Helgarpósturinn - 05.01.1984, Side 2
Steinar Berg hljómplötuút-
gefandi og Snorri Þórisson kvik-
myndagerðarmaöur spá i nýárið,
væntanlega þakklátir fyrir vel-
gengnina á þvf gamla; Steinar
með strákana slna i Mezzo, og
Snorri með kvikmyndina sína
„Húsiö.“ Ljósmyndin er tekin f
fagnaöi Nýársklúbbsins f Naust-
Hvað er meðferð?
í bókinni Furðuheimar alkóhólismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA.
Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum I umfjöllun sinni um meóferö
og f hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aöeins 500 kr. og er hægt aó fá hana senda
gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringió f sfma 33370 eóa fylliö út með-
fylgjandi miða og sendiö okkur.
Nýárs-
knöllin
'fc Gamla árið var kvatt með
glymjandi glasaglaumi, áköfu
áti, söng og djúpum dansi á
nýárskvöld. Mikill hluti þjóð-
arinnar dreif sig í ballhús og
gerði sér dagamun við þessi
almanakstíðindi. Aðgangs-
eyririnn var misjafn — allt frá
einu þúsundi upp ( þrjú — en
greinilegt var að menn víluðu
ekki sllkar upphæðir fyrir sér
á þessum síðustu og bestu
kredittímum. Gleðin réð rikj-
um, tími nautnaseggja og
sælkera var I hámarki — og
ekki svomtkið sem minnsta
tíst barst úr kreppudraugnum
í þeim vertshúsum sem HP
heimsótti þetta kvöld. Ekki
fleiri orð um það, myndirnar
tala sínu máli hér á síðunum
og ef menn gera sig ekki
ánægða með þær, þá fylgja
skýringartextar hverri þeirra.-A-
Nýársklúbburinn svonefndi
hefur haldið uppi látlausu fjöri I
Naustinu undanliöin fjögur ný-
árskvöld undir merkjum lífs-
nautnastefnunnar: „Takmarkið
með þessu knalli okkar er að
drekka og eta kreppuna út strax
á fyrsta degi ársins. Þá er hún
ekki að þvælast fyrir okkur það
sem eftir lifir af því,“ sagði Ingvi
Hrafn Jónsson þingfréttamaður
Sjónvarps með meiru, en hann er
einn af forsvarsmönnum Nýárs-
klúbbsins. Ingvi sést hér á
myndinni kyrja lagið „Jail-house-
rock“ með hljómsveit hússins.
hljómsveit sinni mörg síðustu ár,
en hefur nú dregið sig í hlé frá
bransanum og gerst verslunar-
eigandi I Breiðholti. Kappinn
fékk þó ekki neitað þegar hinir
fjölmörgu gestir Súlnasalarins
þetta kvöld báðu hann um svo
sem eins og einn lagstúf að
raula. Hann valdi dægurfluguna
„My Way“ — uppáhaldslagið sitt
að eigin sögn og söng það við
magnaöa ánægju nýársgesta.
„Nei, blessaður vertu, mig
langar ekki vitund upp á svið að
syngja. Ég kann miklu beturvið
það hlutskipti að vera skemmt af
öðrum en skemmta sjálfur,"
hafði Ragnar Bjarnason söngvar-
inn góðkunni á orði þegar þessi
mynd var tekin af honum ásamt
eiginkonunni Helle Bjarnason á
nýársfagnaðinum í Súlnasal
Hótel Sögu. Ragnar hefur sem
kunnugt er sungið þar með
Góðar líkur eru á því að
Laufdal sé að færa nafna sínum
Gauki óskir um gleðilegt nýtt ár
með þessu þéttingsfasta handa-
bandi sfnu. Milli þeirra stendur
eiginkona Ólafs Gauks, Svan-
hildur Jakobsdóttir, nýstúdent
og söngkona allra tíma. Myndin
er vitanlega tekin I Broadway,
skemmtihúsi þess fyrst nefnda,
en þar var stiginn trylltur ára-
mótadans á nýárskvöld.
Pepsi Átkof un i
52%
völdu Pepsi
af þeim sem tóku afstödu
Pepsi
Coke
4719
4429
Jaf n gott 165
Alls 9313
Láttu bragðið ráða
2 HELGARPÖSTURINN