðu.um þetta hverfi? Það er vegna þess að inní það get ég dreg- ið svo margt sem ég vil lýsa, sem ég vil segja frá. Annars er hverfið alltaf að verða meira og meira borgin sjálf. Fyrir mér er hverfið heimurinn sem rúmar söguna á þann hátt sem aðeins er hægt að gera í skáldskap. En er þetta hverfi ekki ósköp svipað hverf- inu sem þú ólst upp í? Nei, en þeir sem koma þaðan sem ég kem, þeir þekkja kannski ýmsa leynistaði sem ég nota. Reykjavík er borg full af auðum svæð- um og víðáttum, túnum og holtum, þar sem ímyndunaraflið getur leikið lausum hala. Sjórinn leikur undir. Ég hugsa kannski um niðurnídd skipsflökin í fjörunni og þá hef ég stemmningu sem ég vil lýsa. Ég held faktískt að hverfið sem ég er að lýsa gæti verið hvar sem er á hnettinum. Það eru alls staðar til gráhærðir kaupmenn í gler- búrum sem sitja yfir gulum reikningsblöð- um. Einmanaleikinn og tjáningarþörfin búa alls staðar. I sögunni hefur allt sig upp fyrir þann veru- leika sem ég hef upplifað. Ég reyni að leyfa lífinu að blómstra. Að vissu leyti er ég að skrá menningarsögu sem aldrei er skráð, þótt ekki hafi hún nema óbeint sagnfræði- legt gildi. Dúfur og þroski Eru dúfurnar í sögunni á einhvern hátt táknrænar? Já, það er mjög auðvelt að lesa þær þannig. Þær geta verið fulltrúar lífsgleðinn- ar sem á sér dapurleg endalok og fleira og fleira. En dúfurnar í sögunni eru líka bara dúfurnar í sögunni og ég vona bara að þær taii á sem fjölbreytilegastan hátt við lesend- ur. Nú lásu margir Riddarana sem sjálfsœvi- sögulega reynslusögu. Hvad hefur þú að segja um það? Já, ritdómarar sögðu svo til allir í kór; þroskasaga eða upphaf þroskasögu. Mér fannst það ódýrasta leiðin til að sleppa við að fjalla alvarlega um bókina, en menn þurfa alltaf að hengja vorumerki á hlutina og kannski ekkert við því að segja. Á tveim stöðum var þó fjallað um Riddarana af næm- um skilningi og djúpri alvöru — í Neista, blaði trotskýista og Tímariti Máls og menn- ingar. Þannig að það var allt í lagi. I sjálfsævisögulegum reynslusögum eða endurminningabókum er vanalega fullorð- inn maður að meta sjálfan sig og það er kúnst út af fyrir sig. En i skáldsögum eins og bæði í Riddurum hringstigans og Vængja- slætti í þakrennum er veruleikinn ummynd- aður í skáldskap. Sögupersónan er ákveðið sjónarhorn. Ég er í mínum sögum að lýsa ákveðnu sviði, ákveðnum heimi mun frekar en þroskasögu ákveðins einstaklings. Sagnalyklar þjóöarinnar Uppbygging þessara bóka er nokkuð nýstárleg?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.